Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Síða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Síða 15
Hveraig kemur kóngafólkið undan vetri? Nýtt hár og nýr maður (eða hvað?) f vetrarlok hjá Karólínu Mónakóprinsessu. BÚBBA skrifar hér sinn síð- asta pistil, að sinni a.m.k. Beinir hún nú sjónum sínum að því hvernig kóngafólkið í Evrópu kemur undan vetri. Jæja, lesendur góðir. Þá er komið að því. Ritstjórinn reyndi að gleðja mig með því um daginn að nú væri kom- inn tími á sumarfrí. Það er nú svona álíka eins og að segja við fluguveiðimann - svo maður taki nærtækt dæmi - að hætta að spá í flugur, línur, kasttækni o.s.frv. Því fyrir fólk svona eins og mig er ekki um það að ræða að hætta að fylgjast með kónga- fólkinu. En það er öllum hollt að fá sér sumarfrí og það mun ég gera með því að leggja blaðaskrif til hliðar fram að hausti. En áður en af því verður skulum við aðeins líta á hvernig staðan er hjá hinum ýmsu kóngaijölskyldum í vorbyrjun. Bretland: Tengdadætur á ferð og flugi Eftir allt sem á undan er gengið á undanförnum árum þá var veturinn tiltölulega rólegur hjá íjölskyldu Elísabetar drottning- ar í Bretlandi. Fyrrum svilkon- urnar Díana og Sara voru tals- vert í fréttum í vetur enda nýttu þær síðustu mánuði til þess að sanna sig í nýju umhverfi, þar sem menn hafa almennt lítinn skilning á hörmum þeirra sem una illa hallarlífi. Þegar upp er staðið hefur Dí- ana enn sannað að hún hefur bein í nefinu og hefur fulla burði til þess að standa fyrir sínu. í september heimsótti hún Hilary Clinton um leið og hún aflaði ljár til krabbameinsrann- sókna, í desember tók hún þátt í ráðstefnu um varnir gegn holdsveiki í London og tók þátt í samkomu hjá Metropolitan og Museum of Art í New York. En hápunktur vetrarins var líklega ferð hennar til Angóla, þar sem hún varpaði ljósi á hörmungar sem fylgja notkun jarð- sprengna. Vakti sú ferð mikla athygli. Nú og í febrúar tilkynnti hún að hún hyggðist selja viðhafnarkjóla sína á upp- boði og afla þannig tekna til góðgerðarstarfsemi. Dagblaðið Express on Sunday flutti fróttir af því að Díana ætlaði að gefa einungis helminginn af tekjun- um sem þannig öfluðust til góð- gerðarstarfsemi. Díana gerði sér lítið fyrir, stefndi blaðinu fyrir ærumeiðingar. Lyktir urðu þær að ritstjórarnir féilust á að greiða Díönu um 1,3 milijónir króna sem hún gaf til góðgerð- arstarfsemi. Díana hefur komið sér vel fyrir í þjóðarsálinni hjá Bretum, þeim er hlýtt til henn- ar. Það fer fáum sögum af ást- arlífi prinsessunnar nema hvað stöku sinnum er minnst á það að hún eigi í ástarsambandi við frægan hjartaskurðlækni. Sara Ferguson á ekki upp á pallborðið hjá bresku þjóðinni. Tíðar fróttir af henni við að kynna ævisögu sína eða leita annarra leiða við að stytta skuidahalann urðu henni ekki til mikiis vegsauka. Má nefna ferðir út og suður við að taka þátt í auglýsingum eða mæta í góðgerðarboð gegn greiðslu. Hún er flutt inn í gestaherberg- ið hjá Andrési fyrrverandi eig- inmanni sínum, til þess að spara húsaieigu (sem var 600 þúsund krónur á mánuði). En flárþörf hennar er rosaleg. Það er ekki nóg með að hún þurfi að vinna sér inn mikla peninga til þess að greiða niður skuldir. Ilún þarf fíka að greiða skatta af öllum tekjunum og það er ekkert smáræði sem hún skufd- ar á þeim vettvangi eða um 160 milljónir króna. Taumleysi Söru við að afla peninga hefur sett hroll að Elísabetu drottningu, en það verður að segja Söru til hróss að hún passar sig á því að auglýsa ekki vörur í veldi tengdamóður sinnar fyrrver- andi. Karl Bretaprins unir sér í sveitinni með ástkonu sinni Camillu og fer engum sögum af þeim vettvangi. Sagt er að hann ímyndi sér að með tímanum geti þjóðin fellt sig við að hún verði drottning við hlið hans þegar fram líða stundir. - Sá er bjartsýnn! Ferming Vilhjálms krónprins leiddi í ljós að þau Díana og Karl geta hist á almannafæri án þess að gera sjálfum sér og öðr- um lífið leitt en til þess var tek- ið að þau nánast töluðust ekki við. Voru viðstaddir sjálfsagt fegnir því. Já meðal annarra orða. Ját- varður prins hefur ekki tilkynnt hvenær hann hyggst kvænast Sophie Ryhs Jones sambýlis- konu sinni. Ég spáði því víst að það myndi draga til tíðinda með vorinu en sú spá ætlar víst ekki að rætast. Sannast sagna held ég að hann Játvarður sé dálítið sér á parti. Danmörk: Hvenær verður Margrét amma? Hápunktur vetrarins hjá Mar- gréti Danadrottningu og hennar fjölskyldu voru hátíðarhöldin vegna 25 ára valdaafmælis Margrétar. Ingiríður drottning- armóðir komst í fréttirnar ný- lega þegar kviknaði x bílsæti sem hún sat í. Ingiríði sakaði ekki en reykjarsvælan var víst orðin ansi svæsin í bflnum þeg- ar aðrir farþegar áttuðu sig á því að það logaði undir drott- ingarmóðurinni. Nú bíða Danir helst eftir einhverjum merkjum í þá átt að erfingi sé á leiðinni hjá þeim Alex prinsessu og Jóa- kim prins. Verður mönnum mjög starsýnt á nettan maga konunnar og ekki er tekið neitt mark á orðum ungu hjónanna um að þau vilji láta barneignir bíða um sinn. Mónakó: Hárleysi var helsta fréttin Hárleysi Karólínu prinsessu og hjónabandsraunir Stefaníu systur hennar voru helstu frétt- irnar frá smáríkinu Mónakó í vetur. Karólína bar hár- leysið með reisn og nú núverið lagði hún liöfuðföt- unum kom þá í ljós að hún er komin með þenn- an fína drengja- koll. Koll- urinn þyk- ir klæða Karólínu vel (eins og reyndar flest annað sem hún skrýðist). Ég skrifaði nú heilan pistil um meint ást- arsam- band Karólínu og Ernst prins af Hanover sem er for- ríkur, harðgiftur maður. Enn eru á kreiki sög- ur um að þau séu meira en vinir maðurinn ferðast með henni um þvera og endi- langa Evr- ópu - og hallast ég að því að þarna sé á ferð mikið ástar- drama. Stefam'a, litla systir Karólínu, var auðvitað í sjokki eftir að upp komst um svæsið framhjá- hald eiginmannsins, Daniel Ducruet (sem ég nefni ætíð Du’cruel, eins og þið vitið). Hún hefur þó lagt sig fram við að sýnast hress og kát og er fasta- gestur á síðum blaða sem birta fréttir af fína og fræga fólkinu. - Og alltaf er konan á ströndinni, tattóveruð og vöðvastælt í pínu- litlu bikiníi. Það er eins og hún sé eilíflega í fríi, þó að hún reki fataverslun og veitingastað í Mónakó. Eins og fyrri daginn eru bara engar fréttir af Alberti krón- prins. Það er greinilegt að hann er ekkert á leiðinni í hjóna- bandið þótt Rainer fursti faðir hans hafi stórar áhyggjur af þessu áhugaleysi sonarins. (Já, það er alveg rétt það hafa gengið sögur um að hann hafi ekki sérstakan áhuga á kven- kyninu og myndir af honum í faðmi fagurra fljóða eru sagðar ekkert annað en skuespill.) Spánn: í lagi á yfirborðinu Á yfirborðinu virðist allt með felldu hjá spænsku konungsfjöl- skyldunni. Það er ekki síst að þakka Sophiu Spánardrottningu sem stendur sig með mikilli prýði og háttvísi í annars frekar fjörugri fjölskyldu. Það er vel þekkt leyndarmál að Juan Carl- os er ekki við eina fjölina felld- ur í kvennamálum og á það til að hreinlega hverfa frá opin- berum skyldum þegar kallið kemur í þeim efnum. Felipe krónprins átti spænska kærustu sem var honum ekki boðleg svo hann varð að láta hana róa. Núna er hann með einhverri bandarískri stúlku en það þykir nokkuð víst að Felipe, sem er með bláasta blóðið af öllum í Evrópu, mun ekki komast upp með að rækta vinskapinn við þá bandarísku. Elena prinsessa er að því er virðist hamingjusam- lega gift bankamanninum en enn sjást engin merki um íjölg- un í fjölskyldunni. Kristína yngri systir hennar en ennþá ógift þrátt fyrir öll heppilegu mannsefnin sem móðir hennar hefur boðið í hádegisverð. Noregur og Svíþjóð: Misheppnuð andlits- lyfting llvað getur maður sagt? Marta og Hákon Noregskonungsbörn eru bara eins normal og nokkur konungborinn getur verið. Hvorugt er á leiðinni í hjúskap að því er best er vitað. Svíakon- ungsbörn eru líka stolt foreldra sinna. Carl Philip var að vísu staðinn að því kornungur pilt- urinn að reykja í laumi í skól- anum. Viktoría er við frönsku- nám í Frakklandi og er svona að byrja að þjálfa sig fyrir drottningarhlutverkið. Af full- komu miskunnarleysi voru sagðar fréttir af því að Silvía drottning hefði farið í andlits- lyftingu, sem tókst fádæma illa. Silvía nálgast það óðum að geta sýnt sitt rótta andlit því örin eru svo til liætt að sjást. Að síðustu óska ég ykkur gleðilegs og ævintýralegs sumars. Öllum þeim sem hafa komið með ábendingar varð- andi efni í þessa pistla sendi ég bestu kveðjur og þakkir fyrir áhugann. Svo er ekki úr vegi að senda kveðjur til Ilrafnhildar Halldórsdóttur á Rás 2. - Það hefur verið reglulega notalegt að vakna við það á laugardags- morgnum að verið er að lesa upp úr manns eigin ritsmíðum á ljósvakanum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.