Dagur - 05.01.2001, Page 6
6 - FÖSTUDAGUR S. JANÚAR 2001
rD^ur
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfong auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAV(K)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
CAKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjavík)
Ákvörðim Stoltenbergs
í fyrsta lagi
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti róttæka
stefnubreytingu Norðmanna í virkjanamálum í nýársávarpi
sínu og sagði tíma nýrra stóra vatnsorkuvera í Noregi liðinn.
Ríkisstjórnin mun leggja til við Stórþingið að framkvæmdir við
umdeildar stórvirkjanir sem lengi hafa verið í undirbúningi í
norðurhluta landsins verði stöðvaðar, og það þrátt fyrir að
norska landsvirkjunin hafi fyrir löngu fengið leyfi til virkjan-
anna og kostað miklu til við undirbúning þeirra. Norski for-
sætisráðherrann hefur jafnframt útilokað allar frekari stórar
vatnsaflsvirkjanir í landinu vegna þeirra umhverfisspjalla sem
slíkar framkvæmdir hljóta að hafa í för með sér. Þetta er mik-
il stefnubreyting fyrir norska jafnaðarmenn sem hafa lengi
verið í fararbroddi stórvirkjana- og stóriðjumanna.
1 öðru lagi
Þessi óvænta niðurstaða er yfirlýsing um að sá auður sem felst
í ósnortnu umhverfi sé meira virði en efnahagslegur ávinning-
ur af stórvirkjunum og stóriðju. Akvörðunin kemur að sjálf-
sögðu mjög illa við þá sem lifa og starfa í byggðum nærri fyr-
irhuguðum virkjanastað. Norskir skattborgarar verða einnig að
greiða bætur til orkufyrirtækisins sem hefur lagt í mikinn
kostnað vegna virkjananna. En allt þetta telja stjórnmálamenn
í Noregi að skipti mun minna máli en að vernda náttúruauð-
inn fyrir komandi kynslóðir.
í þriðja lagi
Erfitt er að meta á þessari stundu hvaða áhrif breytt afstaða
Norðmanna mun hafa hér á landi. Hún er auðvitað enn ein
staðfesting þess að umhverfisverndarsjónarmiðin eru að verða
sífellt mikilvægari þáttur í stjórnmálaákvörðunum og stjórn-
sýslu. Hvort þessi niðurstaða hafi einhver áhrif á afstöðu for-
ystumanna Norsk Hydro til stórvirkjana hér á landi mun koma
í ljós á næstu misserum. Hitt fer vart á milli mála að kúvend-
ing Stoltenbergs hlýtur að magna andstöðu umhverfisverndar-
sinna við stórvirkjanir eins og þá sem fyrirhuguð er við Kára-
hnjúka. Elías Snæland Jónsson.
Katz og Katz 22
Sérstaklega áhugaverð frétta-
skýring birtist í Degi í gær þar
sem fram kemur að nvjungar á
sviði samningatækni eru að setja
mark sitt á íslenskan vinnu-
markað. Það er nefnilega að
koma í ljós að aðalástæðan fyrir
því að grunnskólakennarar eru
búnir að semja um kaup og kjör
þannig að allir eru ánægðir er sú
að þeir hafa tileink-
að sér samninga-
tækni, sem flokkast
undir tegundarheit-
ið „forsendusamn-
inga“. En forsendu-
samningar eru ein-
mitt andstaðan við
hina megintegund
samningatækni,
sem flokkast undir
tegundarheitið
„togstreitusamn-
ingar". Framhalds-
skólakennarar og
ríkið hafa einmitt valið „tog-
streitusamningaleiðina“. Það
sem virðist hafa skipt sköpum
hjá grunnskólakennurum og
samninganefnd sveitarfélaga er
að hingað kom í fyrra hálærður
bandarískur prófessor í samn-
ingatækni, Neil Katz að nafni,
og kenndi kennurum tækni sem
hefur gefist mjög vel. Það er
einmitt Katz- samningatæknin
sem nú er að skila þjóðinni verk-
fallslausu ári í grunnskólum.
Sameiginleg marknúrt
En á meðan Katz var í heiðri
hafður hjá grunnskólakennur-
um og samninganefnd sveitarfé-
laga, (en Birgir Björn Siguijóns-
son formaður samninganefndar-
innar hafði einmitt kynnst katz-
ískum tæknibrellum í Harvard
hér á árum áður), þá var Katz
ekkert inni í myndinni í viðræð-
um ríkisins og framhaldsskóla-
kennara. Katz kennir einfaldlega
að deiluaðilar eigi að finna sam-
ciginleg markmið áður en eigin-
legar samningaviðræður hefjast
og filrra sig síðan í átt að þessum
markmiðum í viðræðunum. Hin
leiðin, torstreituleiðin, kennir
hins vegar að menn komi þvers-
um að samningaborðinu og ein-
beiti sér að vandamálunum og
því sem skilur á milli. Samn-
ingaferlið verður þannig sam-
felld togstreita þar til annar aðil-
inn gefst upp. Þessi leið helur
nú skilað þjóðinni
lengsta verkfalli frá
því embætti ríkis-
sáttasemjará tók til
starfa.
Ólesið eíiii um
Katz-tækni
Vandinn virðist
einkum vera sá að
samninganefnd rík-
isins og Geir Haar-
de þekkja ekki
kenningar og að-
ferðafræði Katz.
Framhaldsskólakennarar sem
sótt hafa námskeið hjá Katz,
hafa hins vegar reynt að koma
lesefni um Katz til viðsemjenda
sinna en það ekki tekist. Hvorki
Geir Haarde, Davíð, eða Björn,
hafa sýnt málinu áhuga og jjá
ekki heldur Gunnar Björnsson
formaður samninganefndar rík-
isins. Allir eru þeir á varðbergi
og fullir tortryggni í garð
kennaranna - sem er eðlilegt af
mönnum sem eru meistarar tor-
streituaðferðarinnar. Gallinn er
hins vegar sá að þeir eru um Ieið
að festast í því sem Garri vill
kalla „Katz 22 einkenninu": tor-
tryggnin kemur í veg fyrir að
þeir kynni sér Katz og á meðan
þeir ekki kynna sér Katz þá eru
ekki líkur til að þeir muni skipta
um aðferðafræði og eyða tor-
tryggni. Fyrir nemendur þessa
lands getur Jrað jiví skilið milli
feigs og ófeigs í hvorn farveginn
ráðamenn fóru - Katz eða Katz
22! - garri
Geir Haarde:
Valdi Katz 22.
Hafin er sú sæla útsölutíð þegar
hægt er að kaupa allar fínu jólavör-
urnar fyrir helmingi lægra verð en
þegar auglýsingakauptíðin stóð
sem hæst fyrir örfáum vikum. Ut-
sölurnar eru kjarabót sem bragð er
að, því það er ekki aðeins varning-
urinn sem lækkar í verði, heldur
hafa Jiær einnig áhrif á verðbólg-
una og hafa þannig svolítinn hem-
il á stigvaxandi aukningu verð-
tryggðra skulda. Qg ekki mun af
Jjví veita miðað við efnahagsspár
og öra gengisfellingu væntinga síð-
ustu vikur og mánuði.
Fleira er Jiað en sölubúðir sem
halda miklar útsölur eftir áramót-
in. I stað Jjess að sitja uppi með
óseljanlega bílaflota eru bílasalar
farnir að fíra verðinu niður á not-
uðum bílum og fer verðgildi þeirra
hríðlækkandi og afborgunarskil-
málarnir eru farnir að lengjast
framyfir lífsiíkur farartækjanna.
Hlutabréfín sem snemma á síð-
asta ári lentu í slíkum upphæðum
Væntingar á útsöluprísmn
verðsveiflunnar að |jau voru varla
greinanleg lengur og greiningar-
krakkar verðbréfafyrirtækjanna
höfðu ekki önnur ráð að gefa en,
að gróðavonin myndi stíga enda-
laust.
En nú eru jafnvel
hlutabréfin komin á út-
sölu og er verðfall mar-
gra Jjeirra orðið mun
meira en á bestu útsöl-
um verslananna.
Upp og niðiir
Svo er íslenska krónan komin á út-
sölu því gengi hennar hefur fallið
jafnt og þétt í takt við viðskipta-
halla og verðbólgu. Samt er enn
verra að fiskveiðikvótinn er á góðri
leið með að lenda á útsölunni
miklu. Hlutabréf sjávarútvegsfyr-
irtækja hrapa jafnt og Jjétt og sam-
tímis lækkar verð á veiðikvóta. Ef
heldur sem horfir og útgerðar-
menn sitja uppi með verðlausan
kvóta mun sá tími koma, að Jjjóð-
inni verður afhent sú eign sem
hún er talin eiga í fyrstu grein laga
um stjórn fiskveiða.
En vonandi lendir útgerðin
aldrei í svo hörmulegum hremm-
ingum að hún sleppi
eignarhaldi sægreifa á
fiskinum í sjónum, að
minnsta kosti ekki svo
lengi sem nokkrum
sporði er blakað á slóð-
inni.
Ætla má að brátt fáist
jafnvel ríkisbankarnir
kcyptir fyrir slikk. Eftir að Sam-
keppnisráð steinrotaði hugsjónina
um sameiningu Jjeirra verðfalla
hlutabréfin í þeim og væntanlegir
kaupendur fá þá á útsöluprís.
Uppsvclflan milda
Sem betur fer er verðfellingin ekki
algjör. l il dæmis er ríkisstjórninni
trúað og treyst bctur en nokkm
sinni fyrr. Uppsveifía menningar-
innar er glæsilegri og nær meiri
hæðum en verðbréfavísitalan gerði
þegar best lét.
Þjóðin græddi ofboðslega á
landafundaauglýsingum og menn-
ingarári sem skilaði andlegum sem
veraldlegum auði, sem ekki verður
við annað jafnað. Fjöldi heiðurs-
launalistamanna var doblaður og
loksins, loksins gat menntamála-
ráðherra kveikt skæran kyndil, sem
Iýsa mun upp naln og minningu
Jónasar Hallgrímssonar og búa
henni þann sess sem hún á skilið í
hugum landa hans svo lengi sem
íslensk tunga lilir, skiljanleg sem
öskiljanleg.
Þótt Verðfall fjármálavæntinga
sé mikið koma úrsölurnar ein-
hverjum til góða og sú Iíkn lcggst
með þraut, að ríkisrekna menníng-
in eflist með hverju árinu og er
orðinn gróðavænlegasti undir-
stöðuatvinnuvegur landins, ef trúa
má kommisörum, en [jví miður
mælist hagnáðurinn ekki á vcrð-
bréfaþingi.
Hvers vegtia eiga íslend-
ingarað opna sendiráðí
Mósambik?
Þórunn Sveinbjamardóttir
þitigmaðtirSamJylkingar.
„Það hefur Jengi
verið mín skoð-
un að við eigum
að bæta tengsl
okkar við Afríku.
Hins vegar er
Jjetta risastór
álfa og deila má
um hvar sé best að setja niður
sendiráð þar. Spyrja má hvort
sendiráð [jyrfti ekki að vera í
Suður-Afríku eða austurhluta
álfunnar. Það er þó ljóst að cf Is-
lendingar ætla að leggja meiri
áherslu á þróunarsamvinnu við
Afríkuríki þá er Mósambik góður
staður, að því lcyti."
SteingrímurJ. Sigfússon
þingmaðttrVG.
„Að mörgu leyti
er jákvætt að
fyrsta sendiráð
okkar í Afríku sé
með sendiherra
á staðnum. Bæði
tel ég að tíma-
bært sé að við
förum að sinna betur málefnum
þessarar heimsálfu, slíkt tengist
framlagi okkar til þróunarað-
stoðar á þessu svæði og fleirum
almennum hagsmunum og mál-
efnum sem sendiráð annast.
Hins vegar þurfa Islendingar æv-
inlega að gæta sparsemi í starf-
semi eins og þessari, en almennt
hef ég Jjó verið stuðningsmaður
eflingar íslensku utanríkisþjón-
ustunnar og tel það vera hluta af
Jjví að við höfum eðlilegan metn-
að og enga minnimáttarkennd.
Við eigum að vera sjálfstæð þjóð
og gæta okkar hagsmuna í sam-
ræmi við það.“
EinarKr. Guðfinnsson
þ ingmaður Sj'álfetæðisflokks.
„Fyrir því eru
full rök að ís-
Iendingar séu
með sendiráðs-
starfsemi í þess-
ari álfu. Þegar
erurn við Jjátt-
takendur í all-
miklu þróunarstarfi í í Afríku,
þar sem eru jafnframt ýmsir
áhugaverðir möguleikar fyrir
okkar til dæmis á viðskiptasvið-
inu. Samfélagsleg skylda okkar í
félagi Jjjóðanna býður okkar að
vera virkir þátttakendur í þeirri
heimsálfu sem átt hefur erfiðast
á nýliðinni öld. Verkefnin eru
æri n.“
Kristinn H. Gunnarsson
'nngmaðurFramsóknaiflokks.
„Það er skyn-
semlegt fyrir Is-
lendinga að efla
viðskiptasam-
böncl sín í Afr-
íku, í stórri álfu
sem mun á nýrri
öld hafa vaxandi
þýðingu á heimvísu. Auk þess er
skynsamlegt að vera í uppbygg-
inu þessari í samfloti við önnur
norræn lönd, enda lækkar slíkt
kostnað við rekstur."