Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 6
6 - FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL mm Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsddttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (reykjav(k) Sinmileysi ráðherra í fyrsta lagi Ekki er að sjá að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sé mikið í mun að tryggja að nám í framhaldsskólunum hefjist sem fjTSt. Ráðherrann lagði lítið á sig til að leysa kjaradeiluna við fram- haldsskólakennara áður en til verkfalls kom á þriðjudaginn, og þá daga sem síðan eru liðnir hefur samninganefnd fjármála- ráðherrans ekki haft neitt frumkvæði að lausn. Samkvæmt fréttum virðast eiginlegar samningaviðræður liggja niðri þótt formlega sé boðað til sáttafunda. Samninganefnd ríkisins hef- ur einfaldlega ekkert nýtt til málanna að leggja. í öðru lagi Þótt fjármálaráðherra hefði heilt ár til þess að undirbúa tillög- ur um kjaramál kennara, bera fréttir af gangi samningamál- anna það greinilega með sér að ráðherrann og samninganefnd hans héldu að sér höndum í stað þess að nota tímann til að taka nauðsynlegt frumkvæði. Eins og frá var skýrt í Degi á miðvikudaginn lét fjármálaráðherra ekki svo lítið að svara ýms- um hugmyndum kennara, þar á meðal um skammtímasamn- ingi sem gilda ætti í takmarkaðan tíma á meðan unnið væri að því að smíða nýtt launakerfi fyrir framhaldsskólakennara. Þetta áhugaleysi bendir til þess að í fjármálaráðuneytinu hafi verið og sé enn að finna þann verkfallsvilja sem ráðherrann gjörðist svo ósmekklegur að saka kennara um. í þriðja lagi Sinnuleysi ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur slæmar afleið- ingar á fleiri sviðum. Ráðherrar efnahags- og fjármála í ríkis- stjórninni, flokksbræðurnir Davíð Oddsson og Geir H. Haar- de, hafa ráðið mestu um aðgerðarleysið í efnahagsmálum. For- maður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði fullyrti í Degi á miðvikudaginn að forsendur launaramma samninga á al- menna vinnumarkaðinum væru brostnar vegna aukinnar verð- bólgu frá því sem reiknað var með, enda hafi stjórnvöld ekki gert minnstu tilraun til tryggja að verðlagsforsendur kjara- samninga Flóabandalagsins gætu haldið. Abyrgð þeirra Davíðs og Geirs er því mikil. Elías Snæland Jónsson. Sherlock Holmes stíHjnn íslenskir blaðamenn eru fæstir miklir stflistar og flestar fréttir þeirra einkennast af flötu og ópcrsónulegu staðreyndatuði. A þessu eru þó ánægjulegar undantekningar og ber þar hæst hinn frjóa EIR á DV sem jafnan fer sínar eigin leiðir í fréttaskrifum. Eins og hann gerði í DV í vik- unni í frétt um umtalaðan en fá- talaðan mann, þar sem EIR beitti einhvers konar Sherlock Holmes aðferðum og mið- ilslíku innsæi við skrifin. Yfirfý'rirsögn fréttarinnar var: „Týndi læknissonurinn í Texas tjáir sig í fyrsta sinn." Reyndar eru þessi maður fundinn fyrir nokkru og því ekki lengur týndur og ýmsar heimildir herma að hann hafi áður tjáð sig, m.a. í barnaskóla, háskóla og þess utan, en það eru auð- vitað aukaatriði. Af Sherlocksku innsæi lýsir EIR manninum: „hreyfingarn- ar bera þess vott að þar fari maður sem ckki hafi eytt árun- um á skrifborðsstól fyrir fram- an tölvu“. En á móti kemur að: „Hendurnar eru fíngerðar og óræk sönnun þess að Halldór hefur ekki séð fyrir sér með erfiðisvinnu vestur (Texas.“ Konuhjörtun slá Og áfram er lýst og ályktað: „Hann er dökkur yfirlitum, út- Iitið suðrænt og enginn myndi draga það í efa segðist Halldór vera frá Suður-Ameríku“. Og til þess að Iesendur átti sig betur á manninum kemur þetta: „Sannast sagna er hann í öllu fasi undarleg blanda af Antonio Banderas og A1 Pacino“. Og ekki er örgrannt að bregði fyrir innhlæstri frá stíl Rauðu ástarsagnanna þeg- ar segir að Halldór sé ekki á heimavelli í byggingavinnu því: „Halldór myndi sóma sér betur í spilavítum í Monakó eða þá kaffihúsum verðbréfa- salanna í New York. Þetta er maður sem fær konuhjörtu til að slá hraðar á góðum degi..“ Það er mál til komið að fleiri blaðamenn fari að skrifa fréttir sínar af þeirri dirfsku og ályktunarhæfni sem einkennir þessa. Og vonandi heldur EIR álram í þessum stíl, t.d. næst þegar hann tekur viðtal við Halldór Asgrímsson, eitthvað á þessa Ieið: Á góðium degi „Hreyfingar Halldórs bak við skrifborðið bera með sér að þar fer maður sem vann í salt- fiski 19. apríl 1969. En mjúk- ar og eilítið sápuilmandi hend- ur mannsins sanna að hann hefur ekki unnið í saltfiski síð- an. Halldór vill lítið tjá sig um skíðaferðina til Austurríkis og fjárlagahallann. Hann brosir stirðlega út í annað og potar með blýanti í blómapott sem dettur í gólfið og brotnar. Maðurinn er greinilega undar- leg blanda af Gög og Gokke, eða öllu heldur Roy ogTrigger. Það er Ijóst að hann er ekki á heimavelli þarna á bak við skrifborðið og myndi sóma sér betur í grindahlaupi á héraðs- móti í Sierra Leone. Á góðum degi er þetta maður sem fær konur til að skjálfa í hnjálið- um, sérstaklega þegar hann er svona þegjandalega sexí um fjárlagahallann." Jamm. — CARRI Nýja hagfræðin er að verða gömul og hrum langt um aldur fram. Há- tæknin og hlutabréfamarkaðurinn er orðinn einhvern veginn allt öðru vísi í laginu á haustmánuðum en hann var þegar sól var að hækka á lofti á útmánuðum. Það eina sem breytist ekki eru greiningarsnill- ingarnir í barnahorni ríkissjón- varpsins, sem reka þar erindi hús- bænda sinna í verðbréfamörkuð- unum. Hjá þeim ríkir bjartsýnin ein, eins og fegurðin yfir frægri jökulgöngu. Að öðru Ieyti er gamla hagfræðin farin að skjóta upp koll- inum og ýfa yfirborð marglofaðrar hagsældar og stöðugleika. Hlutabréf hríðfalla í verði, vextir hækka, gjaldmiðillinn lækkar, verðbólgan eykst og skuldasöfnun og þensla haldast í hendur og gera ótryggt ástand að döprum framtíð- arhorfum. Seðlabankinn hefur komið auga á ástand hagkerfisins og einstaka verðbréfafyrirtæki eru farin að gefa Fjárfest í eigin skuldum hrollvekjandi yfirlýsingar um hvernig nú ber að fjárfesta. Besta fjárfestingin er að borga skuldir sínar, segir einn helsti verðbréfa- baróninn. Hann lætur þess ógetið hvar skuldararnir eiga að fá pen- inga í svo arðbæra ljár- festingu. En sé enn eitthvert lífsmark með nýju hagfræðinni er hægt að styðjast við eitt höfuðeinkenni hennar, sem er óseðjandi útlána- þörf peningastofnana, og slá lán til að fjárfesta í eigin skuldum. Þessi ráðgjöf fæst ókeypis. Forsjárhyggjan Seðlabankastjóri hefur áhyggjur af lítilli framleiðni atvinnuveganna og útlánapólitík lánastofnana og svellkaldur segir Birgir ísleifur Verslunarráði að þessu verði að linna eigi ekki illa að fara. Þarna bólar á forsjárhyggju gömlu hag- fræðinnar og enda hlustar markað- urinn ekki á svona rugl. Hans dont er að selja og kaupa væntingar en ekki áþreifanlega framleiðslu. Hugbúnaður og fjar- skipti eru framtíðin og viðskipti skulu fara fram á netinu og hvergi ann- ars staðar. Tölvulúðar eru óskabörn framtíðar- innar og þeirra er mátt- urinn og markaðurinn. En nú viil svo til að úti stóra markaðsheimin- um fer gengi hátækninn- ar Iækkandi og netfyrir- tækin hrynja hvert af öðru, þvert ofan í allar uppbyggi- legu væntingarnar, sem eru af- kvæmi nýju hagfræðinnar. Dínisin n troðiiui Margeir Pétursson verðbréfamiðl- ari segir að djarfir fjárfestar séu l’arnir að fá óþægilegar símhring- ingar úr fjármálastofnunum, net- bólan sé sprungin, fjármálastjórar fyrirtækja láta skila að þeir séu uppteknir á fundum með erlend- um fjárfestum þegar bankinn hringir og eyðsluklóin eigi ekki í fleiri hús að venda þegar allir lána- möguleikar eru uppurnir og tekjur einstaklinga standa ekki lengur undir afborgunum skulda. Svona hreinskilin lýsing á efna- hagsástandinu er í mótsögn við allt bjartsýnisbullið og hugbúnaðar- þruglið sem Iýðskrumarar og sölu- menn óljósra væntinga æra mark- aöinn með. Er nú svo komið, að meira að segja markaðsmenn öfl- ugustu fjárfestingarfyrirtækja eru farnir að biðja um „mjúka lend- ingu hagkerfisins". En markaðs- og neysluþjóðfélag- ið hefur um annað að hugsa en brostnar framtíðarvonir og verðfall væntinga og mun því troða dans- inn kringum gullkállinn á meðan stætt er. Tölvulúdarrtir ráða stefnunni, hvert sem hún kann að liggja. Oru^ur Er góðærisveislutini lokið? (Þetta er mat margra sérfræð- inga og nefna þeir vaxta- hækkanir, lækkandi gengi hlutabréfa, aukna verðkólgu og vaxtahækkanir. Jafnframt ofmat á fyrirtækjum í nýja hagkerfinu.) Ingólfur Beneder hagfr. hjá FBA. „Hagvöxtur hefur verið mikill hér undanfarið og um- fram það sem telja má langtímahag- vöxt. Því er ekki óeðlilegt að á hægi nú. Fynrboðarnir eru svo sem hægari vöxtur kaupmáttar, minni hækkanir og í sumum tilfcllum lækkanir eignaverðs. Þó má ekki gleyma að á undanförnum árum hefur mikið áunnist með auknum kaupmætti og auknu verðmæti eigna. Eins og staðan er nú - með tilliti til verðlagsþróunar og við- skiptahalla - er nauðsyn að verja ávinninginn, þó að um stund hægi á. Þá ættum við auka fram- leiðni og lyfta þannig langtíma- hagvexti." Gísli S. Einarsson þingmaðiirSamfylkingar. „Það er að koma á daginn sem ég benti á hér í spurn- ingu Dags í júní sl.; að þegar kæmi fram á haust l’æri að þrengja að í efnahagsmálum. Nærtækt dæmi er að nauðungaruppboðum ein- staklinga og fyrirtækja hefur stór- lega fjölgað. Sömuleiðis benti ég á gengisfall krónunnar - sem hefur gengið eftir. Þá sagði ég að al- mennir kjarasamningar yrðu í uppnámi og sú er raunin. Þá eru vextir nú að hækka og gengi hluta- bréfa að hrapa. Segir þetta ekki alla söguna?" Aóalsteinn Á. Baldursson fomi. Verkalýðsfélags Htisavíkur. „Ymislegt bendir til að veisluhöldunum sé lokið og þar minni ég að að- gerðir Seðlabanka og Hðvaranir Þjóð- hagsstofnunar. Einnig er gengi hlutabréfa á hraðri niðurleið - heima og er- lendis. Kjarasamninga á almenna markaðnum má opna í febrúar nk. hafi vcrðlagsforsendur breyst, þ.e. verðbólga aukist og vextir hækkað. Hvort tveggja er að gerast. Því bendir allt til að endurskoða þurfi samningana og sú vinna er raunar hafin.“ Haraldur Haraldsson forstjórí. „Fjarri því. Hádeg- ismaturinn er að vísu afstaðinn og nú erum við á milli mála. Krásir síð- degiskaffisins fáum við þegar menn hafa áttað sig enn betur á öllum þcim möguleikum sem farnir eru að bjóðast. Þó nú hægi á fer allt í gang aftur eftir nýár þegar vetrar- vertíðin hefst og enn meira verður trukkið þegar stækkun álversins á Grundartanga hefst."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.