Dagur - 19.12.2000, Page 2

Dagur - 19.12.2000, Page 2
2- I’Rinjlin AGV R 19. desember 20 00 rDwfir FRÉTTIR Leikfélagið selur vegna skulda Borgin kaupir hlut LR í Borgarleikhúsiuu. Kaupverð 200 millj- ónir. Bitur og döpur tímamót. Skilyrtur leigusamningur í 12 ár. Borgarráð mun væntanlega sam- þykkja á fundi sínum í dag, þriðjudag að borgin kaupi 7% eignarhluta Leikfélags Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu. Kaup- verðið er um 200 milljónir króna. Þar með hefur borgin eignast allt Borgarleikhúsið. Jafnframt er gert ráð fyrir því að horgin geri samning \ið leikfé- lagið til 1 2 ára um starfsemi þess í húsinu. Söluverðmætið ætlar leikfélagið að nota til að greiða niður skuldir sínar sem sagðar eru nema um 150 milljónum króna. Félagsfundur samþykkti A félagsfundi í leikfélaginu fyrir skömmu var eignarsalan sam- þykkt mótatkvæðalaust en nokkrir sátu hjá. Páll Baldvin Baldvinsson formaður Leikfélags Reykjavíkur vildi ekki tjá sig um þessi tímamót í sögu félagsins fyrr en búið væri að afgreiða það úr borgarráði. Bitur og döpur timamót Samkvæmt heimildum Dags kom fram á fé- lagsfundinum að þetta væri það eina sem hægt væri að gera vegna erfiðrar fjárhagsstöðu fé- lagsins. Hins vegar finnst mörgum félags- mönnum og þá einkum þeim eldri að þetta séu bitur og diipur kaflaskil í sögu fé- lagsins. Sérstaklega þegar haft er í huga að á sínum tíma unnu leikfélagsmenn hörðum höndum við að safna peningum til bygg- ingar Borgarleikhússins en eiga nú ekkert í þvi'. Þótt leikfélagsfólk telji að það eigi einhverja sök á því hvernig komið sé, þá telja þeir að hlutur horgarinnar sé ekki ininni og m.a. vegna þess fjársveltis sem leikhúsið hefur mátt búa við. Þá sé óvíst hvað gerist eftir 12 ár, enda getur horgin þá ráð- stafað húsinu að eigin geð- þótta og er laus allra mála við leikfélagið nema annað verði ákveðið. Skýrari línur Helgi Hjörvar forseti borgar- stjórnar segir að í þessum samn- ingi verði tryggöur fjárstuðning- ur við leikfélagið. Það er um 180 milljónir á ári að teknu tilliti til verölagsþróunar sem kann að verða á samningstímanum. I ár nam styrkur horgarinnar til leik- félagsins um 170 milljónum Helgi Hjörvar: Fjárstuðningur tryggður. króna. Um leið tryggir leikfélagið að það muni standa fyrir sjö Ieik- sýningum á hverju lcikári á samningstímanum. Það skuld- hindur sig einnig til taka inn í húsið tvær uppfærslur frá öðrum leikhópum á hverju leikári fyrir „sanngjarnt" verð eins og það er orðað. FuIItriii borgar úr leikhúsráði Hann segir að ástæðan fyrir þessurn kaupum á eignarhluta leikfélagsins sé aðallega vegna þess að það þykir hentugra að hafa eignarhald hússins á einni hendi. Það helur jafnframt í för með sér skýrari línur á milli borgarinnar annars vegar og leik- félagsins hins vegar. Samkomu- Iagið gerir einnig ráð fyrir því að fulltrúi borgarinnar hverfi úr leikhúsráði. Það þýðir að borgin hefur ekki lengur aðkomu að listrænni stefnu leikfélagsins og verkefnavali. Hins vegar mun borgin áfram hafa hönd í hagga með rekstri húseignarinnar, en borgin er með meirihluta í sam- starfsnefnd um húsið. - GRII Jóhanna Sigurðardóttir fékk loks svör. Svöruðu umsíðir Viðskiptaráðherra lagði fyrir þinghlé fram skýrslu um ið- gjaldahækkanir tryggingafélag- anna, en það voru þingmenn Samfylkingarinnar sem óskuðu eftir skýrslunni. Lengi vel ætl- uðu tryggingafélögin ekki að svara þeim mörgu spurningum sem Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn kröfðust svara um. Skýrslan er mikil, þótt spurn- ingunum sé svarað af mismikilli kostgæfni. Helsl er að sjá að tryggingafélögin kenni breyttum skaðabótalögum um miklar ið- gjaldahælikanir, einkum breyt- ingu 1999 ineð breyttum hóta- útreikningi. Eitt tr\'ggingafélag- anna telur þessar breytingar skýra um 40% iögjaldahækkun- arinnar. „Skýrslan var lögð fram á laugardag og hefur mér ekki enn unnist tími til að lesa hana. Eg sá þó þegar ég blaðaði f gegnum hana að tryggingafélögin hafa svarað," segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, um skýrsluna. - fþg Engtn metsala Lauslcg könnun Dags bendir til að hóksala sé svipuð og í fyrra en ekki nieiri eins og ýmsir Iiafa taliö. Fjöldi álitlegra titla er í boði fyrir þessi jól og virðist sem margar bækur muni seljast dável en aðrir verða undir eins og gengur. Svo virðist sem bókaverð sé heilt yfir svipað og í fyrra en verslunarmenn segja ekki algilt að afsláttarkjör ráði mestu um val neytenda. Þórhalla Þórhallsdóttir, versl- unarstjóri í Hagkaupi, segir að salan sé ekki meiri en í fyrra en hins vegar sé slegið meira af verði í einstökum tilboðum í ár en í fyrra. Dæmi séu um að Hag- kaup selji bækur á 70% afslætti og hafi neytendur brugðist vel við því. Helga Valborg Pétursdóttir hjá Pennanum- Eymundsson segir söluna svipaða og í fyrra það sem af er, en það segi ekki alla sög- una, þar sem langmest sé keypt af bókum síðustu dagana fyrir jól og einkum á Þorláksmessu. 30% afsláttur er algengur á bókatitl- um í verslunum Pennans. Verslunarmenn eru sammála um að gæði útgáfunnar séu mik- il og íjölbreytt ásókn í titla. ís- lenskar skáldsögur, s.s. Draumar á jörðu eftir Einar Má Guð- mundsson og Oddaflug Guðrún- ar Helgadóttur njóta vinsælda. Þá selst vel af ævisögum Einars Ben og Steins Steinarr. Útkall Ottars Sveinssonar, Harry Potter, og 20. öldina mætti ennfremur nefna en allt of snemmt er að spá fyrir um vinsælustu bókina. - BÞ Lítiö veitt af rækju Úttekt og endanlegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar f>rir úthafsrækjuveiði fiskveiði- árið 2000/2001 er lokið og er niðurstaðan sú að Hafrann- sóknastofnun leggur til að afli úr úthafsrækjustofninum fari ekki fram yfir 25 þús. tonn. Stofnstærð úthafsrækju hefur veriö í mjög mikilli lægð undan- farið og er lækkunin talin koma f kjölfar aukinna gangna þorsks á norðurmiö á árunum 1997- 1998. I skýrslu langtímanefndar frá því árið 1994 um þróun þorskstofnsins var því spáð að samfara stælikun þorskstofnsins væri fyrirsjáanleg veruleg minnk- un rækjustofnsins. Þá var talið að afli gæti minnkað úr 60-70 þús. tonnum í minna en helming þess magns. Þessi niðursveifla er nú komin fram. Ú t h a fs r æ kj u s t o f n i n n n á ð i sögulegu lágmarki fiskveiðiárið 1999/2000. Við mat á rækju- stofninum núna sýnist stofninn þó vera aðeins að vaxa á ný sam- fara minnkandi göngum þorsks norður fyrir land. - BÞ Gætu komist í háskóla Björn Bjarnason menntamálaráðherra vill að gefnu tilefni taka fram að þeir nemendur sem ljúka áttu stúdentsprófi nú um áramót og hyggjast sækja um inngöngu í háskóla eiga rétt á að fá staðfestingu um námsframvindu sína hjá skólameisturum framhalds- skólanna. I 6. gr. laga nr. 136 um háskóla frá 1997 segir að nemendur, sem hefji nám í háskóla, skuli hafa lokið stúdentsprófi, öðru sambærilegu námi eða búa yfir jafngildum þros- ka og þekkingu að mati stjórnar viðkomandi háskóla. Ennfremur skuli tryggt að inntökuskilyrði í háskóla og námskröfur svari jafnan til þess sem krafist er f viðurkenndum háskólum á sambærilegu sviði erlendis. - BÞ Halldór óskar heiHa Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sendi f gær Colin Powell hershöfðingja árnaðaróskir í tilefni af tilnefningu hans í embætti ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Powell mun sitja í ríkisstjórn George W. Bush, sem tekur forinlega við völdum forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. - BÞ Rætt uin sölu á Orkuhúinu Engin afstaða hefur verið tekin af hálfu sveitarstjórna á Vestfjörðum til sölu á 60% hlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða til ríkisins samkvæmt tilboði sem barst 7. nóvember sl. Ríkisvaldið hefur gert tilboð í orku- fyrirtækið en hluti af andvirði söluhagnaðar sveitarfélaganna er skil- yrtur þannigað hann gangi til greiðslu á skuldum við félagslega íbúð- arkerfið. Sveitarfélögin mynduðu viðræðuhóp og eru að ræða við rík- isvaldið um fýsilegri lausn fyrir þau, en sum þeirra eru í miklum fjár- hagslegum vandræðum. Kristján Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða, seg- ir það heldur ekki ákveðið hvort Orkubúinu verði breytt í hlutafélag. Til þess þarf lagabreytingu á Alþingi og ekki verður farið að huga að því fyrr en þing kemur saman á nýjan leik 29. janúar nk. - GG Nýtt öflugt fjarskiptákerfi Lína.Net, dóttunyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og Fjarski, dóttur- fyrirtæki Landsvirkjunar, hafa gert samning um samtengingu fjar- skiptakerfa fyrirtækjanna upp úr áramótum og verður þá til nýtt og öflugt grunnnet sem í framtíðinni mun ná til stærsta hluta landsins. Með þessu fyrirkomulagi geta f\rirtækin sameiginlega boðið gagna- flutninga til lielstu þéttbýlissvæða, á sviði internet - , síma - og ann- arra fjarskiptatenginga sem þurfa mikla flutningsgetu. - fþg

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.