Dagur - 16.03.2001, Qupperneq 20
20- FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001
.Ðxgur
Heiða, Fjóla og Ingedda
Laugardaginn 17. Mars verður opnuð sýning í Gallerí Geysi
milii kl. 16:00 og 18:00. Þar munu frænkurnar og listaspírurnar
Heiða, Fjóla og Ingedda sýna rýmisverk, mósaik og textílverk.
Léttar veitingar verða í boði á opnuninni og lifandi tónlist á
staðnum. Sýningin stendur til 2. Apríl. Allir velkomnir.
Píanótónleikar
í Hveragerðiskirkju
Næstkomandi laugardag, 17. mars 2001 kl. 16:00, heldur
Jónas Ingimundarson píanótónleika í Hveragerðiskirkju. Við-
fangsefni hans að þessu sinni eru verk eftir Ludwig van
Beethoven, Claude Debussy og Franz Liszt. Eftir Beethoven
leikur Jónas Andante favori og Waldstein sónötuna. Seinni
hluti efnisskrárinnar eru fjórar prelúdíur eftir Debussy og
Gosbrunnarnir við
Villa d’Este og
Ballata nr. 2 í h-
moll, hvoru
tveggja eftir Liszt.
Sýning opnar
í Slunkaríki
Ragnhildur Stefánsdóttir
myndhöggvari opnar
sýningu á verkum sínum
laugardaginn 17. mars í
Slunkaríki á ísafirði. Hún
nam myndlist við Mynd-
lista-og handíðaskólann,
Minneapolis College of
Art and Design og
Carnegie-Mellon Uni-
versity Pennsylvania.
Einkasýningar Ragnhildar
eru á annan tug hér heima
og erlendis og var hún
með einkasýningu í Slunk-
ariki árið 1997, en sam-
sýningarnar fylla hins veg-
ar þriðja tuginn. Verk
Ragnhildar má sjá víða í
opinberi eigu og söfnum.
Sýningin hefst kl. 16 og
eru allir velkomnir. Slunk-
aríki er opið fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 16 til 18.
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlarþúað
gera?
Sigurður Fannar
Guðmundsson.
Smmudagur í sveitinni
„Föstudagskvöldið verður rómantískt,“ segir Sig-
urður Fannar Guðmundsson tryggingaráðgjafi á
SeIfossi.“Þá ætlum við hjónaleysin að borða
saman; fá okkur vel kryddað nautakjöt og drekka
rauðvín með. Fforfa síðan saman á sjónvarpið.
Þetta verður rómantiskt kvöld. A laugardaginn
verð ég að vinna, ætla þá að verða í Þorlákshöfn
og selja fólki lífeyrissparnað. Selja því bjarta
framtíð. Laugardagskvöldið er næsta óráðið en
sunnudagurinn er alltaf bókaður sem fjöskyldu-
dagur. Eg byrja á því að fara með drenginn á
leikvöll en eftir hádegi förum við í heimsókn í
sveitina til tengdaforelda minna en sunnudags-
ferð í Flóann um helgar er alveg föst á dag-
skránni."
Handbolti og heillandi þing
„Eg verð fyrir sunnan alla helgina á flokksþingi
Framsóknarllfikksins,“ segir Jakob Björnsson
bæjarfulltrúi á Akureyri. „Þessi þing eru alltaf
mjög skemmtileg, að minnsta kosti fyrir þá sem
hafa áhuga á stjórnmálum - og sjálfum þykir mér
skemmtilegast að taka þátt í umræöum um
byggðamálin í víðustu merkingu þess orðs.
Einnig er mjög heillandi við þessi þing að maöur
hittir fólk víða að og þetta er kjörið tækifæri að
fara yfir málin með þeim. Síðan þarf ég inn á
milli að skjótast á einn handboltaleik; það verður
leikur Vals og HK sem verður í Valsheimilinu á
föstudagskvöldið, - en sonur minn leikur einmitt
með Kópavogsliðinu. Þann leik verða „mínir
menn" að vinna, enda er mikið í húfi.“
Lúðvík
Bergvinsson.
Frnidir og fótboltafélagar
„Ég þarf að vera á einhverjum fundum um helg-
ina, svo sem á fundi suður í Vogum á föstudags-
kvöldið þar sem stofna á nýtt Samfylkingarfélag,”
segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samlýlk-
ingarinnar. „A Iaugardag þarf fjölskyldan að fara í
verslun og kaupa nytt sjónvarp; við erum búin að
vera að sjónvarpslaus í mánuð og það er farið að
trufla yngsta fjölskyldumeðliminn mjög. Síðdegis
ætlum við síðan að hittast nokkrir gamlir fót-
boltafélagar úr Eyjum og borða saman. Á sunnu-
daginn getur verið að ég kíki eitthvað í bók, ég
hef lengi verið með ókláraða þriðju bókina um
Einar Ben á náttborðinu hjá mér. Mér finnast
fvrri bækurnar tvær vera stórkostlega góðar og
gefa mikla innsýn í mannlíf, móral og málefni í
samtíð þessa fræga skálds og athafnamanns."
■ HVAB ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Stórtónleikar í Neskirkju
Lúðrasveit Reykjavíkur mun halda
stórtónleika laugardaginn 17. mars
n.k. 16:00 í Neskirkju. Á tónleikun-
um munu fjórir söngvarar syngja með
sveitinni en þeir eru Andrea Gylfa-
dóttir, Egill Olafsson, Guðbjörn Guð-
björnsson og Margrét Eir Hjartar-
dóttir. Yngsti þátttakandinn á þessum
tónleikum er Gylfi Sigurðsson slag-
verksleikari en hann er aðeins 9 ára
gamall og leikur í einu lagi sem
gestaleikari, þess má geta að hann á
þrjú eldri systkini í sveitinni. Sá elsti
er Halldór Einarsson básúnuleikari
sem er 75 ára og búinn að spila í
Lúðrasveit Reykjavíkur í yfir 50 ár.
Vegna umfangs þessa verkefnis mun
hljómsveitin þurfa að selja inn á
þessa tónleika en það hefur ekki ver-
ið gert í mörg ár. Stjórnandi Lúðra-
sveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór
Grímsson. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Einleikaratónleikar
tónlistarskólanema í Salnum
Laugardaginn 17. mars kl. 14:00 í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, einleikara-
próf, Víkingur Heiðar Olafsson, pfanó.
Verk eftir Bach, Mozart, IJgeti og Liszt.
Sunnudaginn 18. mars kl. 14:00, ein-
leikarapróf, Karen Erla Karólínudóttir,
flauta, Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanó. Verk eftir Bach, Damase, Danzi,
Poulenc, Bruynél og Muczynski.
Hljómsveitartónleikar
í Seltjamarneskirkju
Arlegir hljómsveitartónleikar Tónskóla
Sigursveins D. Kiistinssonar verða í Sel-
tjarnarneskirkju laugardaginn 17. mars
kl. 14. Þar munu þrjár strengjasveitir og
gítarsveit framhaldsnemenda, samtals
70 tónlistarnemar, flytja verk eftir AI-
beniz, Lennon & McCartney, Scott
Joplin og Elías Davíðson. Stjórnendur
sveítanna eru Páll Eyjólfsson og Sigur-
sveinn Magnússon. Allir eru velkomnir.
Verk Gunnars Reynis
í kvöld kl. 21:00 verða haldnír í Kaffi-
leikhúsinu tónleikar þar sem flutt verður
tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Á
dagskránni verða lög sem hann hefur
samið við Ijóð Hrafns Andrésar Harðar-
sonar, Steins Steinarrs og Tómasar
Guðmundssonar auk nokkurra píanóv-
erka. Þetta verður frumílutningur flestra
Iaganna og hafa hin sjaldan heyrst áður.
Flutningurínn verður í höndum Önnu
Sigríðar Helgadóttur og Maríu Kristínar
Jónsdóttur. Aðeins er um þessa einu
tónleika að ræða.
Rússibanar eiga almæli
Undarlegt en satt það eru liðin fimm ár
síðan hið fíruga og eldhressa en þó fág-
aða band Rússíbanar stigu á stokk í
fyrsta sinn. Tími og tækifæri til að fagna
og bjóða upp á afmælistertu, eða hvað?
Laugardaginn 17. mars stíga þeir allir á
stokk í Kaffileikhúsinu, Einar, Guðni,
Jón, Matthías og Tatu til að fínstilla
saman hljóðfæri sín og þá er engrar
undankomu auðið, sverðdansinn, tangó,
jæv og svo auðvitað hin fijálsa aðferð.
Söngbræður í Ými
Karlakórinn Söngbræður í Borgarfirði
efnir til tónleika í tónlitarhúsinu Ymi við
Skógarhlíð í kvöld, föstudaginn 16.
mars, kl. 20.30. Dagskráin er bæði
fjörug og falleg.
Vortónleikar
Karlakórs Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur heldur vortón-
leika sína í húsi kórsins, Ymi við
Skógarhlíð dagana 17. til 24. mars.
Tónleikarnir um helgina, bæði laug-
ardag og sunnudag hefjast kl. 16.00.
og engir tónleikar verða á mánudag.
Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Pál
Pampichler, negrasálmar, lög úr Kátu
ekkjunni, Dóná svo blá eftir Strauss
og Grænlandsvísur eftir Sigfús Ein-
arsson. Anna Guðný Guðmundsdóttir
annast píanóleik á tónleikunum og
hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit
íslands leika með í nokkrum lögum.
Kórinn heldur upp á 75 ára afmæli
sitt á þessu ári.
SÝNINGAR
Fyrir börnin, lyrir börnin
Fyrsta sýningin á einleikjadögum Kaífi-
Icikhússins er barnaeinleikurinn Storm-
ur og Ormur en hann verður svmdur
sunnudaginn 18. mars kl. 15:00.
Þrívíð Ijóð
Guðrún Gunnarsdóttir myndlistarkona
heldur sýningu á þrívíðum ljóðum í
Listasafni ASÍ við Freyjugötu, Ásmund-
arsal og Gryfju og stendur hún frá 17.
mars - 1. apríl. 1 Ásmundarsal eru verk
unnin úr vir og pappírsþráðum og í
GrvTju eru verk unnin úr tré. Þetta er
15. einkasýning Guðrúnar og auk þess
hefur hún tekið þátt í fjölda samsýminga,
hérlendis og erlendis. Sýningin verður
opnuð 17. mars kl. 15.00 og verður opin
alla daga ncma mánudaga til 1. mars,
milli kl. 14 og 18.
Sýning í Hafnarborg
Nú stendur yfir í Sverrissal og Apó-
teki Hafnarborgar sýning á verkum
eftir Barböru Vogler. Á sýningunni
eru innsetningar og teikningar sem
gerðar eru með blýanti, litblýanli og
pastellitum á handunninn pappír.
Þctta er í sjötta sinn sem Barbara
heimsækir Island. Hún hefur dvalið í
Straumi og Hafnarborg og hrifist að
nátturu landsins. Sýningin stendur til
mánudagsins 26. mars og er opin alla
daga frá kl. 11 - 1 7 nema þriðjudaga.
Ljósmyndasýning
í Norræna húsinu
Nú fer hver að verða síðastur að sjá ljós-
myndasýninguna Þrá eftir þrá í Nor-
ræna húsinu. Sex norrænir ljósmyndarar
eiga verk á sýningunni eru þau: Eva
Merz, Danmörku, Pia Arke, Grænlandi,
Fin Serck-Hanssen, Noregi, Lars Tun-
björk, Svíþjóð, Pekka Turunen, Finn-
landi og Kristján Maack, Islandi. Sýn-
ingunni lýkur sunnudaginn 18. mars.
Rauða og hvíta
blóðkornið í ævintýrum
Leitin að nýrnasteininum heitir ævin-
týramynd fyrír alla fjölskylduna sem
sýnd verður í Norræna húsinu sunnu-
daginn 18. mars, kl. 14.00. Efni hennar
er svo lýst: „Kvöldið áður en Simen og
afi hans ætla til Kaupmannahafnar gista
þeir í kofa á lítilli evju. Þegar afi verður
allt í einu veikur verður Simen hræddur.
Hann skilur ekki hvað er að afa og leitar
huggunar hjá traustum vini sínum,
bangsanum."
Anna Pavolva í MÍR
Rússneska kvikmyndin Anna Pavlova
verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10
sunnudaginn 18. mars kl. 15.00. Mynd-
in var gerð 1983 og í henni er sagt frá
lífi og listrænum ferli hinnar frægu rúss-
nesku ballettdansmevjar Önnu Pavlovu
sem uppi var 1881-1931. Margir af
fremstu dönsurum óperu-og bellettleík-
hússanna í Leningrad og Moskvu koma
fram í mvmdinni og hljómsveitir leikhús-
anna leika. Skýringar með myndinni á
ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Loðinbarði frumsýndur
í Gerðubergi
Sögusvuntan frumsýnir nýjan brúðu-
leik eftir Hallveigu Thorlacius
sunnudaginn 18. mars, bæði kl.
14.00. Sýningin heitir Loðinbarði og
er eldgömul íslensk þjóðsaga um
tröllkarlinn Loðinbarða og samskipti
hans við systurnar góðkunnu Ásu,
Signýju og Helgu. Til dæmis
komumst við að því hvernig Helga
komst úr öskustónni! Hallveig Thor-
lacius hefur klætt þessa þjóðsögu í
nýjan húning sem öll börn á aldrin-
um 4-104 ættu að hafa gaman af.
Leikstjórn og leikmynd er í höndum
annarrar þekktrar brúðuleikkonu,
Helgu Arnalds en Sigurður Kaiser sér
um lýsinguna. Aðgangur er og öllum
heimill.
QG SVO Hin...
Málþing um viðhorf til íslensku
Laugardaginn 17. mars gengst Stofnun
Sigurðar Nordals fyrir málþingi um við-
horf til íslenskrar lungu í Þjóðarbók-
hlöðunni og hefst þingið kl. 13.30. Að
loknum framsöguerindum verða al-
mennar umræður. Allir velkomnir.