Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 12
24 — Lauaardaaur 30. áaúst 1997 Jíl0Ur®tIlThnt 3Damtr-®tmntit Fljótlegir smáréttir Þríhymingar með fetaosti 2 tsk. matarolía 1 laukur, smátt skorinn 300 g spínat 1 bolli rifinn ostur 140 gfeta ostur, skorinn smátt 1 egg, hrœrt smjördeigsplötur Laukurinn er steiktur í olíunni þar til hann er mjúkur. Fjar- lægður af pönnunni og spínatið sett í olíuna til að mýkja það, einungis í 30 sek., látið kólna. Spínatið, laukurinn og osturinn er allt látið saman í skál og blandað vel saman. Egginu hrært með út í blönduna. Smjördeigsplöturnar eru llattar út og skornar í ferhyrninga. Blandan sett ofan á þær og lagðar saman í þríhyrninga. Bakaðar í ofni á 200° C hita í 25 mín., eða þar til bökurnar verða gullinbrúnar. Ostabollur 1 bolli hveiti 1/2 tsk. salt 1/2 bolli maísmjöl 1 bolli rifinn ostur 2 egg, hrœrð 1/2 bolli mjólk 1/4 bolli olía Þurrefnin, ásamt ostinum, eru sett í skál og hrærð saman. Mjólk, egg og olía því næst sett saman við og hnoðað. Bollur mótaðar úr deiginu, 12 stk., og þær bakaðar í 20 nhn. á 180° C hita. Góðar með öllum mat og einar sér. Einnig með tómat- ídýfunni sem gefín er uppskrift að á síðunni. Kjúklinga- borgarar 4 kjúklingabringur 1/2 bolU hveiti 2 egg, hrœrð 1/2 bolli brauðrasp 2 tsk. kjúklingakrydd 2 tsk. matarolía Kjúklingabringurnar eru hreinsaðar vel og flattar örlítið út. Velt upp úr hveiti, eggi og að lokum raspinu þar sem kjúkl- ingakryddið hefur verið sett saman við. Bringurnar eru steiktar á pönnu í um 4 mín. á hvorri hlið. Borgararnir bornir fram með brauði og grænmeti ásamt þeim sósum sem hver og einn kýs sér. Kjúklingapítur 1/2 bolli hrein jógúrt 2 tsk. tandoori kryddblanda (paste) 4 kjúklingabringur 4 pítubrauð Jógúrt og kryddblandan er hrært vel saman og kjúklingn- um velt upp úr henni. Kjúkling- urinn grillaður á háum hita. Látinn kólna aðeins áður en hann er skorinn í sneiðar. Sósa: Sýrðar gúrkur tómatar hrein jógúrl fersk minta Þarna er öllu blandað saman, gott að setja smá kókoskjöt eða kókosmjólk saman við. Sett í pítuna með kjúklingnum. Djúpsteiktar kartöflur Kartöflurnar eru skornar niður í ákjósanlega bita sem eru góð- ir í steikingu. Djúpsteiktir í olíu þar til þeir verða gullinbrúnir. Sósa sem er góð með kartöflum: 1/2 dós sýrður rjómi 1 tsk. sœt chillisósa blaðlaukur graslaukur hvítlaukur Laukurinn er allur smátt saxað- ur og hrærður saman við sýrða rjómann. Chillisósunni að lok- um blandað saman við. Spænsk eggjakaka 8 kartöflur, skornar í bita laukur, smátt skorinn skinka eða salami pylsa að vild 5 egg Kartöflubitarnir eru soðnir í ör- litlu vatni á pönnu. Laukurinn steiktur í olíu og skinku eða sal- ami pylsu bætt saman við. Kart- öflurnar að lokum settar saman við, blandan hrærð vel saman og íjarlægð af pönnunni. Eggin eru hrærð og steikt á pönnunni í 3 mín. eða þar til eggjakakan er farin að bakast í botninn. Þá er hún tekin af pönnunni og kartöflublandan sett ofan á hana. Hvolft í eldfast mót og bökuð í ofni, á grillhita. Hálfmánar Deig: 3 bollar hveiti 1 egg, hrœrt 1/2 bolli súrmjólk 125 g bráðið smjör Allt hnoðað saman í mjúkt deig. Skipt í tvennt og flatt út í hring. Þegar áleggið er komið á botn- ana þá eru þeir brotnir saman, kantarnir klesstir vel niður og hálfmánarnir smurðir með mjólk. Þarf að baka þá í 30 mínútur. Botnarnir eru smurðir með pizzusósu eða barbequesósu. Mælt með að setja salami eða pepperoni og parmesan ost. Það fer vel með þessu deigi. Tómatídýfa 2 tsk. matarolía laukur, smátt skorinn 1 hvítlauksrif, saxað rautt chilli, þurrkað, smátt skorið 1 dós niðursoðnir tómatar 2 tsk. sítrónusafi fersk steinselja sýrður rjómi Laukur, hvítlaukur og chilli steikt í olíu á pönnu þar til vel mjúkt. Þá eru tómatarnir settir saman við á pönnuna og bland- an látin malla í 5 mín. á pönn- unni. Steinseljan sett saman við. ídýfan er mjög góð með stökku snittubrauði og sýrðum rjóma. Einnig með tortillaflög- um og ýmsu öðru. Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir f

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.