Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Page 8
20 - Miðvikudagur 4. júní 1997 Jlaginr-®TOrám LIFIÐ I LANDINU Enda þótt þrjátíu ár séu liðin síðan byggð lagðist af í Flatey á Skjálfanda er það alltaf víst að þangað koma sumarfuglar; jafnt þeir sem um loftin fljúga og hinir úr mann- heimum sem koma þangað á knörrum sínum og hafa sumarsetu við að nýta landsins gæði. Á eynni er mikið æðar- varp og umhverfís hana eru einhver bestu grásleppumið heims. Síðan má ekki heldur gleyma því að fyrir um fímmtán árum var borað í setlög á eynni og þá komu fram vísbendingar um að þar væri ef til vill oh'u að fínna. Pað skyldi þá aldrei vera að eyjan yrði aftur forðabúr í hallæri; þegar íslendingar fara að skipa sér í flokk með olíu- furstum. - Dagur-Tíminn var í Flatey um liðna helgi og mynd- aði þessa sérstöku eyðibyggð, sem ef til vill á sér þó viðreisn- ar von. -sbs. Frá fyrstu öldum fslandsbyggðar og fram á fyrstu ár þessarar aldar stóð kirkja í Flatey, en þá var hún flutt að Brettingsstöðum á Flateyj- ardal. En þegar byggð þar lagðist af var kirkjan aftur flutt í Flatey og var endurvígð í júlí 1960. Fáum ár- um síðar lagðist byggð í Flatey af, en stundum á sumrin er þó mess- að í eynni. Er Flatey forðabúr í firamtíð? Mörgum húsum f Flatey er vel við haldið og þar eiga gamlir Flateyingar sér sumarsetur. Hér sjást húsin Berg og Sæberg en þau eru nákvæmlega eins, byggð af bræðrunum Jóni og Ragnari Hermannssonum árið 1947. Báðirfluttu þeir með fjölskyldum sínum í land á sama tíma; haustið 1967, einmitt þegar síðasta fólkið fór í land og flutti til Húsavíkur. Myndin Sigurður Bogi. Gunnar Gunnarsson grásleppukarl við eina af hrognatunnum sínum. A þessu vori hefur hann náð að verka í alls 48 tunnur - sem hver tekur um 105 kíló. Ferðafélag Akureyrar efndi síðasta laugardag til ferðar í Flatey. Far- kostur var báturinn Hrólfur frá Dal- vík, sem aðallega er notaður til hvalaskoðunarferða, en einnig ferða sem þessarar. Stýrimenn og stjórar voru Júlíus Snorrason, sem er til vinstri á þessari mynd, og Símon Ellertsson. Svala Björgvinsdóttir dvelst með móður sinni, Hólmdísi Jóhannes- dóttur, í Flatey á hverju sumri í um það bil sex vikur og vitjar þar um æðarvarp. Hér er Svala við eitt kolluhreiðrið í eynni. Æðarkollan sem þarna verpir baðst hins vegar góðfúslega undan myndatökum. Það gengur bara betur næst!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.