Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 5. apríl 1997 |Dagur-'2Itmtmt BarnaHornið á er það helgin með tilheyrandi frí- Idögum. Styttra frí en páskafríið en frí samt og því um að gera að nota það vel. Einlæg ánægia í leikhúsinu Litlir snillingar nafa alltaf einlæga ánægju af því að klæða sig upp og fara í leikhús. Nú gefst nýtt tækifæri fyrir áhugasama krakka því að Möguleikhús- ið við Hlemm hefur sýningar á barna- leikritinu Snillingar í Snotraskógi, bæði á laugardag og sunnudag. Það kemur þeim til góða síðar að hafa snemma lært að meta leikhúsið. Múmínálfarnir vakna til lífsins Aðdáendur múmínálfanna - takið eftir! Á sunnudaginn verða sýndar í Norræna húsinu í Reykjavík þrjár finnskar teikni- myndir um múmínálfana og þar á meðal Var i Mumindalen. Eins og allir aðdá- endur vita vakna múmínálfarnir til lífs- ins á ný á vorin eftir að hafa sofið í heila þrjá mánuði yfir vetrartímann og að sjálfsögðu eru ævintýrin á hverju strái. Myndirnar eru á sænsku og hefst sýn- ingin klukkan 14. Á skíðum skemmti ég mér... Utivinnandi mæður og feður - takið eftir. Nú þegar helgin er komin er um að gera að drífa mannskapinn á skíði eða í göngutúr í góða veðrinu. Þá sjaldan tím- inn gefst er mikilvægt að nota hann sem best og gjarnan að sleppa kvöldskemmt- unum á föstudags- og laugardagskvöldi til að geta sinnt trítlunum vel um helg- ina. Bíóferðir Spurning um að drífa sig í bíó. Þar er eitt og annað sem smáfólkið gæti haft gaman af. Stjörnubíó sýnir Gullbrá og birnina 3, í Bíóborginni er það 101 Dal- matíuhundur og ekki má gleyma Borg- arbíó á Akureyri. Þar er nú til sýnis myndin Space Jam, sem smáfólkið gæti haft gaman af. Heimsókn í sveitina Eigið þið vini eða ættingja sem búa úti í sveit og þið eruð alltaf á leiðipni að heimsækja? Því ekki að láta af því verða þessa helgi. Foreldrarnir geta fengið sér kaffi og kleinur á meðan þau litlu skoða me me í fjárhúsunum, mö mö í fjósinu og ho ho í hesthúsinu. Ferð í sveitina klikkar aldrei. Starlight Express segir frá litlu lestinni sem lang- ar svo til að kom- ast jafn hratt og fá í belg sinn jafn sœtar stelpur og stóru lestirnar. Draumurinn rœtist. „Engiiin þorað á skautana“ Rósa Ingólfsdóttir fór til Mallorca síðasta sumar, sá þar söngleikinn Starlight Express og œtlar nú að flytja hann inn... g hreifst svo af krafti þeirra og eljusemi," segir Rósa um skemmt- anastjórana sextán frá 10 þjóð- löndum sem hún sá flytja hjólaskauta- söngleikinn fræga eftir Andrew Lloyd Webber fyrir ferðamenn á Calabarca. Hópurinn vinnur í túristabransanum þar, sér um leiki og mót á daginn en bregður sér í búninga á kvöldin og sýnir yfir sumarið 10 söngleiki. Reyndar ekki með öllu tilheyrandi því tónlistin er á bandi og söngurinn aðeins „mæmaður". Starlight Express hefur aldrei verið sýndur hér á landi og gætu menn haldið að ódýrara hefði verið fyrir Rósu að fá íslenska leikara til að skauta á sýning- unum á Hótel íslandi í næstu viku. En Rósa neitar því enda safnaði hún að sér Ijölda styrktaraðila, þ.á.m. er flugfélagið Iberia sem gefur nánast alla farseðla. „Það er búið að tala um þennan söngleik í gegnum árin en það hefur enginn þor- að á skautana. Þannig að ég ákvað að slá til og koma með þetta fólk til að sýna að þetta sé hægt, taka úr íslendingum skrekkinn." Frumsýning á Starlight Express verð- ur þriðjudagskvöldið 8. aprfl kl. 21 á Hótel íslandi. Á miðvikudaginn verða 2 sýningar, kl. 17 og 21. Á fimmtudags- morgun verða svo skemmtanastjórarnir 16 komnir í háloftin áleiðis til Spánar að undirbúa komandi ferðamannavertíð. lóa r Askoru Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, hefur ritað bæjaryfirvöldum á Akureyri bréf þar sem hann fer fram á umbætur í umferðarmálum í Kaup- vangsstræti, sem er gatan sem Listagil stendur við. Tilefnið er bílslys á íjögurra ára dóttur hans, Ásdísi Ingu, sem hann segir vera aðvörun sem mark verði að taka á þó sem betur fer hafi ekki verið um stórslys að ræða í þessu tilfelli. í bréfinu bendir Haraldur á að með tilkomu Listagils hafi umferð gangandi fólks um áður nær auða götu aukist gíf- urlega. Öðru megin sé Deiglan og Café Karólína og hinum megin Listasafnið og oft leggi fólk sig í hættu við að skjótast fram og til baka gegnum þétta umferð á of miklum hraða. „Það er því ljósara en nokkru sinni fyrr að brýna nauðsyn ber til að gera raunhæfar ráðstafanir til að auka öryggi gangandi vegfar- enda í Kaup- vangsstræti. Þeir eru í stór- hættu við nú- verandi aðstæð ur!“ segir Haraldur í bréfinu.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.