Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000- 21 utó t Með digrum karlaróm Tíu karlakórar munu syngja á Kötlumóti í Laugardalshöll þann 11. nóvember. Katla er samband Sunnlenskra karlakóra sem teygir sig frá Hornafirði vestur um til Borgarfjarðar. Kórarnir syngja tvö lög hver en síðan stíga þessir. 500 söng- menn saman á svið og syngja saman fjögur lög við undirleik hornafiokks.Auk allra þeirra drynjandi bassa og silfurskæra tenóra, sem þarna munu stilla saman raddir sínar, stíga þrír tenórar á svið í sérstöku atriði.-Þetta eru þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Birgir Ragnar Baldursson sem syngja saman hér í fyrsta sinn. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn á 1.500 krónur. Ekki eingöngu Chopin Pólsk tónlist frá 19 öld verður í öndvegi á tónleikum sem haldnir verða í Gerðubergi 11. nóvember kl. 17.00. Flytjend- ur eru: Szymon Kuran fiðla, Mariola Kowalczyk mezzósópr- an, Elzbieta Kowalczyk píanó og jacek Tosik-Warszawiak píanó.Flestir þekkja tónsnillinginn Chopin er Pólverjar eiga mörg önnur þekkt tónskáld og eiga tónleikarnír að veita áheyrendum innsýn í pólskt tónlistarlíf á 19. öld. Tónleikarnir eru í samvinnu við Vináttufélag íslendinga og Pólverja og eru haldnir þenn- an dag til að halda upp á það að 11. nóvember 1918 öðlaðist Pólland sjálf- stæði á ný en tónlistin átti stór- an þátt í að við- halda þjóðarvit- und Pólverja á 19. öld. Þrjú ný verk Caputfrumflyturþrjú yTy ný verk á kamm- r ^ srtónleikum í Lang- holtskirkju 11. nóvember sem hefjast kl. 17.00. Það eru verk eftir tónskáldin Snorra Sigfús Birgisson, Báru Grímsdóttur og Svein Lúðvík Björnsson sem öll hafa verið sérstaklega pönt- uð af menningarborginni og samin fyrir Caput. Einnig verður flutt verkið Object of Terror eftir Atla Ingólfsson og Talnamergð eftir Hauk Tóm- asson sem einnig var samið að tilstuðlan menningarborg- ar.Caput er nýkomið úr tón- leikaferð um Kanada og Bandarikin og er á leið til Bologna og á nútímatónlist- armaraþon í Prag. allir hafa aðgang að cða er netlýðræði lýðræði skrílsins, án yfirvegunar og án lögmætis? Fulltrúar pólitísku vefritanna sitja í pallborði. Mat á landslagi Telst landslag náttúruverðmæti ? Fer það eftir fegurðarskyni hvers og eins, eða er hægt að beita hlutlægum að- ferðum til meta landslag? Þessar spurningar verða til umfjöllunar í há- degiserindi Þóru Ellenar Þórhallsdótt- ur prófessors. Erindið verður haldið á vegum Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma í dag föstudag- inn iO. nóvember kl. 12.00 í gyllta salnum á Hótel Borg. LANDIÐ TÓNLIST Söng-leikir Ingveldur ýr Jónsdóttir mezzósópran og Gerrit Schuil íytja þekkt lög úr söngleikjum, ktákmyndum og leikritum í gamla sal Menntaskólans á Akureyri þann 12. nóvember ld. 20.30. Tónleik- arnir eru á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Tónleikar á afmælisári Fyrstu tónleikar Tónlistarskóla Fljóts- dalshcraðs í tilefni þrjátíu ára afmælis skólans verða í Egilsstaðakirkju í kvöld, 10. nóvember kl. 20.00 þar munu nemendur með aðstoð kennara llytja fjölbrevtta tónlist frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar. Aðgang- ur er óke>'pis. Söngur í Ydölum Karlakór Eyjafjarðar heldur söng- skemmlun í Ýdölum þann 11. nóvem- ber. Söngskráin er bvggð upp á lögum sem kórinn hefur flutl á síðustu árum. Fimm einsöngvarar úr röðum kórfé- laga koma þar frarn, þeir Biyngeri Kristinsson, Haraldur Hauksson, Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jósepsson. Undirleikari verður Daníel Þorsteinsson og stjóm- andi er Björn Leifsson. SÝNINGAR Heimskautslöndin unaðslegu Nú stendur yfir í Listasafninu á Akur- c\tí sýningin „Heimskautslöndin unaðs- Iegu". Sýningin lýsir með mymlr;enum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-fs- Iendingsins Vilhjálms Slefánssonar en er um ieið kr nning á umhverfi, menningar- heimum og málefnum norðurslóða. Sýningin er unnin í samr'innu viö Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar, Dartmouth CoIIege og Keykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Sýningunni lýkur 17. desember nk. Minjasafnið í vetur í vetur er Minjasafnið á Akureyri opið á sunnudögum milli kl. 14 og 16. Sýningar vetrarins eru Eyjafjörð- ur frá öndverðu, Akureyri - bærinn við Pollinn og Ljósmvndir Sigríðar Zoéga. Aðgangseyrir er 300 kr. en frítt er fyrir börn að 16 ára aldri og ellilífeyrisþega. Minjasafnið er til húsa í Aðalstræti 58 og er garðurinn fyrir framan safnið elsta trjáræktar- stöð Iandsins. Sunnlenskt handverk Ahugafólk um handverk mun standa að sýnis- og sölumarkaði þar sem sunnlenskt handverk skipar aðalhlut- verkið. Markaðurinn mun verða í fé- lagsheimilinu Stað á Eyrarbakka næstkomandi sunnudag, 12. nóvem- ber, og stendur frá kl. 13-18. A boðstólnum verða ýmsir spennandi gripir unnir úr tré, leir, gleri, gifsi og keramiki en einnig verður hægt að nálgast úrvals prjónavörur, m.a. sjöl og dúkkuföt. Kaffisala verður á staðnum. OG SVO HITT... Unglist á Akureyri ' Iöstniliigur 10. nóv. Hljómsveita- djamm í Sjallanum frá kl. 20:00 - 02:00 í boði Coke Cola og Flugfélags Islands. Grúppurnar: Ópíum, Nude, Griffter, Dé o sje, Pottþéttir hæfi- leikar, Lame excuse , Pitch og 200.000 Naglbítar gera tilraun til að sprengja hljóðkerfið. Fantasíuförðun litaglaðra nemenda úr Förðunarskóla Akureyrar. Það nýjasta í nýtt frá Centro og Style. Hárgreiðslunemar spreyta sig á módelunum. Verðlauna- afhending ljósmynda- og myndlistar- maraþons og hönnunarkeppni. Óvæntar uppákomur í bænum. *Laugardagur 11. nóv. Listin að lifa: „Það sem allt of fáir tala um á Akur- eyri.“ Ráðstefna á Sal Menntaskólans á Akureyri, Hólum kl. 14:00 - 16:30. Fyrirlesarar frá: Stígamótum, Sam- tökunum ‘78, Alnæmissamtökunum, Nýrri Dögun og fleirum. Pall- borðsumræður eftir fyrirlestra. Ráð- stefnan er styrkt af Forvarnarsjóði. Jólabasar Hinn árlegi jóla-og kökubasar kvenfé- lagsins Baldursbrár verður haldinn í Safnaðarsal Glerárkirkju sunnudag- inn 12. nóvember kl. 15.00. margir fallegir munir, kökur og lukkupakkar. Sagnakvöld í Stykkishólmi Laugardaginn 11. nóvember verður haldið í Stykkishólmi, námskeið um söfnun þjóðlegs fróðleiks og sama kvöld, er efnt til sagnakvölds í Narf- eyrarstofu. A sagnakvöldinu, sem hefst kl. 20.30, munu nokkrir valin- kunnir sagnamenn af Vesturlandi segja sögur af ýmsum toga og taka lagið. Unglist á Egilsstöðum Laugardagur 11. nóv. Sprell: AHsherj- arskemmtun f Iþróttamiðstöðin á Eg- ilsstöðum kl. 17.00 - 20.00. Leik- tækti (Gladiator / Pumabraut / Sumo / box), sundlaugapartý (undirtónar o.fl.) Radarmælingar. Ymislegt (s.s. skutlukast/stinger/boltaboccia/stíg- vélaspark), DJ (ýmiskonar tónlist). Er líf í listum? Ráðstefnan Er líf í listum verður haldin 11. nóvember í stofu 14, Há- skólahúsinu við Þingvallastræti, og hefst kl. 14.00. Á ráðstefnunni flytja eftirtaldir erindi: Sigurður Kristins- son, lektor HA: „Fagskyldur f list- um?“, Kristján Kristjánsson, prófess- or HAk: „Þjóðsögurnar og mann- eðlið", Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, deildarforseti kennara- deildar HA: „Siðræn fegurð. Mikael M. Karlsson, prófessor HI: „List og lífsgildi" og Arna G. Valsdóttir, lektor HA: „Listin sem samskiptaleið". Pall- borð og fyrirspurnir. Kynslóðirnar tiSfl mætast Tískan í töskunum A nýjum vettvangí : Páll Magnússon blaðafulltrúi íslenskrar erfðagreiningar í helgarviðtali. Tónelskar tvíburasystur Askriftarsíminn er 800-7080 I HELGARBLAÐI DAGS Kynlíf, heilsa, bíó, bækur, flugur, dómsmál og fleira

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.