Dagur - 03.03.2001, Page 2

Dagur - 03.03.2001, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 X^twr HELGARPOTTURINN Lesendur Vísis.is ráku upp stór augu í vik- unni þegar þeir sáu tilkynningu um atburð sem er næsta sérkennilegt innlegg í að- dragana flokksþings Framsóknarflokksins. Tilkynningin var eftirfarandi. „Kristinn H. Gunnarsson heldur gítartónleika miðviku- dagskvöldið 28. febrúar kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar langt tímabil f tónlistarsögunni." Það er því greinilegt að menn innan framsóknar ætla ýmsum meðölum að beita til að tryggja sér brautargengi í flokkstarfinu - og jafn- framt sanna að fleiri framsóknarmenn en ísólfur Gylfi geta spilað á gítar. Nema þá að Kiddi sleggja eigi sér alnafna! Þáttur sá sem Helga Braga Jónsdóttir leikkona hefur annast á Stöó 2 á miðviku- dagskvöldum þar sem fjallað hefur verið um mannleg málefni hefur nú verið blásinn af. Undirtektir voru ekki sem skyldi og jafnframt þótti sjónvarpsáhorfendum annað betra bjóð- ast á öðrum bæjum, þannig að áhorf var ekki svo sem menn væntu. Skjár einn setti á þátt- inn Fólk með Sigríði Arnardóttur sem gert hefur góða lukku og dregið marga að skjánum - í tvíeinni merkingu þess orðs. Rás 1 byrjar í næstu viku útsendingar á þáttum þar sem fjallað verður völundarhús viðskiptanna og helstu hugtök sem ríkja þar innandyra, en þættirnir bera yfirskrifina „Er markaðsfrelsið allt og sumt?“. Sþurningar sem varpað verður upp eru meðal annars um markaðsvaldið, fákeppni, framþróun, framleiðni og stjórnvisku. Jón Ásgeir Sig- urðsson annast gerð þessara þátta en auk þáttagerðar hjá Útvarpinu hefur hann að undanförnu lagt stund á MBA - nám í stjórnunarfræðum við Háskóla íslands og ætti því að þekkja viðfangsefnið vel. Kristinn H. Gunnarsson. \ Efstaleiti er einnig kominn til starfa Krist- ján Sigurjónsson, sem um árabil starfaði hjá Rfkisútvarpinu á Akureyri, eftir að hafa starfað um hríð hjá JPV-forlagi. Á miðviku- dag í næstu viku fer á Rás 1 í loftið fyrsti þátturinn af sjö sem ber yfirskriftina Sjö dag- ar sælir þar sem fjallað verður um sögu viku- daganna. Ávormánuðum verður Kristján síð- an með þætti sem fjalla um lítil málsamfélög, meðal annars í nágrannalöndum okkar. Tveir bankastjórar Búnaðarbankans eru að láta af störfum þesssa dagana, þeir Stefán Pálsson og Jón Adolf Guðjónsson. Sá síðarnefndi sagðist í viðtölum hætta sáttur og gerði uppskátt að sín biði að skrifa sögu bankans. Sagnaritun bankans fer raunar að verða sérkennilegt eilífðarverkefni og margir eru kallaðir til því fyrir tæpum áratug hafði Indriði G. Þorsteinsson þennan starfa og skrifaði sögu bankans sem aldrei hefur kom- ið út. Tók Indriði - þegar hann byrjaði að grúska í bankasögunni - raunar við handriti að bankasögunni frá gamalreyndum starfs- manni sem ríslaði sér við þetta í ellinni. Aðalfundur STEFS var haldinn á dögunum og bar þar margt á góma. Mönnum svall móður og hver talaði upp í annan þannig að Herbert Guðmundssyni söngvara og farand- sala þótti nóg um og sagði; „Geti þið ekki talað einir í einu." - Til tíðinda dró svo að fundi loknum þegar Gaflararnir Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson voru á heimleið og húkkuðu sér far. Þeim fyrrnefnda þótti sem svo að bílstjórinn veitti sér helst til of litla athygli og sþurði því „Veistu ekki hver ég var“ - og var þar væntanlega að vísa til popp- stjörnunnar með sfða hárið og brotnu tönnina sem endur fyrir löngu söng Þótt líði ár og öld. í helgarpottinum er saga af því sögð að starfsmaður hjá Dagvistun barna f Reykjavík hafi fengið símhringingu frá konu sem spurði eftir því hvort ekki væri að styttast í að röðin kæmi aó hennar barni í hin- um langa biðlista eftir leikskólaplássi. Konan nánast hvíslaði erindi sitt í símann þannig að borgarstarfsmaðurinn sem var á hinum enda lín- unnar bað konuna um að tala aðeins hærra. Áfram hvíslaði konan og aftur var borin fram sama bón. Að tala hærra. „Ég get það illa,“ sagði konan „þú verður að fyrirgefa, ég er nefnilega við jarðarför." Biörgvin Haiidórsson. Jón Adolf Guðjónsson. Sigurður Úrlygsson opnar myndlistarvor i Eyjum. Innspýtinq í anaregár émm Myndlistarvor í Eyjum. Fjórar sýningar fimm af framsæknustu myndlistarmönnum landsins. Eyjamenn njóta alls hins besta. Eyjamenn njóti rjómans Verk Sigurðar Örlygssonar verða inn- gangsstefið á Myndlistarvori í Vest- mannaeyjum sem hefst í dag. Efnt er til þessa sýninga halds nú þriðja árið í röð, en það er tengt nafni Islands- banka sem lagt hefur málinu lið með veglegum styrk undanfarin ár. Sýn- ingin á verkum Sigurðar - sem og annarra - verður í Gamla vélasalnum á horni Vesturvegar og Græðisbraut- ar í Eyjum og hefst hún kl. 17 í dag. Þeir framsæknustu Myndlistarvorið verður með hefð- bundnum hætti. Hugmyndin með þessu sýningarhaldi var að kynna fyr- ir Eyjamönnum sitthvað af Jrví sem framsæknustu myndlistar- menn á Islandi eru að gera í dag, cn heimsóknir þeirra út í Eyjar höfðu verið stopular í gegnum árin. Þeir sem áttu hugmyndina að Myndlistarvori voru tveir Eyja- menn, Bencdikt Gestsson blaða- maður og Börkur Gnmsson úti- bústjóri Islandsbanka. Niðurstaða af spjalli varð sýninga hald sem nú hefur fest sig vel í sessi. „Myndlistarvorið fékk strax góð- ar viðtökur heimamanna og lista- manna landsins, ekki sfst fý'rir þeirra hluta sakir að menn sáu sóknarfæri að þiggja og veita; vit- andi það að hvorugur gæti án hins verið. Með innspýtingu í andlegar og Iíkamlegar æðar var ekki nokk- ur leið að hætta, svo nú höfum við ákveðið að skjóta enn fastari stoð- um undir sýninga haldið með því að hetja það til vegs hið þriðja sinn,“ segir Benedikt. Á Jiessu vori verða settar upp fjórar sýningar fimm myndlistarmanna af fastalandinu. „Það var alltaf hug- myndin að Eyjamenn fengju að njóta rjómans af því sem að listamenn |)jóöarinnar væru að þenkja og glíma við hverju sinni, enda finnst mér það skylda listamanna að þeir rækti sam- band sitt við þjóðina," segir Benedikt Gestsson sem hefur haft brennandi áhuga á myndlist allt frá því í barn- æsku þegar hann komst í kompaní við hóp myndlistarmenn sem þá voru í fremstu röð hér á landi. Sem áður segir er það Sigurður Örlygsson sem ýtir Myndlistar\'orinu úr vör að þessu sinni. Sýning hans stendur Irá deginum í dag, 3. mars og fram til hins 11, aðeins er opið um helgar; frá kl. 14 til 19. Sýning Birgis Snæbjörns Birgissonar og Sig- tp-ggs Bjarnar Baldvinssonar stendur frá 31. mars - 8. apríl og Bjargar Örv- ar frá 28. apríl til 6. maí. Daði Guð- björnsson sýnir frá 26. maí til 3. júní. Allt leyfist myndfistarmönnum ,ÁHt leyfist, ekki síður mér en mynd- listarmönnum. Þar af Ieiðandi tel ég mig lifa á heppilegum tímum. Það er ekki nein meðvituð persónuleg sýn mín sem birtist í vali lista- mannanna," segir Benedikt Gestsson sem segir alla þá lista- menn koma í vor verta virta og „ ... hafa getið sér gott orð jafnt heima sem erlendis, og þó þeir fá- ist allir við málverkið eru J>eir engu að síður ólíkir í efnisvali og meðferð miðilsins. Upphaflega var lagt út í Myndlistarvorið í þeirri fullvissu að Eyjamenn myndu sýna slíku áhuga og vel- vild, enda góður hugur sem lá að baki. Nú er það þriðja í uppsigl- ingu, sem segir þeim sem að vor- inu standa og þeim góðu aðilum sem styrkt hafa þetta sýningar- hald að Eyjamenn hafi kunnað vel að meta og þótt vorið jákvætt inn- legg í menningarstarfsemi í Eyj- um. Þannig er gott orðspor jafnan bestu meðmælin og aflvaki góðra hluta.“ -SBS. Listamönnum leyfist allt. mnmmnm Félagshyggjuaflið Röskva vann sigur í stúd- entakosningunum í vikunni eftir harðan slag við Vöku. Þar sem Röskva hefur nú náð að sigra þessar kosningar 11 ár í röð og slík sigraröð er algjört met, þá verðskulda Röskvumenn að vera útnefndir menn vik- unnar. Munurinn á milli fylkinga var reynd- ar minni núna en áður, en það breytir ekki því að sigurvegarar vikunnar standa eftir með pálmann í höndunum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.