Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 - 5
; FRÉTTIR
Ölum etnskis
nýtar truntur
Formadur Landssam-
bands hestamannafé-
laga tekur iindir þá
gagnrýni ad þörf sé á
stórfelldri fækkun
hrossa.
„Með auknu átaksverkefni í
hrossarækt með tilliti til arðsemi
verða menn að skilja að það hef-
ur engan tilgang að vera með öll
þessi hross. Menn eru að bara að
hlaupa á eftir þessum bikkjum í
girðingum og hafa ekkert upp úr
því nema mæði. Þetta eru ein-
skis nýtar truntur sem margir
eru að ala. Eg trúi því að menn
séu þegar byrjaðir að skera niður,
það eru biðlistar á sláturhúsum,
enda má ekki urða skepnur í dag,
ég held að það þurfi jafnvel að
fara í umhverfismat," segir Jón
Albert Sigurbjörnsson," formað-
ur Landssambands hestamanna-
félaga og tekur þannig undir þá
gagnrýni sem komið hefur á fjöl-
da hrossa á landinu og hrossa-
rækt.
Orð Þorkels Bjarnasonar um
nauðsynlega fækkun í hrossa-
stofninum hafa vakið mikla at-
hygli. Þorkell er fyrrverandi
hrossaræktarráðunautur á Laug-
arvatni og telur að fækka þyrfti
hrossum um helming eða
40.000-50.000 alls. Miklir fjár-
munir sparast við það að fækka
hrossum, ekki síst í fóðurkostn-
aði. Enginn kvóti er á hestaeign í
landinu og þar með engin stjórn
á hámarksfjölda. En ef staðið
yrði þannig að fækkuninni að
lakari hross og ótamin, lélegar
hryssur, tamdar sem ótamdar
sem menn eru að nota til undan-
eldis yrði slátrað, yrði stigið stórt
framfaraskref.
Vonlausir gripir
„Það er verið að framleiða algjör-
lega vonlausa gripi og koma
þeim á markað sem betur væri
ógert. Það er mikilvægara nú
þegar nánast ekkert selst af
hrossum til útlanda, eða um
2000 hross. Ef við bærum gæfu
til að fækka óþörfum hrossum þá
væri miklu meira út úr hrossa-
ræktinni að hafa, hún skipulagð-
ari og betri og markvissari árang-
ur. Því miður er enginn markað-
ur fyrir hrossakjöt. Það fást um
10 þúsund krónur fyrir gripinn
svo það tekur því ekki að vera að
standa í því þegar það kostar
kannski 7 þúsund krónur að
koma hrossinu í sláturhús, eins
og t.d. hjá Borgfirðingum sem
senda hross til slátrunar á
Hvammstanga til þcss að útvega
íbúum t.d. á Ítalíu hræódýrt kjöt.
Þetta eru alveg fáránleg vinnu-
brögð. Það er ekki uni annað en
að taka fjöldagrafir fyrir þessi
óþörfu hross, og það hafa sumir
gert það,“ segir Þorkell Bjarna-
son.
Jón Albert segir að e.t.v. taki
Þorkell fulldjúpt í árinni því
fleiri tali um 30% fækkun, eða
allt að 30 þúsund hesta. Það sé
hins vegar ekkert launungarmál
að í landinu sé allt of mikið af
hrossum sem engan arð gefi, því
hvorki sé hægt að selja þau til
reiðar né af þeim kjötið á sama
tíma og samdráttur hefur orðið í
sölu reiðhesta erlendis. - GG
Einar Úrn Birgisson.
Leit hætt
Síðdegis í gær hættu björgunar-
sveitir leit að 27 ára Kópavogs-
búa, Einari Erni Birgissyni sem
saknað hefur verið frá því í
fvrradag. Beðið verður eftir að
frekari vísbendingar berist.
Björgunarsveitir Ieituðu manns-
ins frá því snemma í gærmorgun
og fram eftir degi. Alls tóku um
50 manns þátt í leitinni. Notast
var við 20 bíla og fjóra hunda.
Einar Orn Birgisson er talinn
vera klæddur dökkum gallabux-
um, dökkblárri peysu með ren-
nilás, millisiðum, svörtum, Ieð-
urjakka og svörtum leðurskóm.
Hann er 190 cm. á hæð, 90 kg.
að þyngd, bláeygður með dökkt,
liðað, stuttklippt hár.
Þeir sem hafa einhverjar upp-
lýsingar um ferðir Einars frá því
í gærmorgun eru beðnir að hafa
samband við Lögregluna í Kópa-
vogi, í síma 560-3050.
Harkalegar deilur
inii skattahækkanir
Fjármagnsþörf sveit-
arfélaganna á milli
4-6 milljarðar króna
á ári vegna verkefna
sem ríkid hafi fært frá
sér og yfir á sveitarfé-
lögin, segir Guðmund-
ur Ámi Stefánsson.
Skuldir sveitarfélag-
anna í landinu nema
51,8 milljörðum
króna
Póll Pétursson félagsmálaráð-
herra mælti f gær fyrir frumvarpi
um tekjustofna sveitarfélaga.
Frumvarpið byggir á niðurstöð-
um nefndar sem skipuð var í
fyrra til að gera tillögur í þessum
málum. I frumvarpinu er gert ráð
fyrir heimild til sveitarfélaganna
um útsvarshækkun árið 2001
upp á 0,66% og 2002 upp á 0,33.
Lækkun tekjuskatts kemur á
móti árið 2001 en ekki 2002.
Líka er gcrt ráð fyrir lækkun fast-
eignaskatts út á landi. Til að
bæta sveitarfélögunum upp það
tekjutap fá þau fjárveitingu úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Páll sagði að ef sveitarfélag
fullnýti útsvarshækkunina nemi
bún 6 þúsund krónu útsvars-
bækkun hjá þeim sem hefur 2
milljónir króna í árslaun. Síðan
blandaði félagsmólaráðherra inn
í þetta mál í ræðu sinni alls
óskyldum málum sem eru hækk-
un barnabóta og fæðingarorlofi
Frumvarp Páls Péturssonar um
tekjustofna sveitarfélaga liggur
undir hörðu ámæli.
og var gagnrýndur fyrir af Guð-
mundi Arna Stefánssyni.
Fjármagnsþörfln 4-6
milljarðar
Guðmundur Arni átti sæti í
tekjustofnanefndinni, gagnrýndi
frumvarpið mjög og boðaði
breytingartillögur við frumvarp-
ið. Hann sagði að á ráðstefnu
sveitarfélaga á dögunum hel'ðu
sveitarstjórnarmenn einmitt ver-
ið gagnrýnir á þessa niðurstöðu
og sveitarstjórnir vítt og breitt af
Iandinu hafa mótmælt henni.
Guðmundur sagði að eins og fé-
lagsmálaráðherra talaði um þetta
mætti halda að hann hefði ekki
verið á landinu um langan tíma.
Guðmundur sagði fjármagns-
þörf sveitarfélaganna vera á milli
4-6 milljarða króna á ári hverju
vegna verkefna sem ríkið hafi
fært frá sér og yfir á sveitarfélög-
in. Um þetta hefði ckki verið
ágreiningur í nefndinni. Hann
sagði tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga hafa þróast á þann
veg að ríkissjóður hafi haldið eft-
ir meiri fjármunum heldur en
honum ber en sveitarfélögin
minni og að þetta sé Iagfært með
því að hækka skatta.
Bein skattahækkun
„Hér erum við að ræða frumvarp
sem mun leiða til þess að skatta-
álögur munu hækka á almennt
launafólk. Var það sú leið sem
lagt var upp með hjá tekjustofna-
nefndinni? Nei, auðvitað ekki."
sagði Guðmundur og bætti við
að það hefði aldrei þótt stór-
mannlegt að einn ákveði en léti
annan framkvæma. Hér væri það
ríkið sem ákvæði skattahækkanir
sem sveitarfélögin eiga að fram-
kvæma.
Guðmundur Árni sagði að um-
mæli Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðberra í sjónvarpi í sumar um
að sveitarfélögin fengju ekki
mcira fjármagn fró ríkinu, þau
ættu bara að spara og hagræða,
hefðu orðiö til þess að fulltrúar
ríkisstjórnarinnar í tekjustofna-
nefndinni hefði hægt mjög á sér
og lagt hendur í skaut.
Jón Kristjánsson, formaður
tekjustofnanefndar fór yfir störf
nefndarinnar. Hann sagði vanda
margra sveitarfélaga stafa af
fólksfækkun. Enda þótt aðstoða
ætti verst settu sveitarfélögin
mætti ekki festa í sessi einhver
„fólksfækkunar framlög." enda
þótt tilllutningar fólks kostuðu
mikið fé og sveitarfélögin út á
landi töpuðu mestu.
Jón sagði að skuldir sveitarfé-
laganna í landinu næmu 51,8
milljörðum króna. - S.DÓR
Bjóða flygiliim velkomiim
Staðsetning flygils Tón-
listarfélags Akureyrar, sem
kenndur er við Ingimar Ey-
dal er orðin að vandræða-
máli. Ekki er lengur hægt að
hýsa hann í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju þar sem
tækifæri til æfinga eru fá
vegna tíðra uppákoma. Rætt
hefur verið um að flygillinn
verði fluttur að félagsheimil-
inu Laugaborg í Eyjafjaröar-
sveit eða á Sal Menntaskól-
ans á Akureyri.
Stjórn Karlakórs Akureyr-
ar - Geysis telur það stór-
hneyksli ef flygillinn yrði
fiuttur út fyrir bæjarmörkin og ekki sæmandi bæjarfélagi sem vill
kenna sig \'ið menningu eins og Akureyri. Bendir stjórnin á húsnæði
kórsins, Lón, sem staðsetningu fyrir flygilinn. þar til menningarhús
verður formlega tekið í notkun á Akureyri.
Hagnaður hjá SH
Hagnaður af rekstri SH-samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins varð
217 milljónir króna en tap sama tímabil á síðasta ári nam 81 milljón.
Afkoma þriðja ársfjórðungs nam 28 milljónum en það er undir vænt-
ingum. Rekstrarafkomu tímabilsins má í meginatriðum skipta í tven-
nt. Annars vcgar starfsemi dótturfélaga, markaðs- og framleiðslufyr-
irtækjanna, sem skilaði 89 m króna hagnaði, og hins vegar cignar-
haldsstarfsemi, en á henni varð 60 m króna tap. Það má að hluta til
rekja til hækkunar fjármagnskostnaðar, og þá sér í lagi til gengistaps
að fjárhæð 37 m króna.
Enn rikir óvissa um örlög konsert-
flygilsins.
Enginn sér til lands
Kennaradeilan er í ógæfulegu fari og cnginn sér til lands í henni,
sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í fréttum Utvarps í gærkvöldi.
Hann segist hafa áhyggjur af deilunni þvf það sé hlutverk ríkisins að
veita þúsundum nemenda þjónustu. Ennfremur segist forsætisráð-
herra óttast að starfs- og menntaframa ungmennanna sé raskað.
Kennarar hafi rétt til að vera í verkfalli en þann rétt eigi menn að nota
hóflega. Kennaraverkfallið hefur nú staðið síðan á mánudag en lítið
rniðar í samkomulagsátt. - SBS.