Dagur - 26.01.2001, Page 20
Landslagsmyndir og líkan
Ólafur Jakob Helgason opnar myndllstarsýningu í Gerðubergi
föstudaginn 26. janúar kl. 16.00. Ólafur Jakob er fæddur 1920
á Patreksfirði og stundaði húsasmíðar þar til hann hætti störf-
um 1990 vegna aldurs. Síðustu ár hefur hann smíðað líkön af
gömlum fiskibátum og málað íslenskar landslagsmyndir. Mél-
verkin á sýningunni, sem öll eru máluð með akríllitum, eru frá
ýmsum stöðum á landinu. Einnig getur þar að líta eitt af líkön-
um Ólafs Jakobs af fiskibáti sem faðir hans var á til fjölda ára
sem síðar fórst við Engey. í tilefni opnunarinnar mun Gerðu-
bergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við harm-
óníkuundirleik Benedikts Egilssonar og píanóundirleik Unnar
Eyfells og félagar úr Tónhorninu leika fyrir dansi.
Söngvar frá sjónarhóli barna
Margrét Bóasdóttir, sópran og Miklós Dalmay, píanóleikari
halda tónleika í Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópavogi mánu-
daginn 29. janúar kl. 20.00. Efnisskrá þeirra ber heitið
• „Söngvar frá sjónarhóli barna" og eru það íslenskir og er-
lendir Ijóða-söngvar sem allir fjalla um börn eða eru lagðir
börnum í munn. í þeim er lögð áhersla á hið ríkulega ímynd-
unarafl sem börn hafa og einnig einlægni þeirra og heiðar-
leika. Lagaflokkurinn „Bamaherbergið" er frábært dæmi um
allt þetta, þar sem drengurinn Mischa á sinn ævintýraheim
en barnfóstran
sér um ávítur og
huggun allt eftir
því hvort úlfur eða
hestaferðin verður
of hættuleg. Mar-
grét og Miklós
hafa starfað að
tónlistarmálum á
fjölbreyttum vett-
vangi bæði hér
og erlendis, en
þessir tónleikar
eru þeir fyrstu
sem þau vinna
saman.
Sættir fullkomna sundrung
Pétur Halldórsson
opnar sýningu í Gall-
eríi Sævars Karls
laugardaginn 27,jan-
úar nk. Sex verk eru
á sýningunni, þrjár ol-
íumyndir og þrjú
tákn. Olíumyndirnar
eru gerðar síðustu
fjögur árin, táknin
fimm síðustu árin og
eru verkin öll „í ró-
legu þróunarferli,"
eins og Pétur kemst
að orði. Pétur segir
fullum fetum að þetta
sé hans besta sýn-
ing. „Hún er heild-
stæð vegna þess að
hún sættir fullkomna sundrung sem í henni felst. Sú veröld lita og forma sem ég
dvel í hefur leitt mig á vit pælinga um ævaforna tölfræði og heimsmyndarfræði.
Uppbygging frumforma á sér fleiri hundruð ára þróunarsögu á íslandi. Allt varð
eðlilegt á mínum bæ við að nota táknin mín sem „jarðveg" undir olíuverkin. Jarð-
veg í ýmsum skilningi. í jarðveginum geymist þróunin. Málverkin mín fjalla yfirleitt
um landslag og heita oftast „Landslag" sem efnið undir fótum okkar - jarðvegur-
inn.“
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
Guðný Sverrisdóttir.
Þorrablót og Þengilshöfði
„Þorrablót er það sem hæst ber hjá mér um
helgina,“ segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
á Grenivík. ,JK laugardagskvöld er haldið árlegt
þorrahlót hér í Grýtubakkahrcppi sem verður í
íþróttahúsinu í Grenivík. Venjan hefur verið sú
að þarna mæti um þrjú hundruð gestir og raði í
sig þorramat og á eftir er dansleikur. Af
þorramatnum þá finnast mér harðfiskurinn og
hákarlinn vera það besta og einnig stendur
hangikjötið alltaf fyrir sínu. Þá er á blótinu
veitt Þengilsorðan þeim sem skarað hefur
framúr á sviði menningar og lista í sveitarfélag-
inu á árinu - lagt sítt af mörkum til uppbygg-
ingar samfélagsins. Orðan er nefnd eftir Þeng-
ilshöfða sem er skammt hcr sunnan við kaup-
túnið og hver veit nema ég gangi á höfðann
þegar ég fer í heilsubótargöngu á sunnudag."
Hreinsað undan kálfimuin
„Eg verð heima um helgina, þarf eitthvað að
vera að vinna,“ segir Þórólfur Sveinsson, bóndi
á Feijubakka í Borgarfirði og formaður Lands-
sambands kúabænda. „Eitthvað þarf ég að vera
að stússa úti við eins og að taka inn rúllu og
hreinsa undan kálfunum í fjósinu, en einnig
verð ég eitthvað inni á stússa í pappírum, bæði
Þórólfur Sveinsson. 1 e'g'n bókhaldi og eins störfum fi'rir Lands-
----- samband kúahænda. Reyndar stóð til að vera á
kóræfingu alla hclgina, en af henni verður víst
ekki. Ég syng með Samkór Mýramanna sem
bráðlega heldur uppá tuttugu ára afmæli sitt og
höfum við undanfarið verið að æfa dagskrá fyr-
ir afmælistónleika sem verða haldnir eftir um
einn mánuð."
Skáldanótt og fluguköst
„Það er heilmargt framundan hjá mér um helg-
ina,“ segir Bubbi Morthens, tónlistarmaður.
„Eitthvað ætla ég að gera með krökkunum á
laugardaginn, þó ekkert sé enn ákveðið hvað
það veröi. Einnig þarf ég að setja saman minn
vikulega pistill sem birtist á netmiðlinum
reykjavik.com. Um kvöldið ætluðum við svo í
Borgarleikhúsið að sjá leikritið Skáldanótt sem
þar er á fjölunum, ég veit reyndar ekkert um
það en á gott veit að það sé eftir Hallgrím
Helgason. A sunnudag fer ég, venju samkvæmt
á æfingu, hjá Armönnum í íþróttahúsi KHI þar
sem við æfum fluguköst og hver veit ég nema
hnýti einhveijar flugur um kvöldið."
■ HVAD ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Föstudagsbræðingur
Hins hússins
A tónleikum Föstudagsbræðings sem
haldnir verða í kvöld og hefjast kl.
20.00 koma fram hljómsveitirnar For-
garður Flelvítis, Snafu, Andlát og fleiri.
Tónleikarnir eru haldnir af dording-
ull.eom í samvinnu við Hitt húsið.
SÝNINGAR
I skjóli valds og vegtyllu
Rússnesk kvikmynd frá árinu 1993
veður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg
10, sunnudaginn 28. janúar kl.
15.00. Myndin hefur hlotið nafnið „í
skjóli valds og vegtyllur" á íslensku,
en heitir á frummálinu „Kodéks béz
tsestíja". Myndin gerist í Moskvu og
Zurich í Sviss á síðustu mánuðum Sov-
étríkjanna, þegar upplausnarástand
ríkti þar og margir valdsmenn í stjórn-
sýslu og Flokki notuðu tækifærið til
að hrifsa til sfn eignir þjóðarinnar og
koma þeim undan til útlanda. Var þá
einskis svifist. Leikstjóri er Vsevolod
Shilovský. Aðgangur ókeypis og öllum
heímill.
Shakespeare og siðferðislausung
Leikfélag Kópavogs tekur nú upp
þráðinn frá því fyrir áramót og sýnir
Líku líkt (Measure for measure) cftir
WiIIiam Shakespeare. Leikritið sem
hefur aldrei áður verið fært upp á ís-
lensku leiksviði, er í leikstjórn Þor-
geirs Tryggvasonar. Gamanleikurinn
Líku líkt, gerist meðal vændiskvenna,
böðla og raunar nunna, hertoga og
annarra íbúa Vínarborgar. I borginni
hefur ólifnaður og siðferðislausung
náð að blómstra í skjóli mildra yfir-
valda. sýningar verða: lau. 27/1, fim.
1/2 og sun. 4/2. Ekki eru ráðgerðar
fleiri sýningar. Frekari upplýsingar og
miðapantanir eru í síma 554-1985
eða með því að senda póst á mida-
saIa@kopIeik.is
Múmínsnáðinn og halastjarnan
Nú eru að hefjast að nýju
kvikmyndasýningar fyrir börn í
Norræna húsinu. Sýningarnar verða
einu sinni í mánuði á sunnudögum
kl. 14.00. Fyrsta myndin vcrður sýnd
þann 28.1. og kemur frá Finnlandi.
Þar segir frá Múmínálfunum sem
Tove Janson hefur skrifað svo
skemmtilega um. Myndin er
teiknimynd og hcitir Múmínsnáðinn
og halastjarnan. Sýningin tekur rúma
klukkustund og er ókeypis aðgangur.
Söguþráðurinn er á þessa leið. Það
gerast undarlegir hlutir í Múmíndal.
Múmínálfarnir eru varaðir við því að
eitthvað skelfilegt nálgist utan úr
geimnum. Múmfnsnáðinn, Snabbi og
Mía Iitla ákveða að halda af stað til
að bjarga málunum. Eftir margs
konar erfiðleika komast vinirnir að
Einmanafjalli og fá þar að vita hjá
stjörnufræðingum að halastjarna
komi æðandi í átt að jörðinni. Nú
flýta vinirnir sér aftur heim því að nú
verður að bjarga Múmíndal. En ætli
þeir komist heim í tæka tíð? Á
ferðinni verður ýmislegt til að tefja
og halastjarnan nálgast alltaf meira
og meir ...
Sýningar í Hafnarborg í
Hafnarfirði
Nú standa yfir sýningarnar „VILLT“,
sýning á skúlptúrum og ljósmyndum
eftir Kaisu Koivisto og „LANDIГ,
sýning á Iágmyndum úr gifsi eftir
Sari Maarit Cedergren. Kaisu
Koivisto er frá Finnlandi og list
hennar fjallar gjarnan um samband
manna og húsdýra. Hún hefur sýnt
víða síðustu -sex árin og eru verk
hennar í öllum helstu listasöfnun í
heimalandi hennar. Sari Maarit
Cedergren er fædd í Finnlandi en
hefur búið og starfað hér síðan 1986.
Verk hennar fjalla um landslagið og
fjarvíddina, hvernig birta og skuggar
kalla fram ýmis áhrif og stemmingu.
Hafnarborg er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11- 17 og
sýningarnar standa til mánudagsins
5. febrúar.
Eva - bersögull
sjálfsvarnareinleikur
Þessi einleikur fjallar um Evu, konu
á „besta aldri“. Hún gerir bráðfyndna
úttekt á yngingarmeðulum,
líkamsræktargaldralausnum og
almennt öllum þeim endalausu
hollráðum sem beint er að konum í
fegurðar- og
ungdóinsdýrkunarsamfélagi
nútímans. En allir verða miðaldra.
Einleikari: Guðlaug María Bjarna-
dóttir. Næsta sýning er í Kaffileikhús-
inu laugardaginn 27. janúar, kl.
21:00.
Listasafn Islands
Nú stendur yfir í Listasafni Islands
sýning á verkum þýska málarans Ger-
hards Richters undir heitinu Yfirsýn.
Verk Richters eru ýmist fígúratíf eða
abstrakt en margbreytileiki vinnuað-
ferða hans gerir það að verkum að
ekki er alltaf auðvelt að átta sig á
hvort heldur er. Flest verkin á sýn-
ingu Listasafns Islands eru frá síð-
ustu fjórum árum, en hún er skipu-
lögð af Institut fiir Auslandsbezi-
ehungen í Þýskalandi. Samtímis sýn-
ingu Richters eru til sýnis verk í eigu
safnsins eftir Jón Stefánsson, einn af
frumherjunum íslenskrar myndlistar.
Þriðja sýningin sem nú stendur yfir í
Listasafni Islands er á innsetning-
unni Glerregni, frá 1984 eftir Rúrí.
OG SVO HITT...
Sannar frásagnir
Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga og dós-
ent við hjúkrunarfræðideild Háskóla
Islands, heldur opinn fyrirlestur í há-
tíðasal Háskóla Islands í dag kl.
15.00 sem hún nefnir Sannar frá-
sagnir: Um mótsagnakenndar niður-
stöður rannsókna á líðan kvenna fyrir
blæðingar“. Fyrirlesturinn byggir á
doktorsritgerð Herdísar sem hún
varði við háskólann í UmeA í Svíþjóð
á síðastliðnu ári. Greint verður frá
þremur rannsóknum sem allar fjalla
um breytingar á líðan heilbrigðra ís-
lenskra kvenna fyrir blæðingar. Nið-
urstöður viðtalsrannsóknarinnar voru
þær helstar að þátttakendur nota
hugtakið „fyrirtíðaspenna“ til að lýsa
algengri, eðlilegri og mjög breytilegri
reynslu sem konur takast á við með
notkun meðferðarúrræða sem al-
mennt eru notuð í nútíma samfélagi
til að takast á við lífið. Alyktað er að
þátttakendur hafi tekið upp læknis-
fræðilega skilgreint hugtak, fyrirtíða-
spennu, og aðlagað að því sem þær
telja eðlilegt fyrirbæri hjá konum.
Þátttakcndur greindu frá því að þeir
upplifi almenna umræðu, aðallega í
fjölmiðlum og hjá karlmönnum, um
fvrirtíðaspennu mjög neikvætt og al-
mennt á þá vegu að verið sé að snúa
eðlilegri reynslu kvenna gegn þeim.
Frekari úrvinnsla viðtalanna bendir
þó til þess að konur taki þátt í að við-
halda þessari neikvæðu umræðu. 1
fyrirlestrinum verður leitast við að
skýra mismunandi niðurstöður rann-
sóknanna þriggja.
Tækifæri og takmarkanir
Gvða Björnsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur MS og doktorsnemi við University
of Wiswonsin-Madison flytur fyrir-
lestur mánudaginn 29. janúar 2001 í
Eirbergi, Eiríksgötu 34. Fyrirlestur-
inn nefnist Notkun upplýsingatækni í
hjúkrunarmeðferð: Tækifæri og tak-
markanir. Málstofan mun fjalla um
innreið upplýsingatækni í heilbrigðis-
þjónustu og að hverju þarf að hyggja
þegar hjúkrunarfræðingar nota þessa
nýju tækni í þágu skjóstæðinga hjúkr-
unar. Fyrirlesturinn byggir á rann-
sókn um fræðslu og stuðning um
Internetið til einstaklinga sem gcng-
ist hafa undir kransæðaaðgerð.
Fimmtánda Rask-ráðstefna
Islenska málfræðifélagsins
Laugardaginn 27. janúar verður
fimmtánda Rask-ráðstefna íslenska
málfræðifélagsins haldin í fundarsal
Þjóðarbókhlöðunnar. Ráðstefnan
hefst klukkan 11:00 og flytja sex
fræðimenn fyrirlestra. Þeir eru: Jón
G. Friðjónsson: Þýðing Biblíunnar,
Magnús Snædal: Gotneska lýsingar-