Dagur


Dagur - 05.01.2001, Qupperneq 17

Dagur - 05.01.2001, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR S. JANÚAR 2001 - 17 Ðutýir BÆKIIR Nóbelsskáld kynnt á íslensku Út er komin hjá Vöku- Helgafelli skáldsagan Blinda eftir portúgalska Nóbels- skáldið José Saramago. Þetta er fyrsta bók hans sem gefin er út á íslensku, en bók- menntaverðlaun Nobels fékk hann 1998. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. í Blindu segir frá manni sem skyndilega er sleginn blindu undir stýri í bíl sínum i ókunnri borg. Smám saman Qölgar hinum blindu, skýr- ingar finnast engar og þar kemur að stjórnvöld grípa til örþrifaráða. Veröld sem var undir Jökli Út er komin hjá Bókaútgáf- unni Pöpli Veröld stríð og vikurnám undir Jökli eftir Kristinn Kristjánsson. í bók- inni leiðir böfundur lesand- ann inní veröld sem var . IJann vefur saman þætti úr sögu heimabyggðar sinnar, frásagnir af dulrænum fyrir- bærunt, kveðskap samferða- manna sinna og margvísleg- ar minningar Blóðheit saga Vaka-Ilelgafell hefur gefið út skáldsöguna Stefnumót við austrið eftirfrönsku skáldkonuna Régine Defor- ges, sem er íslenskum les- endum kunn. Sagan er sjálf- stætt framhald bókanna Stúlk-unnar á bláa hjólinu og er þráðurinn tekinn upp frá sögunni Svartur tangó. Jón B. Guðlaugsson þýddi. Vera í víti PP forlag hefur gefið út bókina Vera í víti eftir höf- und kvennakló- settsins, Marilyn French. Hún birtir magnaða sögu um sigur Marilyn á krabbameini sem sigraðist í raun þrisvar á dauðanum. Með sömu skarpskyggni, greind og til- finningalegri einlægni og Marilyn French hefur beitt til að grandskoða líf svo margra annarra kvenna í skáldskap sökkvir hún sér nú ofan í eigið líf þar sem hún heyr harða baráttu. Þótt bókin sé bugvekja um líðan dauðvona manneskju þá er viðfangsefni hennar ekki síður lífið sjálft sem dauðinn setur mark sitt á og gefur merkingu og tilgang. Lóa Aldísardóttir þýddi bók- ina og PP forlag gefur hana út. Þórir Gunnarsson á Húsavík varð hlutskarpasturíkjöri á Manni ársins 2000 á Norður- landi. Hann segistjyrst og fremsthljóta þennan titil sem julltrúi allra þeirrajjölmörgu björgunarsveitarmanna sem starfa á svæðinu. Og það er kannski vel við hæíi að maður sem er tiltölulega lítt þekktur nema í sínu nán- asta umhverfi, sé kjörinn maður ársins, sem fulltrúi félaga sinna í björgunarsveitunum sem fæstir eru nafntogaðir en vinna þó þau störf á landinu sem livað virðingarverðust bljóta að þykja, þ.e. við að bjarga mannsb'f- um án þess að bljóta aðra umbun fyrir en ánægjuna af vel unnu verki og auðvitað ómælt þakklæti þeirra sem bjargað er og að- standenda þeirra. Og reyndar á stundum allrar þjóðarinnar, eins og valið á manni árs- ins á Norðurlandi staðfestir raunar, en það fór fram á vegum svæðisútvarpsins fyrir norðan. Pórir Gunnarsson er tæplega þrítugur Húsvíkingur og starfsmaður Tækniþings á IJúsavík. IJann hefur starfað í björgunar- sveitinni Garðari á Húsavík frá 18 ára aldri og hefur víðtækja þekkingu og reynslu af bjögunarstarfi við margvíslega aðstæður, í klettaklifri. á bátum og við köfun. Síðastliðið ár var mjög annasamt hjá björgunar- sveitarmönnum í Þingeyj- arsýslu og álag var veru- legt á mönnum. Langerfið- asta raunin, ekki síst and- lega, var þó leitin á Mý- vatni af þremur mönnum sem þar fórust í árslok 1999, þar sem þeir sem leitað var voru félagar, vin- ir og nátengdir mörgum sem að leitinni komu. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef komið að í þessu starfi og lagðist þungt á okkur marga“, segir Þórir. „Og það var íraun ekki fyrr en við komum á staðmn sem WÓ sáum^ Sanmefnari _ Önnur erfið raun var björg- unarstarfið við Ilólselskíl í sumar þegar rúta fór út af brú og í ána og einn maður lést. Og síðast en ekki síst björgunarafrekið í Jökulsá á Fjöllum þeg- ar 17 manns var bjargað úr bráðum lífs- háska af þaki rútu sem lenti út í miðri ánni. Mikið var um þetta afrek Ijallað í fjölmiðlum og ítarleg frásögn af atburðin- um birtist í nýjustu „Útkallsbók" Óttars Sveinssonar. Frammistaða björgunar- sveitanna sem þarna komu að máli hefur mjög verið rómuð og Þórir telur að það sé þessi atburður sérstaklega sem réði því að hann var kjörinn maður ársins á Norðurlandi. „Fólk vildi fyrst og fremst heiðra björgunarsveitirnar í kjörinu, en það var ekki hægt, og þá fór valið í þann farveg að kjósa einhvern björgunarsveit- armann og af einhverjum ástæðum kom nafn mitt þar upp, sem samnefnari fyrir félaga mína í björgunarsveitunum sem tóku þátt í aðgerðunum,“ segir hann. ’hvað við var að eiga og þá þurfti að hafa hraðann á því mann/ virhst rútan geta farið afstað á hverri stundu, segir Þonr Gunnarsson. Þórir Gunnarsson, björgunarsveitarmaður og Maður ársins á Norðurlandi. „Samnejnarijyrirfélaga mína í björgunarsveitunum sem tóku þátt í aðgerðunum. “ og því var ákveðið að nota hann. „Og það var eins gott, því þegar við vorum að bjarga rútunni daginn eftir, kom í ljós að það hefði reynst mjög erfitt að nota okkar bát við björgun fólksins. Þarna skipti, eins og svo oft áður, miklu máli að hafa réttu tækin", segir Þórir. Gott samstarf Þórir segir að það sé á svona stundum, þeg- ar allt gengur upp og mannslífum er bjarg- að, sem menn fái laun erfiðis sms fyrir allan þann tíma sem fer í æfingar árum saman. Og þessu starfi fylgja fjárútlát fyrir björgun- arsveitarmenn sem eiga margir sinn búnað á borð við kafarabúninga sem kosta mikið. „Þetta er það sem gefur starfinu gildi og gef- m- manni aukinn ki'aft til að halda áfram“, segir Þórir. Daginn eftir hina giftusamlegu björgun úr Jökulsá, fóru björgunarsveitarmemi aftur á staðinn og aðstoðuðu við að ná rútunni í land. Og næsta dag koma enn eitt útkallið, þegar kona hrapaði til bana við Jökulsá og björgunarsveitarmenn þurftu að síga niður í gljúfrið og aðstoða við að koma líkinu upp. Enn ein erfið raunin á þessu viðburðaríka ári í starfi björgunarsveitanna. Þórir ítrekar að félagar frá öllum björg- unarsveitum á svæðinu hafi tekið þátt í björgunaraðgerðum í öll skiptin og samstarf- ið þeirra í millum sé og hafi alltaf verið mjög gott og ákaflega mikilvægt að svo sé. Hann segist því taka við heiðursnafnbótinni Norð- lendingur ársins fyrir hönd allra félaga sinna á svæðinu, „þetta er viðurkenning til okkar allra.“ js Ráttutækin Að sögn Þóris gekk björgunin úr Jökulsá eins vel og best var á kosið og allt gekk upp. „Eftir að menn voru ræstir liðu innan við 10 mínútur þar til fyrsti bfllinn var kominn af stað. Við höfðum mjög óljósar upplýsingar í byrjun og fyrst á þá leið að rúta væri föst í Lindaánni, þannig að við vissum í raun ekki hvort þetta væri spurning um að aðstoða fólk við að komast í land sæmilega þurrum fótum eða hvort við þyrftum jafnvel að kafa eftir líkum í rútunni. Þannig að við tókum mjög mikinn búnað með okkur, m.a. kafarabún- inga, flotbúninga og að sjálfsögðu bát. Og það var í raun ekki fyrr en við komum á staðinn sem við sáum livað við var að eiga og þá þurfti að hafa hraðann á því manni virtist rútan geta farið af stað á hverri stundu.“ Björgunarsveitarmenn úr Mývatnssveit voru íljótt komnir á staðinn með bát sem var stærri og mun öflugri en bátur Húsvfldnga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.