Dagur - 19.12.2000, Page 13
ÞRIDJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 - 13
í sjálfu sér ekkert að segja. Helgi var
spurður hvort hann óttaðist að
Landsbankinn missi stóra viðskipta-
vini yfir til Islandsbanka í Ijósi
stærðar hans á markaðnum.
„Eg óttast það ekki. IVIenn skulu
ekki gleyma því að Landsbanki Is-
lands er mjög sterkur banki og við
munum halda okkar striki. Upp úr
áramótunum munum við ræða um
framhaldið hjá okkur í ljósi þess
hvernig þessi sameiningarmál fóru.
Við höfum okkar markmið og höf-
um ekkert beygt af þeim þótt þetta
sameiningarferli hafi verið í gangi í
haust. Við höfum bara haldið oldiar
stefnu," segir Helgi S. Guðmunds-
son.
Hann segir að úrskurður Sam-
keppnisstofnunar hafi í raun ekki
komið sér á óvart. Hann hafi átt von
á hvoru sem væri jái eða neii.
Tími handallsins er liðinn
Guðni Agústsson landbúnaðarráð-
herra var lengi formaður bankaráðs
Búnaðarbankans. Hann hefur ekk-
ert farið levnt með það í haust að
hann er andvígur sameiningu ríkis-
bankanna.
„Eg er þakklátur fyrir það að við-
skiptaráðherra skyldi velja þá leið að
biðja um þennan forúrskurð Sam-
Pálmi Jónsson: Nú munum við setj-
ast niður og skoða málin á víðum
grundvelli og spá í hvernig hag-
stæðast sé fyrir okkur að haida á
málunum til framtíðar
keppnisráðs. Nú Iiggur niðurstaðan
fyrir og menn hafa ákveðið að flýta
henni. I þessu samkeppnisþjóðfé-
lagi nútímans sýnist mér hins vegar
að ríkisvaldið sitji með sín fyrirtæki
við önnur borð heldur en almenni
markaðurinn. Við getum tekið versl-
unina og ýmis önnur svið í þjóðfé-
laginu þar sem einstaklingarnir
verða óhemju sterkir og fá frið með
það, en ríldsvaldið er alltaf harka-
lega sett upp við vegg í sínum mál-
um.
En varðandi þetta tiltekna mál
með ríldsbankana tel ég að stjórn-
málamenn hljóti að sjá að tími
handaflsins er liðinn. Menn taka
ekki lengur fyrirtæki eins og Lands-
banka og Búnaðarbanka héðan í frá
og reka í eitt fyrirtæki og selja það
svo.
„Þess vegna finnst mér skynsam-
legast að virða þessa niðurstöðu og
gefa hönkununi tækifæri til að
styrkja sig. Eg fellst á að selja þá á
löngum tíma og að dreifð eignarað-
ild verði tiyggð. Eg trúi því að þótt
að ógnarstaða íhaldsbrautarlestar-
innar, sem varð til um lcið og ís-
landsbanki og FBA sameinuðust, sé
sterk, að ýmsir vilji og geti keppt við
það bandalag. Eg er mjög jákvæður
fyrir því að menn skoði þann mögu-
Guðni Ágústsson:
Ég er mjög jákvæður
fyr/r því að menn skoði
þann möguleika að opna glugga til
útlanda
leika að opna glugga til útlanda og
kanna hvort sterk bankasamstevpa á
Norðurlöndum hefði áhuga á sam-
starfi við annan hvorn ríkisbank-
anna,“ segir Guðni Agústsson.
Hann segir að nú þurfi ríkisbank-
arnir og aðrir á markaðnum að fá
fullt frelsi og frið til að keppa. Hann
segist sannfærður um að fólkið sem
rekur og starfar í þessum bönkum
hafi fulla burði til efla þá svo að þeir
geti keppt á fjármálamarkaðnum.
„Ég er sannfærður um að eftir
þetta er tími handaflsins liðinn en
markaðurinn mun sjá um þróun-
ina,“ segir Guðni Agústsson.
Markaóuriim sammála
starfsfólkinu
„Þessi niðurstaða Samkeppnisráðs
er mjög afdráttarlaus og það tel ég
að sé mikill kostur. Þá var það mik-
ill léttir þegar þessum langa biðtíma
lauk. Biðtíminn var erfiður vegna
þess að meðan öll gögn málsins
voru hjá Samkeppnísstofnun, voru
þau trúnaðarskjöl. Það var einkan-
lega starfsmönnum og viðskipta-
mönnum okkar erfiður tími,“ segir
Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs
Bú naðarbankans.
Hann segir að starfsmenn Búnað-
arbankans hafi yfir höfuð verið
ánægðir með niðurstöðuna. Þeir
hafi vissulega unnið af heilindum
við undirbúning málsins þar sem
þeir voru til kvaddir, það hafi aldrei
verið hrifning í þeirra röðum með
þessar aðgerðir.
„Markaðurinn virðist hafa verið á
sömu skoðun og starfsfólkið. Hann
hefur heldur betur tekið við sér. Frá
því að lokað var síðast liðinn föstu-
dag til klukkan 14.45 í dag (mánu-
dag) hefur gengi bréfa í Búnaðar-
bankanum hækkað úr 4,15 í 4,90
sem er 19,51%. Ég tel að þetta sýni
best traust markaðarins á Búnaðar-
bankanum og að honum hafi ekki
litist of vel á þessa fvrirhuguðu sam-
einingu," segir Pálmi.
Um framhaldið segir hann að
Búnaðarbanka-menn muni í fram-
haldinu skoða sín mál og allar þær
leiðir sem koma til greina í samein-
ingu eða samruna eins og til að
mynda sameiningu Búnaðarbank-
ans og Kaupþings.
„Ég hef séð þessar fjölmiðlafrétlir
og allt er í sjálfu sér vel um þær. En
Búnaðarbankanum verður auðvitað
ekki ráðstafað í fjölmiðlum. Nú
munum við setjast niður og skoða
málin á víðurn grund\elli og spá í
hvernig hagstæðast sé fyrir okkur að
halda á málunum til framtíðar," seg-
ir Pálmi Jónsson.
Hann segist hallast að því selja
ríkisbankana í áföngum þegar farið
verður að selja þá en í ljósi þess sem
hefur verið að gerast síðustu vikurn-
ar sé ef til vill heppilegast að láta
markaðinn sjá um þetta.
Bók er best vina
Sköðið
Bókatíðindin
Félag íslenskra
bókaútgefenda