Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 11
JDagur-®mtmn Fimmtudagur 27. mars 1997 - 23 Úr möppu sr. Sigurðar Guðmundssonar. Ofar má sjá Grenjaðarstaðar- kirkju, eins og hún var upphaflega byggð 1865. Á aldarafmæli kirkjunnar, 1965, var hún stækkuð og bætt við turni, kór og forkirkju. Á myndaspjöldin færir Sigurður allar helstu upplýsingar um kirkjurnar, m.a. hvaða gripum þær eru búnar. Þessar myndir eru úr Grenjaðarstaðar- kirkju og á neðri myndinni má sjá viðmælanda okkar í prédikunarstólnum, sem erfrá 1797. Papeyjarkirkjan þung í skauti „Það er alltaf meira gaman að hlutunum ef þarf að hafa svolít- ið fyrir þeim,“ segir Sigurður aðspurður um hvernig það hafi al- mennt gengið að safna kirkjumyndum. Hann neitar því ekki að þetta söfnun- arstarf hafi kostað mikla vinnu og fyrir- höfn og torsótt hafi verið að afla mynda af sumum kirkn- anna. „Ætli það hafi ekki verið erfiðast að nálgast myndina af Papeyjarkirkju, elstu og minnstu timburkirkju landsins sem byggð er 1807. Þá mynd tókst mér alls ekki að fá - og að lokum klippti ég út mynd af kirkj- unni sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðs- ins,“ segir hann. Séra Sigurð- ur Guðmunds- son segir að torfkirkjur hafi verið allsráð- andi hérlendis fram á síðustu öld, en þá hafi timburkirkjur farið að ryðja sér til rúms. „Það er áberandi á Norðurlandi að margar timburkirkjur eru án turns. Menn hafa spurt sig um skýringar á þessu - og þá er því helst til að svara að Hóladóm- kirkja er turnlaus og ætla má að hún hafi verið fyrirmynd að byggingu annarra norðlenskra kirkna. Reyndar gerðu upphaf- legar teikningar dansks arki- tekts að Hóladómkirkju ráð fyr- ir því að á henni yrði turn þeg- ar hún var byggð árið 1760. En peningar til kirkjusmíðinnar þrutu og því varð að sleppa turninum. Hann kom ekki fyrr en 1950, þegar var byggður sjálfstæður turn sem stendur h'tið eitt frá kirkjunni. Er turn- inn til minningar um Jón bisk- up Arason." Biskup mundar myndavél Árin 1981 til 1991 gegndi sr. Sigurður embætti vígslubiskups í Hólastifti. Árin 1987 og 1988 var hann um nokkurra mánaða hríð biskup yfir íslandi í forföll- um herra Péturs Sigurgeirsson- ar. „Á þessum tíma vísiteraði ég alla Austurfirði og kom á hvern kirkjustað. Þá gafst mér tæki- færi til að taka myndir af öllum kirkjum þar eystra. Nei, ég held að engum hafi þótt neitt undar- legt að biskupinn væri sífellt með myndavélina á lofti. Ég hugsa að sumum hafi þótt það meira að segja svoh'tið skemmtilegt," segir sr. Sigurð- ur, kíminn á svip. Þær raddir hafa heyrst að kirkjur sem byggðar eru í dag séu ekki beint kirkjulegar, að minnsta kosti ekki ef miðað er við hinn sí- gilda ís- lenska byggingar- stfl. í því sambandi er Blöndu- óskirkja gjarnan nefnd. „Jú, sú kirkja er vissulega sérstök og kannski ekki alveg í anda þess byggingar- stils sem við best þekkj- um. En hitt má þó segja Blönduós- kirkju til hróss að þar er af- skaplega góður hljómburð- ur. Því kynntist ég þegar ég annaðist þar guðs- þjónustu fyrir einu eða tveimur árum. En alltaf kann ég þó best við mig í gömu lensku timbur- kirkjunum - enda er ég vanur þeim og þekki þær best. Ilinu meg- um við síð- an ekki gleyma að gripir kirknanna setja svip sinn á þær - og á ég fjölmargar myndir af kirkju- gripum," sagði sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup. -sbs. Myrkárkirkja í Hörgárdal, sem rifin var 1911. Á Myrká var prestsetur til 1850, en síðastur presta þar var sr. Páll Jónsson, sálmaskáld. Myrkár- prestakall var lagt niður 1850 og sóknin lögð til Bægisárprestakalls. Breiðabólstaðarkirkjan í Fljótshlíð, byggð árið 1911. Arkitekt hennar er Rögnvaldur Ólafsson. Eft- ir sambærilegum teikningum eru kirkjurnar á Húsavík og Hjarðarholti í Döium. „Það er áberandi á Norðurlandi að marg- ar timburkirkjur eru án turns. Menn hafa spurt sig um skgringar á þessu - og þá er því helst til að svara að Hóladómkirkja er turnlaus

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.