Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 8
20 - Fimmtudagur 27. mars 1997 iDttgur-(EútTmtt PASKALIFIÐ I LANDINU Björn Þorláksson skrifar Mynd: E.ÓL. Steingrímur Kárason er dokt- or í vélaverk- fræði aðeins 29 ára gamall. Hann er sér- fræðingur í snertiskyni vél- menna og lærði í Massachusetts Institute of Technology í Boston. Þrátt fyrir flölda tæki- færa erlendis starfar Stein- grímur í dag hjá Kaupþingi. Degi- Tímanum lék forvitni á að vita hvort eitthvað væri sameigin- legt með sér- hæfðri þekkingu á vélmennum og verðbréfavið- skiptum. Frá vélmennum Steingrímur er fæddur árið 1968 í Reykjavík, sonur Kára Steingrímssonar hdsasmiðs og Sigríðar Guðjóns- dóttur starfsmanns á Keldna- holti. Hann fluttist með íjöl- skyldu sinni, foreldrum og Guð- jóni yngri bróður sínum, í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu sex ára gamall, þar sem ijölskyldan var orðin þreytt á mölinni. Foreldrar hans hófu búskap sem svfnabændur í Pálmholti en fluttu síðar suður til Kjalarness. „Tölvubusinn" Snemma kom í ljós að Stein- grímur var mikill námsmaður en hann segist þó aðeins hafa veríð í „góðu meðallagi“. Úr varð að hann sleppti iimmta bekk grunnskóla og síðar lá leiðin í Menntaskólann á Akur- eyri þar sem viðurnefnið „tölvu- busi“ festist við hann. „Ég fékk snemma áhuga á tölvum og eignaðist mína fyrstu aðeins 11 ára gamall, árið 1979. Raun- greinar höfðuðu snemma sterk- lega til mín og ég var tiltölulega ungur að árum þegar ég afréð að leggja verkfræði fyrir mig,“ segir Steingrímur. Menntaskólaárin voru skemmtilegur tími og að þeim loknum fór hann í Háskóla ís- lands og lagði stund á vélaverk- fræði. „Ég var nú ekki alltaf ánægður með kennarana þar og leiðrétti þá stundum. Það var tilgangslaust að mæta í tíma hjá þeim sem voru verst- ir,“ segir Steingrímur og glottir. Bætir síðan við að margir kenn- aranna hafi verið afbragsgóðir. Hæsta einkunn Meðaleinkunn Steingríms í verkfræðinni var 9.00. „Það hafði enginn gert áður en síðar hafa hærri einkunnir litið dags- ins ljós.“ Þetta var árið 1991 og 6 ár- um síðar var doktorsvörnin í höfn. Titill ritgerðar: „Reikni- fræði snertiskyns“. - Af hverju MIT? „Þetta er óopinbert besti skóli Bandaríkjanna í nútíma- tækni sem lítur að róbótum og stýritækni. Þorgeir Pálsson flug- málastjóri var prófessorinn minn í HÍ og hann hafði verið í MIT og hvatning hans varð e.t.v. kveikjan að þeirri ákvörð- un. Á styrk frá NATÓ Steingrímur hefur fengið styrk frá fjölmörgum aðilum, skólan- um sjálfum American- Scandin- avian Foundation, Vísindasjóði NATO, Office of Naval Rese- arch, Búnaðarbanka íslands og fleiri innlendum aðilum. Heild- arkostnaður erlendis með skólagjöldum nam enda um 17 milljónum. „Ég skuldaði 4,6 millj. kr. í námslán eftir námið heima og það hefði verið dálítið skuggalegt að bæta 17 milljón- um við.“ Fyrir leikmann virðist lítt hagnýtt í dag að sérhæfa sig í snertiskyni vélmenna. Eru þau nú orðið mikið notuð í tækni- heiminum? „Já í vissum verkum. Þau eru góð í að endurtaka hluti sem eru alltaf eins, en klikka ef einhver breytileiki er fyrir hendi. T.d. ef smáhlutur snýr öðruvísi en til er ætlast.“ - Kemur þá snertiskynið til sögunnar? „Já snertiskynið gerir þeim kleift að aðlaga sig að svona vandamálum." Steingrímur reynir nú að þýða yfir á mannamál um hvað málið snýst. „Það eru tugþús- undir skynjara í fingurgómun- um og íjórar mismunandi teg- undir þeirra hjá mannskepn- unni. Stærstu skynjararnir greina smáar fellingar en aðrir t.d. breytingar eins og þegar fingri er strokið eftir hrjúfu yfirborði. Við reynum að greina hvernig fingurgómurinn aðlag- ast að yfirborðinu og skynjarinn nemur hvernig lagið hefur breyst. Svo er þetta reiknað fram og aftur. Við spáum fyrir um lögun fingurgómsins þegar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.