Dagur - 26.01.2001, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 2 6. JANÚAR 2 00 1 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L.
Þýski licrÍTin dæmdur
tíl að taka við konum
Evrópudómstólliim
úrskurðaði í fyrra að
það væru brot á
mannréttmdum að
meina konum að
gegna herþjónustu.
244 þýskar stiilkur gengu í þýska
herinn í ársbyrjun og eru farnar
að æfa vígaferli við hliðina á
strákunum. Fram til þessa hefur
herinn ekki tekið við konum til
að gegna herþjónstu, nema í
lækna- og hjúkrunarsveitir og í
hljómsveitir herdeildanna.
Þýski herinn telur nú 320 þús-
und manns og eru konur ekki
nema örh'tið brot af þeim fjölda,
en þeim mun fara mjög fjölgandi
á næstu árum. Langt er samt í
að konur komist til metorða inn-
an hersins, því það tekur mörg ár
að þjálfa hermenn til að verða
yfirmenn og næstu 25 til 30 árin
eru litlar líkur taldar á að konur
verði yfirhershöfðingjar landhers
og flota eða aðmírálar.
Af þeim 244 stúlkum sem
hófu herþjónustu um áramótin
völdu 151 að ganga í landher-
inn, 76 eru í llughernum og 17
kustu að gagna í sjóherinn. Ekki
er enn ákveðið hve margar þeir-
ra verða þjálfaðar til að taka þátt
í átökum á vígvelli, þær verða
valdar úr síðar þegar lengra er
liðið á þjálfunina. Farið verður
að þjálfa lýrstu yfirmannaefnin í
júlí næstkomandi. Umsóknir
stúlkna um herþjónustu eru
margar og er reiknað með að um
næstu ármót verði þúsund konur
kontnar í herþjálfun.
Þýskar sagnir segja frá mörg-
unt herskáum og vel vopnfærum
konum, eins og vel kemur fram í
íslensku Eddunum. En á síðari
öldum hafa konur ekki stundað
hermennsku í Þýskalandi. Þegar
dró að lokum heimstyijaldarinn-
ar sendi Hitler unga drengi og
gamla karla á vigstöðvarnar, en
aldrei datt honurn í hug að skyl-
da konur til að taka þátt í bar-
dögum.
En þýski herinn tók ekki sjálf-
viljugur við kvenfólkinu. Það var
Evrópudómstóllinn sem kvað
upp úrskurð um það á síðasta ári
að óheimilt væri að meina kon-
um að gegna herþjónustu þar
sem það stangaðist á við ákvæði
Evrópusambandsins um jafn-
rétti.
Málið var tekið fyrir af Evr-
ópudómstólnum þegar Tanja
Kreil, rafeindaverkfræðingur
kærði að hafa verið meinað að fá
stöðu í viðgerðardeild hátækni-
væddra hersveita vegna kynferð-
is síns. Eftir að dómur var fallinn
dró hún umsóknina til baka, en
eftir stóð að herinn er opinn
konum sem körlum.
Konur geta nú sótt um stöður
í öllum deildum hersins, en
varla mum bera ntikið á þeim
fyrst um sinn, því um þessar
mundir hefja einnig 22 þúsund
ungir karlar herþjónstu.
Þýski herinn hfur verið
íhaldsamastur Natoherjanna
hvað varðar herþjónustu kvenna.
I honum eru nú um 4.400 kon-
ur í sjúkradeildum og 60 konur í
tónlistardeildunum. Konur eru
margar í breska, franska og dan-
ska hernum, en þær eru ekki
þjálfaðar til að taka þátt í bar-
dögum. En eftir úrskurð Evr-
ópudómstólsins verða herir
þessara Ianda að endurmeta af-
stöðu sína til kvenna og búa þær
undir að fara í fremstu vígh'nur
þegar og ef þörf krefur.
Urn 92% starfa í bandarísku
herdeildunum eru opnar kon-
um. En landherinn þjálfar enn
ekki konur till að taka þátt í bar-
dögunt á vígvöllum. En þar mun
jafnréttið sigra um síðir.
Barak svartsýnn
TABA, Egyptalandi - Samn-
ingamenn Isrela og Palestínu-
manna hófu friðarviðræður
sínar á ný í gær þrátt fyrir að
talsvert hafi verið um átök og
árekstra á Gazasvæðinu og
þrátt fyrir að Ehud Barak for-
sætisráðherra Israel hafi látið
falla nokkur afar svartsýn orð
varðandi möguleikann á sam-
komulagi. Deiluaðilar hafa
mikinn áhuga á að ná saman
um að minnsta kosti drög að
samningi áður en gengið verð-
ur til forsætisráðherrakosninga
í ísrael þann 6. febrúar, en það
er talið minnka verulega líkur á
að hinn herskái Sharon muni
sigra Barak í kosningunum.
Fréttamenn í Taba í Egypta-
landi greindu þó frá þvf að stemningin meðal samingamanna hafi
minnkað talsvert í kjölfar þess að fréttir bárust af því að tveir Palest-
ínumenn hafi verið skotnir til bana.
Enn tefjast stríðsbætur
BERLIN - Slavar sem Iifðu af ofsóknir nazista undir Þriðja ríkinu
ásamt öðrum sem máttu þola svipaðar ofsóknir geta nú búist við því
að enn frekari dráttur verði á bótum eftir að dómstóll í Bandaríkjun-
um frestaði þvi að afgreiða mál sem þar bíður afgreiðslu. Samkvæmt
alþjóðlegum santningum um þessar bætur sem skrifað var undir f
fyrra þurfa allar óafgreiddar kröfur og málaferli á hcndur þýskum fyr-
irtækjum vegna fortíðar þeirra undir nazismanum að vera afgreiddar
áður en hægt er að hefja greiðslur úr hinum 10 milljarða marka sjóði
sem á að greiða þessar bætur. Krafan í Bandaríkjunum sem í gær var
frestaö og er sú síðasta sem tafið getur þetta mál snýst um málaferli
gegn bönkum í Þýskalandi.
Engin uranveiMndi
BRUSSEL - Nefnd nteð fulltrúum frá 50 þjóðlöndum sem sett var
saman í miklum flýti fyrir 2 vikum hefur ekki fundið sannanir fyrir
því að skert uranium hafi valdið sjúkdómum s.s. krabba í hermönn-
um sem unnu með eldflaugaodda í Balkanstríðinu. Samkvæmt
nefndinni eru hermenn sem voru við friðargæslu á svæðinu þegar
um 40.000 svona oddum var skotið ekki veikari en aðrir sem höfðu
ekki verið á svæðinu.
Óveöur viö Galapagos
PUERTO BAQUERIZO MORENO, Equador - Miklir straumar og
vindur töfðu í gær mjög tilraunir til að hreinsa upp olíulekann sem
nú ógnar lífríkinu í kringunt Galapagoseyjarnar rétt við Equador.
Oldugangur var mikill í kringum flakið á skipinu Jessicu sem olían
lekur úr, og hindraði að björgunarmenn gætu athafnað sig þar og
dælt í burtu þeirri litlu olíu sem þar er eftir. Sjómenn af svæðinu,
sem unnið höfðu við það að háfa olíubrákina upp í fötur hættu því í
gær vegna veðursins.
Ehud Barak.
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR
26. dagur ársins, 339 dagar eftir.
Sólris kl. 10.25, sólarlag kl. 16.56.
Þau fæddust 26. jan.
•1781 Achim von Arnim, þýskur þjóð-
sagnasafnari og rithöfundur.
• 1891 Þura 1' Garði skáld.
• 1904 Seán MacBride, t'rskur stjórn-
málamaður sem hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 1974.
• 1918 Nicolae Ceausescu, leiðtogi Rúnt-
eníu frá 1965 þar til honum var varpað
af stóli og tekinn af lífi í byltingu árið
1989.
• 1925 Paui Néwrrián, bandarískur leik-
ari.
• 1927 Eartha Kitt, bandarísk söngkona.
• 1935 Friðrik Ólafsson skákinaður og
skrifstofustjóri.
• 1944 Angela Davis, handarísk haráttu-
kona lyrir réttindum svartra.
• 1945 Barbara Kruger, bandarísk lista-
kona.
• 1958 Anita Baker, bandarísk söngkona.
Þetta gerðist 26. jau.
• 1799 var leikritið Narfi cftir Sigurð Pét-
ursson í fyrsta sinn Ieikið á sviði.
• 1838 samþykkti ríkisþingið í Tennesse
bann við sölu áfengis, fyrst ríkja Banda-
ríkjanna.
• 1905 fannst stærsti demantur heims í
námu í Suður-Afríku, en demanturinn
hlaut nafnið Cullinan og er 3.106 karöt.
• 1907 var Sláturfélag Suðurlands stofn-
að.
•1912 var íþróttasamband Islands stofn-
að.
• 1939 náði Francisco Franco hershöfð-
ingi Barcelona á sitt vald og vann þar
með sigur í spænsku borgarastyrjöld-
inni.
• 1950 var lýðveldið Indland stofnað eftir
langvarandi nýlendustjórn Breta.
Afmælisbam dagsius
Bandaríski hershöfðinginn Douglas
McArthur mun hafa veriö mikil stríðs-
hetja í seinni heimsstyrjöldinni, stýrði
Kyrrahafsflota Bandaríkjanna og hafði
untsjón með hernámi Bandamanna í
Japan að stríðinu loknu. Hann var ein-
nig í forystu handaríska hersins í
Kóreustríðinu. McArthur fæddist í
Little Rock í Arkansas 26. janúar 1880,
en hann lést í Washingtonborg þann 5.
apríl árið 1964.
Vísa dagsius
Blindir dæma hest um lit,
hárur í vindi þegja,
í kálfunum er kóngavit,
kýrnarfrá mörgu segja.
Öfugmælavísa eignuð Bjarna Jónssyni
Borgfirðingaskáldi
Við hlægilega Iygisögu mýkist þjóðfélag-
ið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálar-
innar verður jákvæður.
I lalklor Laxness
Heilabrot
Hver ef það sem fer á fætur á morgnana
til þess eins að elta mann allan liðlangan
daginn?
Lausn á síðustu gátu: I öllunt orðum
kemur einn stafur tvisvar fyrir. Orðunum
er svo raðað í stafrófsröð eftir þvf: tAskA,
fÁmÁII, paBBi, DunDa, iÐnaÐur. Næsta
orð í röðinni yrði því fErlEgt.
■TÍ
Vefur dagsins
Hið íslenska glæpafélag er félag áhuga-
manna um íslenskar glæpasögur. Vefsíður
félagsins eru á www.fa.is/~krist-
inn/krimi/index.html
_ , ____. U* ? ! 'Mj
L