Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Page 16

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Page 16
28 - Laugardagur 30. ágúst 1997 Jkgur-®mirat BRiDGE Skemmtilegt stónnót á Sauðárkróki Vel heppnað stórmót í bridge fór fram á Sauð- árkróki um síðustu helgi. Keppnin var liður í 100 ára af- mælishátíð bæjarins en ekki er skotið loku fyrir þann mögu- leika að mótið verði árviss við- burður. 42 pör hófu leikinn í tvímenningi á föstudag og var keppt um 20 sæti í barómeter. Þeir sem ekki komust áfram spiluðu aukatvímenning en síð- an fór sveitakeppnin fram á sunnudag með þátttöku 20 sveita. Úrslit urðu þau að Mitchell tvímenninginn á föstudag sigr- uðu Guðjón Bragason-Helgi Bogason af nokkru öryggi, hlutu 732 stig í tveimur lotum. Stefama Sigurbjörnsdóttir-Jó- hann Stefánsson urðu í öðru sæti með 698 stig en Reykvík- ingarnir Sigurður Vilhjálmsson- Hrólfur Hjaltason voru þriðju með 694 stig. Guðjón og Helgi héldu áfram að koma á óvart daginn eftir þegar þeir urðu neðstir í úr- slitakeppninni (skammt stórra Sigursveitin í sveitakeppni Bridgehátíðar á Sauðárkróki. Frá vinstri Jónas P. Erlingsson, Rúnar Magnússon, Eiríkur Hjaltason og heimamaðurinn Kristján Blöndal. Allir í góðu skapi? • mvnd- bþ högga á milh!) en Akureyrar- bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir fengu gulhð, skor- uðu 72 stig. Sigurður B. Þor- steinsson-Sverrir Ármannsson urðu í öðru sæti með 55 stig en 3ja sætinu deildu Pétur Guð- jónsson-Magnús Magnússon og Kristján Blöndal-Rúnar Magn- ússon með 35 stig. í aukatvímenningnum höfðu Jónas P. Erlingsson-Eiríkur Hjaltason sigur með 519 stig. Það kom nokkuð á óvart að þeir kæmust ekki í úrslit, en ekkert er gefið fyrir fram. Reynir Helgason-Þórólfur Jónasson lentu í öðru sæti þar, fengu 496 stig og þriðja sætinu deildu Þórður Björnsson-Friðjón Þór- hallsson og Sigurjón Tryggva- son-Hjálmar Pálsson. Á sunnudag fór svo sveita- keppnin fram og þar var mikh spenna allt til loka. Spilaðir voru sjö 6-spila leikir, skemmti- legt keppnisform, þar sem aht getur gerst. TU að gera langa sögu stutta sigraði sveit Rúnars Magnússonar með 133 stig, sveit Guðjóns Bragasonar varð í öðru sæti með 127 stig og sveit Ásmundar Pálssonar hlaut 123 stig. Spilarar í sigursveitinni voru auk Rúnars, Kristján Blön- dal, Jónas P. Erlingsson og Ei- ríkur Hjaltason. í sveit Guðjóns spiluðu auk hans Helgi Boga- son, Björn Þorláksson og Vignir Ilauksson. Sveit Ásmundar skipuðu með honum Aðalsteinn Jörgensen, Júlíus Sigurjónsson og Sveinn Rúnar Eiríksson. Rétta sögnin Guðjón og Helgi sögðu einkar vel í eftirfarandi spili. Áður en lengra er haldið, skal lesandinn spurður hvaða sögn hann velji eftir llauf-31auf-3hjörtu með T72-GT6-D- Á98765. Sjö mis- góðir punktar, kerfið er standard. Við borðið fann Guðjón að segja íjóra tígla og eftir það var leiðin greið. Suður/NS ♦ 53 V ÁKG4 ♦ GT852 ♦ D9 4 Á V ÁD83 ♦ ÁG9 4 KGT32 ♦ T72 * GT6 ♦ D * Á98765 * D8654 * K974 * KT2 4> D Suður Vestur Norður Austur pass llauf pass 3lauf 3hjörtu pass 4tíglar pass 4spaðar pass Slauf pass ólauf allir pass 13 slagir upp í loft í legunni og þetta spil gaf Helga og Guðjóni nánast hreinan topp. Hvernig opnar lesandinn í annarri hendi í tvímenningi með ÁDGT áttundu í hjarta og ÁDT52 í laufi? Friðjón Þórhalls- son opnaði einfaldlega á 6 hjörtum sem er e.t.v. ekki vit- lausara en hvað annað. Út frá bæjardyrum Friðjóns geta NS þess vegna átt slemmu í spaða eða tígli og það yrði erfitt að fá nauðsynlegar upplýsingar um spil makkcrs. En þetta var einn af þessum dögum: 1 ! t * KT9875 * K 7 * 943 * K6 4 • tf ÁDGT8654 N * 632 T 2 ♦ ÁDT52 V A ♦ ÁDG872 S * G98 t ! t * ÁDG4 * 93 » KT65 * 743 Einn niður en 6 lauf vinnast.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.