Dagur - 03.03.2001, Qupperneq 5
___________LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 - 5 1 ffíp"jr; ^
Kunni að ögra
mátulega
Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur: „Frjálslegar hugsanir Matthíasar voru bannaðar og hann tók út
af sársauka yfir öllu saman."
Þórunn Valdimarsdóttir
lofar því að láta mærð-
ina ekki ríkja í ævisögu
Matthíasar Jochums-
sonar.
Þórunn Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur og rithöfundur hefur
sökkt sér niður í ævi og verk
Matthíasar Jochumssonar nú í
vetur með það í huga að skrifa
um hann ævisögu.
„Vegna ríkulegra persónu-
legra heimilda er saga hans
magnaður lykill að ýmsum lit-
brigðum þjóðbyggingartímans,"
segir Þórunn Valdimarsdóttir,
„en æviskeið hans 1835-1920
fellur saman við þann tíma.
Það eitt sér er fáránlegt að sitja
uppi með þjóðsöng og vita Iítið
um manninn sem orti hann,
tildrög þess að hann var ortur
og úr hvernig menningarum-
hverfi þjóðsöngurinn er sprott-
inn.“
„Ég hef haft af því fulla
vinnu síðan í haust við að
skoða Matthías," segir hún. „Er
búin að koma mér upp miklu
flokkuðu heimildasafni en
finnst samt eins og cg sé rétt
að byrja á rannsókninni. Það er
ægilegur skógur af heimilda-
efni kringum Matta, og þar er
auðvelt að týna sér. Þar eru
blóm, alltof mikið af þeim í
vöndinn, þau vilja öl 1 að maður
plokki sig, og í kring læðast
úlfar sem húta að setja í mig
skoltana ef ég stend mig ekki."
Fékk ægileg efaköst
„Án gríns er stórkostlegur efni-
viður til í sögu um Matthías,"
heldur hún áfram," allur skáld-
skapurinn auðvitað, greinaskrif
og löng, hreinskilin og ítarleg
ævisaga hans sjálfs. Til eru
ógrynni af bréfum frá honum
og til hans, en mikið af hans
eigin bréfum er til prentað.
Hann leggur því óvenjulega
mikið efni í sína ævisögu sjálf-
ur, það er heimildafræðilega
einstakt. Það verða vonandi
skrifaðar margar ævisögur um
hann, ég sé það nú að mín
verður ekki endanleg, slíkt er
ekki á eins manns færi.“
„Bréfin fylla vel út í þá mynd
sem hann lýsir í sjálfsævisög-
unni, því þau skrifar hann jafn-
óðum og hlutirnir gerast.
Rauði þráðurinn í sögu hans er
hans helsta áhugamál, guð-
fræði. Átök vísinda og trúar eru
mál málanna í hugmyndastríði
þessara tíma. Það má segja að
þessi átök taki sér bólfestu í
Matthíasi, hann fær ægileg
efaköst, fór hálf óviljugur í
prestaskólann, og þrælast í því
allt lífið að finna Ieið til þess
að sætta trú og vísindi. Hann
skrifaði prófasti sínum frá Ak-
ureyri 1891, þegar hann Iá
undir ásökunum um að hafa
opinbcrlega ráðist á útskúfun-
arkcnninguna, og sagði þá að
nálega allir heimspekingar og
hærri vísindamenn í samtíman-
um hefðu þá lífskoðun að sálin
væri form líkamans og hyrfi
með honum, og að guð væri
kosmos, í honum sé falin ein-
ing hinna voldugu, eilífu ver-
aldarlaga (forma), hann sé
immanent og persónulaus al-
kraftur. Hann segir það skoðun
sína að postularnir hafi litið
þannig á að Kristur hafi ekki
verið guð, heldur guðs son.
Sjálfur segist hann aldrei opin-
berlega hafa neitað guðdómi
Krists. Matthías Iét prófast
sinn vita í þessu sama bréfi að
ef hann yrði áreittur meira en
komið er, fyrir að afneita út-
skúfunarkenningunni mætti
annar fara í hans poka
(hempu). Hann hótaði að segja
af sér frekar en að selja sann-
færingu sína,“ segir Þórunn.
Vildi einfalda trúna
„Matthías trúði að hægt væri
að laga kristindóminn að ríkj-
andi sjónarmiðum heimspek-
inga og vísindamanna, en
halda þó heitri trú því að í
henni fælist svo gott afl. Hann
las fjölmargar erlendar bækur
og tímarit um trú og heim-
speki. Hann var eini presturinn
sem skrifaðist á við Georg
Brandes, og hélt því handi lif-
andi í 30 ár. Aðferðin til þess
að halda trúnni þrátt fyrir bibl-
íugagnrýni og árásir á kirkjuna
var að líta fram hjá gömlum
kreddum, leiða gamalt táknmál
hjá sér og einfalda trúna
þannig að fólk gæti til framtíð-
ar haldið guðsneista og trúar-
þörf,“ segir Þórunn og bætir
því við að í sálmakveðskap
Matthíasar séu engar tíma-
skckkjur, engar kreddur.
„Guð Matthíasar cr svo
kosmískur og einfaldur að þeir
sem láta bókstafinn ergja sig
geta náð sambandi við hann.
Hér er eitt dæmi um það
hvernig Matthías tekur utan
um kjarna trúarinnar, ‘afhugs-
ar’ hana og gerir tæra og ein-
falda: 'Hjartað og þess kröfur
(affections, aspirations, in-
spirations, its all but almighty
innate necessities) eru eina
correctivið fyrir oss. Það er guð
(þ. e. Kristur) í oss - í oss - í
oss! Það er sannleikur allra
trúarsagna og symbóla, og
punktum!’ Þetta má skilja svo
að guð sé tilfinning, hann sé sá
sami í öllum trúarbögðum og
trúin sé ekki flóknari en til-
finningin í hjartanu, hvílíkt
frelsi! Þetta get ég skrifað und-
ir 2001. Geta ekki allir farið í
kirkju og dansað og skemmt
sér? Ef ég dansa inn Hallgríms-
kirkju verð ég þá ekki send á
hælið? Það eru enn allt of mik-
il þyngsli yfir kirkjunni og mér
sárnaði, eftir að hafa skrifað
kristnisögu 19. aldar í stórrit
Alþingis, hvernig kirkjan fór í
afneitun gagnvart þátttökuleys-
inu á kristnihátíð.“
Að verða að vera
„Bókstafstrúin var enn opin-
bert credo fyrir öld síðan,
frjálslegar hugsanir Matthíasar
voru bannaðar og hann tók út
af sársauka yfir öllu saman.
Þjóðin átti á þessum tíma við
mikla erfiðleika að stríða og
sumar kreddur kristninnar juku
þjáningu hennar. Flest kvæði
hans, trúarleg sem veraldleg
eru mögnuð orðkynngi, hann
yrkir sig og þann sem hevrir
upp til vonar og gleði. Hann
orti þjóðina upp í móð svo hún
endurnýjaði kjark sinn og trú
til að halda áfram að lifa."
„Einn frasi Matthíasar situr
fastur í mér núna," segir Þór-
unn, „það að „verða að vera“.
Þetta er Shakespeareskt. Nú
eru útmánuðir og flestir þung-
lyndir í kringum mann, lífs-
gleðin svo slöpp að menn kom-
ast lítt á henni bara húka og
„verða að vera“ frekar en að
flýja af hólmi og láta hjáipar-
sveitirnar Ieita að sér. Ha, ha.
Þessir sex milljarðar manna á
jörðinni eru kannski af stórum
hluta dæmdir til að lifa, þeir
verða að Vera? Þetta er gott
íhugunarefni fram að páskum.
Línudans
„Eitt finnst mér ótrúlegt í sögu
Matthíasar," bætir Þórunn við,
„ hann hálf svíkur fé út úr ún-
ítörum í London, fær hjá þeim
stórfé til að kaupa blaðið Þjóð-
ólf 1874. Hann ætlaði aldrei að
nota blaðið til þess að útbreiða
þessa kenningu."
- Mætti hann ekki einmitt
töluverðri andstöðu út af þess-
um únitarisma?
„Nei, Matthías kunni að ögra
mátulega, þess vegna náði
hann svona háum aldri. Hann
var þjóðhetja, landsþekktur
ritstjóri og margra bóka maður
um 1880. Hann naut álits fyrir
að hafa ort lofsönginn 1874 og
flutt konungi minni og setið á
móti honum í veislu. Hann
hafði gelið út hið ástsæla leik-
rit Utilegumennina og birt
fjölda afbragðsgóðra kvæða
eftir sig í Þjóðólfi, þýtt og gefið
út Þjóðólfssögu, tvö leikrit eftir
Shakespeare og eitt eftir
Byron. Hann ræddi trúarskoð-
anir sínar opinskátt við Pétur
biskup sem var svo hlynntur
Matthíasi að hann úthlutaði
honum Odda árið 1880, einu
besta brauði á landinu. Matthí-
as hafði alltaf nógu góðan takt
til að fara ekki of langt yfir lín-
una.“
Vann á bak við tjöldin
„Matthías dansaði línudans í
trúaruppreisn sinni eða siðbót.
Hann hamaðist í vinum sínum
í prestastétt bréflega og keypti
amk. 30 eintök af bók Chann-
ings, sem var únítari, til þess
að útbreiða skoðanir hans um
að Kristur væri maður og
þrenningin bull meðal íslenskr-
ar klerkastéttar. Hann vann
bak við tjöldin og gekk eins
langt og hann gat. Hann var
svo heppin að lifa það 85 ára
árið 1920 að vera gerður að
heiðursdoktor við Háskóla ís-
lands í guðfræði. Þá höfðu tím-
arnir breyst, nýguðfræðin var
komin við völd. Matthías ruddi
brautina og var á undan tíman-
um," segir Þórunn.
„Ég held að stúdía mín á
Matthíasi geti hjálpað nútíma-
fólki að endurmeta vanabundin
og hálf hugsunarlaus tengsl sín
við kirkjuna. En verkið er líka
fullt af lífsgleði og hversdagslífi
og ævintýrum. Matthías er ein-
dregin kvenréttindamaður,"
heldur hún áfram. „Og svo
leyfir hann sér að sýna því fólki
samúð sem flyst til Vestur-
heims og trúir á lífið þar. Það
var rnjög óvinsælt. Matti held-
ur sinni sannfæringu. Hann
orti alveg ótrúlega magnað
Níðkvæði um Island. Með því
að yrkja: Volaða land, hitti
hann sáran sannleikann í
hjartastað og rauf um leið
bannhelgi. Þetta var 1888 und-
ir lok grimmilegra hafísáranna,
en það voru heilög trúarbrögð
að trúa á landið hvernig sem
það færi með börnin sín.“
í bréfunum
er feluheimur
„Það er gaman að lesa bréfin
hans Matthíasar, þar ríkir
kátína og gáski," segir Þórunn.
„Það er algilt á 19. öld að í
bréfum ríkir feluheimur, miklu
skemmtilegri en heimur prent-
aðs máls. Þar úir og grúir af
slettum, og þar láta menn
miklu meira flakka en í opin-
berum skrifum. Hér er gott
dæmi úr bréfi til Steingríms
Thorsteinssonar frá október
1867. Matti býr þá á Móum á
Kjalarnesi og hefur orðið: ‘Esj-
an er hæst yfir Móum, stór-
kostleg, rammefld, alvörumikil,
þegar ég er trúarlítill glottir
hún vfir höfuðið á mér og seg-
ir: þú ert kúkur og að kúk
skaltu verða; en sitji ég fagurt
sólksinskvöld uppi á búrmæni
og slái mig til riddara á andans
frjálsa eilífa vígvelli þá brosir
hún og segir: Má ég detta?'
Svona tilvitnun slær strax á
mærðina sem hefur sest á
minninguna um séra Matthí-
as."
-GB