Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Page 11
JWgur-®tmtmt Laugardagur 30. ágúst 1997 - 23 - Smáréttir - nútímalegir og spennandi Hnallþóruhlaðborð eru ekki lengur venja þegar vinir og jjölskylda koma saman. Frekar er um að rœða smárétti af ýmsu tagi, fagurlega framreidda og lit- ríka. Smáréttir skipa æ stærri sess á veilsuborðum, hlað- borðum, hádegisverðar- borðum, kvöldverðarborðum og ýmsum ileiri borðum. Þeir henta nefnilega nútímafólkinu vel, eru yfirleitt fljótlegir en góðir og gjarnan litríkir. Smáréttir eiga þó ekki eingöngu heima á borði þegar gesti ber að garði. Þeir eru líka sniðug tilbreyting handa fjölskyldunni hvort sem um er að ræða fulla máltíð eða einhvers konar snarl. Hentugir í alla staði í smárétti er yfirleitt notað minna magn en í aðra rétti. Hráefnið er líka ijölbreytt og út- litslega geta þeir verið mjög glæsilegir. Þegar þeir komu íyrst fram á sjónarsviðið þá var litið á þá sem góða rétti til að bera fram á milli mála. Þegar enginn var beinlínis glorhungr- aður. í dag eru smáréttir mjög vin- sælh og góðar uppskriftir að slíkum réttum gjarnan vel þegnar. Þeir eru ekki lengur n.k. viðbit heldur miklu frekar fljótlegir, góðir og hentugir rétt- ir sem öllum þykja góðir. Tím- inn sem fer í þá býður hka upp á það að hafa réttina fleiri en færri og þ.a.l. verður matar- borðið miklu meira spennandi. Fljótlegir og litríkir Smáréttir þarfnast hvorki mik- ils tíma né undirbúnings. Ekki heldur mikilla innkaupa því undantekningarlaust er hægt að malla saman sniðugan rétt úr því sem til er í ísskápnum. Það er þó ekki verra að eiga eitthvað til að grípa til sem get- ur gefið réttunum sérstakt bragð og útlit. Gjarnan er gefinn upp hsti yfir þau hráefni sem gott er að eiga heima við ef farið er í ein- hvers konar smáréttagerð. Auðvitað er það hvers og eins að velja það sem honum hæfir en hér á efth koma nokkrar tfi- lögur. Fiskur: Túnfiskur, rækjur, kræklingur, kavíar. Grænmeti: AUt sem hugurinn girnist. Kjöt: Skinka, beikon, pylsur, kæfur og paté. Ávextir: Líka allt sem hugur- inn girnist en það er aUtaf spennandi að prófa eitthvað nýtt. Kókoshnetur, aprUcósur, ýmis konar ber og suðrænir ávextir gera mikið. Fjölbreyttir og vinsælir Það er fleira sem hentar vel. Ýmsar mjöltegundir, pasta af öllum stærðum og gerðum, hrísgrjón, baunir ýmis konar, fræ, góðar matarohur, edik, þurrkaðir ávextir, sósur, s.s. chilhsósur-soyasósur, tómat- kraftur og niðursoðnir tómatar. Laukar gera mikið, hvítlaukur er ómissandi og kryddið skiptir öllu máh. Það er um að gera að reyna sig áfram með ýmsar nýj- ar kryddtegundir þegar kemur að réttum eins og smáréttum, þeir bjóða upp á það. Ferskar kryddjurtir gera mikið og hægt er að nota þær á ýmsa vegu. Það er líka um að gera að reyna kakó, engifer, kanil og kardimommur. Uppskriftirnar á næstu síðu bjóða upp á allt það sem hér hefur verið nefnt. Þær eru samt fyrst og fremst fljótlegar og þægilegar. Auðvelt er að gera uppskriftirnar stærri ef halda skal veislu en þær miðast við Qóra til sex í mat. hbg nf) ' IILeí eimilis- hamið Sumarbolla Ca. 250 gr jarðarber 1 sítróna 1 flaska rósavín eða 1 flaska gott rauðvín 1 dlgin 2 dl grape-öl ísmolar Jarðarberin hreinsuð, skorin í sneiðar. Skerið sítrónuna í sneiðar og þær svo aftur í minni bita. Rósavínið og ginið sett í stóra skál. Látið sítrónubitana og jarðarberin út í. Látið þetta bíða um stund á köldum stað. Bætið ísmolum og ölinu út í rétt áður en „bollan“ er borin fram. Veislukaka 3 eggjahvítur 175gsykur 75 g fínthakkaðar hnetur Krem: 200 g suðusúkkulaði 3 eggjarauður ’A dl koníak eða appelsínulíkjör 2’A dl þeyttur rjómi (1 peli) Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykrinum og hnetunum blandað saman við. Deigið sett í smurt og raspi stráð form og bakað við 150“ í l'A klst. í miðjum ofn- inum. Botninn látinn kólna. Kremið: Súkkulaðið er brætt í þykkbotna potti við mjög vægan hita (eða örbylgjuofni) og kælt aðeins. Súkkulaðið og hkjörinn er svo hrært saman við eggja- rauðurnar. Rjóminn stífþeyttur og blandaður saman við súkku- laðiblönduna. Kremið er sett yf- ir botniim og kakan sett inn í kæliskáp. Kakan er borin fram köld beint úr kæliskápnum, skreytt með litlum silfurkúlum eða rjómatoppum. Salat í hádeginu 1‘A dl rjómi 2 msk. majones Smávegis rifin piparrót 1 tsk. sinnep Salt og pipar 3 sýrðar agúrkur ‘A lítið kálhöfuð, hvítkál 350 g skinka Skerið agúrkurnar í smáten- inga, skinkuna í mjóar ræmur og kálið smátt niður. Blandið saman majonesi, rjóma og bragðið til með piparrótinni, sinnepi, salti og pipar. Blandið öllu saman í skál. Gott er að hafa einhvers konar brauð með. Pastasalat 2 dl soðið pasta 2 dl hrátt grœnmeti, t.d. rifnar gulrœtur, hvítkál, sellery, salt og pipar 1 tsk. majones Blandið grænmetinu saman við pastað, hrærið majonesið í. Bragðið til með salti og pipar. Látið salatið í litla dós ef þú ætlar að hafa það með til að borða í vinnunni, um hádegis- leytið, gott er að hafa brauð- bollu með. Brauðhorn 400 g hveiti 40g sykur 1/2 tsk. salt 70 g smjör 3 dl mjólk 50 g ger Smjörið er mulið saman við mestan hlutann af hveitinu, sykri og salti bætt út í. Gerið er leyst upp í ylvolgri mjólkinni. Hellt út í hveitið og hnoðað saman í mjúkt deig. Deigið látið hefast í skál með stykki yfir í ca. 30 mín. Flattar út 2 kringl- óttar kökur. Hver kaka skorin í 8 þríhyrninga sem svo er rúllað saman frá breiðari endanum og myndað horn. Hornin sett á bökunarpappírsklædda plötu og látin hefast vel (ca. 30 mín). Breiðið stykki yfir á meðan. Penslið hornin með saman- hrærðu eggi og bakið þau í 6-7 mín við 250°. Við brosu Tvær eldri ko m nur ræddu sam- an um lifiö og „Það hefði orðið öðru tilveruna: kannske rfsi ef Ki 1 lll neioi veno si fyrir Kennedj Guðrún. cotinn í s ’ forseta," sagði „Já, það g etur vel 1 'orið,“ sagði Jóna. „ En eitt er þó al- veg víst, að aldrei gifst Kristjáns..." Onassis ekkjnnnj heföl hans

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.