Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 5. apríl 1997 |Dagur-'3Itmmn B R I D G E Norðlenskir Islandsmeistarar Eins og margtuggið er, varð sveit Antons Har- aldssonar fslandsmeistari í sveitakeppni um síðustu helgi. Með Antoni spiluðu bróðir hans, Sigurbjörn, sem er yngsti íslandsmeistari sögunnar í opn- um flokki, Pétur Guðjónsson og Magnús Magnússon, Akureyri. Steinar Jónsson, Siglufirði, og Jónas P. Erlingsson, Reykjavík. Til hamiingju piltar. Anton Haraldsson gaukaði eftirfarandi spili til þáttarins þar sem bróðir hans Sigurbjörn er í aðalhlutverki: * ÁDG73 V 986 * G9 * 763 4 KT4 *Á75 ♦ K84 4 T984 N V A S 4 9652 V432 ♦ ÁT75 4 D2 4 8 V KDGT ♦ D632 4 ÁKG5 Sigurbjörn og Anton sátu NS en í andstöðunni voru Kjartan Ásmundsson í vestur og Guð- mundur Pétursson í austur. Þeir spiluðu í sveit Símonar. Eftir opnun á sterku laufi í suður og jákvætt spaðasvar hófust bið- sagnir og endaði Sigurbjörn sem sagnhafi í 3 gröndum. Hann fékk út lauftíu og sá átta slagi. Guðmundur lagði drottn- inguna á og Sigurbjörn drap. Hann prófaði nú að svína tígul- tíunni en Guðmundur átti slag- inn og spilaði meira laufi. Sig- urbjörn drap og spilaði nú tvisvar hjarta eftir að Kjartan dúkkaði einu sinni. Enn kom lauf sem Sigurbjörn drap. Nú var ijórða hjartað tekið og þrýstingurinn jókst heldur hjá andstöðunni. Vestur varð að fara niður á blankan tígulkóng og austur, Guðmundur, sá að hann yrði endaspilaður ef hann kastaði ekki tígulásnum og gerði það! En Sigurbjörn fann framhaldið. Nú svínaði hann spaða og spilaði tígulgosa sem Kjartan varð að drepa. Hann gat tekið laufslag en þurfti síð- an að spila spaða og gefa þar með Sigurbirni 9. slaginn með innkastssvíningunni. Ef Guð- mundur lendir inn á tígulás er hann einnig endaspilaður. Skemmtileg staða. Á hinu borðinu skrifaði sveit Símonar 110 í sinn dálk þannig að Anton græddi 7 impa á spil- inu. Hvammstangi Tvöfalt hjá Bjarna Bridgefélag V-Ilúnvetninga hef- ur nýlokið Topp-16 silfurstiga- einmenningi sem jafnframt er firmakeppni félagsins. 48 fyrir- tæki tóku þátt og þakkar félagið veittan stuðning. Lokastaðan: l.Lyfsala E Gunnlaugssonar - Bjarni R Brynjólfsson 46 stig 2 Kaupfélag V-Húnvetninga - Erlingur Sverrisson 45 stig 3. Bílaútg. Péturs Daníelssonar - Unnar A Guðmundsson 39 stig 4. Lyfsala Gísla Júlíussonar - Eggert Ó Levy 39 stig 5. Húnaprent - Erlingur Sverrisson 36 stig Á Topp-16 enduðu þessir efstir: 1. Bjarni R BrynjólfssonllO stig 2. Unnar A Guðmundssonl09 stig 3. Erlingur Sverrisson 106 stig 4. Einar Jónsson 101 stig 5. Marteinn Reimarsson 97 stig ó.Sigurður Þorvaldsson 95 stig Meðalskor var 90 stig. Sigursveit Antons Haraldssonar. Frá vinstri: Jónas P Erlingsson, Pétur Guðjónsson, Anton Haraldsson, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar Jónsson. Mynd: /s Sauðdrukknir fuglar Gráþrestir sleppa ekki við áhrifin af alkóhólíseruðum rotnandi ávöxtum eins og bræður þeirra starrarnir. Vísindamenn sem hafa furðað sig á því hvers vegna sumir fuglar riða og hegða sér und- arlega ífebrúar/mars hafa lýst því yjir að fuglsgreyin eru einfaldlega sauðdrukkin... Menn hafa orðið vitni að því að nokkrar tegundir fugla, m.a. gráþrestir í Bretlandi, hegða sér undarlega eftir að hafa innbyrt ber og ávexti sem hafa gerjast yfir vetrartímann en þá hefur ávaxtasykurinn umbreyst í et- anól. Ekki allir eru svo ó/heppnir að komast þannig í ódýra vímu því í ljós hefur kom- ið að starrinn framleiðir öflugt ensím, sem vinnur 14 sinnum hraðar en í mönnum, sem held- ur honum edrú. David Norman hjá Háskólan- um í Liverpool segist tvisvar hafa handsamað drukkna fugla. „Það rann af þeim og þeir flugu burt eftir bara hálftíma í myrkvuðu herbergi.“ Smekkur dýra og fugla fyrir alkóhóli getur þó verið til vand- ræða. Vitað er að fflar á Ind- landi og í Afríku hafa sumir orðið háðir ávaxtaalkóhóli og böðlast í gegnum þorp í örvænt- ingarfullri leit að einhverju til að slökkva þorstann. Portin ganga út frá götunni; sérkennileg svæði. Þau tilheyra ekki skarkala götunn- ar, lífi hennar með blómstrandi verslun. Þau til- heyra ekki heldur lífinu handan þeirra, sem hrærist á bak við luktar dyr einkalífsins og birtist einungis í hreyfingu glugga- tjalda eða ljósi í glugga. Portin eru mitt á milli, hvorki þetta né hitt, hvorki almennings á göt- unni né einstaklinganna á heimilunum..." Þessi kaflinn er byrjunin á hugleiðingu um portin sem fylg- ir myndlistarsýningunni: Port- myndir við Laugaveg og Banka- stræti. Sýningin hefst í dag og lýkur mánuði síðar, 3. maí. Alls taka 12 myndlistarmenn þátt í sýningunni. Þeir eru: Alda Sigurðardóttir, Arnfinnur Ein- arsson, Ásta Ólafsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hiynur Helgason, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Reynis- dóttir, Magnús S. Guðmunds- son, Pétur Örn Friðriksson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Leiðarkort um sýninguna fær fólk í hendurnar í verslunum við Laugaveginn. Á meðan á sýningunni stendur kemur út sýningarskrá sem mun liggja frammi á kaffihúsum og á lista- söfnum. AI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.