Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Blaðsíða 13
Ptgur-®mmm JQa^r-ÍEtmttm Laugardagur 5. apríl 1997 - 25 að kemur vel á vondan að ég skyldi lenda í þessu matarstússi þar sem ég elda svo sjaldan. Hinsvegar á ég tromp á hendi, sem er bóndi minn, og fékk hann til liðs við mig. Hann sér að mestu leyti um daglega matseld þó við hjálpumst að sjálfsögðu að ef eitthvað meiri háttar stendur til,“ segir Katrín María Andrés- dóttir, sem leggur til uppskriftir að þessu sinni ásamt eigin- manni sínum, Rúnari Gíslasyni. Þau Rúnar og Katrín gefa lesendum uppskrift af forrétti, aðalrétti og eftirrétti og eru síð- an með eina „auka“ uppskrift vegna ijölda áskorana. Þar er um að ræða bjúgnauppskrift sem er upphaflega komin frá Maríu, föðursystur Katrínar, og er að sögn þeirra hjóna alveg „dúndurgóð". Næstu uppskriftir munu koma frá Birni Austfjörð og konu hans, Eygló Jensdóttur, sem búsett eru á Akureyri. Tartalettur m/ sveppum og aspas 45 g smjör '/ bolli smátt saxaður laukur 250 g sveppir, þunnt sneiddir (t.d. með eggjaskera - smá hús- ráð.'J l'Á tsk. sojasósa salt pipar 'á l rjómi / dós grœnn aspas Látið laukinn krauma í smjör- inu þar til hann er meyr. Bætið þá sveppum útí ásamt sojasósu, kryddið með salti og pipar. Hrærið í öðru hvoru og lækkið hitann. Hellið rjómanum útí. Þegar sósan fer að þykkna skal setja aspasinn útí (ekki safann). Þegar rétturinn er orðinn nokkuð þykkur má bera hann fram heitan með ristuðu brauði eða setja í tartalettur og láta standa þannig að tartaletturnar mýkist upp. T.d. gott að hita upp í ofni. Einnig má setja örlít- inn rifinn ost yfir réttinn í lok eldunar. Myntukryddað lambalœri lambalœri Krydd: hvítlaukur negulnaglar salt sítrónupipar Lambakjöt m/bananabitum og ananas Langar ykkur að matreiða gamla góða lambakjötið á nýjan og ferskan hátt? Hér kemur ein góð uppskrift. 500 g lambakjöt 250 g laukur '/ msk. kúmen '/ msk. kóríander 3-4 svört piparkorn 2 stk. chilipipar 1-2 hvítlauksrif 1 fersk engiferrót (ca. 2 cm löng) salt 40 g smjör 'A lítri kjötsoð 1 ferskur ananas 2-3 miðlungsstórir bananar 2 msk. kókosmjólk (niðursoðin) '/ búnt fersk steinselja Hreinsið lambakjötið og skerið í bita. Sneiðið laukinn. Ristið kúmen, kóríander og piparkornin þar til kryddlyktin fer að anga. Kælið. Þvoið var- lega og steinhreinsið chilipipar- inn. Grófsaxið hvítlaukinn og engiferrótina. Notið rafmagns- handþeytara eða matvinnsluvél til að búa til mauk úr kryddinu. Bræðið smjörið á pönnu og steikið lambakjötið. Bætið lauknum saman við og steikið þar til hann er orðinn mjúkur. Setjið síðan kjötseyðið útí og lirærið kryddmaukinu saman við. Setjið lok á pönnuna og steikið við lágan hita í 60 mín- útur. Skerið bananana og ananas- inn í bita. Hrærið ávöxtunum saman við lambakjötið ásamt kókosmjólkinni. Fáið hitann upp aftur. Saltið og stráið síðan ferskri brytjaðari steinselju yfir. Berið fram með hrísgrjónum. Rúnar og Katrín María. mynta basilikum Þá er komið að aðalréttinum. Taka skal lærið úr frysti 3 sól- arhringum fyrir eldun og þýða upp í ísskáp. Þegar ysta lagið er orðið þýtt á að skera í það göt með hnífsoddi og stinga í þau smátt skornum hvítlauk og negulnöglum. Um að gera að hafa mörg lítil göt og litla hvít- lauksbita. Það er betra en að setja fá göt og stóra köggla af hvítlauk. Síðan er kryddað vel með salti, sítrónupipar, myntu og e.t.v. örlitlu basilikum. Þá er að pakka lærinu aftur inn í plast og láta það halda áfram að þiðna og meyrna í kæliskápn- um. Lærið er síðan steikt í ofni á hefðbundinn hátt eða grillað (fer eftir veðurspá). Okkur finnst best að hafa lærið frekar mikið eldað og hafa t.d. rauðvínsrjómasósu með því. Rabarbara-Rúna 500 g brytjaður rabarbari 2 dlsykur 1 msk. vanillusykur 2 msk. kartöflumjöl 150 g hveiti 125 g smjörlíki 125 g sykur súkkulaðispœnir Setjið rabarbara neðst í eldfast mót. Blandið saman sykri, van- illusykri og kartöflumjöli og stráið yfir. Hnoðið síðan saman hveiti, smjörlíki og sykri og setj- ið yfir. Stráið súkkulaðispónum yfir og bakið við 225° í 25 mfn- útur. Berið fram heitt með ís eða rjóma. Búkonubjúgu 14 kg fremur feitt kjöthakk (eða 11 kg hakk og 3 kg mör) 1 kg kartöflumjöl 1 glas fínt salt 'á glas nítrínsalt (eða l’/ tsk. saltpétur) 2 msk. þriðja kryddið 4 msk. dökkur kjötkraftur 4 msk. lyftiduft 2-3 l vatn Þetta er einfaldlega sett saman í samfellda blöndu, látið í bjúgnaplast og reykt eftir kúnstarinnar reglum. Bragðmikil hrísgrjónabaka 2 laukar 4 msk. olífuolía 200 g hrísgrjón 1 rnsk. karrý 500 ml kjúklingaseyði 300 g frosnar baunir 4 egg 3 msk. brauðmylsna 50 g heslihnetur 375 g nautahakk salt hvítur pipar múskat 150 g Goudaostur 100 g rjómi 2 tómatar Saxið laukinn og snöggsteikið í olífuolíunni. Þvoið hrísgrjónin og blandið saman við laukinn. Sáldrið karrýi saman við, steik- ið í nokkrar sekúndur og hrær- ið í á meðan. Snöggkælið með kjúklingasoðinu, fáið suðu upp, setjið lok yfir og hitið yfir lágum hita í 25 mínútur. Byrjið að afþýða baunirnar. Skiljið að rauður og hvítur úr’ tveimur eggjum. Blandið saman hakki, eggjahvítum, brauð- mylsnu og heslihnetum og hrærið vel. Kryddið með salti, pipar og múskati. Hrærið eggja- rauðum saman við 50 g rifinn Goudaost og setji saman við hrísgrjónin. Setjið bökunarpappír í hring- form og hellið hrísgrjónablönd- unni í formið. Setjið hakkblönd- una ofan á og að síðustu baun- irnar. Hrærið hin eggin tvö, það sem eftir er af Goudaostinum og rjómann saman. Kryddið með pipar og múskat og hellið þessu yfir bökuna. Bakið í 180°C heitum ofni í 35-40 mín- útur. ATH! Ef bakan fer að brúnast of fljótt getur verið gott að setja álpappír ofaná. Skerið tómatana í báta. Tak- ið bökuna úr forminu og skreyt- ið hana með tómötum áður en hún er borin fram. 1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.