Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 1
4
Eftirminnilega gott
BRAGA
- íslenskt og ilmandi nýtt
Gleðilega páska
Fimmtudagur 27. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 60 tbl.
Eftirminnilega gott
BRAGA
íslenskt og ilmandi nýtt
Blað
SAGA PÁSKA-
EGGSINS
Allir hafa góða lyst á
súkkulaði eggjum um
páskana enda er talið
að framleidd séu hátt
í 300 þúsund páska-
egg á hverju ári. Þessi
páskaegg eru frá Nóa-
Síríusi og blandast
þarna saman inni-
haldið úr venjulegu
eggi og konfekteggi.
Einnig eru framleidd
súkkulaðiegg hjá
Mónu og Góu. Mynd: BG
Súkkulaðiegg eiga sér djúpar rœtur í hefð-
inni þó að ekki hafi verið farið að framleiða
þau fyrr en á fyrstu áratugum
þessarar aldar.
Allir krakkar hafa góða
lyst á páskaeggjum og
margir fullorðnir líka.
Súkkulaðiegg eru framleidd í
tugum tonna á hverju ári og
þykja ómissandi á boðstólum
um páskana, h'til jafnt sem stór.
Talið er að páskaeggjaframleið-
endur selji um eitt páskaegg á
mann í landinu á hverju ári eða
hátt í 300 þúsund stykki. í öll
þessi páskaegg fara um 70 tonn
af súkkulaði. Það er þó aðeins
h'tið brot af sælgætisneyslu árs-
ins sem nemur hvorki meira né
minna en 3.000-4.000 tonnum.
Páskaegg hafa tiltölulega ný-
lega unnið sér sess á íslandi
enda fóru innílutt páskaegg
ekki að fást hér á landi fyrr en
á fyrstu áratugum þessarar ald-
ar. Innflutt páskaegg fengust í
verslunum en urðu ekki algeng
fyrr en um og upp úr 1920 og
varð þá jafnvel vart við sam-
kepppni með verðlækkunum og
tilheyrandi. Björnsbakarí varð
fyrst til þess að framleiða
páskaegg, bæði úr súkkulaði og
marsipan, og fylgdu Nói-Síríus
og sælgætisgerðin Víkingur
fljótt á eftir.
- En hvernig skyldi þessi
hefð hafa komið til?
Bændur greiddu landsdrottn-
um sínum skatt á miðöldum og
fólst skatturinn gjarnan í eggj-
um um páskana. Mikið magn af
eggjum gat safnast saman hjá
landeigendum og komst því
smám saman á sú venja að gefa
flmmtung af páskaeggjunum til
fátækra. Þannig þróaðist sá sið-
ur í öðrum Evrópulöndum að
gefa börnum páskaegg.
Smám saman var farið að
sjúga innihaldið úr eggjum og
mála skurn og skreyta og nota
til gjafa um páska. A 17. öld fór
fólk að gefa skreytt páskaegg
og á 18. öld varð léttara yfir
skreytingunum og þá fóru
einnig hamingjuóskir og ýmis
skemmtilegheit á miða að fylgja
eggjunum. Miðanum var
smeygt inn um smágat á skurn-
inni.
Á 19. öld fór sælgætisiðnað-
urinn í Mið-Evrópu að hagnýta
sér páskaeggin og framleiða
sætindi í fyrstu egglaga öskj-
urnar. Síðar komu súkkulaði-
eggin til sögunnar.
Páskaegg úr súkkulaði bár-
ust til Skandinavíu á 19. öld en
á íslandi varð ekki vart við
páskaegg fyrr en eftir aldamót,
að hluta til vegna þess hversu
lítið var um egg hér á landi.
-GHS