Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Side 5

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Side 5
|Dagur-®ttntmt Laugardagur 7. september 1996 -17 L I S T I R Einar Helgason: „Það var ekki fyrr en á miðri ævi sem ég fór að hafa tíma til að sinni myndlistinni." MyndUHF Vatnslitir og oiiukrít * austursal Listasafnsius á Akureyri sýnir Einar Helgason vatnslita- og olíukrítarmyndir. Einar býr á Akureyri og kenndi m.a. myndmennt og íþróttir við Barnaskólann og Gagnfræða- skólann á Akureyri í 40 ár. „Þetta er sambland af nýjum myndum og gömlum. Meirihlut- inn er þó nýjar myndir, sérstak- lega olíukrítarmyndirnar, sem ég hef ekki sýnt áður,“ segir Einar um verkin á sýningunni. Lengi vel vann hann nær eingöngu með vatnsliti en fyrir 2-3 árum fór hann að vinna með olíukrít sem hann segir mjög ólíka vatnslitunum. Bæði sé efnið gjörólíkt og einnig séu stflbrögðin mismunandi. „í olíu- krítinni er farið meira út í óhlutkenndar myndir," útskýrir hann. Einar segir að sér falli mjög vel að mála með vatnslitum. Það hafi meira verið tilviljun sem réði því að hann fór að prófa sig áfram með olíukrít, þótti hún skemmtilegt efni og hefur því unnið margar olíu- krítarmyndir upp á síðkastið. Myndlist og íþróttir Einar er menntaður bæði sem íþróttakennari frá íþróttakenn- araskóla íslands og teiknikenn- ari frá Myndlista- og handíða- skólanum og kenndi, eins og fyrr segir, bæði íþróttir og myndmennt á Akureyri í ára- tugi. En hvernig ætli þetta tvennt fari saman? „Það var mjög gott að kenna báðar greinar því það er dálítið þreytandi að kenna sama fagið upp undir 40 tíma á viku. Mér féll því afar vel að geta skipt á milli. Hitt er annað mál að á meðan ég var sjálfur í íþróttum að einhverju ráði var lítill tími til að sinna myndlistinni. Það var því ekki fyrr en á miðri ævi sem ég fór að hafa tíma til að sinna henni.“ Akureyrsk myndlist á uppleið Einar hefur fylgst með þróun myndlistar norðan heiða í yílr ijörutíu ár og ekki annað að heyra á honum en að nú séu góðir tímar. „Mér finnst mynd- listin á Akureyri á mikilli upp- leið. Þegar ég byrjaði að fást við myndlist upp úr 1950 voru til- tölulega fáir myndlistarmenn hér en nú er mikið af myndlist- arfólki í bænum. Við erum nátt- úrulega misjöfn eins og alltaf hefur verið en ég held að mynd- listinn sé á góðri leið,“ segir Einar og vill ekki síst þakka Myndlistaskólanum á Akureyri fyrir þessa miklu grósku í akur- eyrsku myndlistarlífi. AI þrjár nvjar sýningar í Listasafninu Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar í dag og þar á bæ voru menn önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir helgina. Einar Helgason hengir upp myndir en Jón Laxdal, myndlistarmaður, fylgist með. Mynd: jhf S dag klukkan 16:00 verða opnaðar þrjár nýjar sýn- ingar í Listasafni Akureyr- ar. Einar Helgason sýnir vatns- lita- og olíukrítarmyndir í aust- ursal, í miðsal sýnir Listasafnið nokkur nýleg verk sem það hef- ur eignast undir yfirskriftinni „Nýleg aðföng“ og í vestursal setja þær Kogga og Edda upp sérstæða leirlistarsýningu. Einar Helgason sýnir bæði ný verk og eldri myndir en eins og fram kemur í viðtali við hann hér á síðunni hefur hann feng- ist við myndlist í áratugi en er þó aðeins nýlega byrjaður að vinna með olíukrít. Sýningin „Nýleg aðföng" er fastur liður í sýningarstarfi Listasafnsins og er tilgangurinn að leyfa sýningargestum að fylgjast með nýrri listaverka- eign safnsins. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir Rannveigu Jónsdóttur, Sólveigu Baldurs- dóttur, Gunnar Straumland, Guðmund Ármann Sigurjóns- son, Japanskar tréristur frá 19. öld og Guðmund P. Ólafsson. Tónverk tileinkað leirverki Sýning Koggu og Eddu, eða þeirra Kolbrúnar Björgúlfsdótt- ur og Eddu Jónsdóttir, er leir- listarsýning og við opnun sýn- ingarinnar mun Guðni Franz- son flytja tónverk sem hann hefur samið sérstaklega fyrir leirverk þeirra. Leirlistarsýn- ingin er sama sýning og Kogga og Edda voru með á sumarsýn- ingu Norræna hússins í sumar og gekk sú sýning mjög vel. Um 10.000 gestir komu á sýning- una og segir Haraldur Ingi Har- aldsson, forstöðumaður Lista- safnsins, að þessa mikla aðsókn sé ein ástæðan fyrir því að leit- að var eftir að fá sýninguna norður til Akureyrar. AI Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, veitir fyrirtækjum og þjón- ustuaðilum um land allt viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra. Viðurkenningarnar eru veittar árlega á al- þjóðadegi fatlaðra þann 3. desember. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar. 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði, til verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörgu, l.s.f., fyrir 1. október 1996. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12,105 ReyKjavík, simi 552 9133. Vinnumálskrifstofa félagsmálaráðuneytisins (Atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðasjóður launa) er flutt í Hafnarhúsið v/Tryggvagötu á 3. hæð. Skrifstofan verður opnuð þann 11. september 1996. Nýtt símanúmer verður 511 2500 og nýr bréfsími 511 2520. Vegna flutningsins verður skrifstofan LOKUÐ 9. OG 10. SEPTEMBER. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins. Verkalýbsfélagib Eining bobar félaga sína til almennra funda um komandi kjarasamninga eflir starfsgreinum Fundir verða í eftirfarandi starfsgreinum: Ákvæbisvinna vib ræstingar: 8. september kl. 20.00, Alþýðuhúsi, 2. hæb. Sláturhús og kjötvinnslur: 9. september kl. 17.00, Alþýðuhúsi, 2. hæb. Veitinga- og gistihús: 9. september kl. 20.00, Alþýðuhúsi, 2. hæð. Vaktmenn: 11. septemberkl. 17.00, Alþýðuhúsi, 2. hæð. Hafnarverkamenn: 11. september kl. 20.00, Alþýðuhúsi, 2. hæb. Braubgerbir: 12. septemberkl. 17.00, Alþýðuhúsi, 2. hæð. Byggingamenn, tækjamenn, bílstjúrar og Slippur: 12. september kl. 20.00, Alþýðuhúsi, 2. hæö. Dagskrá funda verbur: 1) Undirbúningur næstu kjarasamninga. 2) Önnur mál. Hafðu áhrif- Mœttu á fundinn!!! Stjórn Einingar.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.