Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Blaðsíða 13
1
ÍUxgur-'ClRmtrm
IDagur-tStmmtt
Laugardagur 30. ágúst 1997 - 25
7VÍ
atarkrókur
Matarkrókurinn er á Árskógsströnd en
þar býr Indíana Ólafsdóttir, sem gefur
uppkriftirnar að þessu sinni. Ása Ragn-
arsdóttir á Akureyri skoraði á hana.
Indíana vill hins vegarfá bróður sinn,
Gísla Ólafsson, til að gefa uppskriftir í
nœsta Matarkrók.
Rækjuréttur
400 g rækjur
1 poki hrísgrjón
250 g majones
2 paprikur
1 msk. Provencale
2 Isk. karrý
'á dl maísbaunir
Sósa:
3 msk. hunang
4 msk. sætt sinnep
200 g majones
salt og pipar
Ræjurnar eru bornar fram með
ristuðu brauði og sósunni.
Pylsur og pasta
'A laukur
'h dl ólífuolía
1 dl mjólk
1 'h dl rjómi
1 dl kjúklingasoð (vatn og ten-
ingur)
2 msk. sætt sinnep
hvítur sósujafnari
8 pylsur
pasta
Það þarf að saxa laukinn og
mýkja hann í olíunni. Bæta
mjólk, rjóma, soði og sinnepi
saman við og þykkja með sósu-
jafnaranum. Brytja pylsur og
setja í sósuna og hita vel. Borið
fram með pastanu.
Rækjusalat
800 g rækjur
1/2 dós sveppir
1/2 dós asparagus
1/2 kínakálshöfuð, grófskorið
2-3 tómatar
Kryddlögur:
1 dl matarolía
1 msk. eplaedik
pipar, salt, hvítlauksduft, papr-
ikuduft
Sósa:
150 g majones
1 dl þeyttur rjómi
ananassafi
asparagussafi
sykur
Salatið er sett í skál og krydd-
lögurinn saman við. Kælt vel í
4-6 tíma og á þeim tíma hrært
vel í salatinu tvisvar til þrisvar
sinnum. Borið fram með
ristuðu brauði og smjöri ásamt
sósunni.
Viltu styrkja stöðu þína ? j
Áhugavert
o9 spennandi ,
Markmið námsins er að útskrifa nemendur
með hagnýta þekkingu á tölvunotkun
og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika
í tölvu- og upplýsingaumhverfinu.
Námið er 60 kennslustundir.
Kennt verður á laugardögum
frá kl. 8:30 - 12:00.
Skráning og upplýsingar
í síma 568 5010
Rafiðnaðarskólinn
Skeifunni 11B • Sími 568 5010
Indíana býður upp á tvo girnilega rækjurétti í Matarkróknum.