Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 9
jD<xgur-®ímtttn Laugardagur 5. apríl 1997 - 21 „Húsln voru flest með ónýt þök, ef hægt var að kalla það þök, hurð- irnar farnar og gluggakarmarnir brotnir ásamt öllum gluggunum..." virðist vera að þegar fólk hafi orðið fyrir svona sárri reynslu vilji það ekki tala um það. Þetta er svipað og að spyrja Japani um sprengjurnar sem var varp- að á Nagasaki og Hirosima. Margir þeirra vilja ekki ræða þau mál. Vilja ekki hugsa um það því það er svo sárt.“ - Lítur þú lífið öðrum augum eftir þessa ferð? „Já, ég geri það. Við tölum oft um að lífið sé voðalega erfitt fyrir marga hér á íslandi en þarna var þetta miklu verra. Fólk þarf svo mikið að spara og lítur því ýmsa hluti allt öðrum augum en við. Ég man t.d. eftir því að við fundum eitthvað timbur sem ég taldi ónýtt, fannst þetta algjört drasl, en mér var sagt að þetta væri enn nothæft.“ Ýmis þægindi sem við lítum á sem sjálfsögð voru ekki til stað- ar lengur á þessum slóðum. Þorsteinn nefnir að rafmagn haíi verið farið, sömu sögu sé að segja af vatnsleiðslum og oft hafi þurft að ganga langa leið til að komast í síma. „Það var líka alltaf verið að vara okkur við að ganga bara á veginum, ekki fara út af honum því þá var hætta á að við lentum á jarðsprengju," segir hann og nefnir dæmi um litla stúlku. Hún hafi brugðið sér út af vegarslóða til að tína blóm, rótt eins og Rauðhetta í ævintýrinu, en í staðinn fyrir að hitta úlf steig hún á jarð- sprengju og stórslasaðist. Reiði og heift íbúar á svæðinu voru í fyrstu tortryggnir gagnvart erlendu sjálfboðaliðunum en þegar þeir gerðu sér grein fyrir að þeir voru komnir til að hjálpa, ekki bara skoða og taka myndir, breyltist viðmótið. Nágrannar komu og iögðu hönd á pióginn og ijölmiðlar sýndu vinnuhópn- um áhuga. „Við komum í svæð- isútvarpinu þeirra og einnig í Verkefni sjálfboðaliðanna var að endurreisa sjúkrahús og þurfti heldur betur að taka til hendinni til að koma byggingunni aftur í not- hæft ástand. sjónvarpinu og í einu stærsta blaðinu," segir Þorsteinn. Þó stríðið sé búið er lífið hjá fólkinu í Króatíu langt frá því að vera einfalt og Þorsteinn segir mikla heift og reiði í garð óvinarms. „Einn nágranninn sagði okkur að margir Króatar sem hann þekkti væru sárir vegna þess að þeir hefðu misst einhvern ná- skyldan ætt- ingja. Margir vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því að framfleyta sér, endurreisa húsið sitt og þeir sjá enga von lengur. Mikið af fólki er enn í flótta- mannabúðum. Fyrirtæki og verksmiðjur hafa verið eyði- lagðar og fólk sér því ekki fram á hvernig hægt sé að leysa vandamálin. Allt er gert til að komast af. Það sem finnst á víðavangi er tekið og notað og dæmi eru um að fólk fari í sveitir og eyðileggi bæi til að finna eitthvað sem það getur notað.“ Þorsteinn teiur að erfiðleik- arnir hafi í mörgum tilfellum kallað fram neikvæða eiginleika í fari fólksins. Hann hafi t.d. greint mikla öfundsýki. „Fólk stelur hvort frá öðru. Hatrið er svo mikið að það er engu lagi líkt. Ef einhver hjálpar einhverjum er sett út á það. Fólk spyr hvers vegna það hjálpi þessum en ekki sér. Það er svo sárt og biturt og ber saman hver hafi misst meira,“ segir hann. Þakkir fyrir stuðning- inn Þrátt fyrir hina neikvæðu strauma má samt greina von og sjálfboðaliðarnir fundu mikið þakklæti í sinn garð að verki loknu. Þann 9. mars síðastliðinn var formlega tilkynnt um opnum sjúkrahússins í Oklaj og sama dag tók hjúkrunarfólkið til starfa. „Okkur miðaði geysilega vel í þessu sjálfboðastarfi,“ seg- ir Þorsteinn og bætir við að starfsfólk og yfirmenn sjúkra- hússins hafi verið mjög þakklát- ir. „Ég var beðinn um að færa öllum íslendingum sem höfðu lagt hönd á plóg innilegar hjart- ans þakkir fyrir stuðninginn.” Fólk stelur hvort frá öðru. Hatrið er svo mikið að það er engu lagi líkt. Efeinhver hjálpar einhverjum er sett út á það. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Kennslufræði til kennsluréttinda Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir starfandi leiðbeinendur í grunn- og framhaldsskólum hefst á hausti komanda við kennaradeild Háskólans á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða 30 eininga nám sem stendur í tvö ár. Háskólinn áskilur sér rétt til að takmarka fjölda innrit- aðra ef þörf krefur. Forgang í námið hafa að öðru jöfnu leiðbeinendur í raungreinum. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknareyðublöð fást á deildarskrifstofu kennara- deildar að Þingvallastræti 23, sími 463 0930 og á aðal- skrifstofu háskólans á Sólborg, sími 463 0900. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í síma 463 0960, fulltrúi kennaradeildar í síma 463 0930 eða forstöðumaður kennaradeildar í síma 463 0903. AKUREYRARBÆR Bæjarskrifstofur Laust til umsóknar starf í starfsmannadeild. Starfið er fólgið í launavinnslu, afgreiðslu og upplýs- ingaráðgjöf. Krafist er menntunar á viðskiptasviði eða reynslu í skrifstofustörfum. Tilskilið er að viðkomandi sýni reglusemi og ná- kvæmni í starfi og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 16. apríl 1997. Bæjarskrifstofurnar eru reyklaus vinnustaður. Starfsmannastjóri. Félags- og fræðslusvið Ráðgjafardeild Á Ráðgjafardeild Akureyrarbæjar eru eftirtalin störf laus til umsóknar: 100% staða félagsráðgjafa Um er að ræða m.a. störf við fjárhagsaðstoð, fé- lagslega ráðgjöf og barnavernd með sérstakri áherslu á unglingamál. Starfið er laust frá 1. júní nk. 100% staða félagsráðgjafa Um er að ræða m.a. almenna og sérhæfða ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra. Starfið er laust frá 1. júní nk. 70% staða sálfræðings Verksvið er greining og meðferð fatlaðra einstak- linga, barna og fullorðinna. Óskað eftir ráðningu sem fyrst eða eftir samkomulagi. 100% staða ritara Starf ritara felst í allri móttöku á deildina, ásamt símsvörun og annarri hefðbundinni ritaraþjónustu. Starfið er laust frá 15. ágúst nk. Laun vegna allra starfanna eru skv. kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um störfin veitir Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri í síma 460 1420. Einnig veitir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar upp- lýsingar um launakjör í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð vegna allra starfanna fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 21. apríl n.k. Starfsmannastjóri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.