Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Side 15

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Side 15
JDagur-'ÍEímmn Laugardagur 7. september 1996 -. HVERNIG A E G AÐ VERA? Heiðar Jónsson snyrtir, svarar spuringum lesenda Ekki voru allir jafn hrifnir af þeim ráðleggingum Heiðars í síðasta þætti, að leyfa unglingunum að ráða klæðaburði sínum án afskipta foreldranna. Öðrum fínnst sjálf- sagt að krakkarnir skapi sér eigin tísku, en áhrifavaldarnir eru alltaf einhverjir hvort sem það eru forráðamenn eða aðrir, oftast kunningjar eða eftir- breytniverðar fyrirmyndir. Að- spurður situr Heiðar við sinn keip og telur að unga fólkið geti alveg eins verið hinum eldri fyrirmynd og að klæðnaður þess sé um margt skynsamleg- ur, þótt deila megi um smekk- inn. En hver eru aðaleinkenni unglingatískunnar í vetrarbyrj- un? Smekkleysa og skynsemi Svar: Það er einkennandi fyrir hausttískuna að manni finnast húfurnar á höfðum krakkanna óttalega ljótar, en svo hugsar maður, þeim verður þá ekki kalt á eyrunum á meðan. Síðan er það þessi einkenni- lega sídd, að vera í alltof stór- um peysum og alltof stórum bolum yfir það sem haft er al- gjörlega á hælunum. Það er eins og þetta séu fá- tækir dvergar að fara í föt full- vaxins fólks. Petta er ekkert óskynsamlegt gagnvart veðrátt- unni, en ég held þetta hljóti að vera dálítið hreyfihamlandi. En mömmurnar eiga að leyfa krökkunum að ráða dálitlu sjálfum og skemma ekki stíl þeirra, en samt að hafa áhrif á Ólafur Ragnar forseti og Guðrún Katrín forsetafrú geta haft þau áhrif að fólk klæði sig eftir stífari reglum heimsmennskunnar. um sínum aðhald, en án þess að skemma þennan stfl. Bóhemar eins og Vigdís Unga fólkið vill verða bóhemar eins og Vigdís forseti, sem hefur gefið yfirlýsingar um það. Þá kemur að þeirri spurningu, hvað skyldi Vigdís vera búin að hafa mikil áhrif á þessa kyn- slóð? Vigdís hefur verið mikill for- seti unga fólksins. Börn hafa al- ist upp við að eiga hana sem forseta. Hún hefur verið vel klædd alla sína embættistíð, en maður verður ekki hissa þegar hún segir að nú verði hún bó- liem, því innst inni hefur hún alltaf verið dálítill bóhem, þó hún klæði sig í stil við sitt starf. Unga fólkið hefur orðið fyrir einhverri skoðanabreytingu gegnum tilveru Vigdísar. Hún er ekki aðeins vel klædd, heldur hefur hún ávallt verið skynsam- lega klædd. Hún klæðir sig eftir veðri og aðstæðum og er alltaf eins glæsileg. Þetta hafa krakk- arnir séð og eru hrifin af henni. Stíf heimsmennska Ef nýr forseti kemur til með að hafa áfram áhrif á unga fólkið, þá mundi maður ímynda sér að það væri heldur veraldlegri stíll sem myndi færast yfir unga fólkið, ef honum ber gæfa til að ná eins vel til þess eins og Vig- dísi. Núverandi forsetahjón eru heimsfólk og eftir nokkur ár getur eins verið að forsetinn og frú hafi þau áhrif að fólk verði klætt eftir stífari reglum heims- mennskunnar. Og það er þá líka af því góða, því hvort um sig hefur góð og gild áhrif. Vigdís forseti hefur áhrif á klæðaburð unga fólksins. Forsetar geta haft góð áhrif á tískuna skynsemina eftir því sem þeir fullorðnu hafa vit til. Allir þurfa að klæða af sér kulda og bleytu. Allsráðandi litir í vetrartískunni eru tveir litir allsráðandi og báðir góðir. Ég hef grun um að unglingarnir eigi eftir að tileinka sér þá dá- lítið og báðir nokkuð fslands- vænir. Það eru dökku berjalit- irnir, svona purpuralitir, og síð- an dökkbrúnt. Þetta eru litir sem koma fram í fatnaði í vetur, í snyrti- vörum og öllu, og ég sé að ung- lingarnir eru dáh'tið fljótir að tileinka sér þessa liti. Þeir falla vel inn í íslenska náttúru og eru raunverulegir vetrarlitir fyrir okkur. Mér finnst gaman að því, að ég man ekki eftir eins miklum bóhemstfl á unga fólkinu eins og nú. Ég vil rneina að þetta sé jákvæð uppreisn, að ungling- arnir eru * umhverfismeðvitaðir og það er dálítil hugsun á bak við þetta. Svona skemmtileg frjálshyggja. Það sem forráðamennirnir þurfa að gera er að veita börn- Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstödum Að anda er að lifa Að anda er að lifa. Það er lík- lega fátt augljósara en sú staðreynd. Enda hefst líf okk- ar á þessari jörð með fyrsta andardrættinum og því lýkur með síðasta andvarpinu. En það er eins og við gleymum oft að anda þess á milli. Að anda í gegnum lífið. Sem börn nýtum við loftrýmið til hins ýtrasta. En eftir því sem við.eldumst þróast allt á verri veg. Við not- um stöðugt minna af loftrým- inu, og lendum í vítahring streitu og líkamslegs álags. Náttúran hefur gefið okkur hæfileika til að taka inn sjö sinnum meira súrefni en við gerum venjulega. Taktu eftir hvernig þú andar núna. Gerðu síðan þessa einföldu æfingu: Andaðu djúpt að þér. And- aðu svo frá þér, mjög hœgt. Endurtaktu þetta, andaðu djúpt að og síðan hœgt, hœgt frá. Gerðu þetta nokkrum sinnum, eða þar til þú finnur notalegan hrynjanda í öndun- inni. Fráöndunin á alltaf að vera hœgari en innöndunin. Þú œttir nú þegar að finna mun og finna fyrir meiri ró. Þegar við öndum erum við ekki aðeins að fá súrefni held- ur líka að anda að okkur lífs- orku, við erum að hlaða okk- ur. Þess vegna geta langtíma afleiðingar grunnrar öndunar verið mjög alvarlegar. Streita hleðst upp í líkamanum, sem veikir mótstöðu hans gegn kvillum og sjúkdómum. Það getur síðan aukið streituna enn frekar og þannig heldur öndunin áfram að verða enn grynnri. Þú ert komin(n) í vítahring sem kostar þig það dýrmætasta sem þú átt, heils- una. Það eina sem getur rofið vítahringinn er dýpri öndun. Hvort sem þú ferð að synda eða ganga - og andar þar með dýpra, eða hvort þú gerir önd- unaræfingar t.d. í fimm mínút- ur fyrir hverja máltíð, þá finn- urðu fljótt fyrir árangrinum. Það þarf ekki flóknar öndun- aræfingar, þessi hér fyrir ofan nægir til að byrja með. Um leið og þú beinir athyglinni að önd- uninni og dýpkar hana meðvit- að, byggirðu brú milli hugar og líkama. Brú sem er grund- völlur heilsu og velh'ðunar. Árangurinn; minni streita, einbeiting, aukakflóin hverfa, betri svefn, sjaldnar höfuð- verkur, lægri blóðþrýstingur, betri árangur í íþróttum, ánægjulegra kynlíf betra útlit og andlegt og líkamlegt jafn- vægi. Heil og sœl! jBpP tarfsfólk á videóleigum ætti að vera duglegra við það að láta fólk vita af ýmsum afsláttar- ' kJ punktum og fleiru er viðskiptavinir vinna sér inn þegar þeir leigja sér myndir. Einnig ættu margir að til- einka sér það að niðurlægja ekki viðskiptavininn þegar upp kemur misskilningur á skuld er ekki var vitað af. f^að tekur því varla að opna bæjarskrifstofurn- jfý I Jar á Akureyri. Opnunartími þeirra er ákaf- ' XT lega takmarkaður og ekki fyrir vinnandi rnann að komast þangað til að sinna sínum erindum. Það þyrfti að huga að því að opna þær „betur“. T-^að er óþarfi fyrir eigendur skyndibitastaða að | Jleita út fyrir landsteinana að hugmyndum að r JL nýjum réttum. Akureyri er rétti staðurinn. Þar er boðið uppá samlokur og hamborgara með frönskum á milli og einnig er það sérkenni skyndibitastaða að selja djúpsteiktar pylsur með osti og kryddi. Verðið á þessum sér- réttum er hins vegar alltof hátt og ekki er hægt að ímynda sér að verðmunur á pylsu og djúpsteiktri pylsu sé 100 krón- ur.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.