Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 11
•Œkgur-Œmrám Laugardagur 5. apríl 1997 - 23 |Dcigixr-®tmímt Kannski er fullseint í rassinn gripið að fara að skrifa um hvernig gott sé að undirbúa veislur nú þegar tími fermingaboða er rétt liðinn. En hver veit nema einhver eigi stórafmœli á nœst- unni eða standi á öðrum tímamótum? Hinir, sem fengið hafa sigfullsadda á veisluhöldum í bili geta lesið og velt fyrir sér hvort veislan hefði orðið betri eða verri hefði eftirfarandi leiðbeiningum verið fylgt. Auður Ingólfsdóttir skrifar Nú er best að taka fram að þetta eru ekki mínar einkaleiðbeiningar. í fyrsta lagi verð ég að viður- kenna að ég á ekki að baki neinn gífurlegan fjölcla af veisl- um sem ég hef skipulagt. í öðru lagi þá byrja ég yfirleitt ekki undirbúning fyrr en í mesta lagi daginn áður. Miðað við það sem sagt er í litlu veisluhandbókinni sem ég fékk lánaða í vikunni á ég greinilega ýmislegt eftir ólært. Þar segir í inngangi: „Vel heppnuð veisla þarfnast vand- legrar skipulagningar. Sumu er hægt að bjarga á síðustu mín- útu en fyrir öðru þarf að hugsa mörgum vikum fyrir stóra dag- inn.“ Það er nefnilega það. Ekk- ert Carpe Diem hór, þá fer allt í vaskinn, heldur nákvæm verk- áætlun. Fyrstu skrefin Nokkur atriði þarf að ákveða með góðum fyrirvara sam- kvæmt bókinni. Til að byrja með þarf auðvitað að ákveða hvenær veislan á að vera og hvar. Þá er það gestalistinn og matseðilinn. Hverjum á að bjóða og hvað fá þeir að borða. Að þessum hlutum loknum er kominn tími til að senda boðskortin út ásamt nauðsyn- Iegum upplýsingum eins og t.d. leiðbeiningum hvernig best er að flnna húsið þitt eða veislu- staðinn (Nei, ég er ekki að grín- ast, þetta stendur í alvörunni í bókinni. Greinilega ekki skrifuð með litla ísland í huga!). Annað sem þarf að huga að með góðum fyrirvara er hvort þú þurfir að fá eitthvað lánað og ef þetta á að vera stórveisla gætir þú þurft að leigja þjóna. (Heima hjá mér höfum við nú bara ræst út frænkur og frænda daginn áður en ég sé það nú að það er greinilega frekar ófag- legt.) Vikan á undan Matur, drykkir, dúkar, hnífapör og blóm eru á listanum sem á að fara eftir í vikunni fyrir veisluna. Hæfilegt þykir að skrifa niður með nokkurra daga fyrirvara hvað þarf að kaupa í matinn og hvað vanti mikið af gosdrykkjum og víni. Síðan þarf kanna hvort dúkarn- ir séu allir hreinir, silfrið púss- að og nóg af klaka í frysti. Nú er líka rétti tíminn til að panta blómaskreytingar og kanna hvort sé ekki öruggt að allir ætli að mæta. Dagurinn fyrir veislu Nú er komið að hreingerning- unni. Húsið þarf auðvitað að þrífa hátt og lágt, tæma ísskáp- inn af öllum hversdagsmat svo pláss sé fyrir veislumatinn og kaupa inn það sem eftir er. Þennan dag er best að nota tímann og búa til þá rétti sem er í lagi að geyma yfir nótt og kvöldið er síðan hægt að nýta til að taka til borðbúnað og setja kerti í kertastjaka. Stóri dagurinn Nú fer stóra stundin að nálgast. Morgunninn fer í að búa til matinn (það sem ekki var hægt að gera daginn áður), koma blómaskreytingunum fyrir og leggja á borð. Nú er líka rétti tíminn til að setja gosdrykki og vín í kæli og dreifa öskubökkum um allt hús. Á síðustu stundu er síðan vissara að athuga hvort allt sé ekki örugglega í lagi, leggja lokahönd á matargerðina og opna rauðvínið. Ef ostur verður á borðum þarf að taka hann úr kæli svo hann verði ekki ískald- ur þegar hann er borinn fram. Þar höfum við það. Ég er al- veg dauðfegin að það er engin stórveisla framundan hjá mér. Og kannski var bara ágætt að pistillinn kemur ekki fyrr en eftir fermingarnar. Nóg er nú umstangið samt! QLO ittei eimilis- homið stráð form (ca 24 sm). Kakan bökuð við 175“ í ca 1 klst. Kakan látin kólna. Rjómi og súkkulaði látið sjóða aðeins saman. Smurt yfir kökubotninn. Látið stífna á köldum stað, jafnvel yfir nótt. Kakan er svo skreytt með rjómatoppum og niðursneiddum jarðarberjum. Falleg og góð veislukaka. Súkkulaðikaka 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 4 egg 200 g sykur 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Fylling: 1 dl rjómi 150 g suðusúkkulaði Skraut: Jarðarber Súkkulaðið er brætt með smjör- inu við vægan hita. Látið kólna aðeins. Egg og sykur er þeytt í þykka eggjafroðu. Súkkulaði- blöndunni bætt út í. Hveiti og lyftidufti hrært varlega út í. Deigið sett í vel smurt og raspi Sunnudagskakan 400 g soðnar músaðar kartöflur 4 egg Rifið hýði og saji úr 1 appelsínu 300g sykur 100 g saxaðar möndlur 100 g súkkulaði Hrærið saman eggjarauðum, sykri, safa og rifnu appelsínu- hýði. Hrærið músuðum kartöfl- unum og möndlunum saman við. Þeytið eggjahvíturnar stífar og blandið þeim saman við deig- ið. Smyrjið stórt tertuform (ca 25 sm), stráið hveiti innan í það og látið deigið þar í. Kakan bök- uð neðarlega í ofninum við 200° í ca 50 mín. þar til hún virðist vera stinn. Bræðið súkkulaðið og smyrjið því yfir kökuna á meðan hún er volg. Við notum eldfast mót þar sem kakan er borin fram í mótinu. Nú og svo er auð- vitað algjört namm namm að bera kaldan þeyttan rjóma með. Góðar „ muffins “ 50 g möndlur 2 egg 175 g sykur 175 g smjör 125 g hveiti 'A tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur Malið möndlurnar í möndlu- kvörninni. Þeytið eggin og syk- urinn í þykka eggjafroðu. Bræð- ið smjörið, kælið það aðeins. Blandið saman hveiti, lyftidufti, vanillusykri og möndlunum og hrærið saman við eggjafroðuna ásamt smjörinu smátt og smátt í einu. Deigið sett í pappírsform, fyllt að ca. 'A. Stráið muldum möndlum yfir og bakið við 180° í 12-15 mín. í miðjum ofninum. Marengs 2 eggjahvítur 100 g sykur Þeytið eggjahvíturnar létt og bætið svo 2 msk. af sykrinum saman við og þeytið þar til vel stífar, bætið þá afganginum af sykrinum saman við og blandið vel saman. Úr þessari uppskrift bökum við bæði smákökur eða stærri kökubotn. Sett á bökunarpapp- írsklædda plötu. Bakað við 125“ í ca 45 mín. Fer þó eftir stærð. Þegar bakaður er botn, þá er teiknaður hringur á pappírinn, og svo deigið smurt þar á. Sprautaður kantur í hring. Bak- að í 1 klst. og 20 mín. Sunnudags „dessertinn“ Sjóðið 250 g sveskjur í litlu vatni með 3 msk. sykri. Látið 1 dl sherry út í og látið sveskjurnar kólna í leginum. Sveskjurnar settar í ca 3-4 ávaxtaskálar með smávegis safa. Þeyttur rjómi settur ofan á, muldir möndlu- spænir og saxað súkkulaði stráð yfir. Kvöldkakan 2 egg 100 g sykur 50 g hveiti / tsk. lyftiduft Marengs: 2 eggjahvítur 4 msk. sykur Krem: 2 eggjarauður 2 msk. flórsykur Rifið hýði af 1 sítrónu eða appelsínu 1 tsk. kartöflumjöl. V/ dl. rjómi Kökubotninn eigum við tilbúinn bakaðan fyrr, geymdur í frysti. Eggin þeytt með sykrinum létt og ljóst. Hveiti og lyftidufti blandað saman og hrært út í. Sett í vel smurt raspi stráð form og bakað við 225“ í ca 15 mín. Kremið: Eggjarauðurnar þeyttar með sykri og sítrónuhýð- inu, kartöflumjöli og rjóma, sett í pott og suðan látin koma upp. Iirært í á meðan. Kremið smurt yfir kökubotninn og þar yfir marengsinn. Eggjahvíturnar þeyttar stífar með sykrinum. Þunnum appelsínubátum þrýst ofan í marengsinn og kakan bökuð við 200“ í 10-15 mín.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.