Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 14
14- FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 rDsgpr SMAAUGLYSINGAR Spákonur__________________________ Spái í Tarotspil á beinni línu - Draumaráðningar. S: 908-6414. Fastur símatími 20-24 öll kvöld. Er einnig við fles- ta daga e.h. Yrsa Björg Stúdíoíbúö____________________ Stúdíóíbúð í Reykjavík. Heimagisting. Leigist minnst tvær nætur í senn, allt að 4 persónur, bíll til umráða ef óskað er. Bókanir í síma 562-3043. Eftir kl. 18. 557-1456, 862-9443. Geymið auglýsinguna. Bólstrun_______________________________ Klæðningar, viðgerðir, nýsmíði. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði í miklu úrvali. Fagmaður vinnur verkið. Greiðsluskilmálar. Bólstrun Björns Sveinssonar. Flafnarstræti 88, Akureyri. Sími 462-5322 www.visir.is Vegna jarðarfarar Ólafs Benediktssonar fv. útibússtjóra ÁTVR á Akureyri verða skrifsto- fur okkar lokaðar frá kl 12 föstudaginn 10. nóvember. Lögberg ehf. Fasteigna- og skipasala Norðurlands JÓNÍNA GUNNLAUG MAGNÚSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Atlastöðum, lést á Dalbæ, Dalvík, 7. nóvember síðastliðinn. Útförin ferfram frá Urðakirkju, Svarfaðadal, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Lena Gunnlaugsdóttir, Jóhann Sigurbjörnsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Sigfús Sigfússon, Halla Gunnlaugsdóttir, Gyifi Ketilsson, Magnús Gunnlaugsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. SNYRTI- OG FEGRUNARSTOFAN SAFÍR býður upp á andlitslyftingu án skurðaðgerðar. Þú sérð árangur strax. Meðferðin sléttir og þéttir húðina og eyðir bjúg og augnpokum. Þú getur yngst um 10 ár eða meira. árangurinn er viðvarandi í 2 til 3 ár. Prufutími » $ SAFÍR Sími 533 3100 Álfheimar 6 104 Reykjavík TILBOÐ A SMAAUGLYSINGUM FYRSTA BIRTING 800JKR. ENDURBIRTING 400 KR. . Ofangrelnd vorö mlðast vlö staflgrelöslu oöa VISA / EURO Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 462 2087 ■ ■ STJORNUSPA Vatnsberinn Villibráðarkvöldið rennur út í sand- inn þegar veislu- stjórinn missir það út úr sér að kjötið sé allt af tömdum dýrum og sjálfdauðum. Fiskarnir Leyfðu börnunum að koma til þín og bannaðu þeim það eigi. Enda eruð þið leik- skólakennarar ekki í verkfalii. Hrúturinn Það stefnir í sukk hjá framhalds- skólanemum. Ánægjulegt að einhverjir skuli hafa efni á að lifa hátt í verkfalli. Nautið Arðsemisútreikn- ingar heimilisins hafa brugðist. Gullfiskarnir voru þyngri á fóðrum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tvíburarnir Horfðu á björtu hliðarnar. Sá sem fer í hundana þarf ekki lengur að óttast kettina. Krabbinn Það er tíðindalítið á Tálknafirði þessa dagana. En í Hafnarfirði er hundur í óskilum. Ljónið Rafræna hús- bréfakerfið leysir ekki afborgunar- vandann þegar búið er að loka fyrir rafmagnið. Meyjan Þú rekst á kátan Kamerúna í kjör- búð í Kópavogi að kaupa kótilett- ur. Þú færð þér krebenettur. Vogin ‘Þú ferð til messu um helgina. Taktu eftir konunni með bláa siffonsjalið á þriðja bekk. Sporðdrekinn Farðu að koma þér heim! Það fel- ur sig enginn bak við annarra manna glugga- tjöld til langframa. Bogamaðurinn Þú átt litla mögu- leika á að vinna fitness-keppnina. En þú valtar yfir alla á madness- mótinu um helg- ina. Steingeitin Beittu þér fyrir aðskilnaði kirkju og kaupfélags. Klerkurinn í kjöt- borðinu dregur úr arðsemi beggja fyrirtækja. LIF OG LIST Skyndihjálp og Disney-bæknr „Seint verður sagt að ég sé mikill lestrarhest- ur. Það er helst að ég grípi í að lesa á kvöldin fyrir strákana mína þrjá, áður en þeir fara f háttinn. A þeim vettvangi njóta Disney-bæk- urnar sfn. Síðan er elsti sonurinn, sem er átta ára, heilmikið farinn að lesa sjálfur og hans uppáhald er Heimskringla eftir Þórarinn Eldjárn og í sérstöku lestrarátaki sem nú er í gangi f Lundaskóla er hann að lesa bókina um Paddington," segir Hafsteinn Jakbosson, forstöðumaður á skrifstofu Rauða kross Islands á Akureyri. „Nýlega las ég bók Magnúsar heitins Oskarssonar borgarlögmanns Með bros í bland og líkaði hún alveg prýðilega. Þá finnst mér gaman og raunar nauðsynlegt að blaða í ýmsum blöðum og bókum um fþróttir og einnig ýmsu viðvíkjandi starfinu. Og um síðustu helgi var ég svo að blaða í nýju liefti um skyndihjálp sem Rauði krossinn er að gefa út alveg á næstunni." Clyderman og Hvítir mávar „Eg er alæta á tónlist. Oft dett ég niður í að hlusta á rólegri tónlist, svo sem á snilling- inn Richard Clyderman með sína Ijúfu pía- nótónlist. En getur þetta líka verið alveg á hinn veginn. Snillingarnir í U2 hafa alltaf fangað mig, í lögum þeirra er alltaf undirliggjandi einhver grípandi tónn sem hefur lengi heillað mig. Og sama get ég raunar einnig sagt um lög Sting. En að öðru leyti er það helst þessi síbylja sem ég hlusta á svona frá degi til dags. Hér í vinnunni læt ég Rás 2 hljóma á daginn - en sérstaklega legg ég mig eftir að hlusta á Ak- ureyringinn Gest Einar f Hvítum mávum. A morgnana hlusta ég á Svæðisútvarp Norðurlands." Sdiwarzenegger og Silfur Egils „Núna á mánudagskvöldið horfði ég á ágæta mynd með Arnold Schwarzenegger sem var á dagskránni einhvern tímann í fyrri viku. Þetta var ágæt afþreying. Það sjónvarpsefni sem ég hef hins vegar horft á að undanförnu og stendur uppúr er hins vegar teiknimyndin Toy Story 2. Tvær helgar í röð hef ég verið með strákunum mínum, íyrst þeim yngri og svo þeim eidri, í æfingabúðum 6. og 7. flokks KA sem voru í íþróttahúsinu í Þelamörk í Hörgárdal - og báðar helgarnar var sama myndin sýnd fyrir strákana. I Sjónvarpinu reyni ég alltaf að ná fréttum klukkan tíu á kvöldin. A Aksjón eru oft ágætir póstar svo sem fréttaþátturinn Kortér og á Skjá einum er fínir þættir eins og Konan og Brian, Vala Matt og Silfur Egils. Af öðrum þáttum í sjónvarpi sem ég horfi gjarnan á eru Bráðavakt- in og Frasier. Um sjónvarpsdagskrána get ég annars sagt að hún er köflótt í bland; - en þannig á hún kannski líka að vera svona í og með.“ Bgeihbið Gengisskráning Seölabanka íslands 9. nóvember 2000 Dollari 87 87,48 87,24 Sterlp. 123,09 123,75 123,42 Kan.doll. 56,37 56,73 56,55 Dönsk kr. 9,965 10,021 9,993 Norsk kr. 9,354 9,408 9,381 Sænsk kr. 8,675 8,727 8,701 Finn.mark 12,4911 12,5689 12,53 Fr. franki 11,3222 11,3928 11,3575 Belg.frank 1,8411 1,8525 1,8468 Sv.franki 48,89 49,15 49,02 Holl.gyll. 33,7017 33,9115 33,8066 Þý. mark 37,973 38,2094 38,0912 It.líra 0,03836 0,0386 0,03848 Aust.sch. 5,3973 5,4309 5,4141 Port.esc. 0,3704 0,3728 0,3716 Sp.peseti 0,4464 0,4492 0,4478 Jap.jen 0,81 0,8152 0,8126 írskt pund 94,3019 94,8891 94,5955 GRD 0,2183 0,2197 0,219 XDR 111,72 112,4 112,06 EUR 74,27 74,73 74,5 Hkrossgátan Lárétt: 1 vandræði 5 kompa 7 lævís 9 frá 10gæfa 12eirðu 14 þykkni 16hópur 17 reiðri 18 fljótið 19 deila Lóðrétt: 1 hólf 2 hættuleg 3 kyrru 4 hug- arburð 6enn 8lagin 11 hrella 13vot 15 væla Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hráa 5 Skuld 7 Isak 9 ný 10 skrum 12 refi 14oks 16 ráð 17 jánki 18 mal 19arð Lóðrétt: 1 hris 2 ásar 3 akkur 4 öln 6 dýp- ið 8skekja 11 merka 13 fáir 15 slá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.