Dagur - 19.12.2000, Page 20

Dagur - 19.12.2000, Page 20
Akj^reyri-Norðurland DiVfir Tap hjá Þormóði ramma/Sæbergi Ólafur Marteinsson, forstjóri fyrirtækis- ins segist ekki geta fullyrt að botninum sé náð í afurðaverð- inu. Vonir hafi staðið uin það allt árið, en ekki gengið eftir til þessa. Afkoma Þormóðs ramma/Sæ- bergs var mun lakari á síðari hluta ársins en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og er nú ljóst að verulegt tap verður á rekstri fé- lagsins á rekstrarárinu. Þormóð- ur rammi/Sæberg gerir út 10 skip frá Siglufirði, Ólafsfirði og Þor- lákshöfn. Fyrirtækið starfrækir fullkomna rækjuverksmiðju og pökkunarstöð á Siglufirði og flat- fisk- og humarvinnslu í Þorláks- höfn. Aætluð ársveiði fyrirtækis- ins er um 15.000 tonn af bolfiski og 9.000 tonn af rækju og árs- framleiðsla rækjuverksmiðju yfir 3.000 tonn af pillaðri rækju. Ars- velta fyrirtækisins er um 4,5 milljarðar króna og eru starfs- menn um 300 talsins. „Afkomutölur verða ekki birtar fyrr en á aðalfundi félagsins í marsmánuði á næsta ári. Mikill gengismunur vegna breytinga á íslensku krónunni að undan- förnu til hins verra hefur gert af- komuna verri og eins hefur olía hækkað gríðarlega mikið. Af- koma á veiðum og vinnslu á rækju er einnig afleit um þessar mundir. Það er fátt sem er hægt að gera til þess að snúa þessari þróun við. Við ráðum litlu um ol- íuverðið og gengi krónunnar. Við ætlum hins vegar ekki að breyta neinu við veiðar og vinnslu á rækjunni og höldum ótrauðir áfram. Við eigum nægjanlegt hráefni en við þykjumst finna það að rækjuveiðar eru að batna hér við land og það er meiri afli á þessum tíma en var á sama tíma í fyrra. Olíukostnaðurinn hefur hins vegar eytt svolítið þeim góðu áhrifum," segir Ólaf- ur Marteinsson, forstjóri Þor- móðs ramma/Sæbergs. Er botninum náð í aftirðaverði rækju erlendis? „Ég þori ekki að segja til um það. Við höfum haldið allt árið að botninum væri náð en áfram hefur verðið Iækkað. En þetta tekur enda einhvern tíma.“ - GG Mývetnskur ís í öndvegi Mývetningar vinna nú að ýmsum verkefnum til að efla ferða- mannastraum í sveitinni yfir vetrartímann. Einn helsti frum- kvöðullinn á þessu sviði er Yngvi Ragnar Kristjánsson sem rekur Mývatn hf. - verslun og gisti- þjónustu meðal annars. „Við erum að leita þeirra lykla sem til þarf til að koma vetrinum á kort- ið,“ segir Yngvi Rafn. Á sumrin komast stundum færri að en vilja í gistingu og mat í Mývatnssveit en stór hluti húsakynna stendur auður yfir vetrartímann. Sveiflurnar í ferðamennsku eru því miklar milli árstíða en Yngvi Rafn er þess fullviss að hægt sé áð selja sveitina allt árið. Aðstæður séu um margt sérstæðar á heims- mælikvarða. Meðal þess sem boðið verður upp á í vetur eru fskrosskeppnir, snjósleðamót, ískappreiðar á hestum og go-cartleiga á ísnum. Yngvi Ragnar bendir á að 400- 500 manns hafi komið á snjó- sleðamótin undanfarið. -BÞ Snarpar glímur á jólamóti KAí júdó Jólamót KA í júdó, yngri en 14 ára, fór fram sl. laugardag. Keppendur voru 35 talsius, og er hlutur stúlkna sífellt að aukast í þessari íþróttagreiu. Gleðin yfir því að vera þátttakandi í alvöru- móti skein úr andliti keppenda. myndir: brink Hugleiðingar frá heimskautsbaug! HEhGA MATTÍNA BJORNSDOTTIR GRÍMSEY SKRIFAR Við Iestur frábærrar greinar séra Jónu Lísu í Degi nýverið þar sem hún skrifar um verkfall fram- haldsskólakennara sem móðir framhaldsskólanema var eins og ýtt væri rækilega við mér. Því ég á sjálf son í framhaldsskóla en hef ekkert látið í mér heyra á op- inberum vettvangi og þannig sýnt hug minn í þessu þunga erfiða máli. I morgun tók svo steinínn úr þegar vel menntuð ung vin- kona mín í Reykjavík hafði sam- band við mig og sagði mér þá gleðifregn að vinkona hennar sem líka er langskólagengin en ólofuð, hefði kynnst spennandi manni. Hún sagði vinkonuna sæla, ungi maðurinn kæmi svo vel fyrir og virtist vera hinn besti maður. Þó væri það eitt sem truflaði þær stöllur - nefnilega það að hann væri „ÓMENNT- AÐUR“ afgreiðslumaður í búð !! Ég svaraði: „Þið kippið ykkur varla upp við það, er ekki búið að leggja línuna fyrir unga fólkið með því að loka vikum saman öll- um framhaldsskólum landsins. Eru það ekki skýr skilaboð frá þeim sem ráða í þessu þjóðfélagi að menntun sé lítils eða einskis virði???? Unga háskólamenntaða konan steinþagnaði! Við, í okkar góða landi Islandi - við, sem stát- um okkur af fornbókmenntum - við, sem á tyllidögum dásömum Foreldrar framhaldsskólanema um allt land - látum heyra í okkur - stönd- um vörð um vinnustað barnanna okkar og styðjum kennara og skólastarf í landinu okkar góða. listir og menningu. gangast að, framhaldsskólarnir Við, þetta sama fólk látum við- okkar - stolt íslenskar þjóðar um almenna, nauðsynlega, góða menntun - já, við látum það við- gangast að hartnær 20.000 ung- menni gangi um verklaus í meira en 6 vikur. Við tölum um að hinn sanni auður íslands sé unga fólkið okkar - hvers vegna finnst okkur þá of mikið að borga kenn- urum laun í samræmi við þá miklu ábyrgð sem þeir svo sann- arlega axla. Því þjóðfélagið gerir mildar kröfur til kennarastéttar- innar - ef til vill aldrei meir en nú árið 2000. Því þeir eiga að skila börnunum okkar - fjöreggi Is- lands - bæði fróðum og góðum. Foreldrar framhaldsskólanema um allt land - látum heyra í okk- ur - stöndum vörð um vinnustað barnanna okkar og styðjum kennara og skólastarf í landinu okkar góða.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.