Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 5
VIÐTAL DAGSINS 3Dagm'-®ímtmi Fimmtudagur 27. mars 1997 - 17 Hef sennilega ekki staðið mig nógu vel Séra Örn Friðriksson, sóknarprestur í Mývatnsveit og prófastur, er að hætta störfum sakir aldurs og verða ferm- ingarbörnin sem hann útskrifar nú um páskana, þau síðustu. Dag-Tímann fýsti að vita hvernig Örn horfði um öxl á þessum tímamótum. að eru liðin tæplega 43 ár frá því að ég kom hingað og breytingarnar hafa náttúrlega verið gífurlegar," segir Örn. Þegar ég kom voru t.d. bara nokkur hús í Reykja- hlíð, hótelin tvö, gamli bærinn og tvö hús held ég önnur. Þetta var öll byggðin í Reykjahlíð. Síðan kom Kísiliðjan og Kröflu- virkjun og þrátt fyrir jafna vinnu þar hefur fólki í sveitinni fækkað núna aftur síðustu 20 árin, að ég best gæti trúað um 100 manns. Félagslífið hefur líka breyst um margt.“ Sr. Örn hefur alltaf tekið virkan þátt í félagslífinu auk þess að kenna lengi, þ.á.m. kristinfræði, félagsfræði, teikn- ingu ofl. En tóniistin hefur alltaf skipað heiðurssess. Ilann kenndi tónlist, var kórstjóri og hefur ætíð starfað mikið með kórunum. Nýverið spilaði hann undir þegar leikfélagið í Mý- vatnssveit setti upp verk þannig að hann er enn ekki dauður úr Ég held að fréttirnar hafi farið afskaplega illa með Mývetninga. öllum æðum. En hefur kirkju- lega starfið tekið miklum breyt- ingum? „Við getum sagt að ég hafi tekið við þeirri hefð sem var geysilega erfitt að rjúfa, að hér var messað afar sjaldan, en nánast sjálfgefið að hver sem komst fór í messu. Nú er ennþá sjaldan messað en það er ekki jafnsjálfsagt að allir mæti. Ég hef sjálfsagt ekkert staðið mig neitt sérstaklega vel í að halda uppi áhuganum,“ segir sr. Örn, en það virðist stutt í kímnina. Mývetningar elskulegir Hvernig menn eru Mývetning- ar? „Það fer eftir því frá hvaða sjónarhorni er litið. Ef hlustað er á fréttir mætti halda að þetta væri brjálað fólk. En þegar maður hittir það er það al- mennt elskulegt og gott. Ég held að fréttirnar hafi farið af- skaplega illa með Mývetninga. Það er eðlilegt að átök séu um ýmsa hagsmuni í einangraðri Ijallasveit sem var nánast full- komlega utan samfélagsins að vetri til hér áður og næstum yf- ir sumarið líka. Þegar þorp rís síðan sem raskar öllu meiri- hlutajafnvægi í sveitarstjórnar- mæalum. þá hljóta að verða einhver átök.“ - En það mun rétt að þú haf- ir getið þess í síðustu jólamessu að mannlífið í sveitinni mætti nú vera fegurra? „Jújú. Það er búin að vera töluverð óvild, opinber óvild. Eiginlega miklu frekar opinber en milli einstaklinga. Suður- sveitungar hafa e.t.v verið á móti útsveitungum og öfugt, en eru svo að hitta hver annan persónulega í ágætri sátt.“ Talið berst að femingarmess- unum en Örn er ósáttur við að kirkjan hafi barist gegn því að fermt yrði um páskana. í Reykjavík og á Akureyri eru fermingarmessurnar nánast prívat athafnir og helst þannig að aðrir megi ekki koma nema þeir allra nánustu. Plássið er einfaldlega of lítið. Undir slíkum kringumstæðum finnst mönnum ómögulegt að láta fermingar- messur ýta páskamessunni til hliðar. Hér hjá mér er þetta hins vegar fullkomin páskamessa, Enginn vandi að komast á fyllerí í himnaríki. Bara að leggja inn birgðir hjá prestinum!" þar sem ég er jafnframt með börnin og fæ helmingi betri út- komu með þessu móti.“ Hafa krakkarnir breyst í tím- ans rás? „Eitthvað og allir hópar eru misjafnir. Ég er mjög ánægður með þennan síðasta hóp minn og finnst þeir vera vel með á nótunum.“ Leggja inn hjá prestinum Þrátt fyrir sálusorgarastarfið - og e.t.v. þess vegna - hefur sr. Örn verið orðlagður fyrir ríka kímnigáfu og hefur m.a. safnað skopsögum. Það er reyndar ekki eina söfnunarárátta hans og þá þar nefna byssur og myndavél- ar. Nýlegt dæmi um hnyttið til- svar prestsins kcm upp á árshá- tíð Kísiliðjunnar. „Fólk var að syngja „Að lífið sé skjálfandi lít- ið gras“ og það endar á hugleið- ingu um að komast á fyllerí í himnaríki. Forstjórinn gekk að míkrafóninum, og spurði hvort hægt væri að fá einhverja trygg- ingu fyrir því að komast á fyllerí í himnaríki. Ég svaraði um hæl að það væri enginn vandi. Bara að leggja inn birgðir hjá prest- inum!“ - Ef við horfum fram á veg- inn. Hvað tekur við hjá þér? Ég hætti sem prófastur 1. ágúst og verð sjötugur 27. júlí. Ég hef góð orð fyrir því að ég megi búa hér á Skútustöðum út september. Við eigum hús á Ak- ureyri og munum eflaust eiga heimili þar, hvar sem maður verður svo grafinn.“ Ef klerkastéttin œtlar að taka upp stjórnun Gregoríusar sjöunda um kirkjuyfirráð þá dœmir hún þjóðkirkjuna úr leih Kýs Karl sem biskup Kirkjan stendur á tímamótum og biskupskosning framundan. Hvað hefurðu um það að segja? „Ég segi það að það eru tvær hliðar á þeim málum. Önnur er sú að ef almenningur tekur af Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 14. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Sýnittgum fer ad fœkka. Mibapantanir í sínra 463 1195 nrilli kl. 18 og 20. Á öðruin tíinum er hægt aö panta í gegnum símsvara. prestum réttinn til að láta í ljós skoðun sína, þá gerir almenn- ingur prestana óvirka og gagns- lausa sem leiðbeinendur og uppalendur. Á hinn bóginn má segja að kirkja sem ekki starfar í sam- ræmi við lífsviðhorf almennings getur ekki verið þjóðkirkja. Ef klerkastéttin ætlar að taka upp stjórnun Gregoríusar sjöunda um kirkjuyfirráð þá dæmir hún þjóðkirkjuna úr leik.“ - Hvað áttu við með að al- menningur leyfi ekki prestum að tala? „Mér hefur t.d. oft verið tikynnt að ég sé prestur hér og hafi þar með ekki leyfi til að taka þátt í ágreiningsefnum innan sveitarinnar. Annars skulum við ekki fara neitt nán- ar út í það.“ - En næsti biskup? „Ég get sagt það hiklaust að ef kosið verður áður en ég hætti og þessir ijórir verða í kjöri þá fær Karl Sigurbjörnsson mitt atkvæði." BÞ ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 5. apríl. Örfá sæti laus. Laugard. 12. apríl. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Uppselt. 7. sýn. fimmtud. 10. apríl Uppselt. 8. sýn. sunnud. 13. apríl Uppselt. 9. sýn. miðvikud. 16. apríl ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Aukasýning fimmtud. 3. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Sunnud. 13. apríl kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 5. apríl kl. 15.00 Laugard. 12. apríl kl. 20.30 Sunnud. 20. apríl kl. 20.30 Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og tll 20.30 þegar sýn- ingar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.