Dagur - 17.02.2001, Page 6
„Ég held að fólk sé orðið þreytt á ríkisstjórninni og titbúið að sjá eitthvað nýtt. Eins og ég sagði áðan þá hefur fylgið verið að síga hægt og bítandi siðasta árið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks/ns komast vart á blað
lengur i vinsætdakönnunum stjómmálamanna, sem hlýtur að vera þeim áhyggjuefni." myndir: e. úl
í takt við nýja tíma
Bryndís
Hlöðvers-
dóttir var
nýlega kos-
in þing-
flokksfor-
maður Sam-
fylkingarinnar. í viðtali
ræðir hún meðal ann-
ars um framtíð Sam-
fylkingarinnar og
helstu áherslumál,
stöðu vinstri grænna
og störf ríkisstjórnar-
innar.
- Er eklii erfitt fyrir unga konu
uð taku cu) sér embætti eins og
formennsku í þingflokki þar
sem eru margir karlmenn seni
telja sennilega að þeir séu
miklu frambærilegri í embætti
af þessu tagiF
„Nei, |iað var ekki erfitt,
einkum í Ijósi þess breiða
stuðnings sem ég fékk í kjör-
inu, bæði hjá körlum og konum
í þingflokknum. Konur eru auk
þess í meirihluta í þingflokkn-
um og ég geri ráð fyrir að þær
hafi ekki síður talið sig fram-
bærilegar í starfið en karlarnir.
Ég hugsaði þetta nú ekki mikiö
út frá kynferðinu, en í ljósi
þess að karlmaður sinnir nú
formennsku í flokknum er
kannski ckki óeðlilegt að kona
verði fyrir valinu sem formaður
þingflokks. Við höfum haft það
sem yfirlýst markmið að gæta
jafnræðis á milli kvenna og
karla í hvívetna, þannig að það
má segja að þessi niðurstaða sé
í anda þess.“
- Nú hefur gengið á ýmsit hjá
Samfylkingunni. Steingrímur
stofnaði VG og Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur farið hamförum
gegn ykkur. Heldurðu virkilega
að það lakist að mynda stóran
og breiðan jafnaðarmanna-
Jlókk?
„Stóri jafnaðarmannaflokkur-
inn er til. Samfylkingin á 17
manna þingflokk og ef þú skoð-
ar stærðir þingflokka síðustu
tveggja áratuga eða svo á AI-
þingi þá eru þeir allir minni, ef
frá er talinn þingilokkur Sjálf-
stæðisflokksins. Ef þú skoðar
næstu 20 ár þar á undan þá
gerist það aðeins í þremur
kosningum að til verða stærri
þingflokkar en okkar og það var
hjá Framsókn þeirra tíma, allt
á árunum fyrir 1980. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur á þessu
tímahili verið með á bilinu frá
18 og upp í 26 þíngmenn.
Vinstri grænir eru með 6 þing-
menn. Samfylkingin er stór
stjórnarandstöðuflokkur og ég
er sannfærð um að hún á alla
möguleika á að vera enn stærri,
eins og margir hafa væntingar
til. Það að Steingrímur stofn-
aði VG er enginn dauðadómur
yfir okkur, enda eru þeir ekki
okkar höfuðandstæðingur í
pólitík. Það virðist hafa verið
pólitísk þörf fyrir slíkan flokk
og því er ekkert að því að hann
varð til.
„Þessa stundina erum
við að horfa upp á að
Samfylkingin og vinstri
grænir eru að fá 45 pró-
sent í skoðanakönnun-
um og í sjálfu sér er
mjög ánægjulegt að það
sé svo mikið fylgi við
vinstri sjónarmið og fé-
lagsleg sjónarmið að
hér sé jafnvel möguleiki
á að mynda tveggja
flokka félagshyggju rík-
isstjórn
Hvað fylgiö varðar eru það jú
atkvæðin upp úr kjörkössunum
sem tclja. Við þekkjum mörg
dæmi þess úr sögunni að flokk-
ar fara í hæstu hæðir í skoð-
anakönnunum og pompa svo
niður í kosningum, og vice
versa. Alþýðuflokkurinn var til
dæmis með 30% fylgi í skoð-
anakönnunum árið 1987 en
fékk rúm 1 5% í kosningum það
ár. Kvennalistinn fór einhverju
sinni upp í 30% fylgi en fór
hæst í 10% í kosningum. Borg-
araflokkurinn er enn eitt dæmi
um þetta og ég gæti nefnt
fleiri. Svo vil ég minna á að
Samfylkingin hefur á síðustu
mánuðum verið að fara hægt
og sígandi upp á við í skoðana-
kiinnunum ef frá er talin ein
könnun DV, sem hefur sýnt sig
að vera úr fullkomnum takti
við tvær aðrar og viðameiri
kannanir sem voru gerðar á
sama tíma. Þannig að ég vil
ekki meina að það sé að síga á
ógæfuhliðina hjá okkur núna.
Það tók okkur tíma að kom-
ast á flug en frá og meö
haustinu hefur Samfylkingin
verið á góðu róli. Það hefur
verið kraftur í okkur, málefna-
starf innan flokksins er með
miklum blóma, við erum á kafi
í umræðu um lýðræðið og höf-
um haldið tvö öflug málþing
um það og það þriðja verður
haldið von bráðar. Kvenna-
breyfing verður stofnuð á
næstunni og kvennaþing haldið
\ lok mars og mikil umræða er í
gangi um málefni nýbúa. Þá er
vinna í gangi vegna Evrópumál-
anna sem mun skila sér með
ráðstefnu þar um á næstu vik-
um og ýmislegt fleira er í bí-
gerð. Eins og þú heyrir er ég
bara ánægð með gengi Sam-
fylkingarinnar þótt við stefnum
að sjálfsögðu á að gera enn
betur."
Vinstri grænir
undarleg blanda
- Finnst þér vinstri grænir vera
límaskekkja?
„Að mörgu leyti eru þeir
tímaskekkja, en fyrst og fremst
kannski undarleg blanda. Mér
finnst þcir til dæmis ekki hafa
gert það upp við sig hversu
grænir þeir ætla að vera en það
kernur fram í ýmsu hjá þeim.
Sem dæmi má nefna að meðan
Græningjaflokkar i Evrópu eru
að mótmæla hvalveiðum víða
um heim vill formaður vinstri
grænna hefja hvalveiðar! Hvað
tímaskekkjuna varðar þá er ég
þeirrar skoðunar að stefna
þeirra í alþjóðamálum og af-
staðan til markaðarins sé arf-
leifð síðustu aldar sem eigi
ekki við í nútímanum. Þeir
standa fyrir einangrunarhyggju
í alþjóðamálum og eru mjög
tregir til að hverfa frá ríkis-
rekstri, jafnvel í þeim tilvikum
sem ríkið er í samkeppnis-
rekstri. Ríkið á ekki að standa í
rekstri á slíkum sviðum, heldur
að einbeita sér að grunnþjón-
ustu vegna velferðarkerfisins,
þjónustu sem er ekki í sam-
keppnisrekstri. Vinstri grænir
virðast hins vegar njóta ein-
hvers friðhelgis hjá Sjálfstæðis-