Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 13
 FÖSTUDAGUR 10. KÓVEMBER 2 000 - 13 imd 'tingar á skipulagi og starfsháttum sam- vcl í því starfi auk þess sem hún kemur vel fyrir og hafi tjáð sig þann- ig að fólk skilur hvað hún sé að segja. Aðspurður um undirtektir við þessa hugmvnd segir Guðmundur að menn hafi sett upp stór augu og sett hljóða. Hann segir að það mundi virka vcl fyrir ASÍ að hafa Eddu Rós þar í forsetastól sem jafn- framt yrði lyrsta konan í því emb- ætti. Viðræður uin ESB-aðild Formaður RSÍ segir að sambandið sé mjög fylgjandi því að teknar verði upp viðræður við ESB með hugsan- lega aðild íslands í huga til þess að geta séð hvað sé í „pakkanum" eins og hann orðar það. I>aö sé sama vinnulag og tíðkast í kjarasamning- um. I því sambandi hcndir hann á að menn fara ekki í verkfall áður en vitað er hvað viðsemjandinn hefur fram að færa. I tillögum miðstjórnar ASI um áherslur og helstu verkefni sambandsins í alþjóðamálum sem Iiggja fyrir þinginu er m.a. lagt til að umræðan um aðild Islands að ESB verði tekin á dagskrá. Þar kemur fram að til þess að þjóðin geti svarað því hvort hún vilji taka það skref eða ekki verður að hefja ítarlega um- ræðu um málið þar sem samnings- markmið Islands séu skilgreind. Að mati miðstjórnar gegnir ASI lykil- hlutverki í því sem stærstu hags- munasamtök launafólks. Tekisl á í kosnmgiuii Aðalsteinn A. Baldursson formaður Alþýðusambands Norðurlands seg- ist hafa jákvæðar væntingar til þings ASI. Hann býst þó við að kosningar til forystu sambandsins muni setja svip sinn á þinghaldið. I því sam- bandi bendir hann á að það sé ekki samstaða um núverandi forseta sambandsins auk þess sem fækkað verður verulega í miðstjórn frá því sem nú sé samkvæmt tillögum til breytinga á skipulagi og starfshátt- um þess. Það sé þvf viðbúið að tek- ist verði á um kjör manna bæði í miðstjórn og til embætti forseta og jafnvel varaforseta. Hann telur engu að síður að ASI sé á réttri braut í sín- um málum til framtíðar. Hins vegar sé því ekki að neita að töluverður „pirringur" hefur verið innan raða þess og forystumanna á þessu kjör- tímabili. Það sé mjög alvarlegur hlutur. Hann segist þó vonast til að sá þáttur sé að baki og menn geti sameinast um áherslur og markmið sambandsins næstu misserin og ein- beitt sér að sínum verkefnum félags- mönnum til hagsbóta. Formaður Alþýðusambands Norð- urlands segir að það sé enginn áhugi á því innan Starfsgreinasambands- ins að neyta aflsmunar á þinginu. Hvorld til að koma einvörðungu sín- um fulltrúum að í lykilstöður né sjónarmiðum á framiæri. Hann seg- ir að menn séu reynslunni ríkari í því að sætta ólík sjónarmið eftir alla þá vinnu sem fór í það við stofnun Starfsgreinasambandsins. I fram- haldi af því leggja menn innan Starfsgreinasambandsins miklu meira upp úr því að þing ASI fari fram í sátt og samlyndi. Áhersla á samningsfrelsi Bifreiðastjórafélagið Sleipnir á beina aðild að ASl og hefur auk þess stað- ið í harðri kjaradeilu við atvinnurek- endur frá því í sumar sem ekki sér enn fyrir endann á. Oskar Stefáns- son formaður félagsins segir að þar á bæ séu menn ekki farnir að spá mik- ið í þing ASÍ, enda verið önnum kafnir í sínum kjaramálum og innri málum. Hann segist þó vera sam- mála því að fækka í miðstjórn og halda ársfundi í staðinn fyrir þing á fjögurra ára fresti. Þá sé félagið ein- huga í því að fá að vera áfram með beina aðild að ASI en ekki vera í ein- hverju Iandssambandi. Hann býst þó ekki við að kjaramál einstakra félaga verði mikið rædd á þinginu, heldur fyrst og fremst stef- na ASÍ í þeim málum og hvernig stuðningi þess sé háttað gagnvart þeim félögum sem eiga í harðri kjarabaráttu. Með hliðsjón af reynslu Sleipnis sé Ijóst að samn- ingsfrelsi litlu félaganna sé ekki nógu mikið. Af þeim sökum tekur félagið undir þá gagnrýni sem fram hefur komið hjá Ögmundi Jónassyni formanni BSRB og Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands Islands að í kjarasamningum félaga innan ASÍ sé ætlast til þess að allir aðrir tald mið af miðstýrðri launastefnu, óháð sérstöðu þeirra og frelsi til samninga á eigin forsendum. Það sé ekki hægt að einhver stór félög séu að marka einhverja launastefnu án þess að ræða það við einn eða neinn. Hann bendir á að Sleipnir hafi reynt að brjótast undan markaðari launa- stefnu Flóabandalagsins og Samtaka atvinnurekenda en ekki haft erindi sem erfiði. F\TÍr vikið sé félagið með kjarasamning frá 1997 þar sem síð- ustu kauphækkanir kontu til fram- kvæmda í ársbyrjun í fyrra, eða fyrir nær tveimur árum. FRÉTTIR Adalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna hófst í gær og eru framtíðarhorfur i sjávarútvegi ekki bjartar að mati talsmanna samtakanna. íslensku olíufélögin voru harðlega gagnrýnd. LÍÚ Ihugar olíuiiuiflutniiig Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ var harðorður í ræðu sinni í gær. Kristján Ragnarsson, formað- ur LIU, sagði í upphafi aðal- fundar í gær að allir kostnað- arþættir útgerðar hefðu farið hækkandi undanfarna mán- uði. Hann sagði olíuverð vera að sliga útgerðina og gagn- rýndi íslensku olíufélögin sér- staklega. Hugsanlegt er að út- gerðin muni leita út fyrir landsteinana hvað varðar olíu- kaup. „Fyllsta ástæða er til að kanna hvort unnt sé að af- greiða olíu með ódýrari hætti en nú er gert þótt því fylgi meiri fyrirhöfn við færslu skipa við bryggju. Ætlast verð- ur til að olíufélögin bjóði upp á slíkan möguleika,“ sagði Kristján. Akveði LÍU að ráðast í verslun t.d. olíu af skipum erlendra olíufélaga á miðun- um, eru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir fslensk olíufélög. Flot- inn notar í dag allt að 300 millj- ónir lítra af olfu á ári, eða um 150 þúsund tonn, og er verð- mætið á núgildandi verði um 9,5 milljarðar króna. Tifandi tímasprengja Kristján var heilt vfir ómyrkur í máli í ræðu sinni á aðalfundin- um: „Verulegar blikur eru nú á lofti í efnahagslífinu. Geng- ið sígur, verðbólga eykst, vext- ir eru að verða ofviða greiðslu- getu f yrirtækja og einstaklinga og olíuverð margfaldast í verði. Sumt af þessu er okkur viðráöanlcgt, annað ekki. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru gerðir til langs tíma með fyrirvara um verðbólgu og um að aðrir þegnar þjóðfélagsins fá ekki kjarabætur umfram það sem samist hefur um á almennum markaði. Nú reisir fjöldi opin- berra starfsmanna kröfur um margfalda launahækkun m. v. það sem aðrir hafa fengið. Það er því tifandi tíma- sprengja hinum megin við homið, sem er á ábyrgð rfkis- stjórnarinnar hvort springur. Gerist það er efnahagslífið í upplausn. Við trúum því og trevstum að svo verði ekki," sagði Kristján Ragnarsson. — GG Of sein til innlausna vegna kaupleiguíbúðar Hæstiréttur hefur staðfest und- irréttardóm, þar sem Héraðs- nefnd Austur-Húnvetninga er sýknuð af kröfum hjóna um upp- fyllingu á innlausnarskyldu vegna kaupleiguíbúðar hjón- anna. Sams konar kröfur á hendur Félagi eldri borgara í Austur-Húnavatnssýslu voru út af fyrir sig samþykktar, með þcim lyrirv'ara þó að innlausnar- skyldufrestur var liðinn þegar farið var fram á innlausn. Samskiptin fóru öll fram í gegnum félagið og innlausnar- kröfunni réttilega bcint þangað. Félagið samþvkkti kröfuna fvrir sitt leyti, en vísaði málinu til héraðsnefndar. Hún hafnaði innlausn, en þá voru liðin fimm ár og fjórir mánuðir frá því, er þau fengu íbúð sína afhenta. Því gat samþykkt félagsins ekki bundið hendur héraðsnefndar. Hjörtur Torfason skilaði séráliti og efniskröfur áfrýjenda í málinu til greina, var enda ósammála því að frestur til innlausnar væri lið- inn. — FÞG Dæmdur fyrir kynferðisbrot Ungur maður hefur verið dæmd- ur af Hæstarétti í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagn- vart fjórum heyrnarskertum stúlkum, en maðurinn, sem ein- nig var heyrnarskertur, var um fjögurra ára skeið starfsmaður félagsmiðstöðvar skóians, þar sem stúlkurnar voru ncmendur. Hann var sýknaður af ákæru um sams konar brot gagnvart tveim- ur stúlkum. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.