Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 9
T^gHr FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Ami Gautur stórleik Árni Gautur Arason var valinn maður leiksins gegn Bæjurum. átú Ami Gautur besti mað- ur vallaiius gegn Bæjunun í Þránd- heimi, þegar hann í fjórgang varði á ævin- týralegan hátt frá Carsten Janker. Barcelóna náði þriðja sætinu í H-riðli og Pan- athinaikos sendi Juventus út í kuldann í E-riðli. Ami Gautur Arason, markvörður norsku meistaranna Rosenborgar í Þrándheimi, átti stórleik í íyrra- kvöld, þegar Rosenborg gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn þýsku meisturunum Bayern Miinchen í síðustu umferð riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu. Hann varði eins og berserkur í leiknum og í fjórgang á hreint ævintýralegan hátt frá Carsten Janker, framherja Bæjara. Honum tókst þó ekki að koma í veg fýrir að varamanninum Jens Jeremies tækist að jafna leik- inn aðeins mínútu fyrir Ieikslok, en þrátt fyrir það var framganga Arna þvílík í leiknum að áhang- endur Rosenborgar risu hvað eftir annað úr sætum og hrópuðu „ÁRNI, ÁRNI..“. Það var fram- herjinn Frode Johnsen sem skor- aði mark Roscnborgar á 27. mín- útu, þegar hann stökk hæst allra og skallaði inn hornspyrnu Jan Derek Sörensens. Með jafnteflinu fengu bæði lið- in það sem þau vildu, Bæjarar sig- ur í F-riðli og Rosenborg öruggt sæti í 3. umferð UEFA-bikarsins, en íyrir leikinn var ljóst að norska liðið átti ekki möguleika á að kom- ast í 16-liða úrslit Meistaradeildar- innar. Það hafði fVanska liðið Paris St Germain aftur á móti tryggt sér fyrir síðustu umferðina og átti auk þess möguleika á að sigra í riðlin- um. En 1-1 jafntefli gegn Helsing- borg í fyrrakvöld slökkti þann von- arneista og sænska liðið varð þar með að sætta sig við botnsætið í riðlinum. Anderlcclit sigurvegarar Griðils Belgísku meistararnir Anderlecht tryggðu sér sigurinn í G-riðli með 2-3 útisigri á PSV Eindhoven. Belgíska liðið komst í 2-0, með mörkum Bertrand Crasson og Jan Koller, en Adil Ram/.i minnkaði muninn fyri PSV, rétt fyrir leikhlé. 1 upphafi seinni hálfleiks jafnaði Ram/i svo leikinn fyrir PSV með sínu öðru marki og virtist stefna í jafntefli þar til Souleymane Youla skoraði sigurmark Anderlecht á síðustu mínútu leiksins. Þar með verður þriðja sætið hlutskipti PSV og fær Iiðið þátttökuréttinn í UEFA-bikarnum í sárabætur. Á sama tíma tryggði Manchest- er United sér réttinn til að Ieika í 16-liða úrslitunum með 1-0 sigri á Dynamo Kive á Old Trafford og má segja að heppnin hafi þar verið með ensku meisturunum, því á lokamínútunum fengu Ukraínu- mennirnir þvílíkt færi fyrir opnu marki, sem George Demetradze framherji Dynamo klúðraði á ótrú- legan hátt. Fyrir leikinn var Dyna- mo þegar fast í botnsætinu, en ekkert annað en sigur gat tn'ggt United áfram í keppninni og þess vcgna var spennan mikil fyrir leik- inn. Teddy Sheringham skoraði mark United á 18. mínútu. Barcelóna í UEFA-bikarinn I H-riðlinum tókst skrapliði Leeds meö hetjulegri baráttu að tryggja sig áfram í 16-Iiða úrslitin eftir 1- 1 jafntefli gegn AC Milan í Míianó. AC hafði þegar trvggt sig áfram í keppninni og síðan mcð jafntellinu gegn Leeds í fyrra- kvöld, sigur í riðlinum. Með sigri á Leeds hefði AC bjargað Barcelóna inn í 16-liða úrslitin og ekki virtist vanta viljan hjá ítalska liðinu, því það harist af mikilli hörku, en upp- skar þó aðeins nema jafntefli eftir að Dominic Matteo hafði náð for- ystunni fyrir Leeds rétt fyrir leik- hlé. Það var svo Serginho sem jafnaði leikinn lyrir AC á 68. mín- útu og þar við sat, því miður fyrir svekkta Börsunga, sem unnu 5-0 sigur á tyrkneska liðinu Besiktas, með tveimur mörkum frá Luis En- rique og restina frá þeim Cocu, Rivaldo og Gabri. Stórlið Börs- unga verður þar með að gera sér þriðja sætið og UEFA-bikarinn að góðu. Juventus í botnsætið I E-riðlinum lentu ítölsku risarnir Juventus í botnsæti riðilsins, eftir 3-1 ósigur gegn gríska liðinu Pan- athinaikos í Aþenu. Eins og í síð- ustu umferð, missti ítalska liðiö tvo menn af leikvelli með rauð spjöld, en nú voru það þeir Edwin Van der Sar, markvörður og Darko Kovacevic sem fengu reisupass- ann. Van der Sar fyrir að brjóta á Nikos Liberopoulos innan víta- teigs og Darko Kovacevic fyrir sitt annað gula spjald á 72. mínútu. Það var Paulo Sousa, fvrrum leik- maður Juventus, sem náði for- ystunni fyrir Grikkina strax á 7. mínútu, beint úr aukaspyrnu, en Filippo Inzaghi jafnaði með eina marki Juventus á 24. mínútu. Agelos Basinas skoraði síðan ann- að mark gríska liðsins úr víta- spyrnu á 57. mínútu eftir að Van der Sar hafði fengið að líta rauða spjaldið og Krzysztof Warzycha bætti því þriðja við á 65. mínútu. Með sigrinum tryggði Panathinai- kos sér annað sætið í riðlinum á eftir spænska liðinu Deportivo sem tryggði sér sigrinn með 1 -1 jafntefli gegn Hamburger SV í Hamborg í fyrrakvöld. Iraninn Mehdi Mahdavákia náði forystunni fyrir Hamburger strax á 10. mínútu, en varamaðurinn Roy Makaay slökkti vonir Hamborgar- liðsins með jöfnunarmarkinu fyrir Deportivo á 58. mínútu. Þriðja sætið varð þar með hlutskitpi Hamborgara og þar með þátttaka í UEFA-bikarnum. Eftirtalin lið komust í 16-liða úrslitin: Arsenal (Englandi), Bayern Munchcn (Þýskalandi), Dcportivo de La Coruna (Spáni), Galatasaray (Tyrklandi), Lazio (Italíu), Lyon (Frakklandi), AC Milan (Italíu), Paris-St. Gcrmain (Frakklandi), Real Madrid (Spáni), Spartak Moskva (Rúss- landi), Sturm Gra/. (Austurríki), Valencia (Spáni), Panathinaikos (Grikklandi), Anderlecht (Belgíu), Manchester United (Englandi) og Leeds (Englandi). Eftirtalin lið náðu þriðja sæti í riðlunum og leika í 3. umferð UEFA-bikarsins ásamt þeim tólf liðum sem þar komast áfram úr annari umferð: Baver Leverkusen (Þýskalandi), Shakatar Donetsk (Ukraínu), Olympiakos (Grikklandi), Glas- gow Rangers (Skotlandi), Hamburger SV (Þýskalandi), Ros- enborg (Noregi), PSV Eindhoven (Hollandi) og Barcelona (Spáni). Lokastaðan 1 riðlunum A-riðill: Real Madrid 6 4 1 1 15: 8 13 Spart. Moskva 6 4 0 2 9: 3 12 Bay. Leverk. 6 2 1 3 9:12 7 Sporting 6 0 2 4 5:15 2 B-riðill: Arsenal 6 4 1 1 11: 8 13 Lazio 6 4 1 1 13: 4 13 Shak. Donetsk 6 2 0 4 10:15 6 Spart Prag 6 1 0 5 6:13 3 C-ríóill: Valencia 6 4 1 I 7:4 13 Lyon 6 ] 0 3 8:6 9 Olympiakos 6 3 0 3 6:5 9 Heerenveen 6 1 1 4 3:9 4 D-ríÓill: Sturm Graz 6 3 1 2 8:11 10 Galatasaray 6 2 2 2 10:13 8 Rangers 6 2 2 2 10: 7 8 Monaco 6 2 1 3 13:10 7 E-ríðill: Deportivo 6 2 4 0 6: 4 10 Panathinaikos 6 2 2 2 6: 5 8 Hamburger 6 1 3 2 9: 9 6 Juventus 6 1 3 2 9:12 6 F-ríöill: Bay. Miinchen 6 3 2 1 9: 4 11 Paris St Germ. 6 3 1 2 14: 9 10 Rosenborg 6 2 1 3 13:15 7 Helsingborg 6 1 2 3 6:14 5 G-ríÖill: Anderlecht 6 4 0 2 11:14 12 Man. United 6 3 1 2 11:7 10 Eindhoven 6 3 0 3 9: 9 9 Dvnamo Kiev 6 1 ] 4 7: 8 4 H-ríöill: AC Milan 6 3 2 1 12: 6 11 Leeds 6 2 3 ] 9: 6 9 Barcelona 6 2 2 2 13: 9 8 Besiktas 6 1 1 4 4:17 4 YMISLEGT Englendmgar yngja Peter Taylor, starrandi landslið- þjálfari Englands, tilkynnti í gær 26-manna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn ítölum, sem fram fer f Tórínó á miðviku- daginn í næstu viku. Mörg ný and- lit eru í hópnum og virðist Taylor leggja alla áherslu á að yngja upp, en allir leikmennirnir eru undir þrítugu. Sex leikmannanna koma frá meisturum Manchester United og er David Beckham ætlað að leiða liðið sem fyrirliði. Leikmannahópurinn Markverðir: David James (Aston Villa), Richard Wright (Ipswich.), Paul Robinson (Leeds.) Aðrir leikmenti: Gareth Southgate (Aston Villa), Gareth Barry (Aston Villa), Gary Neville (Man. United), Phil Neville (Man. United), Rio Ferdinand (West Ham), Jamie Carragher (Liverpool), Wes Brown (Man. United), David Beckham (Man. United), Paul Scholes (Man. United), Nicky Butt (Man. United), Nick Barmby (Liverpool), Steven Gerrard (Liverpool), Kier- on Dyer (Newcastle), Ray Parlour (Arsenal), Frank Lampard (West Ham), Seth Johnson (Derby), Michael Ball (Everton), Darren And- erton (Tottenham), Emile l leskey (Liverpool), Michael Owen (Liver- pool), Kevin Phillips (Sunderland), Robbie Fowler (Liverpool) og Alan Smith (Leeds) upp David Beckham verður fyrirliði enska landsliðsins. landsliðið Völler áfram með Þýska knattspyrnusambandið kynnti í gær að samið hefði verið við Rudi Völler um að halda áfram með þýska landsliðinu fram yfir HM-2002, en þar á bæ gera menn fastlega ráð fyrir því að liðið vinni sér réttinn til að leika í úrslita- keppninni sem fram fer í Japan og Kóreu. Völler tók tímabundið að sér stjórnun landsliðsins í sumar og sfjórnaði því í þremur leikjum, en síðan stóð til að Christoph Daum, þjálfari Bayer Lerverkusen, tæki við liðinu á næsta ári. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum eftir að Daum varð uppvís að lyfjamisnotk- un, sem kostaði hann reyndar ein- nig þjálfarastöðuna hjá Leverku- sen og var Völler einnig fengin til að hlaupa þar f skarðið tímabund- ið. Berti Vogts leysir Völler nú af hjá Leverkusen svo hann geti einbeitt sér að landsliðinu. Völler gekk vel með landsliðið þá þrjá leiki sem það spilaði undir hans stjórn í haust og unnust þeir allir, þar á meðal leikurinn gegn Englendingum á Wemhley. Næsti leikur Þjóðverja er vináttuleikur gegn Dönum f Kaupmannahöfn á miðvikudaginn og hefur Völler val- ið eftirtalda leikmenn fyrir Ieikinn: Markverðir: Oliver Kahn (B. Munchen), Jens Lehmann (Dort- mund). Aðrir leikmenn: Frank Baumann (Bremen), Joerg Hcinrich (Dort- mund), Ingo Hertzsch (Hamburg), Thomas Linke (B. M^nchen), Jens Nowotny (Leverk.), Marko Rehmer (Berlin), Michael Ballack (Leverk.), Carsten Ramelow (Leverk.), Stefan Beinlich (Berlin), Sebastian Deisler (Berlin), Dariusz Wosz. (Berlin), Dietmar Hamann (Liverpool), Christian Ziege (Liverpool), Jens Jeremies (B. Múnchen), Mehmet Scholl (B. Mjichen), Oliver Bierhoff (AC Mil- an), Marco Bode (Bremcn), Carsten Jancker (B. Múnchen), Alex- ander Zickler (B. Múnchen) og Oliver NeuviIIe (Leverk.). Berti Vogts og Rudi Völler. Keilissveitin í efsta sætinu Eftir annan keppnisdaginn á Evrópumóti félagsliða í golfi, sem fram fer á Parco di Medici-vellinum í Róm, er sveit Keilis úr Hafnarfirði komin í efsta sætið og hefur náð þriggja högga forskoti, þegar keppn- in á mótinu er hálfnuð, en því líkur á laugardag. Björgvin Sigurbergs- son lék allra best í gær á 70 höggum, einu undir pari og Olafur Már Sigurðsson á 71 höggi, eða á pari vallaris. Olafur Þór Ágústsson, þriðji kylfingurinn í sveitinni, Iék á 79 höggum, en aðeins tveir bestu hringirnir gilda hjá hverri sveit. Keilismenn léku langbest allra sveit- anna í dag á einu undir pari vallarins, en næst kom belgísk sveit á fjórum höggum yfir pari. Keilissveitin, sem lék á 147 höggum á fyrsta keppnisdegi, er nú með 288 högg í efsta sætinu, en í örðu sætinu er sveit Reichwald- golfklúbbsins frá Þýskalandi á 291 höggum. I þriðja sætinu er svo sveit Racing Club í Frakklandi á 292 höggum, en hún var í efsta sæt- inu eftir íyrsta keppnisdaginn. Olafur Már er í öðru sæti í einstaklingskeppninni á 143 höggum, einu höggi yfir pari og einu höggi á eftir Jean Jacques Wolff frá Racing Club sem er í fyrsta sætinu. Björgvin Sigurbergsson er í 4.-6. sæti á 145 höggum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.