Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Page 11
ÍDagur-Œmrirm
Laugardagur 7. september 1996 - 23
jDagttr-Œmttrm
Geymið blaðið!
i,9,96‘
Pað er stórviðburður í heimi
matreiðslunnar að hejjast íBerlín.
Viðburðurinn eru svokallaðir
„Ólympíuleikar matreiðslumeistara“, en þar
keppa helstu þjóðir heims um verðlaun í matar-
gerðarlist.
Auðvitað erum við íslendingar þar
á meðal með sambland af
ágœtustu hœfúeikum, úrvals íslenskum landbún-
aðarafurðum og góðu skapi
ífarteskinu.
það þarf að fá ákveðinn
fjölda punkta til að fá annað-
hvort brons-, silfur- eða
gullmedalíu. Þaö er keppt í
mörgum greinum: heitum
mat, köldum réttum, eftir-
réttum, matseðlum, vinnu-
brögðum og fleira. Flestir
punktarnir segja svo endan-
lega að lokum hverjir sigra
samanlagt. Dómararnir eru
fjöldamargir frá mörgum
bronsverðlaununum. Þær eru
Þýskaland, USA, Sviss, Kan-
ada, Singapore, Suður-Afríka
og Noregur (já, Noregur!), en
frændur okkar Norðmenn
leggja gífurlega mikið upp úr
árangri á þessu sviði eins og
öðrum, þegar um alþjóðlegan
sigur er að ræða.
Þegar við lítum á þennan
lista sjáum við að Frakkland
- sem af mörgum, þar á með-
ilvægi þess að okkar land-
búnaðarafurðir fái á sig þá
réttu ímynd gæðavörunnar
sem hún er, og verða íslensku
ólympíukokkarnir í Berb'n
auðvitað með lífrænt ræktað
lambakjöt sem höfuðuppi-
stöðu í sínum réttum. Kokka-
landsliðið eru „sendiherrar“
íslenskrar matvælafram-
leiðslu.
Keppnislið íslenskra
matreiðslumeistara,
sem í daglegu tali
kallast nú bara Kokkalands-
liðið (enda miklu þjálla), hef-
ur verið starfandi hér á landi
í þó nokkurn tíma. Það fór þó
ekki að bera á þeim neitt
að ráði fyrr en nú síð-
ustu árin. Það er
kannski í sam-
hengi við þann
fókus sem var á
kokkum þá - og í
dag. Hér fyrr á
árum voru kokk-
arnir best geymdir
inni í eldhúsi og það
var ekki til að tala um að
þeir létu sjá sig frammi í sal í
kokkagalla. í dag er þetta nú
heldur betur á öðrum nótum.
Kokkarnir eru orðnir „chef
de cuisine“ og ganga um bí-
spérrtir og leyfa gestunum að
tala við sig. Sumir taka jafn-
vel upp á því að gera sig
merkilega í sjónvarpi og fjöl-
miðlum (óskiljanlegt með
öllu). Nú þykir það heldur
betur fínt að vera matreiðslu-
meistari.
Fjör og spenna
í eldhúsinu
En í fullri alvöru, þá er það
nú ekki aðalástæðan fyrir
vinsældum þessa fags - þetta
er einfaldlega svo skemmti-
legt. Kokkafagið er skapandi,
líflegt, stöðug nýbreytni - fjör
og spenna í eldhúsinu þegar
verið er að útbúa og afgreiða.
alltaf góður matur - og kokk-
arnir fá þakkirnar óspart
beint í æð þegar vel gengur.
Já, þegar vel gengur! Það
er nú lykilatriðið. Það verður
að ganga vel, þ.e.a.s. matar-
lega séð, því annars er hund-
leiðinlegt og allt verður
drullufúlt. Þess vegna
verða kokkarnir að
hafa hæfileika,
skap og mikinn
metnað - keppni
er nauðsynleg í
1 faginu til að veita
aðhald og halda
okkur við efnið.
Matreiðslukeppn-
irnar eru haldnar út um
allan heim. Þær stærstu eru
haldnar nokkurn veginn ár-
lega og eru Ólympíuleikarnir
þar á toppnum. Þeir eru
haldnir íjórða hvert ár og
hafa haft leyfi til að nota
(að hluta til) ólympíu-
hringina fimm. Þjóð-
irnar sem keppa
koma frá öllum
heimsálfunum. Ég
held að þátttak-
endur séu langt
yfir þrjátíu og það
komast nú ekki
allir að. íslendingar
tóku fyrst þátt
þessari keppni fyrir
fjórum árum, en þá var
hún haldin í Frankfurt.
Okkur gekk nú svona meðal-
vel, enginn stórsigur en me-
dalíur samt. Verðlaunin eru
veitt samkvæmt ströngum
reglum og punktakerfi, en
löndum, flestir eldri kokkar,
menn með mikla reynslu.
Noregur ofarlega
Ríku þjóðirnar komast alltaf
lengst í þessum keppnum og
hafa yfirleitt verið þetta um
fimm til sjö þjóðir sem skipta
á milli sín gull-, silfur- eða
al mér, er talið höfuðvígi
matargerðarlistarinnar - er
ekki með. Þeir taka ekki þátt
í svona keppni, telja sig lík-
lega yfir það hafnir að þurfa
að standa í keppni. Stað-
reyndin er samt bara sú að
svona keppni hefur gífurlega
þýðingu fyrir löndin. Sigur í
svona keppni hefur mat-
argerð þess lands upp
á hærra plan, sem
aftur á móti eykur
hugmyndir fólks
um gæði afurða
þess lands, þær
seljast á háu
verði og ferða-
menn streyma að.
Hugsið ykkur ef
Frakkland myndi
lenda í sjöunda sæti,
það myndi gjörsamlega
eyðileggja þá ímynd sem
hefur skapast um franska
matarmenningu.
Það hefur verið góður
skilningur hér á landi á mik-
íslendingar tóku
Jyrst þátt í þessari
keppni jyrir fjórum
árum, en þá var hún
haldin í Frankfurt.
Okkur gekk nú
svona meðalvel,
enginn stórsigur en
medalíur samt.