Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Síða 16

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Síða 16
28 - Laugardagur 7. september 1996 ÍDagur-®mrám ICONUNGLEGA SÍÐAN sem á dynur, æðrast ekki þótt á móti blási og alls ekki láta bug- ast af stormum fjölmiðlafársins sem leikið hafa um hana. - Raunar er hún þeirrar skoðun- ar að það eigi alls ekki að skrifa um vel uppaldar konur í dagblöð nema þrisvar sinnum á ævinni; þegar þær fæðast, giftast og deyja, eða eins og hún kallar það „hatch, match and dispatch". 'i’ Því hefur verið haldið fram að Camilla sé ákaflega sterk og einbeitt kona sem fái því framgengt sem hún vilji. Sagt er að Camilla og önnur vinkona Karls, lafði Dale Tryon, hafi valið Díönu sem hentugt kvonfang handa Karli. - Stúlkan var vel upp alin og af góðu kyni. Allt benti til þess að hægt yrði að móta hana sem fyrirmyndar eiginkonu og móð- ur í takt við kröfur konungs- fjölskyldunnar. Hafandi ætt Díönu og uppruna í huga hafa vinkonurnar vafalaust gengið út frá því að hún yrði Karli ekki Qötur um fót í sambandi hans og Camillu. En Díana hef- ur sannað það að mýs geta líka urrað! hana. - Hver er þessi kona? W Karl og Camilla kynntust þegar hann var 23 ára og hún 25 ára. í ævisögu sinni segir prinsinn að hún hafi verið stóra ástin í lífi sínu. Þau hafi átt í heitu ástarsambandi í sex mánuði áður en hann var kall- aður til átta mánaða fjarveru í sjóhernum. Meðan Kárl sinnti skyldustörfum sínum á sjónum frótti hann að Camilla hefði gifst einum besta vini hans, Andrew Parker Bowles, for- ingja í hernum. Af hverju hún gerði það er ráðgáta, ef ástin á milli hennar og prinsins var eins heit og hann lýsir í bók sinni. Prinsinn segir á sama stað að hann hafi verið særður djúpu hjartasári þegar hann frétti af fyrirhuguðu brúðkaupi þeirra Camillu og Andrews. W Frásögn prinsins í ævisög- unni um hvernig sambandi hans og Camillu hafi verið háttað í áranna rás er mun þokukenndari en meðal huldu- fólkssaga. Eftir trúlofun hans og Díönu 1981 segist hann hafa slitið öllu sambandi við Camillu í fimm ár, eða allt þar til honum varð ljóst að hjónabandið var með öllu vonlaust. Á þessum tíma hafi hann aðeins tvisvar sinnum talað við Camillu. í fyrra skiptið skömmu fyrir brúðkaup aldarinnar, þegar hann færði henni skilnaðargjöf, nánar tiltekið armband, og í seinna skiptið til þess að til- kynna henni að Díana væri ófrísk og að ríkiserfinginn væri á leiðinni. Hvað geta glöggir lesendur lesið út úr þessu? Jú, getur annað verið en að prins- inn og Camilla hafi átt í ástar- sambandi eftir að hún giftist? Og af hverju hringir hann í hana til að tilkynna um ríkis- arfann? - Er það ekki bara til þess að segja að hann hafi hann staðið sig í stykkinu gagn- vart þjóðinni og nú sé öllu óhætt? - Hvað sem þessu Iíður hneigist prinsinn augljóslega til þess að mála rómantíska og fegraða mynd af ástarsambandi sem þjóðin hans er ósátt við. W Ætt og uppruni skipta höf- uðmáli þegar samskipti við kóngafólk eru annars vegar og það af praktískum ástæðum einkum þegar um hjákonu verðandi konungs er að ræða. Camilla er af yíirstéttarfjöl- skyldu og hlaut hefðbundið uppeldi, sem hæfir þeirri stétt. Rétt eins og Karl var hún send í afar strangan skóla. Bak- grunnur Camillu og óskrifaðar siðareglur breska aðalsins, hafa veitt henni það í vegarnesti að láta sér hvergi bregða hvað Karl var 23 ára og Camilla 23 ára þegar þau kynntust. „Hvað sér hann við hana?“ spurðu margir þegar myndir birtust af viðhaldi prinsins. Þau kynntust árið 1972 og svo virðist að Camilla sé stóra ástin í lífi Karls Bretaprins. Camiila ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum Andrew Parker Bowles sem hefur gifst aftur. W í rauninni eru vandfundn- ar meiri andstæður en Díana og Camilla. Camilla hefur sig lítið til nema við sérstök tækifæri. Hún stillti sér t.d. upp fyrir myndatöku fyrir frægt tímarit í krumpuðum buxum! Díana hefði frekar skilið við Karl strax á árinu 1985, þegar þau Camilla og Karl tóku saman aftur, en að láta sjást til sín þannig til fara á almannafæri, enda er Díana tískuviti á heimsmælikvarða. Díana er borgarbarn en Camilla unir sér best í sveitinni við garðyrkju, vatnslitamálun og hesta- mennsku. Hún hefur því sömu áhugamál og prinsinn. Karl og Díana áttu aftur á móti fátt sameiginlegt á því sviði sem öðrum. Camilla skildi við eigin- mann sinn á síðasta ári eftir 21 árs hjúskap. Hún er 49 ára og lítur ekki út fyrir að vera degi yngri. Eftir skilnaðinn keypti hún sveitasetur á 85 milljónir króna þaðan sem er aðeins um 20 mínútna akstur til High- grove, heimili Karls. Það er því stutt að fara þegar Camilla þarf að taka á móti gestum í bústað Karls, en hún hefur um langan tíma verið húsfreyja þar, þegar Karl heldur einkasam- kvæmi. Hún heldur sig í sveitinni og tekur lítinn þátt í opinberu samkvæmislífi, enda hundelt af íjölmiðlum. W Hver er þá staða Camillu og Karls? Harla lítil von er til þess að þau geti nokkurn tíma gifst þar sem andstaða al- mennings er of mikil, a.m.k. ef Karl ætlar að verða kóngur. Mun Camilla sætta sig við að vera áfram í skugganum og styðja Karl án þess að deila með honum virðingarstöðunni? Það verður tíminn að leiða í ljós. Kannski væri það hent- ugra fyrir alla aðila að Karl fyndi sér nýjan lífsförunaut. Það er möguleiki sem Díana yrði sjálfsagt sáttari við eftir áralangan ijandskap gagnvart Camillu, sem hún kallaði Rot- weiler (ófrýnilegt hundakyn), og hún getur ekki hugsað sér að Camilla verði stjúpmóðir prinsanna. BÚBBA segir frú tíðindum úr bresku konungsfjölskyldunni. Camilla Parker Bowles er ein umtalaðasta kona Bretlands, sumir myndu segja hataðasta kona konungs- ríkisins. - Fyrir hvað? Jú, hún var hjákona Karls Bretaprins um margra ára skeið og ást- kona hans eftir að gengið hefur verið frá skilnaði Karls og Dí- önu. - Karl vill örugglega giftast Camillu en meirihluti Breta get- ur ekki hugsað sér að hún verði drottning. - Hvað sér hann eiginlega við hana? Þetta er spurning sem margir veltu fyrir sér þegar myndir af hjákonunni tóku að birtast í gulu pressunni. Því verður ekki neitað að í samanburði við draumaprinsessuna Dí- önu er Camilla heldur óspennandi að sjá og með ólíkindum að hún hafi heillað prinsinn svo að hann leggur nærri því allt í sölurnar fyrir Hj ákona prmsins

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.