Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 1
Hrakm á brott Dýralœknirinn Dagmar Vala Hjörleifsdóttir og Halldór Jónsson héraðslœknir hafa hrakist á brott afbýli sínu á Vesturlandi. Þau telja sér ekki fœrt að búa þar lengur vegna vegarins sem verið er að leggja. Þau telja sig neydd til að flytja til útlanda. Þetta kippti gjörsamlega fótunum undan veru okk- ar í hreppnum því að við byggðum bæ okkar með það fyrir augum að hafa þar litla hestarækt, sem ég var búin að hlakka til að dunda mér við. Svo ætlaði óg að hafa þarna lít- inn hestaspítala og var búin að teikna hann en haginn fór und- ir veginn. Sárast var þó að þeir eyðilögðu friðað mýrlendi frá fjallinu niður að sjónum. Par verpir obbinn af öllum varp- fuglum í landinu,“ segir Dag- mar Vala Hjörleifsdóttir dýra- læknir. Dagmar Vala, sem jafnframt því að hafa rekið dýralækna- stofu á Akranesi hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Vesturlands, og eiginmaður hennar, Halldór Jónsson, héraðslæknir Vestur- lands og einn af þremur læknum á heilsu- gæsl- unni á Akranesi, eru að pakka saman föggum sínum og flytja frá paradísinni að Móum í Innri-Akraneshreppi vegna lagningar nýs vegar frá munn- anum á Hvalfjarðargöngum til Akraness. Fjölskyldan á ekki rétt á neinum bótum eða hljóð- múr þótt vegurinn liggi 150 metra fyrir utan stofugluggann hjá þeim því að þau hafa bara leigt hagann, sem fer undir veginn. Sorgarsaga frá upp- hafi Saga Dagmarar og Halldórs er mikil sorgarsaga. I tvö ár höfðu þau leitað að góðri jörð þar sem þau gætu verið í friði í náttúr- unni með dýrin sín þegar þau fundu jörðina Móa. Pau lögðu allt sitt í að láta draumana ræt- ast, lögðu mikla vinnu á sig, fjárfestu 22 milljónir í einbýlis- húsi og tamningagerði og ætl- uðu að byggja hestaspítala þeg- ar draumurinn hrundi. Árið 1991 kynnti Vegagerðin áform sín um að leggja veg þvert í gegnum allar jarðirnar í hreppnum. Dagmar og Halldór segjast vera nánast gjaldþrota því að engar fá þau bæturnar og litlar líkur eru á að þeim takist að selja jörðina. „Maður var búinn að sá fræ- inu, rækta tréð og eplin voru komin á það en þegar maður ætlaði að fara að bíta í þá var það hoggið,“ segir Dagmar. „Þetta var gífurlegt áfall.“ Bændurnir mótmæltu Dagmar Vala segir að vegurinn hafl mætt mikilli mótspyrnu strax frá upphafl og mótmæltu allir bændurnir en Vegagerðin og umhverfisráðuneytið hafl látið það sem vind um eyru þjóta. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að vegurinn færi þvert yfir nýbyggt einbýlishús Dag- marar og Halldórs, síðar átti „hraðbrautin að liggja fyrir ut- an stofugluggann hjá okkur.“ Þá áttu gatnamót að vera fyrir utan Móa. Vegurinn skyldi byggður þrátt fyrir mótmæli íbúanna og þá staðreynd að annar vegur væri fyrir í hreppnum. Dagmar Vala og fjölskylda hennar gagnrýna yflrvöld hart og telja að Vegagerðin og um- hverflsráðherra hafi komið illa fram við íbúana. Þau eru búin að fá nóg. Dagmar Vala segir að þau séu náttúrubörn og geti ekki unað mengun og ónæði frá umferðinni. Þau eru því þegar farin að pakka saman eigum sínum, Dagmar Vala er búin að loka stofu sinni og þau eru ákveðin í að flytja á brott. Að öllum líkindum hrekj- ast þau alla leið til útlanda. -GHS Dagmar vala Hjorleifsdottir dyralæknir hefur lokað dýralæknastofu sinni og hrakist á brott frá jörð sinni að Móum í Innri-Akraneshreppi vegna lagningar vegar þvert yfir hagann, sem hún hefur verið með á leigu. Hún unir ekki mengun og ónæði af veginum og bendir á að annar vegur sé þegar í hreppnum. Verið er að leggja veginn. Myn&.GVA MAÐURVIKUNNAR Aumingja Hemmi Gunn! Hvern dreymdi um að 17 marka metið í landsleik gegn bandarískum byrj- endum í skýjakljúíi fyrir nokkrum árum ætti eftir að falla? Gústaf Bjarnason er maður vikunnar: 21 mark í landsleik gegn milljarðaþjóðinni Kína á sjálfum Selfossi - heimabæ kappans - er met sem á eftir að standa fram á næstu öld. Til hamingju kallinn! Kaldhæðnin er sú að Gústaf átti aldrei að leika þennan leik. Ef KA hefði ekki slegið Ilauka út í handboltanum hefði Gústaf verið í leyfi frá landsliðsstörf- um þessa vikuna til að undir- búa sig í'yrir úrslitakeppnina. Hann getur þakkað KA fyrir að hafa komist óafmáanlega á spjöld hand- knatlleikssög- unnar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.