Dagur - 03.03.2001, Page 7

Dagur - 03.03.2001, Page 7
1^*M- LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 -7 þessu sambandi má nefna veitustofnanir og almennings- samgöngur. Eg væri Iíka illa svikinn ef umhverfismálin væru ekki ofarlega á baugi í okkar málefnaskrá." - E/ vinstri hreyfingin býður frmn i Reykjavík finnst þér þá koma til greina að hi'tn gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn ef hægt væri að mynda meirihlnta í borgarstjórn á þann hátt? „Ég hef aklrei verið fylgis- maður þess að mynda meiri- hluta með Sjálfstæðisflokki. Stjórnmálaflokkar eru myndað- ir um stefnu og bvggja einnig á hagsmunum. Við viljum gæta almannahagsmuna og erum reiðubúin að setja fjármagninu skorður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar fjármagnið í fyrirrúmi. Það hefur hann sýnt í verki. Hagsmunir og stefna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs stangast beinlínis á, þannig að mér fyndist það væg- ast sagt fjarlægur kostur að Sjálfstæðisflokkur og vinstri grænir mynduðu samsteypu- stjórn, hvort sem það væri í Reykjavík eða á landsvísu." Dugnaður Björns til vandræða - Hvað finnst þér um þá hug- mynd að Björn Bjarnason leiði lista Sjálfstæðisfloklisins í næstu borgarstjórnarkosningum? „Ég ætla ekki að gefa Birni Bjarnasyni einkunnir aðrar en þær að hann er duglegur mað- ur, en einmitt í dugnaði Björns yrði vandi Reykvíkinga fólginn, næði hann kjöri. Við skulum ekki gleyma því að er hann er maðurinn sem segist ætla að gefa leyfi fyrir einkareknum grunnskóla í Hafnarfirði." - I stjórnmálum samtímans finnst manni að aukin áhersla só lögð á hlutverk leiðtogans. Er leiðtoginn svona mikilvægur? „Það er alveg rétt, nú um stundir eru menn mjög upp- teknir af tali um leiðtoga og stjórnendur. Þetta tal er af sama meiði og kóngadýrkun og í bland svolítið broslegt en þó ekki alveg saklaust því það ýtir nefnilega undir andlýðræðis- lega hugsun. Inni á vinnustöð- unum kætast forstjórarnir yfir þessari hugmyndafræði því hún stvrkir þá í sessi. Ég hef alltaf verið gagnrýninn á allt sem styrkir forstjóraveldi. Þegar Kvennalistinn kom fyrst fram hreifst ég af hugmyndafræði þeirra sem að honum stóðu. Kvennalistakonur á þessum tíma sögðust vilja velta valda- stólunum því það gagnaðist samfélaginu öllu, vissulega fremur konum en körlum, en þó einnig körlum sem valdið bitnar á. Síðan leið og beið og smám saman leit kynskipt kvótakerfi dagsins Ijós. Nú skyldu jafnmargar konur og karlar sitja á valdastólum, en allt of fáir tala um að fella þessa stóla og skapa forsendur fyrir þjóðfélagi sem byggir á jöfnuði og lýðræði." - Nú hefur vinstri grænum vegnað vel í skoðánakönnunum. Kanntu skýringu á því? „Það er mikil samheldni í hreyfingunni og hún á marga góða talsmenn fyrir sinn mál- stað bæði innan þings og utan.Við erum sjálfum okkur samkvæm og erum hið stöðuga og áreiðanlega mótvægi við tjármagnshyggjuna. Það sem er ekki síður mikilvægt er að fólk finnur að við erum ekki niður- njörvuð í viðjar hugmynda- fræði. Að sönnu byggjum við á traustum hugmyndagrunni og skýrri framtíðarsýn en við tök- um afstöðu til hvers máls kosta þess og galla. Éyrir fáeinum áratugum voru vinstri menn mjög hugmyndafræðilega þenkjandi, svo mjög að hug- myndafræðin bar þá stundum ofurliði og oft var línan alþjóð- leg. Hægri mennirnir voru hin- ir praktísku menn sem vildu bregðast við aðstæðum hverju sinni. Núna hefur þetta snúist við. Hægri mennirnir fram- kvæma í samræmi við hug- myndafræði og spyrja hvorki um kosti né galla. Þeir einka- væða skóla í blindni vegna þess að hugmyndafræðin býður þeim að gera það. Þetta er einnig veikleiki evrópsku kratanna og sömu tilhneigingar gætir einnig mjög í þeirra her- búðum hér á landi. Og linan er alþjóðleg, hún liggur til Brus- sel. Við viljum hins vegar breyta í samræmi við dóm reynslunnar og styðjast við eig- ið hyggjuvit. Þetta gerir okkur frjáls og í frelsinu felst lykillinn að árangri okkar.“ - Heldurðu að fylgi ykkar muni halda þegar nær dregur kosningum? „Við höfum mælst upp undir 30 prósent í skoðanakönnun- um og aldrei skal maður segja aldrei, en heldur finnst mér ótrúlegt að fylgið verði svo mikið í kosningum. Hins vegar er ljóst að við höfum verið með nokkuð stöðugt fylgi í kringum 20 prósent. En hvort sem við mælumst í þremur prósentum eða 30 þá munum við halda okkar striki." - En er ekki orðinn raunhæf- ur möguleiki að mynda þriggja flokka vinstri stjórn eftir næstu þingkosningar? „Hvaða flokkar ættu það að vera? I síðustu skoðanakönn- unum höfðu Vinstri hreyfingin- grænt framboð, Samfvlkingin og Frjálslyndir meirihluta. Eg er ekki viss um að Frjálslvndir vilji kenna sig við vinstri stefnu, þótt þeir séu að mínum dómi félagslega þenkjandi um margt. Annars eru VG og Sam- fylkingin nærri því að geta myndað meirihluta. Maður þorir ekki að hugsa til fram- sóknar sem er í langvarandi, traustu ástarsambandi.“ Getulítil ríkisstjórn Andstæðingar ykkar hafa gagnrýnt ykkur fyrir að horfa til fortíðar. Hvernig lítur framtíð- arþjóðfélag ykkar út, ríkir þar mikil fortíðarhyggja? „Stjórnendur Búnaðar- bankans virtust hafa bein f nefinu til að standa uppi í hárinu á ríkisstjórninni og standa vörð um hags- muni bankans. En hvað gerist þá? Engu er lík- ara en að bankinn og yfirstjórn hans sæti skipulegum ofsóknum og þar fari fremstur sjálfur viðskiptaráð- herrann, sem mætir í sjónvarpsviðtöl og dylgjar um bankann. Þetta er makalaus framkoma og vinnu- brögð af þessu tagi eru ótæk.“ „Þegar menn tala um þetta sakna ég þess að þeir skilgreina ekki hvað þeir eiga við. Það er margt í sögunni og fortíðinni sem við viljum halda til haga, og við viljum bvggja á því góða sem þjóðin hefur smíðað. Hins vegar finnst mér við horfa bjartari augum til framtíðar- innar en flestir aðrir. Við sjáum vaxtarsprotana í íslensku at- vinnulffi og viljum hlúa að þeim. Ég er til dæmis sann- færður um að Islendingar eiga í þessum heimi mengunar og sjúkdóma mikla framtíð fyrir sér í matvælaframleiðslu, og ýmsum iðnaði sem tengist henni. Við höfum verið tals- menn framfara og reyndar lít ég svo á að okkar pólitík eigi ekki aðeins erindi við samtím- ann heldur einnig við þá öld sem nú er að renna upp. Þá á ég við áherslur okkar á jöfnuð og félagslegt réttlæti, og sömu- leiðis stefnu okkar í umhverfis- málum. A þessu þarf framtíðin að halda. Ég held að fortíðar- draugarnir séu þeir, sem með ótakmörkuðu valdi fjármagns- ins og þeirri misskiptingu sem því fylgir, eru að reyna að stýra íslensku samfélagi gegnum baksýnisspegilinn aftur til kreppuára 20. aldarinnar. Það er hin eiginlega fortíðarhyggja. Við horfum fram á veginn og það er ein ástæðan fyrir því að okkar málstaður hefur fengið góðan hljómgrunn." - Nú hefur Ingibjörg Sólrún gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn mjög harðlega fyrir valdhroka og pólitískt einelti. Tekurðu undir þá gagnrýni? „Ég gagnrýni ekki einungis Sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta. Ég gagnrýni báða ríkisstjórnar- flokkana. Þeir þjóna fjármagn- inu vissulega af einurð en að öðru Ieyti er ríkisstjórnin veik og skortir bæði vilja og getu til að vinna nokkur þjóðþrifaverk að heitið geti. Þegar hún hefur sitt ekki fram er gripiö til að- gerða sem bera mjög keim af hefndarráðstöfunum. Tökum dæmi sem við blasir þessa dag- ana. Landsbankinn og Búnað- arbankinn sameinuðust ekki eins og frægt varð. Stjórnendur Búnaðarbankans virtust hafa hein í nefinu til að standa uppi í hárinu á rfkisstjórninni og standa vörð um hagsmuni bankans. En hvað gerist þá? Engu er líkara en að bankinn og yfirstjórn hans sæti skipu- legum ofsóknum og þar fari fremstur sjálfur viðskiptaráð- herrann, sem mætir í sjón- varpsviðtöi og dylgjar um bank- ann. Þetta er makalaus fram- koma og vinnubrögð af þessu tagi eru ótæk. - Hvað er ti 1 ráða? „Við verðum að styrkja þingið og fjölmiðlana. Oft hafa fjöl- miðlarnir tekið ágæta spretti, ekki ætla ég að gera lítið úr því, hins vegar finnst mér veiklcikar lýðræðisins hafi komið vel í ljós í tengslum \ið eftirmála öryrkja- dómsins svokallaða. Það er margt sem bendir til þess að valdaþáttunum þremur sem stjórnskipan okkar byggir á - dómsvaldi, framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi - hafi ekki verið haldið aðgreindum eins og eðli- legt hefði verið. Forsætisráð- herra segir í skætingsviðtali á sjónvarpsstöð að hann hafi ekki vitað um samskipti Alþingis og Hæstaréttar. Enginn grennslast fyrir um hvort þetta er rétt, þótt ferill málsins bendi til annars. Forsætisráðherra neitar síðan Iögmanni Oryrkjabandalagsins um gögn í málinu, Hæstiréttur kemst upp með að svara ekki fjölmiðli um efni sem virðist stjórnsýslulegs eðlis. Þeir menn sem treyst er fyrir valdataumum í þjóðfélaginu eiga ekki að kom- ast upp með svona framkomu. Og þegar eftir því var gengið á Alþingi hvort forsætisráðherra væri tilbúinn að beita sér fyrir því að málið vrði upplýst þá svarar hann með útúrsnúning- um. Góðgjarnir menn skýra þetta eflaust í ljósi lélegs mál- staðar og jafnvel skorts á sjálfs- trausti, eða hvað á að halda þeg- ar menn treysta sér ekki til að mæta andstæðingum sínum í viðtölum í fjölmiðlum? Þarna er ég að sjálfsögðu að vísa til for- sætisráðherra landsins. Ég er sannast sagna mjög hugsi vfir þessu og mér finnst tímabært að alþingismenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem láta lýðréttindi sig skipta reyni að taka upp kröft- ugra aöhald gagnvart mönnum sem ekki kunna að fara með vald sitt.“ „Mér finrtst timabært að alþingismenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem láta lýðréttindi sig skipta reyni að taka upp kröftugra aðhaid gagnvart mönnum sem ekki kunna að fara með vaid sitt.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.