Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Page 2
14- Fimmtudagur 16. janúar 1997
jOagur-Βmxrm
VETRARIÞROTTIR
Vélsleðamenning hér á landi byggir
á ef til vill hvað dýpstum rótum á
Norðurlandi. Það er samkvæmt
eðli mála snjóþyngra norðanlands á
vetrum en gerist sunnan heiða. „Það er
ekki nóg að sættast við þessa löngu og
þungu vetur, við verðum einnig að njóta
þeirra," segir Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri á Akureyri og formaður
Félags vélsleðamanna í Eyjafirði. Um
100 manns eru í félaginu.
Menn heltast ekki úr
lestinni
Það var í kringum 1970 sem vélsleða-
eign fór að verða nokkuð almenn á
Norðurlandi. Áður höfðu þó Mývetningar
eignast vélsleða í nokkrum mæli. „Það
má segja að sami kjarni vélsleðamanna
hafi nokkuð haldist í gegnum árin. Menn
heltast ekki svo glatt úr lestinni, enda er
þetta gefandi áhugamál. Það er ólýsan-
leg tilfinning að aka um víðar snjóbreið-
ur hálendisins á björtum vetrardögum í
tæru loftinu, þegar ekki er skýhnoðri á
himni,“ segir Tómas Búi, - og hann held-
ur áfram:
„Við vélsleðamenn héðan úr Eyjafirði
ökum stimdum suður á Hofsjökul og
þegar vel viðrar er útsýni þaðan vítt yfir
landið. Vestur á Snæfellsnes, til hæstu
Qalla á Suðurlandi og sé litið til austurs
má sjá allt til Snæfells. Að sjá þetta verð-
ur manni ógleymanlegt og í ferðalögum
„Menn heltast ekki svo
glatt úr lestinni, enda
er þetta gefandi
áhugamál.“
sínum verður enginn frjálsari, nema
hann fari um á flugvél."
Menn hita upp með
styttri ferðum
Þeir sem mynda Félag vélsleðamanna á
Eyjaijarðarsvæðinu eru búsettir allt frá
innstum dölum í Eyjafirði og út til Ólafs-
fjarðar. Að sögn Tómasar Búa beina
menn ferðalögum sínum nokkuð til sam-
ræmis við búsetu sína. Akureyringar og
Eyfirðingar fari gjarnan í ferðalög fram
á hálendið, en þeir sem búa út með firði
fara þess heldur í sleðaferðir um Trölla-
skaga - sem er að sögn afar áhugavert
vélsleðasvæði.
„Venjulega byrja menn ekki í sleða-
ferðum fyrr en komið er fram í janúar.
Snjó setti hins vegar snemma niður á
hálendinu og því hafa menn ótrúlega
mikið ferðast um hálendið að undan-
förnu svo sem inn í Gæsavötn og inn á
Á vélsleðaferðalagi á hálendinu.
Sprengisand. Einnig hafa menn verið að
hita upp fyrir langferðir með ýmsum
skemmri ferðum,“ segir Tómas. - Að-
spurður um fyrirhuguð sleðaferðalög sín
á þessum vetri segir Tómas að stefnan
sé sett meðal annars á Tröllaskaga og
eins austur á land til að heimsækja vél-
sleðamenn þar.
Bætum öryggismálin!
Auk Tómasar Búa skipa stjórn Félags
vélsleðamanna á Eyjaljarðarsvæðinu
þeir Halldór Arinbjarnarson sem er rit-
ari, Gottileb Konráðsson gjaldkeri, Jón
S. Karlsson er varaformaður og Marinó
Sveinsson meðstjórnandi.
„Markmið félagsins eru til dæmis ör-
yggismál vélsleðamanna - og raunar allt
„Ekki nóg að sættast við þessa löngu vetur,
verðum einnig að njóta þeirra,“ segir Tómas
Búi Böðvarsson, formaður Félags vélsleða-
manna í Eyjafirði.
Mynd: Halldór Arinbjamarson.
það sem bætt getur sleðamenninguna.
Þá er ekki síður hlutverkið að mynda
tengsl milli manna þannig að enginn fari
einn síns liðs af stað í sleðaferð. Þá höf-
„Markmið félagsins eru
til dæmis öryggismál vél-
sleðamanna - og raunar
allt það sem bætt getur
sleðamenninguna.“
um við einnig staðið fyrir ýmiskonar
fræðslufyrirlestrum, til dæmis um notk-
un staðsetningartækja og um hjálp í við-
lögum. Allt lýtur þetta að fyrirbyggjandi
starfi - í anda þess máltækis að fáir
kunni sig að heiman í góðu veðri að
búa,“ segir Tómas Búi Böðvarsson vél-
sleðamaður. -sbs.
„Ólýsanlegar tilíinningar á
snj óbreiðunni“
Fjölbreyttar
vetrarferðir
Ferðafélag Akureyrar mun
í vetur bjóða uppá ijöl-
breyttar ferðir um Eyja-
ijarðarsvæðið. Starfsemi félags-
ins er þróttmikil og margt er í
boði í starfsemi þess. Að sögn
Ingvars Teitssonar, formanns
félagsins, verður farið í all-
margar skíða-
ferðir á útmán-
uðum. Má
meðal annars
nefna þriggja
daga skíðaferð
um Flateyjar-
dalsheiði um
bænadagana.
37 ferðir fyrirhugaðar
Alls eru 37 ferðir fyrirhugaðar
á vegum félagsins í ár. Dagskrá
félagsins kemur út undir lok
þessa mánaðar og verður þá
kynnt frekar á sérstökum fé-
lagsfundi. Fyrsta ferð þessa árs
verður laugardaginn 1. febrúar,
þegar verður farið á skíðum að
Baugaseli í Barkárdal. Þann 15.
febrúar verður
farið í létta
skíðaferð um
Svarfaðardal.
Um bænadag-
ana verður far-
ið í áðurnefnda
ferð á Flateyj-
ardalsheiði.
Helgina 19. til 20. apríl verður
farið í skíðagönguferð í Suður-
árbotna í Odáðahrauni. Ekið
verður að Svartárkoti í Bárðar-
Alls eru 37 ferðir
fyrirhuguðar á
vegum félagsins
í ár.
Úr skíðaferð Ferðafélags Akureyrar á Vinheimajökul sl. vetur. Mynd:ingvarTeitsson.
dal og gengið þaðan á skíðum í
skálann Botna, sem er nýr skáli
félagsins og var tekinn í notkun
sl. sumar. Sama leið verður far-
in til baka á sunnudegi. - Sum-
arferðir félagsins eru svo enn
íjölbreyttari og verða kynntar
nánar þegar þar að kemur.
Ingvar Teitsson segir að ferð-
ir Ferðafélags Akureyrar séu
mjög misjafnlega sóttar. „Oft
eru þetta þó 10 til 15 manns í
hverri ferð. Og ferðir okkar eru
mjög íjölbreytilegar, stundum
er gengið, stundum farið ak-
andi, stundum á bát og á dag-
skrá þessa árs er meira að
segja ein reiðhjólaferð," segir
hann.
Gönguleiðir og
kortaútgáfa
Á síðustu árum hefur mikið
starf verið unnið á vegum fé-
lagsins við merkingu göngu-
leiða í nágrenni Eyjaíjarðar og
víðar. Má þar nefna Glerárdal.
Fyrir þremur árum gaf félagið
einnig út kort um gönguleiðir í
dalnum og verður það endurút-
gefið síðar á þessu ári - þá í
samvinnu við Atvinnumála-
nefnd Akureyrar. í samvinnu
við nefndina mun félagið einnig
gefa út síðar á þessu ári kort
um gönguleiðir austan Akur-
eyrarpolls og Eyjaijarðarár.
-sbs.