Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Page 4
16 - Laugardagur 7. september 1996 |Dítgmr-'®mnmt MENNING O G LISTIR „Eg er ekki málari“ Roberto Matta er hálf-níræður málari sem ekki vill kalla sig málara. Hann er enn á fullu inn í stúdíó- inu og framleiðir um 100 verk á ári. Þessi mynd er afar stór og rúmfrek og örðugt að sjá fyrir sér hálf- níræðan mann klöngrast upp stiga til að tjá þennan heim vorsins. Það gerir hann nú samt því honum er meinilla við fólk í stúdíóinu sínu og hafnar allri hjálp. Hugmyndin að baki þessari mynd og þremur í við- bót sem hann málaði um árstíðirn- ar er að hlutir standi aldrei í stað, staðni aldrei heldur séu ávallt í þróun. Fræ vorsins tekur á sig nýja mynd með hlýjunni verður að plöntu og síðar blómi. „Þú verður að veita þannig sýn inn í þennan heim að þú sjokkerir áhorfand- ann.“ Mynd-.B G Matta aldrei þar sem maður átti von á. „Hann er svona lista- maður sem finnst fólk þrengja að sér, þannig að hann leggur reglulega á flótta. Eftir því sem aldurinn hefur færst yfir finnst honum mikilvægara að vinna en að hitta fólk sem er aðeins að reyna að hrifsa frá honum eiginhandaráritanir.“ Nútímann skorti gáfumenn „Honum finnst mikilvægara að halda áfram með verkin sín, eða að taka þátt í djúpum sam- ræðum. Matta kvartar sífellt yf- ir því að það ríkir ekki sama andrúmsloft og var í París á Qórða og fimmta áratuginum. Hann þarfnast intellektúel sam- ræðna til að halda sér virkum og frjóum. Þess vegna er hann alltaf að reyna að flýja heimsku nútímans.“ Jafningjar Matta var ætíð mjög hjálplegur við unga listamenn sem komu til Parísar og þannig hittust þeir Erró á 6. áratuginum. „Matta reyndi ekki að hafa list- ræn áhrif á þessa ungu lista- menn. Þetta er eins og ef þú kemur fram við börn eins og börn þá hegða þau sér barna- lega. En ef þú kemur fram við þau eins og jafningja þá reyna þau að haga sér eins og full- orðnir. Matta hafði öðlast virð- ingu sem málari og með því að vinna með ungu listamönnun- um gat hann komið þeim upp á sitt kalíber og þannig hjálpað þeim við að selja myndir sínar." o.s.frv.,o.s.frv. Sýningin á Kjarvalsstöðum ber yfirskriftina o.s.frv., o.s.frv. en það ku vera frasi léður úr munni Matta. „Matta er eldklár, nýtur þess að tala og hefur frá- bært skopskyn. Erró var einmitt mjög hrifinn af því að Matta gat talað um 5 mismunandi efni samtímis. Matta er snöggskarp- ur og stundum lýkur hann ekki rökfærslum sínum og segir bara o.s.frv., o.s.frv., og viðmæl- andinn getur klárað málið sjálf- ur.“ lóa Átveisla nútímans fer fram á borði sem er orðið svið fjárhættuspilsins. Borðhald er orðið einskonar kasínó að mati Matta. Matta málar mikið í seríum og myndin hér er ein úr þriggjamyndaseríu. Fyrsta myndin sýnir fornu grísku heimspekingana sem smíða heimspekikenningar um leið og þeir tína upp í sig Ijúffenga steikarbita. Önnur myndin sýnir síðustu kvöldmáltíð Krists. Þessi sería sýnir nokkuð vel álit Matta á samtímanum þar sem honum hnignar frá heimspeki til trúarbragða og að lokum átrúnað á Mammon. Myn&.Ba Matta er fæddur í Chile og eftir nám í arkitekt- úr fluttist hann til Evr- ópu þar sem hann hóf að mála 26 ára gamall. Hann var hvatt- ur af og tekinn inn í hóp gáfu- mannaklíkunnar sem kennd var við súrrealismá en skáld, myndlistarmenn og kvikmynda- gerðarmenn beittu hugmynda- fræði súrrealismans til að hræra upp í heimi listanna þar sem reglur og mismunandi stig af raunsæi höfðu lengi ráðið ríkjum. Menn á borð við Dalí, Picassó og André Breton, hug- myndafræðing súrrealismans, höfðu mikla trú á honum og raunar er Matta eini eftirlifandi stórmeistari súrrealismans. Undirvitundin Fyrst ekki mátti sækja útfærslu efniviðarins í þann heim sem við hrærumst í dags daglega fóru súrrealistarnir þá leið að ná sér í útfærslutækni úr undir- meðvitundinni. Matta hefur ekki tekið neinar kollsteypur á tæplega 60 ára starfsferli sínum í þeirri hugmyndafræði sem hann öðlaðist við kynni sín af súrrealismanum en tæknin við að koma sinni veraldarsýn á framfæri hefur breyst meðan Iistræn heimspeki hans hefur staðið nánast óhagganleg. Alain Sayag, safnvörður í Pompidou-safninu í París, kom til landsins fyrir skömmu til að setja upp sýningu á verkum Matta en hún verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Hann segir Matta alla tíð hafa farið yfir mörkin, þröskuldina, inn í þá heima sem við vitum að eru til en sjáum ekki. Inn í heima útvarps-, rafseguls- og hljóðabylgna en líka inn í heim dýranna. Þá fyrst, með innliti í þessa heima, telur Matta að menn geti orðið raunverulegir skoðendur heimsins, þá geti menn opnað augu sín fyrir líf- inu sem hringsnýst í kringum þá. Klessur kananna „Hann segir að Iistin verði að hafa merkingu fyrir líf okkar og tilfinningar og það hvernig við sjáum heiminn. Listin eigi ekki að vera leikur að formum. Það er eitt af því sem ungir lista- menn geta lært af súrrealism- anum, þ.e. að gefa ímynd á striga merkingu, skilning. Matta fannst að New-York lista- menn eftirstríðsáranna hefðu stoppað á vinnsluferhnum. Hann sagði iðulega: „Verk þeirra eru bara upphafið að málverki." Matta vinnur yfirleitt þannig að hann setur niður klessur, og út frá klessunum getur hann skapað myndina en hann sagði amerísku formalist- ana hafa látið sér klessurnar nægja, stöðvast þar. Klessurnar hafa bara enga merkingu." En hvaða gildi hefur súrre- alisminn fyrir listamenn í dag? Sayag telur að súrrealisminn og verk Matta geti sannfært unga listamenn um að málverkið sé ennþá fullgildur menningar- miðill. „Matta segir: „Ég er ekki málari.“ Hann neitar því að vera meðhöndlaður sem mál- ari. Honum finnst það smækk- andi skilgreining. Hann fram- leiðir ímyndir. Málun er aðeins ein aðferð en listamaður í dag getur notað margar aðferðir. Matta vann t.d. mikið á tölvu- skjám.“ Flýr heimskuna Matta er 85 ára og býr víðs veg- ar um Evrópu. Sayag segir Sayag tekur plastið utan af styttu sem er samruni menningar og iðnaðar. Matta mótaði styttuna í leir, fann sér ýmsa hluti úr iðnaði, bílhluti, vélaplötur og aðra smágerða iðnaðarhluti. Þessum pörtum klessti hann í leirinn og fékk þannig munstrið sem á styttunni er. Formið sjálft og litlu fígúrurnar minna hins vegar á uppgrafnar styttur frá Suður- Ameríku en eru það ekki NB. Þær eru bara hugarsmíð Matta en hann gerði talsvert af því að láta renna saman ólíka heima í sömu skepnunni, sem er hvorki mennsk né úr dýraríkinu, heldur eins konar konsept af Ijótri og ógeðfelldri VerU. Mynd: BG

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.