Dagur - 03.03.2001, Síða 11

Dagur - 03.03.2001, Síða 11
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 - 7 1 Ðíuýtr_ „Bacalao boltamannsins Atli Hilmarsson og Hildur Arn- ardóttir bjuggu lengi á Spáni og viðuðu þar að sér þekkingu í matreiðslu á uppáhaldsrétti Spánverja „Bacalao“. Þessa dagana er standandi saltfiskveisla á veitingastaðnum La Vita é Bella, sem rek- in er af eigendum Bautans á Akureyri og hefur aðsetur í húsnæði í austurenda Bautahússins. Bellan eins og menn stundum kalla staðinn sín á milli, þar á meðal greinarhöfundur, sérhæfir sig eins og nafnið gefur til kynna í suður-evr- ópskri matargerð. Saltfiskveislan fyrr- nefnda, sem fengið hefur yfirskriftina „Er lífið saltfiskur?", er sett saman af Hildi Arnardóttur og eiginmanni hennar, fyrr- um landsliðsmanni og núverandi þjálfara meistaraflokks KA-liðsins í handbolta Atla Hilmarss)'ni, en þau hafa verið valin gestakokkar Bellunnar næstu vikurnar. Þriggja rétta máltíð fýrir keppni Hildur og Atli bjuggu í þrjú ár á Spáni, en á þeim árum lék Atli með spænska hand- boltaliðinu Granollers. A meðan lærði Hildur spænsku fyrir útlendinga í háskól- anum í Barcelona og elsti sonurinn þá 5 ára Iærði fljótlega að tala katalónsku, sem er aðaltungumálið á þessu svæði, auk þess sem hann talaði spænsku og sænsku sem hann lærði einnig á sama tíma af sænskum leikfélaga sfnum. Þar á undan höfðu þau búið í Þýskalandi, svo litli gutt- inn var þarna orðin altalandi á fimm tungumálum að íslenskunni meðtalinni. En fjölskyldan lærði fleira á Spáni en tungumál, þau lærðu að meta íslenskan saltfisk, ásamt auðvitað að meta mat og matargerð yfirleitt að hætti Spánverja, sem öfugt við Islendinga sem horða til þess að lifa, lifa til þess að borða. Til dæmis spá Spánverjar í hvaða veitingahús verði á vegi þeirra þegar þeir eru að skipuleggja helgarferðir upp í sveit með fjölskylduna, en ekki hvar best er að tjalda. „Spánverjar búa til mjög góðan mat, enda mikið fyrir að borða") segir Atli og heldur áfram. „Eg get til dæmis sagt frá því, þegar liðið var að fara að keppa í nálægum borgum, þá var rútan iðulega látin taka á sig krók til að koma við á veitingastöðum og alltaf þegar leiðin lá fram hjá einum ákveðnum veitingastað, þá varð að stoppa, þó það væri töluvert úr leið. Það var alveg með ólíkindum hvað þeir gátu raðað f sig svona rétt fyr- ir keppni. Það var byrjað á tapaz, svo kom aðalrétturinn og með þessu var drukkið rauðvín og að lokum kom kakan og með henni var gjarnan drukkið freyðivín eða eitthvað álíka. Við íslend- ingarnir sem vorum í liðinu gátum aldrei vanist þessu, en þeir mættu til leiks, tilbúnir f slaginn og engin merki þess að þeir hefðu troðið í sig þriggja rétta máltíð skömmu áður.“ Kryddað með hvítlauk og gítartónlist „Áhuginn á saltfiski óx við það, að sjá ís- lenskan saltfisk auglýstan út um allt þarna í fínustu „gormetverslunum", segir Hildur, „manni fannst auðvitað spenn- andi að sjá hvað þessi afurð frá Islandi var í hávegum höfð og gott ef örlaði ekki fyrir á smá þjóðarrembu við það. En það er samt ekki fý'rr en við erum komin heim, sem við förum að matreiða saltfisk af einhverjum myndarskap." - Hvernig fóruð þið að því að setja sam- an saltfiskveisluna Jjrir La Vita é Bella? „Við völdum uppskriftir sem við höfð- um prófað bæði upp úr bókum og fengið hjá vinafólki eins og Saltfiskur a la Atli til dæmis. Svo buðum við fólki heim og elduðum fyrir það nokkra rétti til þess að smakka með okkur og báðum það svo um að dæma hvað þeim þætti best. Nið- urstaðan varð sú, að sjö réttir voru vald- ir sem nú prýða matseðil Bellunnar og er hægt að velja hvort heldur sem er einn rétt eða smakk af öllum sjö“, segja þau Hildur og Atli sem gefa lesendum Dags uppskriftirnar til hliðar hér á síð- unni. Það er best að nota „filé-ið“ af salt- fiskinum eins og Spánverjar kalla þykkasta hluta fisksins og hann á að vela vel útvatnaður. Ávallt er notað mik- ið af hvítlauk í saltfiskrétti, en hafa ber í huga, að hvítlaukur sem ferðast hefur til Islands er stundum orðin töluvert bragðdaufari en hann var upphaflega í heimalandinu og því óhætt að bæta nokkrum rifjum við. Kröfugt spænskt rauðvín passar vel við saltfiskrétti og ekki sakar að krydda andrúmsloftið með ljúfri spænskri gítartónlist. -w „Svo buðum við fólki heim og elduðum fyrir það nokkra rétti til þess að smakka með okkur og báðum það svo um að dæma hvað þeim þætti best", segja Atli og Hildur, sem þessar vikurnar eru gestakokkar á La Vita é Bella. Lífið er saltfiskur Bacalao a la Atli Hilmarsson Gratíneraðiir saltfiskur í diion, rjómasósu með capers og ólifum Saltfiskur (ekki of mikið útvatnaður) Svartur pipar 4-5 hvítlauksrif Óh'fur grænar eða svartar eftir smekk Capers Ólífuolía Rjómi Mozarella ostur Dijon sinnep extra Saltfiskurinn er settur í eldfast mót og kryddaður með piparnum og pressuðum hvítlauknum. Því næst er ólífuolíunni hellt yfir, svo ólífunum og capersnum og að lokum rjóman- um. Bakað í ofninum í ca. 20 mín. Stráið þá ostinum yfir og bakið áfram þar til hann er bráðnaður. Bacalao aioamero Hvitlankssaltfiskur í tómatsoði með lauk og papriku 600 g saltfiskur útvatnaður 8 hvítlauksrif 1 Iaukur 1 rauð paprika 4 vænir þroskaðir tómatar, eða 1 dós niðursoðnir tómatar steinselja olía edik paprikuduft Skerið saltfiskinn í meðalstóra bita. Skerið laukinn og paprikuna í stórar sneiðar. Afhýðið tómatana, fjarlægið fræin og skerið smátt. Látið saltfiskinn í meðalstóran pott með vatni og látið suðuna koma upp, tak- ið af hellunni og látið fiskinn kólna í soðinu. Steikið 4 hvítlauksrif í heilu í olíunni á pönnu við meðalhita þar til hann gullinbrúnn, bætið þá stein- seljunni saman við, takið af hellunni og setjið hvorutveggja í mortel og kremjið í mauk ásanit paprikudufti og þynnið með 3 msk. af ediki. Takið þá hin 4 hvítlauksrifin og skerið í sneiðar og steikið í olíu í potti, bætið lauk og papriku út í og látið malla við vægan hita þar til laukurinn er orðinn glær. Hellið tómatmaukinu út í pottinn og látið sjóða í 5 mín. Bæt- ið að lokum hvítlauksleginum við og látið sjóða í 2-3 mín. f viðbót. Verði ykkur að góðu .

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.