Dagur - 03.03.2001, Side 13
Da^ur.
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 - 13
LIFIÐ í LANDINU
Lands míns föður
á sólrisuhátíð
Lands míns föður á ís-
firski sólrisuhátíð
menntskælinga. Öflugt
leiklistarstarf í bænum.
Leikfélag Menntaskólans á Isa-
firði frumsýnir á morgun,
sunnudag, leikritið Lands míns
föður eftir Kjartan Ragnarsson
við tónlist Atla Heimis Sveins-
sonar, í leikstjórn Elfars Loga
Hannessonar. Frumsýningin
markar upphaf sólrisuhátíðar
skólans sem stendur yfir í um
viku tíma. Almennt gera Isfirð-
ingar ungir sem aldnir sér margt
til gamans og gleði í tilefni þess
að í hinum snotra kaupstað á
eyrinni við Skutulsfjörð er sólin
nú loks aftur farin að sjást þar
sem hún lyftir sér upp fý'rir
fjallabrúnir.
„Bráðfyndin á köflum og
ekki skemmir tónlistin“
Ohætt er að segja að Land
míns föður sé meðal þeirra
leikrita sem hvað mestri hylli
hafa náð hérlendis á undan-
förnurn árum. Þar er, eins og
segir í frétt frá nemendum
Menntaskólans á Isafirði, fjall-
að um ungt par og þeirra nán-
ustu í Reykjavík stríðsáranna.
Ast, átök og ástand er sagt að
séu ef til vill réttu orðin til að
lýsa sögunni en hún er" ...
bráðfyndin á köflum og ekki
Ast, átök og ástand.
skemmir tónlistin fyrir því hún
er stórskemmtileg," segir orð-
rétt.
Alls koma um þrjátíu manns
að sýningunni sem sýnd verður
fjórum sinnum, það er sunnu-
daginn 4. mars, kl. 20:30,
þriðjudaginn 6. mars verður
miðnætursýning sem hefst kl.
23:00, þriðja sýning verður
fimmtudaginn 8. mars kl.
20:30 og lokasýning verður á
sunnudag að viku Iiðinni á
sama tíma.
„Kómedfa og fært í stílinn“
„Það er kómedía í þessu verki og
eins og títt er með menntaskóla-
sýningar þá er í þessari leiksýn-
ingu heldur fært í stílinn að því
Ievti," segir Greipur Gíslason
sem situr í sólrisunefnd ísfirskra
menntskælinga. Hann segir það
akk fyrir uppfærslu sem þessa
hve leiklistarstarf ungmenna í
bænum hafi verið öflugt á und-
anförnum árum, þar þefur til
dæmis verið starfrækt leikfélagið
Morrinn samhliða Hnnuskóla
Isafjarðarbæjar sem starfar á
sumrin. Leiklistarstarf er einnig
öflugt í grunnskólanum og í
menntaskólanum hefur myndar-
leg leiksýning einnig verið sett
á fót á vetri hverjum um nokk-
urt skeið. Það leggst því allt á
eitt.
Aðeins tjórar sýningar eru
ráðgerðar á Land míns föður,
en verði aðsóknin afar góð
kemur til greina að bæta ein-
hverjum við. Verkfall fram-
haldsskólakennara hefur sett
það strik í reikninginn að helst
engum tíma megi verja til ann-
ars en kennslu. „Það er okkur
mikilvægt að þessi sýning gangi
vel því þeir peningar sem við
fáum inn með henni eru í raun
það sem við fjármögnum sól-
risuhátíðina með,“ segir Greip-
ur Gíslason og er bjartsýnn á
góða aðsókn.
-SBS.
Svipmynd af sviðinu.
íslenska dvrastofna
- komum í veg fyrir að nýir og hættulegir
dýrasjúkdómar berist til landsins!
Víða erlendis eru landlægir dýrasjúkdómar
sem íslenskir dýrastofnar hafa sloppið við fram til þessa.
Gin-og klaufaveiki
sem nú breiðist út í Bretlandi og e.t.v. víðar er einn þessara hættulegu sjúkdóma.
Ef hann bærist til íslands hefði það ófýrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.
Áskorun til innlendra sem erlendra ferðamanna
3> Allur innflutningur á hráum
matvælum er bannaður.
Minnsta brot á þessum reglum
getur valdið óbætanlegu tjóni.
1> Ferðist fólk um landbúnaðarsvæði
í Bretlandi skal setja öll föt
sem notuð eru í plastpoka strax
að lokinni notkun og þvo og hreinsa
í fatahreinsun strax eftir heimkomu.
Skófatnað þarf einnig að sótthreinsa.
Fólk sem hyggur á ferðir
til Bretlands er varað við
að heimsækja bóndabæi
og landbúnaðarsvæði vegna
smithættu.
Þeir sem hafa ferðast
um landbúnaðarsvæði í Bretlandi
skulu auk þess -forðast snertingu
við dýr hér á landi í að minnsta
kosti fimm daga eftir heimkomu.
Hönnun: G(sli B. Tövu- og myndvinnsla: Næst...