Dagur - 17.02.2001, Page 7
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 -7
flokknum á meðan Samfylking-
in hefur verið skotmark Sjálf-
stæðisflokksins frá upphafi.
Sjálfstæðismenn hafa mjög
skipulega ráðist á málflutning
Samfylkingar á meðan þeir
hafa oft og tíðum hlíft vinstri
grænum. En við kvörtum ekki
undan sh'kum árásum og í mín-
um huga stafar hann af því að
þeir líta á okkur sem ógnun við
sig, en eru rólegri vegna tilvist-
ar vinstri grænna. Það er engin
önnur skýring á þessu að mínu
mati.“
- Var einhver efi í þínum
hnga hvert þú ættir að fara þeg-
ar þií þurftir að gera það upp
við þig hvorl þú ættir að fylgja
Alþýðuhandalaginu inn í Sam-
fylkinguna eða fj'lgja Steingrími
P
„Nei, aldrei og ég efaðist
aldrei um gildi og nauðsyn þess
að stofna Samfylkinguna og ég
er fullviss um að það v'ar rétt
að gera. Alþýðubandalag og Al-
þýðuflokkur voru orðnir mjög
þjakaðir af bardögum sem þeir
háðu sín á milli á tímum kalda
stríðsins og áttu mjög erfitt
með að taka þátt í þeirri um-
ræðu um stjórnmál sem nútím-
inn krafðist. Flokkarnir voru
fastir í kaldastríðs gír, eins og
Sjálfstæðisflokkurinn er nú oft
og tíðum, lil dæmis í utanríkis-
málum. Margir í Alþýðubanda-
laginu og Alþýðuflokknum v'oru
mjög samstiga hinum flokknum
í flestum málum nema þá
kannski utanríkismálum eða
verkalýðsmálum, en það var al-
veg fráleitt að skipta fólki í sér-
staka flokka á grundvclli þess-
ara sjónarmiða sem voru meira
og minna orðin úrelt vegna
breyttrar heimsmyndar.
Sú uppstokkun sem varð og
leiddi til stofnunar Samfylking-
ar var mjög nauðsynleg, jafnvel
þótt hún liafi kostað það að
hluti þeirra sem voru í Alþýðu-
handalaginu fundu sér annan
vettvang. Það er bara ekkert við
því að gera ef það fólk finnur
sig betur hjá vinstri grænum.
Það kom aldrei til greina af
minni hálfu að fara inn í sam-
starf með vinstri grænum af
þeim ástæðum að þeirra mál-
flutningur á ekki við mig og
mínar pólitísku skoðanir, eins
og cg rakli hér áðan."
- Enfinnst þér aldrei að þetta
sé dálítil synd, því samkvæmt
skoðanakönnunum væri jafnað-
armannaflokkur sem rútnaði
hæði vinstri græna og Samfylk-
ingu með 40-4 5 prósent at-
kvæða og stærri en Sjálfstæðis-
flokkurinn?
„Það er nú spurning um það
hvernig maður kýs að horfa á
hlutina. En ef við hefðum haft
VC með okkur, þá er ekkert
víst að Samfylkingin væri sá
flokkur sem hún er í dag. Mjög
líklega hefði það haft áhrif á
allt ferlið og allt eins víst að við
hefðum ekki verið stærri en við
erum. Það er ekki hægt að
reikna svona saman fylgi gömlu
flokkanna, því á bak við stjórn-
málahreyfingar er fólk og það
er þeirra endanlega að gera
upp við sig hvernig atkvæðun-
um er varið. Að mörgu leyti er
það kannski heilbrigðara fyrir
stjórnmálalífið að hafa hér
einn flokk lengst til vinstri. Það
er ákveðinn hópur kjósenda
sem telur sig eiga samleið með
slíkum flokki, en ég sé ekki fyr-
ir mér að slíkur flokkur muni
njóta meira fylgis í framtíðinni
en 10 lil 15 prósent, en það
kemur hara í ljós í næstu kosn-
ingum.
Þessa stundina erum við að
horfa upp á að Samfylkingin og
Vinstri grænir eru að fá 45 pró-
sent í skoðanakönnunum og í
sjálfu sér er mjög ánægjulegt
að það sé svo mikið fylgi við
vinstri sjónarmið og félagsleg
sjónarmið að hér sé jafnvel
möguleika á að mynda tveggja
flokka félagshyggju rfkisstjórn.
Þetta eru líka ákveðin skilaboð
líka frá kjósendum og mjög al-
varleg staða fyrir ríkisstjórnina,
sem hefur hægt og sígandi ver-
ið að tapa fylgi á síðasta árinu.
Það er hún sem ætti að hafa
áhyggjur, við getum vel við
unað.“
Misnotkun valdsins
- Hvaða áherslubreytingar viltu
sjá í málflutningi Samfylking-
ar?
„Eg hef verið nokkuð ánægð
með áherslur Samfylkingarinn-
ar frá því hún varð formlega að
stjórnmálaflokki, og mér finnst
þær hafa verið að skýrast mjög
mikið. Það eru þó nokkur mál
sem við þurfum að taka fastari
tökum og formaður flokksins
hefur þegar undirbúið slíka
vinnu. Fyrst vil ég þar nefna
afstöðuna til Evrópusambands-
ins. Við erum með hóp manna í
vinnu við að undirbúa ráð-
stefnu um þau mál, þar sem
verða lagðar fram hugmyndir
þess hóps um samningsmark-
mið okkar ef til aðildar að ESB
kæmi og um stöðumatið í
hvcrjum málaflokki. Þessi
vinna verður síðan rædd og
metin á vettvangi flokksins.
Þetta er brýnt fyrir okkur að
gera, því ég cr sannfærð um að
EESsamningurinn mun ekki
duga okkur að neinu viti mikið
lengur og ábyrgur stjórnmála-
Hokkur verður að taka afstöðu
til þess hvað eigi að gera ef til
þess kemur. Það dugir ekki að
fara leið VG og Sjálfstæðis-
flokksins og loka augunum fyr-
ir þeirri þróun sem er að eiga
sér stað.
Svo Iangar mig til að nefna
einn málaflokk sem ég ber
mjög fyrir brjósti. I vetur hefur
Samfylkingin verið að vinna að
stefnumótun í lýðræðismálum
og ég hef Ieitt þá vinnu. Þetta
er málaflokkur sem stjórnmála-
Hokkarnir hafa sinnt mjög lítið
og þar vil ég sjá Samfylkinguna
taka mjög myndarlega á, og ég
held að það sé líka vilji fram-
kvæmdastjórnar og forystu
flokksins, sem fól mér að vinna
þessa vinnu. Undir þennan
„Þegar menn hafa haft
mikil völd mjög lengi er
hætt við að þeir fari að
misnota þau. Við höfum
dæmi um Kohl sem var
sterkur leiðtogi og við
völd mjög lengi og setti
svo sterkt mark á sitt
þjóðfélag að menn ótt-
ast mjög að lýðræðinu í
Þýskalandi stafaði
hætta af. Hans menn
voru alls staðar og voru
vaktmenn kerfisins. Ég
held að við þurfum að
vera vakandi fýrir þess-
ari hættu hér á landi
málaflokk falla gríðarlega mörg
svið, allt sem snýr að þrískipt-
ingu ríkisvaldsins, bættri
stjórnsýslu og bættri meðferð
valdsins. Abyrgð valdhafa þarf
að vera meiri, þannig að menn
sæti ábyrgð ef þeir fara illa
með vald sitt. I flestum lýðræð-
isríkjum tíðkast að ráöherrar
segi af sér misstigi þeir sig illa í
einkalífi og eins þegar þeir gera
þau mistök í starfi að eðlilegt
þykir að þeir sæti ábyrgð fyrir.
A íslandi hefur þessu verið
öðruvísi farið og lögin um ráð-
herraábyrgð hafa verið óvirk og
kerfið alltof stíft til að hægt sé
að bregðast við. Þetta er mála-
flokkur sem Vilmundur heitinn
Gylfason hélt vel utan um, og
Gylfi Þ. Gíslason skrifaði
reyndar um þessi mál þegar
árið 1945 og var langt á undan
sinni samtíð. Stefnumótun í
lýðræðismálum held ég að sé
stórt verkefni sem Samfylking-
in hefur þegar lagt mikla vinnu
- Nú dalar fylgi við ríkis-
stjórnina samkvæmt skoðana-
könnunum. Það mætti ætla að
þetla sé tímabundið fall vegtia
öryrkjamálsins, eða hvað? Held-
urðu að fólk sé kannski orðið
þreytt á þessari ríkisstjórn?
„Ég held að fólk sé orðið
þreytt á ríkisstjórninni og tilbú-
ið að sjá eitthvað nýtt. Eins og
ég sagði áðan þá hefur fylgið
verið að síga hægt og bítandi
síðasta árið og ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins komast vart á
blað lengur í vinsældakönnun-
um stjórnmálamanna, sem
hlýtur að vera þeim áhyggju-
efni. Það eru líka augljósir
brestir í stjórnarsamstarfinu og
má benda á til dæmis skóla-
málið í Hafnarfirði þar sem
framsóknarmenn á þingi tóku
afstöðu gegn stefnu Sjálfstæð-
isflokksins og fleiri mál mætti
nefna. Eg held auk þess að ör-
yrkjamálið hafi haft miklu
dýpri afleiðingar en hafa komið
í Ijós nú. Maður skynjar það
mjög þegar maður talar við fólk
aö það mál allt hefur vakið upp
spurningar sem við Islendingar
höfum ekki verið að velta okk-
ur svo mikið upp úr. Ég er
þeirrar skoðunar að það sé
mjög óhollt fyrir samfélagið að
hafa stóran stjórnmálaflokk
eins og Sjálfstæðisflokkinn við
völd jafnlengi og raun er á.
Eangur valdatími Sjálfstæðis-
flokksins hefur mótað samfé-
lagið og þetta má skynja mjög
víða. Við getum nefnt sem
dæmi umræðuna um Hæsta-
rétt. í Degi var nýlega úttekt á
stöðu Hæstaréttar þar sem
bent var á að mikill meirihluti
Hæstaréttar er skipaður af ráð-
herrum Sjálfstæðisflokksins.
Þetta þarf ekki endilega að
benda til misnotkunar á valdi,
en útilokar hana svo sannar-
lega ekki heldur og býður upp
á tortryggni. Þegar menn hafa
haft mikil völd mjög lengi er
hætt við að þeir fari að misnota
þau. Við höfum dæmi um Kohl
sem var sterkur leiðtogi og við
völd mjög lengi og setti svo
sterkt mark sitt á þjóðfélag að
menn óttast mjög að lýðræðinu
í Þýskalandi stafaði hætta af.
Hans menn voru alls staðar og
voru vaktmenn kerfisins. Ég
held að við þurfum að vera
vakandi fyrir þessari hættu hér
á landi.“
Flokkur í mótun
- Maður finnur óneitanlega
stundum iil vorkunnsemi með
Framsóknarflokknum í þessu
stjórnarsamstarfi. Þú ert
kannski miskunnarlausari og
fitinur ekki til samúðar með
þeim?
„Eg hef samúð með Fram-
sóknarflokknum að því leyti að
hann stendur frammi fyrir
sömu örlögum og margir sam-
starfsflokkar Sjálfstæðisflokkn-
um gegnum tíðina. Við höfum
mörg dæmi þess úr sögunni að
minni flokkum hafi blætt í
samstarfi við Sjálfstæðisflokk-
inn og nóg er að benda á ríkis-
stjórnina sem Alþýðuflokkurinn
sat í síðast með Sjálfstæðis-
flokknum. Framsóknarflokkur-
inn verður hins vegar að gera
það upp við sig á hvorn póli-
tíska ásinn hann ætlar að halla
sér og síðan breyta eftir því.
Það er ekkert annað fyrir hann
að gera.“
- Hver er helsti styrkur Sam-
f)lkingarinnar?
„Fyrir utan að vera nútíma-
legur jafnaðarmannaflokkur,
scm er með mörg góð stefnu-
mál á dagskrá, þá á Samfylk-
ingin öflugt fólk í sínum röð-
um, sem hefur sýnt að það get-
ur beitt sér fyrir málstaðnum.
Samfylkingin er ungur flokk-
ur í mótun. Ég Iít á það sem
styrk að leggja af stað með
ákveðna hefð og ákveðna fortíð
sem við berum virðingu fyrir og
eigum rætur í, en vera að öðru
leyti með autt borð og geta
þannig mótað stefnu okkar upp
á nýtt. Við erum nýtt afl sem
vinnur í takt við nýja tíma. Það
er styrkur okkar."
„Ég lít á það sem styrk að leggja afstað með ákveðna hefð og ákveðna fortíð sem við berum virðingu fyrir og eigum rætur i, en vera að öðru leyti með autt borð og
geta þannig mótað stefnu okkar upp á nýtt.“