Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Qupperneq 7
jDagm--Βmmtt Laugardagur 7. september 1996 -19
Á slóðum
Indiana Jones
Hin œvaforna borg Petra
dregur að sér hundruðir þúsunda
ferðamanna á ári hverju og ekki
að ástœðulausu. Auður
Ingólfsdóttir, blaðamaður Dags-
Tímans, heimsótti borgina
í sumar.
Aliir hafa heyrt um pýra-
mídana í Egiptalandi en
færri að vita að hinum
megin við Rauða hafið, sunnar-
lega í Jórdaníu, eru fornminjar
sem eru síst ómerkari en píra-
mídarnir. Heil borg, ótrúlega
vel varðveitt, er falinn innan
klettaveggja og hefur staðið þar
svo lengi að skáldin tala um
hana sem borgina sem sé hálft
eins gömul og sjálfur tíminn.
Umheimurinn er smám saman
að uppgötva borgina og ferða-
mannastraumurinn þangað
hefur aukist gífurlega á síðustu
árum. Petra komst hka á kortið
í Holliwood fyrir nokkrum árum
þegar hluti þriðju Iniana Jones
myndarinnar, Síðasti krossfar-
inn, var tekinn þar upp.
Gleymd í þúsund ár
Flestir sem heimsækja Petru
eru sammála um að yfir borg-
inni sé töfraljómi. Margar bygg-
ingarnar, sem eru höggnar inn í
steinveggi, eru undurfagrar.
Erfitt er að ímynda sér að þær
hafi staðið þarna í yfir tvö þús-
und ár, svo vel hafa þær varð-
veist, en háir klettaveggir hafa
varið þær gegn veðri og vind-
um.
Hluti af töfrunum er hin
mikla dulúð yfir sögu borgar-
innar. Talið er að menn hafi bú-
ið í Petru allt frá því 9000 árum
f. Kr. en blómaskeið borgarinn-
ar var á tímabilinu 300 f. Kr. til
100 e. Kr. þegar Nabatea þjóð-
flokkurinn bjó í borginni. Árið
106 e. Kr. náðu Rómverjar
borginni á sitt vald og næstu
tvær aldirnar fór borginni
hnignandi. Dropinn sem fyllti
mælinn var mikill jarðskjálfti
árið 363, þó stærstu bygging-
arnar hafi reyndar sloppið
ósnertar. Ekki er vitað fyrir víst
hvenær íbúar borgarinnar
fluttu í burtu en á sjöundu öld
„El Khazneh“ heitir þessi bygging sem þýðir „Fjársjóðurinn." Myndin gæti
komið kvikmyndaunnendum kunnuglega fyrir sjónir en það var einmitt
þarna sem síðasti hluti þriðju Indiana Jones myndarinnar, Síðasti kross-
farinn, var tekinn upp. Myndir: AF
Sólin í Jórdaníu er brennandi heit og miskunnarlaus yfir sumartímann og því vissara að verja sig vel gegn sólar-
geislunum. Greinarhöfundur er lengst til vinstri á myndinni.
er nokkuð öruggt að allir íbúar
voru farnir.
í yfir þúsund ár var Petra
gleymd inn á milli klettaveggj-
anna og það var ekki fyrr en
árið 1812 að Svisslendingur,
John Burckhardt að nafni, upp-
götvaði borgina aftur og sagði
frá henni í ferðabók sem
hann síðar gaf út.
Innrás
nútímans
Margt hefur
breyst frá því að
Svisslendingur-
inn kom í
þessa gömlu
yfirgefnu borg.
Nú er Petra
langvinsælasti
ferðamanna-
staður Jórd-
ana og lykill-
inn að þeirri
uppsveiflu sem
verið hefur í
ferðmanna-
straumi til landsins. Þrátt fyrir
innrás nýja tímans er sérstök
upplifun að rölta um í Petra.
Bflar eru bannaðir í borginni og
því eina leiðin að ganga, eða
leigja sér hest, asna eða jafnvel
úlfalda við innganginn.
Hér og þar eru litlir sölubás-
ar þar sem heimamenn selja
minjagripi og einnig er hægt að
kaupa vatn og kalda drykki á
uppsprengdu verði. Sölubás-
arnir og fjöldi ferðamanna
minnir óþægilega á nútímann
sem á einhvern veginn ekki
heima þarna á þessum stað og
því er freistandi að segja skilið
við ferðafélagana og kanna
hella og byggingar á eigin veg-
um. í’að er svo ótrúlegt að
hugsa til þess að fyrir tvö þús-
und árum hafi allir þessir litlu
hellar verðir spriklandi af lífi;
þarna hafi fólk fæðst og dáið.
Nú eru hellarnir flestir tómir að
undanskildu rusli sem hirðu-
lausir ferðamenn hafa skilið
eftir og lyktin í sumum þeirra
bendir til þess að full ástæða
væri til þess að bæta salernis-
aðstöðuna á svæðinu.
Himinhátt aðgöngverð
Einn galli við heimsókn til Petra
er verð á aðgöngumiðum sem
er himinhátt
Úlfaldar eru algeng sjón í Petra sem og annars staðar
í Jórdaníu og lítið mál að komast á úlfaldabak gegn
vægu gjaldi.
miðað við verðlag í Jórdaníu al-
mennt. Jórdaníubúar þurfa að-
eins að borga hundrað krónur
fyrir aðgöngu í borgina en er-
lendir ferðamenn borga tutt-
ugufalt gjald, eða um 2000
krónur íslenskar. Fyrir Evrópu-
búa ætti þetta gjald þó ekki að
vera fyrirstaða en verðmunur-
inn kemur engu að síður
spánskt fyrir sjónir.
Við nánari eftirgrennslan
verður þessi verðlagning þó
skiljanlegri. Hér er á ferðinni
enn einn anginn af deil-
um milli Araba og
ísraela og það
var ekki fyrr
en eftir að
Jórdanía
hafði viður-
kennt ísrael
og ísraelskir
ferðamenn
fóru að
streyma til
Petra að
verðið fyrir er-
lenda ferðamenn hækkaði upp
úr öllu valdi. „ísraelar koma
með stóra hópa af ferðamönn-
um yfir landamærin til að heim-
sækja Petra, taka með sér mat
og fara aftur tilbaka til ísraels
samdægurs. Petta er því eina
leiðin til að fá einhverja pen-
inga frá þeim,“ var svar heima-
manna þegar spurst var fyrir
um verðlagninguna. Hvað sem
öllum pólitískum deilum líður
stendur Petra enn fyrir sínu og
enginn ætti að láta þennan for-
tíðarreit fram hjá sér fara ef
hann ferðast um á þessu svæði.
Petra var höfuðborg Nabatea, þjóðflokks sem hafði allstór ríki á þessum
slóðum frá 300 f. Kr. til 106 e. Kr. Talið er að um 30.000 manns hafi búið í
borginni þegar flest var.