Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.01.1997, Síða 5
IDagur-®hmrat
Fimmtudagur 16. janúar 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Undirbýr starfsemi
ríkislögreglusti óra
Ný lög um endurskipulagningu lögreglunnar í landinu
tóku gildi um síðustu áramót. Samkvœmt þeim á að leggja
niður Rannsóknarlögreglu ríksins, RLR, og stojha embœtti
ríkislögreglustjóra. Bogi Nilsson hefur verið ráðinn í emb-
œttið og vinnur hann nú að undirbúningi og uppbyggingu
embœttisins eða þar til RLR verður lagt niður 1. júlí í sum-
ar. Um þessar mundir er verið að senda út bréf til að
minnsta kosti 60 starfsmanna þar sem þeim er tilkynnt
um skipulagsbreytingarnar og bent á að sœkja um störf
hjá öðrum embœttum.
etta eru verulegar breyt-
ingar. Þær erú annars
vegar í því fólgnar að
stofna nýtt embætti og leggja
niður annað og talsvert sem
felst í því, til dæmis flutningur á
verkefnum og eignum og nátt-
úrulega fólki. Hins vegar eru
þetta breytingar á ákæruvald-
inu. Það flyst að verulegu leyti
heim í hérað til lögreglustjóra,"
segir Bogi Nilsson ríkislögreglu-
stjóri.
Umboð ráðherra
Embætti ríkislögreglustjóra er,
að sögn Boga, sett á laggirnar
til þess að annast málefni lög-
reglunnar í umboði dómsmála-
ráðherra en hann er æðsti yfir-
maður lögreglunnar í landinu.
Bogi segir að hlutverk ríkislög-
reglustjóra lúti fyrst og fremst
að samræmingu og samhæfingu
lögreglunnar í landinu. Ríkis-
lögreglustjóri eigi að styðja lög-
reglustjóra vítt og breitt um
landið til þess að leysa verkefni
sín á sem bestan og hagkvæm-
astan hátt.
- En eru þetta kostnaðar-
samar breytingar?
„Ég skal ekki segja. Allar
breytingar kosta náttúrulega
eitthvað en ég efast um að þær
séu svo voðalega kostnaðar-
samar í sjálfu sér. Hins vegar er
þörfin fyrir löggæslu meiri en
hún hefur verið talin fram að
þessu. Það leiðir ekki endilega
af breytingunum. Það er
kannski bara verið að taka á
þessu með skipulagðari og
skarpari hætti en áður,“ svarar
hann.
Setja reglur
Bogi segir að ekki sé fyllilega
afráðið hvernig staðið verður
að skipulagsbreytingum 1. júlí.
Þannig sé til dæmis ekki rétt að
sínum dómi að skipuleggja
löngu fyrirfram hvaða starfsfólk
kemur til með að gegna hvaða
störfum. Embættið verði bara
að hefja starfsemi sína 1. júlí og
vera þá búið að undirbúa ýms-
ar grundvallarbreytingar.
„Það eru nokkur atriði sem
verður að setja skifmerkifega í
reglur, tif dæmis á þetta emb-
ætti að reka efnahagsbrota-
rannsóknadeifd og það þarf að
setja skýrar reglur um hana,
verksvið hennar og valdsvið. í
grundvallaratriðum finnst mér
ekki ástæða til að setja miklar
reglur. Lögin standa fyrir
sínu,“ segir hann og kveður
undirbúninginn meðal ann-
ars felast í því að flytja
verkefnin frá RLR til ann-
arra.
Starfsfólkið
skiptir mestu
„Það er starfsfólkið sem
skiptir kannski hvað mestu í
þessu sambandi. Það er að
fá tilkynningar um að þetta
embætti er lagt niður og
bent á að stöður verði laus-
ar í öðrum embættum. Það
þarf væntanlega að sækja
um stöður þar. Síðan er ver-
ið að vinna að reglum um
rannsóknadeild efnahags-
brota og huga að reglum
sem nauðsynlegt þykir að
settar verði áður en þetta
fer í gang,“ segir Bogi.
- En telar hann að starf-
semi lögreglunnar hafi náð
jafnvœgi aftur í lok ársins?
„Ég vona að hún hafi náð
jafnvægi og meira en það.
Ég vona að hún verði orðin
styrkari en hún var fyrir en
auðvitað má búast við
einhverjum hnökrum. Ég ef-
ast ekki um að menn eigi
eftir að reka sig á eitthvað.
Ég er á því að það verði allt
saman feysanfegt og leyst.
Lögreglan verði styrkari eft-
ir því sem tíminn líður. Og
vinnubrögð öll vandaðri,"
segir Bogi Nilsson, nýr ríkis-
lögreglustjóri.
GHS
Bogi Nilsson ríkislögreglustjóri vinnur nú að undirbúningi þess að Rannsóknar-
lögregla ríkisins verði lögð niður og nýtt embætti taki til starfa 1. júlí í sumar.
Hann vonast til að starfsemi lögreglunnar hafi náð jafnvægi og styrkst í lok árs-
ins.
Áramótaskaupið
Berglind
Steinsdóttir
skrifar
Er nokkur búinn að gleyma ára-
mótaskaupinu þótt kominn sé mið-
ur janúar? Ekki ég. Samt held ég
að minni mitt hrökkvi kannski skammt
því að innan þess rúmast svo sannarlega
ekki sú mögulega staðreynd að áramóta-
skaupið hafi nokkurn tímann byrjað á
röngum tíma. Þrítugasta og fyrsta des-
ember síðastliðinn klukkan 22:25 sátum
við prúðbúin í stofunni og biðum sam-
viskusamlega eftir bombu ársins, í þeirri
trú að hún færi að bresta á. Ljúfar
landslagsmyndir glöddu sjónir okkar,
Gullfoss í klakaböndum, Þingvellir í
haustskrúða, Heiðmörk, AkraQall og
Skarðsheiðin, ekkert er fegurra en vor-
kvöld... Frekar en að-halda niðri í okkur
andanum 10 mínútum of lengi ákváðum
við að gleðjast með þessum glöðu mynd-
um. Við fórum í
keppni og reynd-
um að geta okkur
til um hver væri
að auglýsa? Hvaða
banka var þessi
litli fugl að kynna?
Hvaða gosdrykkur
átti að koma sér
best í tengslum við
þennan svarta
sand? Hver myndi
auglýsa síðast?
Síðasta auglýsingin fengi væntanlega
mesta áhorfið og þannig hlyti sá auglýs-
andi að vera valdsmaður auglýsend-
anna, óhjákvæmilega.
Við vorum 9 stykki á aldrinum 3 til
75, og öll höfðum við einhverja skoðun
(enda ekki vön öðru). Einn auglýsandi
hlaut þó afgerandi hlutfall atkvæða,
þ.e.a.s. flest héldum við að ákveðinn að-
ili yrði með síðustu
auglýsinguna. Stöð-
ugt voru samt ýmis
hávaðalítil fyrirtæki
að koma okkur á
óvart og kollvarpa
sennilegum útreikn-
ingum. Spekúlasjón-
in snerist orðið fyrst
og fremst um næst-
síðustu auglýsinguna
því að við vorum í
litlum vafa um hver
ætti heiðurssætið, efst í píramídanum.
Margar tillögur voru bornar upp,
studdar með rökum hinna eldri um að
svona hefði það verið í fyrra og jafnvel
hittifyrra (þeirra sem lengst muna aug-
lýsingar), hinna yngri um að þessi aug-
lýsing hefði sést fyrr á árinu og henni
svipaði til auglýsingar frá þessum eða
hinum. Sumar voru svo langar að við
vorum búin að tæma tillögurnar þegar
sjónvarpið kjaftaði því loksins.
Okkur var stórkostlega skemmt og
hláturinn var svo megn að við óttuðumst
að við gætum ekki líka hlegið að skaup-
inu. Allra skemmtilegast fannst okkur
hvað við gátum verið stjórnlaust sniðug
og gert okkur mat úr litlu. Við vorum
búin að hnýta sameiningarbönd ijöl-
skyldunnar í þvílíkan rembihnút að öll
vorum við einhuga um að hvorki aðrar
fjölskyidur né áramótaskaupið gætu
toppað þennan litla íjölskyldugleðileik
okkar.
Svo horfðum við andaktug á skaupið
sjálft og vorum sammála um að við hefð-
um haft rangt fyrir okkur. Minnir mig.
Við vorum búin að hnýta samein-
ingarböndfjölskyldunnar í þvílík-
an rembihnút að öll vorum við ein-
huga um að hvorki aðrarfjölskyld-
ur né áramótaskaupið gœtu toppað
þennan litla fjölskyldugleðileik
okkar. “