Dagur - 17.02.2001, Page 2

Dagur - 17.02.2001, Page 2
2 LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2001 D&^twr Haukur Holm. Garðar Gíslason. Jón Ólafsson. HELGARPOTTURINN Vaskur hópur frá fréttastofu Stöðvar 2 var á Akureyri um sl. helgi, ekki í fréttaleit heldur til skemmta sér og sýna sig og sjá aðra. í brekk- um Hlíðarfjalls sást Haukur Hólm renna sér á skíðum og um kvöldið sást hann einnig á skemmtistöðum bæjarins, rétt eins og Bryn- hildur Ólafsdóttir, Snorri Már Skúla- son, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Thelma Tómasson - svo nokkur úr Akureyrardeildinni á Lyngháls- inum séu nefnd. Enn eru á sveimi meðal helgarpottverja sögu- skýringar um hin sérkennilegu bréfaskipti Hæstaréttar og Alþingis á dögunum. Sagan sem nú er í gangi er sú að upphaflega hafi Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, haft samband við Garðar Gísla- on, forseta Hæstaréttar, og óskaði eftir að koma bréfi til réttarins vegna dóms í öryrkjamál- inu. Garðar og Ólafur eru æskuvinir og ekki skemmdi það fyrir því Garðar sagði Ólafi að for- sætisráðuneytið gæti ekki sent slíkt bréf, það yrði að koma beint frá Alþingi. Við það fóru skilaboðin til Alþingis og Halldór Blöndal sendi bréfið. Hæstréttur beið eftir bréfinu, og einmitt þess vegna komu skjótu svörin... Hið endurnýjaða tímarit SKÝ er nú komið á almennan markað eftir að hafa þjónað hlut- verki sem skemmtiefni í innanlandsvélum Flugfélags íslands undanfarin ár. Stærsta boraban er greinilega „einlægt og opinskátt" viótal við Jón Ólafsson ( heimsborgara- klúbbi hans í London og á milljónaheimili hans í sama bæ. Það hús átti kollega Jóns í poppinu til margra ára, söngkonan Crissie Hynde úr hinni frægu hljómsveit Pretenders, svo þar er varla í kot vísað. Jón upplýsir í við- talinu að hann eigi líka helgardvalarstað svona þegar hann vill bregóa sér frá: þakhýsi á frönsku Rivierunni, en þangað skellir hann sér í orlof að minnsta kosti mánaðarlega. Á sunnudag verður bein útsending (Sjónvarp- inu úr Ráðhúsinu og almennur umræðufundur um flugvallarmálið sem brátt verður borið und- ir atkvæði. Þar tala fulltrúar helstu baráttu- samtaka, þeirra á meðal stór-stjórnarformað- urinn og fv. forseti Flugmálafélags íslands Friðrik Pálsson með og á móti félagi hans úr stórviðskiptum, Bolli Kristinsson úr Sautján. Báðir eru kanónur úr Sjálfstæðisflokknum og hafa menn þetta til marks um hve þverpólitískt málið er. Frá Akureyri kemur bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson til að tala máli landsbyggðar, en máli endur- skipulagningar í Vatnsmýri talar Trausti Valsson. Sá gamalreyndi um- ræðuþátta og þjóðfundastjórnandi Stefán Jón Hafstein stýrir um- ræðum og með honum fyrrum dagskrárgerðarkona og nýbakaður rit- stjóri Tímarits Máls og menningar; Brynhildur Þórarinsdóttir. Samfylkingarfólk hefur síðustu vikunar verið með alveg í mínus eftir svakalega útreið í skoðanakönnun DV í janúarlok þegar fylgi flokksins fór niður í úr 27% niður 16,5%. Össur Skarphéðinsson var vitaskuld af- skaplega ókátur með þessar tölur og sagði þær vera afleiðingu þess að hann greip ekki um Ingibjörgu Pálmadóttur þegar hún féll í yfirlið í frægu sjónvarpsviðtali. Enda þótt staða Samfylkingar hafi skánað skv. skoð- anakönnunum eftir þetta benda menn í helg- arpottinum nú hins vegar á að um líkt leyti og hin afleita DV-könnun kom hafi verið heyrinkunnugt gert að Sighvatur Björgvinsson væri á útleið af þingi til annarra starfa. Þvi hafi fylgis- hrunið mikla fyrst og síöast verið persónufylgi Sighvats, sem hafi verið stórum meira en nokkur gerði sér í hugarlund að raunin væri. Snæfellingurinn Sturla Böðvarsson ráð- herra tók f gær við viðkenningu frá borgar- stjóra Albufeira í Algarve-héraói í Portúgal fyr- ir hönd þeirra tugþúsunda íslendinga sem hafa sótt í portúgalska sól frá þvi reglulegt flug héðan og þangað út hófst fyrir réttum áratug. íslendingar hafa í Portúgalsferðum, rétt eins og öðru, slegið hlutfallslegt heimsmet og á portúgalskri stönd spóka íslenskir herramenn sig „á sundskýlu og ermalausum bol," eins og segir í lagi Halla og Ladda. En nú búast Portú- galir til gagnsóknar og í gær kom fram að ferðaskrifstofur ytra væru að selja skipulagðar ferðir fyrir portúgalska ferðamenn til íslands. Bolli Kristinsson. Sighvatur Björgvinsson. Sturla Böðvarsson. Hér vinna hermenn vió smíði bragga á Valhúsahæð á Sel- tjarnarnesi K R LvB ILWi Bragqahverfi Oírmnmm IIIC# 111H Alabaster, Pershing, Meeks, Hickam og Harley street. Allt voru þetta nöfn á braggahverfum hér á landi á stríðsárunum. Á fræðslufundi Nafnfræðifélagsins sem haldinn verður í Odda kl. 14:00 í dag stiklar Sævar Jóhannesson lögreglufulltrúi á stóru um uppruna þessara nafna og annarra sem tengjast þessum tímum. Hér gefur hann okkur nasasjón af nafnafræðinni. Munur á nafngiftum Breta og Bandaríkjamanna „í Iok desember 1942 er talið að kampanöfnin hafi verið um 300 á landinu öllu.“ segir Sævar og held- ur áfram: „Kampur þýðir vistar- vera eða virki og það þurfti ekki ncma einn hragga til að það kall- aðist kampur en orðið var líka not- að yfir braggahverfi sem voru mis- munandi stór. Til dæmis voru á þriðja hundrað hermannaskála í Seyðisfirði. Hér í Reykjavík voru um 80 kampar, frá Elliðaánum út að mörkum Seltjarnarness. Nöfnin voru hins vegar mun lleiri en 80 þvf sumir skiptu um nöfn oftar en einu sinni. Sem dæmi má nefna að inn við Elliðaár var yfirstjórn hersins til húsa í kampi sem hét upphaflega Kamp Ártún. Það var ekki óalgengt að Bretar skírðu kanipa íslenskum nöfnum, ef þau fóru vel í munni. Þegar yfirstjórn- in (luttist þangað var hann skírður upp og kallaður Kamp Alabaster. Það orð þýðir mjólkursteinn á ís- Iensku en alabaster var leyninafn- ið á þeirri hernaðaraðgerð Breta að taka Island. Ég ímynda mér að hvítur mjólkursteinninn hafi verið tákn hins hvíta íss. Þegar Bandaríkjamenn tóku yfir þá fluttu þeir inn í Kamp Alabaster og skírðu hann Kamp Pershing. Það var svolítill munur á nafngiftum Breta og Bandaríkjamanna. Bretar sóttu nöfnin í bæjarnöfn í heima- héruðum en Bandaríkjamenn köll- uðu sfna kampa eftir sögulegum stöðum sem tengdir voru orrustum, frægum hershöfðingjum eða látn- um hermönnum sem farist höfðu í slysum. Kamp Pershing var til dæmis skírður eftir John Pershing sem var yfirhershöfðingi bandaríska hersins í Frakklandi. Herfangelsi og herskóli Þrír kampar voru inn við Suður- landsbraut. Einn þeirra hét Kamp Caledonia. Það er rómanskt nafn á Norður-Bretlandi. Hann stóð á móts við Múla, beint upp af Laugardals- höllinni. Islendingar kölluðu hann Múlakamp. Þar var herfangelsi sem meðal annars geymdi um tíma þýska stríðsfanga, aðallega flugmenn af niðurskotnum llugvélum og einu sinni dvöldu þar samtímis 444 skip- reka sjómenn af fimm þjóðernum og 14 skipum sem var sökkt suðvestur af Islandi. Fyrir austan Kamp Caledonia Her- skólakampurinn. Þar var einn fyrsti skólinn í heiminum sem kenndi vetrarhernað. Skammt frá var svo Kamp Harley Street, ncfndur eftir hinni frægu læknagötu í London. Þar voru hjúkrunarbúðir. Beinagrindarhæðarbúðir Uppi í Artúnsbrekku var einn kampur sem hét Kamp Hickam. Nafnið má rekja til bandarísks herllugmanns sem hét Hóras M Hickam og fórst í flug- slysi árið 1934 og þar sem Keflavíkur- flugvöllur er nú var kampur sem hét Kamp Meeks, skírður eftir bandarísk- um orustuflugmanni sem fórst eftir flugtak á Reykjavíkurfiugvelli. Þar sem Hamraborgin er í Kópa- voginum stóð einn kampur sem kall- aður var Skeleton Hill Camp eða „Beinagrindarhæðarbúðir". Ég veit ekld til að fundist hafi nein beina- grind þar en hins vegar er líklegt að hermennirnir hafi heýrt af dysjunum sem fundust niður við Kópavogslæk- inn. Veg sem lá eftir hæðinni kölluðu þeir Skeleton HiII Road. Hann heitir Digranesvegur í dag.“ GUN. MAÐUR VIKUNNAR FER TIL HOLLYWOOD ! Maður vikunnar er á leiðinni til Hollywood á Ósk- arsverðlaunahátíðina miklu sem haldin verður í næsta mánuði. Að sjálfsögðu er það Björk Guð- mundsdóttir sem keppir nú um hina eftirsóttu gyll- tu Óskarsstyttu við Bob Dylan og fleiri stórstirni í poppheiminum. Hún var tilnefnd fyrir besta lag í kvikmynd, og textahöfundarnir um leið, og mun sjálf flytja það á hátíðinni sem er sjónvarpað um víða veröld. Björk, sem er tvímælalaust frægust ís- lendinga fýrr og síðar, mun því enn auka hróður sinn, og þjóðarinnar í leiðinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.