Dagur


Dagur - 26.01.2001, Qupperneq 6

Dagur - 26.01.2001, Qupperneq 6
6-FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 ÞJÓDMÁL 1 Damnr Mtmmmmmiim: mmzm m mmm (T ^ Jf) Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðam'tstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeiidar: vaidemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjav(k)563-i615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAV(K) Óvissa um Evrópustefnu í fyrsta lagi Umræðan í Framsóknarflokknum um afstöðuna til Evrópu- sambandsins hefur þokast einu skrefi lengra með skýrslu Evr- ópunefndar flokksins. Efnislega byggir nefndarálitið augljós- lega á þeirri ítarlegu skýrslu um Evrópumálin sem utanríkis- ráðherra lét vinna og birtist á síðasta ári, en reynt er að kom- ast nokkru lengra í að skilgreina þau markmið sem Islending- ar hljóti að setja sér í samskiptum við Evrópusambandið. Hins vegar tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvaða leiðir að því markmiði eigi að fara - varpar einungis fram þeim valkostum sem áður hafa verið í umræðunni. Það skref sem nefndin stíg- ur er því ekki stórt, enda ljóst að málið þarfnast rækilegrar um- ræðu innan flokksins. í öðru lagi Þegar litið er til þeirra markmiða sem Evrópunefnd Framsókn- arflokksins telur mikilvægust íyrir Islendinga í evrópsku sam- hengi, hljóta margir að efast um að sumum þeirra verði náð með inngöngu í Evrópusambandið. Enda ljóst af samhenginu að nefndin telur að aðild verði því aðeins raunhæfur kostur að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hætti að koma íslendingum að þeim notum sem verið hefur og er enn. Framtíð EES-samstarfsins mun einkum ráðast af því hvernig staðið verður að hugsanlegri stækkun Evrópusambandsins á næstu árum og áratugum, en eins af þeim innri breytingum sem gerðar verða á bandalaginu á komandi árum - en um hvort tveggja ríkir enn óvissa. í þriðja lagi Þótt fyrir liggi pólitískar yfirlýsingar um stórfellda stækkun Evrópusambandsins til austurs á næstu árum, eru margir ef- ins um að sú verði raunin einfaldlega vegna þess hversu mörg Austur-Evrópuríki eru enn vanþróuð efnahagslega og stjórn- málalega. Helmut Sehmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, er einn sanntrúaðra Evrópusinna sem varar mjög við að hraða slíkri þróun, meðal annars vegna þess gríðarlega kostnaðar sem það hefði í för með sér fyrir skattborgara núverandi aðild- arríkja bandalagsins. Elias Snæland Jónsson Yppon Davíðs Öryrkjamálið er nú að snúast upp í einn allsherjarsigur fyrir Davíð Oddsson, manninn sem allir stjórnmálaskýrendur héldu að væri búinn að missa „tötsið“ fyrir nokkrum dögum. En Dav- íð er sterkur í endataflinu og sýndi hreint ótrúlega útsjónar- semi á lokasprettinum sem gerði það að verkum að hann getur nú rólegur tekið gleði sína á ný og farið að birtast þjóðinni sem káti og hressi for- sætisráðherrann. Já það má segja að Davíð standi nú með pálmann í höndunum og það mun eflaust fara fyrir honum eins og landsliðinu í handbolta í leiknum gegn Svíum, enginn vill muna eftir slæma kaflanum í leikn- um, en allir vilja muna eftir síðustu 20 mínút- unum, þegar íslending- arnir stóðu sig eins og hetjur. Betra að tapa Já í rauninni má segja að Davíð hafi gjörsamlega mátað alla. Bæði lögmaður Öryrkjabanda- lagsins og formaður samtak- anna hafa Iýst því yfir í fjölmiðl- um að úr því málið þróaðist eins og það gerði hefði senni- lega verið betra fyrir þá að tapa málinu í Hæstarétti. Þetta hlýtur að vekja alla þá sem ætla í mál við Davíð og ríkið til um- hugsunar - það er ekki nóg að vinna mál fyrir rétti því sigur gegn Davíð getur hæglega þýtt tap. Og sigurvegararnir í ÖBI hafa þannig, um stundarsakir að minnsta kosti, lýst sig sigr- aða. En ekl<i nóg með það. Með því að fá Halldór Blöndal til að skrifa Hæstarétti bréfið narraði Davíð hæstaréttardómarana út úr virki sínu þannig að þeir urðu samstundis að skotspæni bæði almennings, stjórnmála- V. manna og kollega. Þannig hefnist réttinum fyrir að dæma ekld eins og Davíð vill, með því að hann missir virðingu og stat- us og á endanum er það því Davíð sem sigrar réttinn. Yftrlýsing Ólafs Og ekki nóg með að Davíð nái höggi á ÖBI og Hæstarétti heldur gerir hann stjórnarand- stöðunni verulegan grikk líka með því að fá Hæstarétt til að túlka dóm sinn stjórnarliðum í vil í lögfræðiáliti sínu. Stjórnar- andstaðan situr eftir með margfalt erfiðara mál og skilur ekkert í því hvernig allt gat snú- ist svona við á örskots- stundu! Og síðast en ekki síst náði Davíð góðu höggi á Ólaf Ragnar Grímsson for- seta með þessu öllu, því eftir bréfaskriftirnar sá Ólafur sig knúinn til að gefa út yfirlýsingu sem gekk svo langt að hann nánast afskrifar sjálfan sig hvað þjóðmál varðar það sem eftir er forsetatíðar hans. Forsetinn hefur eflaust talið sér skylt að útskýra afstöðu sína og með því að ganga svo langt að skilgreina sig frá úr- skurðarvaldi í svona málum og afskrifa raunar þjóðaratkvæða- greiðslu líka, þá er Ólafur jafn- framt að segja af sér sem virkur forseti af því tagi scm hann tal- aði um í innsetningarræðu sinni. Endataflið var því snjallt hjá Davíð, allir voru lagðir með þessu eina bragði, sem var svo útsmogið og margslungið að menn eru enn að átta sig á áhrifum þess. Hver var svo að segja að máttur pennans færi þverrandi, allt þetta náðist með einföldum bréfaskriftum. Þetta er sannkallað yppon hjá Davíð. Davíð Oddsson með yppon. „Bréfin eru orðin rnörg. Og það er margt bréfið." Þetta eru orð gamla mannsins í Bláskógaheið- inni þegar kóngsins bífalnings- maður og prófoss stærði sig af því að hafa hréf upp á valdsvið sitt og að hann hcfði fulla heimild til að brjóta niður klukku Iandsins, sem hékk fyrir gafli gamla lög- réttuhússins á Þingvöllum. Framhaldið er alþekkt. Snæris- þjófur af Akranesi var dreginn upp úr Þrælakistunni á Bessa- stöðum til að klifra upp á bjálk- ann sem íslandsklukkan hékk í og kvað klámvísur á meðan hann hjó festingarnar. Kóngsins böðull braut svo klukkuna og þjóðin átti ekki lengur neina sameign sem metin var til fjár. Eina vitnið, gamli maðurinn í Bláskógaheiðinni, horfði tinandi augum út í bláinn. Til skiLningsauka Enn eru bréfín orðin mörg. Og það er margt bréfið. Þrír forsetar „Og það er margt bréfið66 landsins eru sestir við skriftir og bréfa ýmist hver á annan eða til þjóðarinnar. Forseti Alþingis skrif’ar forseta Hæstaréttar og biður um útskýringu á dómsúr- skuði sér til skilningsauka. Forseti Hæsta- réttar skrifar forseta Alþing- is bréf til að útlista lögskýr- ingar réttarins. Þá sest for- seti Islands niður og skrifar bréf til að tjá sinn skilning á málinu sem forseti Alþingis hafði ekki á hreinu hvernig bæri að túlka og forscti Hæstaréttar reynir í sínu bréfi að koma Alþingi í skilning um hver sé niðurstaða dómsins. 1 sínu bréfi afsakar forseti ís- lands að hann neyðist til að fara að landslögum í sínum stjórnar- athöfnum og geti trauðla gengið gegn vilja og ákvörðum meiri- hluta Alþingis. Áður hafði hann tekið við bænaskjali og gefið vilyrði um að hann væri reiðubúinn að taka að sér úrskurðarvald í umdeildu máli. Sendimenn, sem komu með bæna- skjalið, setti hann niður við ríkisráðs- borðið á Bessastöðum. Það skíldu þeir á Jiann veg, að þeirra Liprii bréfritaxar Nú hafa allir bréf upp á það, að forseti Alþingis skilur ekki hæsta- réttardóma, að forseti Hæstarétt- ar telur eðlilegt að hann geri sér- staka grein fyrir eigin niðurstöðu og að forseti Islands er bæði valda- og áhrifalaus. Það orð liggur á Islendingum að þeir séu bréflatir, skrifi bréf sín seínt og illa og séu trcgír að svara bréfum. Hið gagnstæða sannast á forsetunum öllum. Þeir hafa sýnt það á síðustu dög- um, þeir eru ólatir og einkar lipr- ir bréfritarar. Einhverjir eru að tuða um, að bréf þeirra væru bet- ur óskrifuð, enda eigi þau það sameiginlegt að gera þá alla marklausa. Uni það verður skeggrætt og deilt næstu daga og mánuði. Kóngsins böðull hafði bréf upp á það, að hans verkefni væri að brjóta niður klukku landsins. I mikillæti sínu taldi hann sér skylt að skýra fyrir örvasa gamalmenni í Bláskógaheiðinni hvaðan liann þáði vald sitt og uniboð, þegar gamli maðurinn lýsti yl’ir undrun sinni á athæfinu. Forsetabréfin öll eru svipaðs eðlis. Af þeim er ljóst, að þeir vita varla hvort þeír eru að brjóta stjórnarskrá eða mannréttindi. Þeir telja sig knúna til að útskýra og afsaka eigin gjörðir. Og allir skrifa þeir bréf upp á það. Forseti Forseti Forseti íslands. Aiþingis. Hæstaréttar. væri mátturinn. Ertu sátt(ur) viðyfirlýs- inguforseta íslands í öryrkjamálinu ? (í yfirlýsingunni segir ineðal annars að það sé hvorki forsetans né þjóð- arinnar að úrskurða í þjóðarat- kvæðagreiðslu hvort lög brjóti stjórnarskrá.) Kristján Þorvaldsson ritstjóri Séð og lieyrt. „Eg kaupi alveg rök Olafs. Það er ekki í hans verka- hring að kveða uppúr með það hvort lög hrjóti í bága við stjórnar- skrá, hann var ekki einu sinni í aðstöðu til þess að taka sér um- þóttunartíma og maður verður að treysta því að prófessorinn fyrrverandi í stjórnmálafræði viti hvar hin fína lína í þessum efn- um Iiggur. Hins vegar má alveg búast við því af Olafi að hann eigi einhvern tíma eftir að vísa máli til þjóðarinnar.“ Þórunn Sveinbjamardóttir þ ingmaðurSamJylkingar. ijá, ég er alveg sátt við hana. Eins og fram kemur í yfirlýs- ingu forseta Is- lands eru það að- eins dómstólar landsins sem geta kveðið uppúr með það hvort lög samrýmist stjórnarskrá eður ei. Dómur Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalags Islands frá 19. desem- ber sl. var skýr, það var hins veg- ar ríkisstjórnin sem ákvað með lagasetningu í krafti meirihluta síns á Alþingis að fara á svig við dóm Hæstaréttar." Björk Vilhelmsdóttir formaðurBandalagsháskólamamia. „Ef forseti íslands myndi beita 26. ákvæði stjórnar- skrár um að stað- festa ekki lög frá Alþingi heldur vísa þeim til þjóð- aratkvæðagreiðslu vcrður slíkt að vera hans eigin ákvörðun, óháð þrýstingi utan úr þjóðfélaginu. Ég Iít svo á að í þessu máli hafi Verið gjá milli þings og þjóðar, þó ég sé ekki viss um að hun hefði verið brúuð nieð þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er alveg ljóst að launþegahreyfingín mun standa saman með ÖBÍ við að bæta kjör öryrkja, enda eiga þeir það inni hjá hreyfíngunni." Sigurðiir Kári Kristjánsson Jorm.Samb. tiugra sjálfstæðismanna. „Já, ég er sáttur við þessa yfirjýs- ingu og ég tel að forseti Islands hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að hvorki hann né þjóðin fari með úrskurðarvald um hvort liig standist stjórnar- skrá eða ekki. Valdið er hjá dóm- stólum. Hins vegar hefði ég vilj- að sjá forseta íslands bæta því við í þessa yfirlýsingu að enginn gild rök hefðu komið fram fyrir því að frumvarp ríkisstjórarinnar í öryrkjamálinu brytu gegn ákvæðum stjórnarskrár."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.