Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 5. apríll997 Jlíxgur-®ímúm "W" "T ið Öxarjjörd í Norður-Þingeyjar- / sýslu bera konur ekki skarðan 1 / hlut frá jafnréttisborðinu, nema 1/ síður sé. Blaðamaður hitti fyrir f skemmstu 26 af þeim 27 konum sem gegna ábyrgðarstöðum við Öxarfjörð- inn, svœði sem aðeins telur rúmlega fimm hundruð íbúa. Þessar voru mættar: Vala Árnadóttir hársnyrtir, Ása Jóhannesdóttir hótelhaldari á Heilsusetrinu í Lundi, Guðný H. Björnsdóttir stöðvarstjóri í Ár- laxi og formaður Rauða kross- deildarinnar á svæðinu, Sig- þrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðin- um í Jökulsárgljúfrum, Sigrún Kristjánsdóttir bóndi Vestara- Landi, Kristveig Björnsdóttir minjavörður á Byggðasafni N- Þingeyinga og formaður félags aldraðra, Ásta Björnsdóttir ein þriggja kvenna í forsvari fyrir Ileimöx handverksfélag, Halla Óladóttir skólastjóri grunnskól- ans á Kópaskeri, Gunnþóra Jónsdóttir skrifstofustjóri hjá Öxarljarðarhreppi, Sigurlína Jóh. Jóhannesdóttir ökukenn- ari, Inga Karlsdóttir afgreiðslu- stjóri Landsbanka íslands á Kópaskeri og formaður Miðnæt- ursólarhringsins (hefði sjálfsagt verið titluð bankastjóri ef um karlmann hefði verið að ræða. Innsk.blm.), Jóna Kristín Ein- arsdóttir sláturhúsverkstjóri í Silfurstjörnunni, Kristbjörg Sig- urðardóttir umboðsmaður Vá- tryggingafélags íslands, Dags- Tímans og DV, Hildur Jóhanns- dóttir sveitarstjórnarmaður, formaður skólanefndar, Guðrún G. Eggertsdóttir hjúkrunarfor- stjóri og ljósmóðir, Hólmfríður Halldórsdóttir flugumferðar- stjóri, Kristveig Árnadóttir stöðvarstjóri Pósts og Síma, Magnea Einarsdóttir húsvörður og rekur ferðaþjónustu, Ingi- björg Jóhannesdóttir leikskóla- stjóri Kópaskeri, Sigríður Kjart- ansdóttir sjúkraþjálfari, Helga Ilelgadóttir bókavörður, Erla Óskarsdóttir hreppstjóri, Bryn- dís Sigurjónsdóttir leikskóla- stjóri, Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri, Guðbjörg Krist- jánsdóttir hótelstýra Kópaskeri, Þórunn Guðrún Pálsdóttir for- stöðumaður í Mörk, þjónustu- miðstöðvar aldraðra á Kópa- skeri og sú sem ekki gat mætt til þessa fundar var Siguríljóð Sveinbjörnsdóttir bóka- safnsvörður í Skúlagarði. GKJ „Fyrirheitna landið“ / Eg er að undirbúa sumarið þessa dagana. Til stendur að halda nokkur námskeið og nú er ég önnum kafin við að safna því fólki saman sem kem- ur hingað til að halda hin ýmsu námskeið í sumar. Nú þegar hef ég fengið margt mjög hæflleika- ríkt fólk og ég legg mikla áherslu á að fá hingað nám- skeið sem efla sköpunarkraft- inn hjá þátttakendum. Þar má nefna myndlist og skúlptúra gert úr því sem finnst úti í nátt- Ása Jóhannesdóttir rekur Heilsu- setrið að Lundi í Öxarfirði. úrunni, þurrskreytingar og hvaðeina úr jurtum. Ég hef mikinn áhuga á jurtum og trúi því að við séum að fara til baka til þekkingar sem er hluti af Kennir konum æfuigartil varaar þvagleka Sigríður er Akureyringur, gift- ist til Kópaskers, setti upp eigin stofu í húsnæði hreppsins, Útskálum, og hefur nóg að gera. „Já ég hef haft nóg að gera, stofan hjá mér er opin alla daga fyrir hádegi og einn dag eftir hádegi og til mín sækir fólk af stóru svæði.“ Sigríður er spurð um rann- sókn sem hún tók þátt í ásamt héraðslækninum á staðnum, Sigurði Halldórssyni og hjúkr- unarforstjóranum Guðrúnu G. Eggertsdóttur. „Þessi rannsókn byrjaði á því að gerð var könn- un á algengi þvagleka meðal Sjúkraþjálfarinn Sigríður Kjartans- dóttir rekur sína eigin stofu í Út- skálum á Kópaskeri. kvenna x sveitarfélaginu. Þeim var sendur spurningalisti í okt. 1993. Upp úr því var þeim kon- um sem trúðu okkur fyrir því að þetta væri vandamál hjá þeim, boðin aðstoð við að vinna bug á vandanum sem fólst í því að læra æfingar, grindarbotns- Fríður flokkur kvenna í Öxarfirði sem allar gegna stjórnunarstöð- um. Myndir: GKJ kvennamenningunni, þekkingar sem felst í notkun á jurtum í handverki og til lækninga. Stór- kostleg þekking sem ekki má glatast. Ég er að stíga fyrstu skrefin á Heilsusetrinu hér í Lundi en ég hef mikla trú á þessu verkefni og geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að markaðssetja hlutina. Ég tek eitt skref í einu og „góðir hlutir gerast hægt“ ekki satt? Að vera stödd hér í dag með öllum þessum konum finnst mér ég næstum komin til Fyrir- heitna landsins. Ég hef aldrei efast um mikilvægi þess að kon- ur fari að taka við stjórnunar- störfum, það hefur nú ekki allt- af gengið of vel hjá körlunum!" æfingar, og með því hjálpað sér að miklu leyti sjálfar. Að kenna konunum þessar æfingar var minn hluti af verkefninu. Önnur könnun var svo send út tæpu ári seinna og kom þá í ljós að þær sem duglegastar höfðu ver- ið við æfingarnar höfðu fengið marktækan bata. Þannig að augljóst var að þarna var um raunhæfa leið að ræða til varn- ar þvagleka. Síðan þetta var þá höfum við Guðrún haldið nám- skeið um þessi mál m.a. á Þórs- höfn, Raufarhöfn, Húsavík, Ak- ureyri og Dalvxk. Einnig kynnti Guðrún niðui'stöður rannsókn- arinnar á alþjóðaþingi ljós- mæðra og við sendum grein um þetta í Hlauparann. Stefnt er að því að halda áfram með fræðslu og þjálfun á þessu sviði.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.