Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Síða 3
JDagur-'ðlímimT Laugardagur 31. maí 1997 - 15 LÍFIÐ í LANDINU Mikil stemmning er í kringum bikarleikinn. Bikaiinn og hálf milljón A morgun rennur stóra stundin í ís- lenskum fótbolta upp. Eyjamenn og Keflvíkingar fara úr inniskónum og í takkaskóna. Það verður ekki eingöngu bikarinn og heiðurinn sem leik- menn reyna að vinna í bikarúr- slitaleiknum, því mammon er nefninlega líka á svæðinu. Sig- urvegarinn í leiknum, Coca Cola bikarmeistarinn, verður einnig 500 þúsund krónum rík- ari. Tapliðið fer heldur ekki tómhent heim, því ásamt silfur- peningunum, fær það 250 þús- und krónur í verðlaun fyrir ár- angur sinn í bik- arkeppninni. Það er Vífilfell, um- boðsaðili Coca Cola, sem veitir liðunum þessi verðlaun. Það er alveg ljóst að það verð- ur ekki aðeins Vífilfell sem styrkir liðin með rausnarlegum hætti. Bæjarfé- lögin standa þétt við bakið á sínum mönnum og því má ganga að því vísu að veisluhöld mikil verða í heimabæ sigur- vegaranna. Leikmenn fá bónus og boðið verður til sigurhátíðar, þar sem einstaklingar og fyrir- tæki grynnka af miklu örlæti á sjóðum sínum félaginu til handa. Afkoma félaganna getur einfaldlega ráðist af því að lið nái þessu takmarki, að verða þátttakandi í stærsta knatt- spyrnuviðburði ársins. Auglýsinga- tekjur og áheit skipta milljónum þegar að stóru stundinni kemur. Þjóðhátíð- arstemmning í flugskýli 4 Það eru ekki aðeins stjórnarmenn félaganna sem leggja nótt við dag til að gera bikarúrslitaleikinn sem glæsilegastan. Ófáir stuðningsmenn liðanna koma þar einnig við sögu. Vestmannaeying- ar, sem einnig áttu Uð í úrslitum í fyrra, eru með þeim frumlegri þegar til stórátaka kemur. í fyrra lögðu þeir undir sig Hafnar- strætið að morgni þess dags er úrsUtaleikurinn fór fram. Þeir slógu einfaldlega upp útihátíð með þjóðhátíðar- stemmningu í Hafnarstrætinu. Nú dugar Hafnarstrætið ekki lengur. Stuðningsmenn Eyja- peyjanna hafa tekið flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli á leigu þar sem þeir ætla að hittast og móta hugarfarið fyrir átökin í Laugardalnum. Boðið verður upp á miðlungssterkar veiting- ar, söngvatn og annað er gleður geð guma. Þjóðflutningar á Reykjanes- brautinni Keflvíkingar leggja undir sig rútuflota SBK og ætla að flytja íbúa Reykja- nesbæjar að Ölveri í Reykjavík. Þar munu Suðurnesja- bændur leggja á ráðin um árangursríkan stuðn- ing við liðið. Málarameistarar bæjarins mæta á svæðið og mála stuðningsmenn Keflavíkur í sínum réttu litum. Þá munu stuðningsmannakórinn æfa ný- endurbætt Keflavíkurlagið, sem fyrrum landsliðsmarkvörður og Keflvíkingur, Þorsteinn Ólafs- son, samdi á sínum tíma. Þor- steinn sér sjálfur um flutning- inn ásamt gömlu félögum sín- um og landsliðskempunum úr Hljómum og Keílavík, Rúnari Júlíussyni og Karli Hermanns- syni. Topp tríó þar á ferð. gþö Kjartansþáttur Mássonar Einn er sá maður sem mætir stoltur til leiks á morgun. Vest- mannaeyingurinn, Kjartan Másson, er sá þjálfari sem síð- ast vann tilil með ÍBV. Hann þjálfaði Eyjamenn er þeir unnu bikarinn árið 1981. Undanfarin ár hefur hann þjálfað Keflvík- inga með frábærum árangri og hann lagði grunninn að því leiði sem Keflvíkingar eiga í dag. Hvað segir Kjartan, sem nú er framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Keflavíkur, nú þegar lið- in hans berast á banaspjótum um bikarinn eftirsótta. „Þetta getur ekki verið betra. Bæði liðin eiga þetta skihð. Þetta verður hraður og skemmtilegur leikur. En nú er ég Keflvíkingur og við ætlum að vinna þennan leik. Ég á það mikið í þessu Keflavíkurhði að ég held að sjálfsögðu með því. ÍBV er drauma andstæðingur- inn og ég vh að þeir verði ís- landsmeistarar en við fáum bikarinn. Ég óska svo Eyjapeyj- unum til hamingju með drátt- inn í Evrópubikarkeppninni,“ sagði Kjartan Másson að lok- um. Karel Yala. Sverrir Leósson. Róbert Duranona. Jón Baldvin Hannibalsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. HELGARPOTTURINN Handboltavertíðin er loksins að byrja og nú spá KA menn í nýja Alsírkappann sem byrjaður er að æfa. Hörku“gormur“ og sagður minna á Sigga Sveins - sem lofar góðri skemmtun í vetur. En svo er sagt að enn sé verið að leita að rússneskum birni til að ógna á hinum vængnum, á móti „gorminum". Og meira um KA sem nýtur „sægreifaveldis" útgerðar- bæjarins. Sverri Leósson útgerð- armaður en nýbakaður hand- boltaunnandi og lét sig ekki muna um að ganga milli manna til að fjármagna nýafstaðna Þýskalandsferð: 7-800 þúsund í frjálsum framlögum. Og sögur af Dúranóna: Kom- inn til Þýskalands en ákveðnar raddir innan KA herma að hann verði kominn með „heimþrá" í nóvember ef ekki fýrr. Heimþrá - ekki til Kúbu heldur í norðurljósin! Stöðugar umræður um að Jón Baldvin Hannibalsson sé að velta fyrir sér að hætta við að hætta í pólitík hafa ekki styrkt stöðu Sighvats Björgvinssonar. Tæpast mun ný skoðanakönnun draga úr óvissunni í forystuliði kratanna. í henni er spurt um fylgi við sameinað framboð jafnaðar- manna, og síðan eru nefnd nokk- ur nöfn, og fólk beðið að segja hverjum það treysti best til að leiða slíkan flokk. Meðal þeirra sem spurt er um eru bæði Sig- hvatur og Jón Baldvin. Gallup framkvæmir könnunina, sem ber öll merki þess að vera keypt af áhugamönnum um sameinað framboð. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan hefur Helgarpottin- um ekki tekist að fá upplýst hverjir standa að henni. Hannes Hólmsteinn fær á baukinn hjá Vef-Þjóðviljan- um, sem Heimdallur heldur úti á netinu. Ungu Heimdellingarnir hafa ekki fyrr en nú áttað sig á því að Hannes er inngróinn hluti af samtryggingu kerfisins og það kallaði fram eftirfarandi gremjuk- ast í síðasta pistli Vef-Þjóðviljans: „Eins og menn vita er Ríkisút- varpið helsta hindrun þess að Stöð 2 og Bylgjan... fái alvöru samkeppni. Af einhverjum ástæðum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor, hins vegar ákveðið að vera sér- stakur talsmaður þess að ríkið haldi áfram rekstri Ijósvakamiðla. Hannes var einnig stjórn- málaskýrandi hjá Ævari Kjartanssyni í Víðsjá á Rás 1 í gær. Þar kynnti Hannes nýtt baráttumál sitt, sameiningu Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Hannes telur nefnilega að vinstri menn eigi ekki að einoka sameiningarumræð- una. Til að greiða fyrir sameiningunni mun Hannes væntanlega styðja fólk til áhrifa í Sjálf- stæðisflokknum á næstunni sem líklegt er að framsóknarmönnum falli vel í geð.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.