Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 1
Auknar líkur á stónun kaupanda Valgerður Sverrisdótt- ir segir hugmyndina um dreifða eignarað- ild við sölu ríkisbauk- anna á undanhaldi. Guðni Ágústsson seg- ist vilja tryggja dreifða eignaraðild. Valgerður Sverrisdóttir og fleiri ráðherrar sögðu í umræðum um álit Samkeppnisráðs að á vor- þingi yrði lagt fram frumvarp um leyfi Alþingis til ríkisstjórnarinn- ar um að selja hlut ríkisins í Landsbanka Islands og Búnaðar- banka íslands. í nokkur ár hefur alltaf verið talað um nauðsyn þess að vera með dreifða eignar- aðild þegar ríkisbankarnir verða seldir. Raunar hefur verið rætt um dreifða eignaraðild þegar tal- að hefur verið um sölu á stærri rfkisfyrirtækjunum nema SR- mjöli eins og flestir muna. En nú hefur orðið breyting á. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra segir í samtali við Dag um þessi mál: Öflugt eftirlit „Þeir (ríkisbank- arnir) verða tæp- lega seldir á einu bretti. Það eru mun minni líkur á að svo verði. Það er hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Við erum búin að vinna mikið í þessu í ráðuneytinu og skoða hvernig aðrar þjóðir hafa farið að varðandi eignarað- ild að bönkum. Það er tvennt til í því. Sumar þjóðir hafa farið þá leið að vera með dreifða eignaraðild þannig að það sé hámarks eign- arhlutur sem hver einstaklingur má kaupa. Síðan hafa aðrir leyst málið með því að hafa mjög öfl- ugt eftirlit með þeim sem eignast ráðandi hlut í bönkunum. Við erum kannski frekar að færast inn á þá leið og að hún sé rétta leið- in,“ segir Valgerður Dreifð eignar- aðíld Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra og fyrrum formaður banka- ráðs Búnaðarbank- ans fagnar niður- stöðu Samkeppnis- ráðs. Hann segir að tími handafls við sameiningu fyrir- tækja sé liðinn en segir svo: „Ég fellst á að selja þá á löngum tíma og að dreifð eignaraðild verði tryggð. Ég trúi þvf að þótt að ógnarstaða íhaldsbrautarlestarinnar, sem varð til um leið og íslandsbanki og FBA sameinuðust, sé sterk, að ýmsir vilji og geti keppt við það bandalag. Eg er mjög jákvæður fyrir því að menn skoði þann möguleika að opna glugga til út- landa og kanna hvort sterk hankasamsteypa á Norðurlönd- um hefði áhuga fyrir samstarfi við annan hvorn ríkisbankanna," segir Guðni Agústsson. Misjöfn sjónarmið Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans segist hall- ast að sölu ríkisbankanna í áföngum en í ljósi þess sem hafi verið að gerast síðustu vikurnar sé ef til vill heppilegast að láta markaðinn sjá um þetta. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans segir að ef og þegar Landsbankinn og Bún- aðarbankinn verði einkavæddir sé eðlilegt að gera það í áföngum og reyna að tryggja sem dreifð- asta eignaraðild að þeim báðum. - S.DÓR Sjá nánar miðopnu bls. 12-13 Valgeröur Sverrisdóttir: Ný leið í spilunum? Banaslys í raraisokn Rannsókn á banaslysinu í Vest- mannaeyjum stendur yfir og hefur lögreglan ekki útilokað neitt að svo stöddu. Tveir menn létust þegar bíll þeirra fór í höfnina. Farþeginn fannst lát- inn í bílnum, spenntur í bílbelti en ökumaður fannst í sjónum. Þeir hétu Eiður Sævar Marínós- son, 61 árs til heimilis að Hrauntúni 18 og Guðbjörn Guðmundsson, 59 ára gamall, búsettur að Ashamri 75. Báðir láta eftir sig eiginkonur og upp- komin börn. Að sögn Jóhannesar Olafsson- ar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmanneyjum, er verið að skoða aðdraganda slyssins. „Það er ekkert hægt að segja um til- drögin ennþá. Þetta er mjög lág- ur kantur og ómögulegt að segja hvers vegna bíllinn beygði þarna útaf. Við útilokum ekki neitt en það er langlíklegast að þetta sé eins og hvert annað óhapp,“ segir Jóhannes. - BÞ Landsmenn fjárfesta nú íjóiagjöfum í gríð og erg og liggur Ijóst fyrlr aö geislaplöturnar veröa vinsælar. Stúikan á myndinni virtist hafa fundið hinn sanna tón og iét ekkert trufla sig. ihl s\ ****** .... 1 1 Halldór Jónsson: Aukin störf, búnaður og mannafli. Tímamóta- samstarf íslensk erfðagreining mun kynna samstarfssamning við níu heil- brigðisstofnanir í dag er lúta að vinnslu heilbrigðisupplýsinga og flutning þeirra í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Sú vinna er mis- langt komin samkvæmt heimild- um Dags en samvinna Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri við fyrirtækið mun verða mikil í framtíðinni samkvæmt sömu heimildum og er talað um verð- andi tímamót í atvinnusögu Akureyrar. Fundur ÍE fer fram á Akureyri og síðar um daginn stendur FSA fyrir eigin blaðamannafundi, þar sem sérsamstarfssamningur spít- alans verður kynntur. Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, vildi i gær ekki tjá sig um efni þess fundar en sagði: „Samning- urinn mun væntanlega kalla á aukinn mannafla hjá okkur, bún- að og aðstöðu." Halldór sagði ánægjuefni að líftæknifélögum sem og öðrum þætti eftirsóknarvert að starfa með FSA og þar á bæ hafi menn lagt heilmikla vinnu í þau samn- ingsdrög sem núna liggja fyrir. „Kannski höfurn við verið ein- hverjir brimbrjótar í að komast þetta langt ásamt öðrum." Spurður hvort eftirsóknarverð- ara geti talist fvrir ÍE að starfa með FSA en stóru spítölunum í Reykjavík sagði Halldór: „Það er eflaust viðamikið mál að semja við stóru spftalana í Reykjavík en ég vænti þess að við verðum líka í samstarfi með þeim.“ - BÞ *Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. Packard Bell B R Æ D U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.